Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÖSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Straumur á þriðja ofninn Sex fyrirtæki stofna félag til að undirbúa byggingu álvers Leggja fram 200 milljónir til að undirbúa næstu skref FIMM íslensk fjármálafyrirtæki hafa ásamt Norsk Hydro ákveðið að stofna undirbúningsfélag sem hefur það hlutverk að fjármagna og und- irbúa byggingu álvers á Reyðar- fírði. Fyrirtækin leggja fram 200 milljónir til þessa verkefnis, en þar af kemur helmingurinn frá Norsk Hydro. Stefnt er að því að undir- búningsvinnunni ljúki eftir 8-10 mánuði og að þá liggi fyrir hvaða fjárfestar leggi fram hlutafé til ***feyggingar álvers. Frá því í vor hafa Eignarhaldsfé- lagið Alþýðubankinn, Fjárfestingar- banki atvinnulífsins, Islandsbanki, Landsbanki íslands og Þróunarfé- lag Islands skoðað arðsemi álvers á Reyðarfirði. Fyrir liggur frum- greining á verkefninu og benda nið- urstöður til þess að vænta megi góðrar arðsemi af fjáfestingunni miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, að sögn Erlendar Magnússon- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækja- jfc^viðs FBA. Hann vill þó ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Erlendur sagði að sú vinna sem fyrirtækin hefðu lagt í verkefnið fram að þessu hefði hvorki verið fjár- né tímafrek. Nú væri vinnan komin á það stig að ákveðið hefði verið að stofna sérstakt félag sem myndi á næstu 8-10 mánuðum verja umtalsverðum fjármunum og tíma til áframhaldandi undirbún- ings. HeQa dýrari og tímafrekari vinnu „Nú hefst miklu alvariegri, tíma- frekari og dýrari vinna við hönnun og gerð ýmiss konar samninga um aðföng, sölu, raforku og fleira. Meg- inverkefnið verður þó að vinna að fjármögnun álversins. Það er fyrst þegar þessari vinnu er lokið sem hægt er að svara því hvort við kom- um eitthvað að byggingu álvers,“ sagði Erlendur. Hann sagði að stefnt væri að því að endanleg ákvörðun um hvort farið yrði út í byggingu álvers yrði tekin næsta vor eða snemma sumars. Erlendur sagði að gert væri ráð fyrir að fyrsti áfangi álvers yrði með 120 þúsund tonna framleiðslu- getu á ári, en heildarkostnaður við þennan áfanga yrði um 30 milljarð- ar. Gera mætti ráð fyrir að a.m.k. þriðjungur yrði fjármagnaður með hlutafé, en meginþorrinn yrði í formi verkefnisfjármögnunarláns. Aðspurður sagði hann að ef álverið yrði stækkað á síðari stigum myndi arðsemi þess aukast. Steinþór Pálsson, sem kemur að málinu fyrir hönd Islandsbanka, sagði að það væri mat fyrirtækj- anna að það væru meiri en minni líkur á því að álver yrði byggt í Reyðarfirði. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfé- lagsins Alþýðubankans, sagði að- spurður að fyrirtækin gerðu sér að sjálfsögðu grein fyrir þeim umræð- um sem ættu sér stað í þjóðfélaginu um álver og virkjanir norðan Vatna- jökuls. Tekið væri tillit til þess í áhættumatinu, en hins vegar væri gengið út frá þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði í höndum leyfi til að virkja í Fljótsdal. Rætt við lífeyrissjóði Erlendur sagði að á þessu stigi væri lítið hægt að segja um hverjir kæmu til með að leggja fram hluta- fé til byggingar álvers. Fæst af þessum fimm íslensku fjármálafyr- irtækjum væru langtímafjárfestar, en þeirra hugmynd væri að vinna þessu máli framgang og draga sig síðan út úr því. Rætt hefði verið við íslenska fagfjárfesta, eins og lífeyr- issjóði, og þeim viðræðum yrði haldið áfram jafnframt því sem rætt yrði við erlenda aðila. Hann sagði óráðið hvað Norsk Hydro kæmi til með að eiga stóran hlut, en hann kvaðst ekki hafa skynjað ann- að af viðræðum við fyrirtækið en að það tæki þátt í undirbúningi verk- efnisins af fullum áhuga. Erlendur lagði áherslu á að enginn sem að þessu verkefni kæmi hefði tekið endanlega ákvörðun um aðiid að því. STRAUMI verður hleypt á þriðja bræðsluofn verksmiðju íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundar- tanga einhvern næstu daga. Stefnt er að því að framleiðsla geti hafist með því sem næst fullum afköstum 1. október næstkomandi. Unnið hefur verið dag og nótt að prófun tækjanna. Bjarni Bjarnason, framkæmdastjóri fyrirtækisins, seg- ir að prófanir hafi gengið eftir áætl- un og ekkert komið upp sem ekki hafi verið hægt að lagfæra. Ofninn verður gangsettur einhvern næstu daga með því að straumi verður hleypt á hann. Tekur um það bil mánuð að hita hann upp en hinn 1. október gengur í gildi samningur sem Járnblendifélagið gerði við Landsvirkjun um afhendingu viðbót- arorku vegna rekstrar hins nýja bræðsluofns. 