Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 59 BÁRA GESTSDÓTTIR + Bára Gestsdótt- ir fæddist á Þúfu í Flateyjardal 14. október 1925. Hún lést á Hjúkrun- arheiniilinu Seli á Akureyri 7. ágúst siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 18. ágúst. Elsku Bára. Þú verður alltaf í hjörtum okkai- og við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Það var alltaf svo hlýtt og notalegt að koma til þín, alveg sérstök stemmning yfir kaffíbollanum og ýmis mál rædd. Jólin færa birtu og yl í hjörtu mannanna, fólk sest nið- ur og styrkir vináttuböndin. Það var þinn tími og heimili þitt bar þess merki. Við þökkum þér fyrir að hafa verið partur af okkar lífi í sorg og í gleði. Það voru forrétt- indi að eiga þig fyrir vinkonu elsku Bára. Eins og regnið hylur stjörnu- rnar og haustþokan felur fjallshlíð- arnar og eins og skýin hylja himin- blámann, þannig hylja dimmar stundir lífs míns og örlaga auglit þitt sjónum mínum. Og þó veit ég að hönd þín heldur mér. Því þótt ég hrasi og detti á veginum þá sleppir þú aldrei. (Höf. ók.) Maria, Birkir og börn. Mig langar að minnast hennai’ Báru með þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér. Það verður tómlegt að koma til vinnu eftir sumarfrí og geta ekki, þegar stund er laus, farið inn á stofu II og fengið hlýtt bros og þétt faðmlag. Spjallað svo saman og ég tala nú ekki um ísinn og bláberin sem við hámuðum í okkur á góðum stundum. Það var gott að hafa þig hjá okk- ur, Bára mín, en nú ertu laus við þjáningarnar sem þú vildir sem minnst tala um og ert komin í sól- skinið og til ástvinar sem þú varst búin að sakna svo mikið síðan hann kvaddi. Eg sendi ástvinum þínum sem þú barst svo ríka umhyggju fyrir hlýj- ar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín vinkona, Hafdís. BRIDS Umsjón Arnór G. It a g n a r s s o n Bridsfélag Suðurnesja Heldur var dræm þátttakan í fyrsta spilakvöldi félagsins sl. mánudagskvöld en það var góð- mennt. Spiluð var sveitakeppni en sveit frá félaginu heldur í víking norður í land um helgina og spilar í 8 liða úrslitum við sveit Þórólfs Jónassonar í Syðri-Skál í Bikar- keppni Bridssambandsins nk. laug- ardag. Næsta mánudagskvöld hefst fyrsta alvörukeppni vetrarins, þriggja kvölda hausttvímenningur, og eru spilarar hvattir til að fara að bursta inniskóna og mæta í félags- heimilið á mánudaginn. Spila- mennskan hefst kl. 20. Bridsfélag Hreyfils Vetrarstarfið hófst sl. mánudag með 13 para tvímenninngi. Ragnar Bjömss og Daníel Halldórs- | sonnáðu besta startinu og skoruðu 1 191. Eiður Th. Gunnlaugsson og Ingunn Sigurðardóttir urðu í öðru sæti með 184 og systkynin Erla Sigurjónsdóttir og Sigurður Sigur- jónsson þriðju með 181. A mánudaginn kemur verður einnig eins kvölds keppni en annan mánudag hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. 4. október er frí vegna Flóridaferðar, 11. okt. verður eins kvölds tvímenningur og 18. október byi’jar aðalsveita- keppnin sem áætlað er að standi í 6 kvöld. Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í As- é garði Glæsibæ. Meðalskor báða daga 216 stig. Fimmtudag 26. ágúst. S Arangur N-S Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. Asta Erlingsdóttir - Sigurður Pálsson Júlíus Guðmundsson - Rafn Kristjánsson Árangur A-V Hilmar Valdimarss. - Magnús Jósefss. Ólafur Ingvarsson - Viggó Norquist Ólöf Guðbrandsdóttir - Sæbjörg Jónasd. _ Mánudag 30. ágúst. 4 Árangur N-S Þorleifur Þórarinss. - Albert Þorsteinss. Oliver Kristóferss. - Þorsteinn Sveinss. Júlíus Guðmundsson - Rafn Kristjánsson Árangur A-V Birgir Sigurðsson - Alfreð Kristjánsson Halldór Magnússon - Þórður Björnsson Halldór Kristinsson - Hjálmar Gíslason Bridsdeild Sjálfsbjargar Vetrarstarfið hefst mánudaginn 6. sept. næstkomandi með eins Íkvölds tvímenningi. Spilað verður í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, kl. 19. Frekari upplýsingar gefur Páll í síma 551-3599 og Karl í síma 562- 9103. 