60% aukning framleiðslu Núverandi verksmiðja getur fram- leitt 72 þúsund tonn á ári. Nýi ofninn er hannaður fyrir 42 þúsund tonna framleiðslu. Verksmiðjan mun því framleiða um 114 þúsund tonn af kís- iljárni á ári og nemur aukningin um 60%. Keldur fá þriðja verkefnastyrkinn frá Evrópusambandinu Dýratilraun sem gæti nýst gegn eyðni TILRAUNASTÖÐ Háskólans í meinafræði á Keldum hefur fengið 10,7 milljóna króna styrk frá Evr- ópusambandinu til að taka þátt í samstarfsverkefni, sem felst í til- raunabólusetningu gegn apaveiru (SIV), sem er náskyld eyðniveirunni. Um er að ræða samstarfsverkefni vísindamanna í ellefu rannsóknastof- um í sex Evrópulöndum auk Banda- ríkjanna og sagði Guðmundur Ge- orgsson, forstöðumaður Keldna og stjórnandi verkefnisins hér á landi, að hvort sem tilraunirnar með bólu- efnið bæru árangur eða ekki myndu niðurstöðurnar nýtast við rannsókn- . .Mi' á eyðnisjúkdómnum. „I raun snýst verkefnið um að gera líkan íýrir bólusetningu við HIV,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru tilraunir, sem eru gerðar á öpum í Göttingen í Þýskalandi. Ástæðan fyrir því að notaðir eru apar og veira, sem þeir eru næmir fyrir, svokölluð apaveira, er að hún er úr hópi hæggengra veira eða lentiveira og veldur ein- kennum í öpum, sem svipar til eyðni.“ Beðnir að vera með vegna visnurannsókna Guðmundur sagði að sérfræðingar á Keldum hefðu verið beðnir að taka þátt í verkefninu vegna visnurann- sókna, sem þar hefðu verið gerðar. Visnuveiran væri ein af þeim veirum, sem væru skyldar eyðniveirunni. „Það er verið að brydda upp á öýrri aðferð við bólusetningu," sagði wuðmundur. „í okkar hlut kemur sérstaklega að kanna áhrif veirunnar á taugakerfið. Könnuð verða áhrif bólusetningarinnar, sem er veikluð apaveira. Síðan verður prófað að sýkja með virkri apaveiru og athug- að hvort fæst vernd. Við munum fyrst og fremst kanna heilann, hvaða breytingum veiran veldur þar og hvaða áhrif bólusetning hefur á þró- un heilaskemmda. Að auki verður heilinn athugaður með tilliti til þess hvort veiran geti dulist þar vegna þess að heilinn er að vissu leyti verndað svæði gegn ónæmiskerf- inu.“ Veiklaða veiran er til og á að nota frumutegund, sem unnin er úr merg, sem burðarfrumu fyrir hana. Guð- mundur sagði að sýkt yrði í eitilvef í slímhúð vegna þess að þannig berst eyðnismit almennt, þótt einnig berist sjúkdómurinn inn í blóðrásina, til dæmis með sprautum. Bóluefni getur bjargað „Slímhúðarvernd yrði mikilvægur þáttur,“ sagði hann og bætti við: „Hvað sem líður allri framför í með- ferð á eyðni á Vesturlöndum er bólu- efni það eina, sem myndi duga í þró- unarlöndum." Hann sagði of snemmt að segja til um það hvort unnt yrði að beita sambærilegri bólusetningu við eyðni: „Það má segja að tilraunin snúist um það hvort þetta getur ver- ið virkt til varnar og sé svo ekki þarf að finna skýringar á því. En ég vil ekki vekja neinar vonir um að bólu- efni sé handan við hornið.“ Styrkurinn tengist fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins í lífvísindum og hljóðar upp á tíu millj- ónir til þriggja ára. Morgunblaðið/RAX Lundapysjur í Dyrhólaey Ráðist á stúlku á Snæfellsnesi LUNDAPYSJURNAR ættu flestar að vera komnar til sjáv- ar, en varptíma lauk í byrjun júní og flestar eru pysjurnar komnar á kreik í byrjun ágúst. Um tíu milljón kubbslegir og flatnefjaðir lundar búa við sjáv- arsíðu landsins og er fuglinn sá algengasti á Islandi. Búast má við því að eitthvað hafi fjölgað í stofninum í sumar, en helstu varpstöðvar lundans eru í Vest- mannaeyjum og í Breiðafjarð- areyjum. SÝSLUMAÐURINN í Stykkis- hólmi rannsakar nú alvarlegt lík- amsárásarmál, sem upp kom á þriðjudagsmorgun þegar tæplega tvítug stúlka tilkynnti að rúmlega tvítugur maður hefði ráðist á sig í sumarbústað í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Stúlkan var flutt frá Stykkishólmi á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hún fékk meðhöndlun bæði á slysa- deild og á neyðarmóttöku fyrir fómarlömb kynferðisofbeldis. Mað- urinn, sem grunaður er um verkn- aðinn, var handtekinn á þriðjudag- inn þar sem hann var staddur í sumarbústaðnum en sleppt að lokn- um yfirheyrslum. Maðurinn var síð- an aftur handtekinn aðfaranótt fimmtudags í Reykjavík vegna málsins og yfirheyrður í gær af lög- reglunni í Reykjavík. Hann var í haldi lögreglunnai’ fram á kvöld. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi nýtur aðstoðar embættis ríkislög- reglustjóra við rannsókn málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.