260 238 236 263 241 240 259 257 246 243 237 231 KJARTAN ÓSKARSSON + Kjartan Óskars- son, offsetprent- ari, fæddist í Reykjavík 23. mars 1951. Hann andað- ist á heimili sínu 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 30. ágúst. Kæri mágur. Það er með sorg í hjarta sem ég vil með nokkrum orðum kveðja þig og þakka þér fyrir þann tíma sem ég þekkti þig. Það var fyrir tæpum tveimur árum sem ég og Óli bróðir þinn byrjuðum saman og stuttu seinna kynnti hann mig fyrir þér. Strax við fyrstu kynni fannst mér stafa mikil manngæska og hlýleiki frá þér. Því betur sem ég kynntist þér sá ég að stutt var í grín og glens og oft hafði ég gaman af að hlusta á ykkur bræðurna skiptast á orðum í gamni. Það var gleðilegt að fylgjast með þegar þú varst að gera nýja heimilið þitt svo fallegt og hlýlegt og sjá stoltið í augum þínum þegar við komum að skoða. Einnig eftir að litla frænka þín, hún Evíta, fæddist sá ég hversu barngóður þú varst og verð minnug þess að hún fékk sinn fyrsta sykur á snuðið sitt hjá þér. Ekki grunaði mig að ég væri að sjá þig í síð- asta sinn er við kom- um til þín nokkrum dögum fyrir andlát þitt. Þú varst glaður og hrífandi eins og alltaf. Þegar kallið kom og Gréta lét okk- ur vita fannst mér eins og þetta væri slæmur draumur og myndi ég vakna þá og þegar og allt væri eins og áður. En því miður var svo ekki og þung voru skrefin þegar ég kvaddi þig og sá eftir þér langt um aldur fram. Hann Óli bróðir þinn hefur ekki eingöngu misst kæran bróður held- ur líka besta vin sinn og trúnaðar- mann, því'er harmur hans mikill. Og móðir þín, sem þú varst svo góður við, og allar systur þínar, sem þótti svo vænt um litla bróður sinn, eiga um sárt að binda. Bið ég guð að blessa minningu þína og gefa fjölskyldu þinni styrk á sorg- arstund. Þín mágkona, Unnur R. Hauksdóttir. + Við og fjölskyldur okkar þökkum af hjarta öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu og veittu hjálp og styrk vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar, KRISTINS SIGFÚSAR KRISTJÁNSSONAR, Lyngbrekku 13, Kópavogi. Margrét Örnólfsdóttir, Kristján Eyjólfsson. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem auðsýndu okkur ómetanlega vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs sonar okkar, bróður og frænda, JÓNS ÞÓRS ÓSKARSSONAR, Suðurbraut 15, Hofsósi. Sigríður Jónsdóttir, Óskar Hjaltason, Kristinn Ragnar Óskarsson, Áslaug María Óskarsdóttir, Óskar Marteinn Helgason og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR SÆMUNDSSON, sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 24. ágúst, verður jarðsett frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 4. seþtember kl. 14.00. Sigurjón Sæmundsson, Stella Margrét Sigurjónsdóttir, Ingvar Jónasson, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Birgit Henriksen, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN HELGA HELGADÓTTIR frá Núpum, Fljótshverfi, til heimilis í Bogahlíð 14, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum laugardaginn 28. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, föstudaginn 3 Agnes H. Vigfúsdóttir, Baldur J. Vigfússon, Guðmundur H. Vigfússon, Hörður B. Vigfússon, Þórhildur Vigfúsdóttir, Kristján Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. . september, kl. 13.30. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vin- áttu, samúð og hlýhug við andlá og útför eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILMUNDAR INDRIÐASONAR bónda, Efsta-Dal. Kristrún Sigurfinnsdóttir, Sigurfinnur Vilmundarson, Margrét J. Þórarinsdóttir, Theodór L. Vilmundarson, Ragnheiður B. Sigurðardóttir, Gunnar Vilmundarson, Jóna B. Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KRISTÍNAR HANNESDÓTTUR frá Bíldudal. Hannes Friðriksson, Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir, Valdemar Friðriksson, Guðbjörg O. Guðnadóttir, Agnar Friðriksson, Ingunn Hjaltadóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir, Runólfur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýjan hug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS PÁLMA JÓHANNSSONAR stöðvarstjóra fslandspósts, Hofsósi. Erna Geirmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Lokað Vegna jarðarfarar INGILEIFAR ÓLAFSDÓTTUR verður Krabba- meinsfélagið, Skógarhlíð 8, lokað eftir hádegi í dag, föstudaginn 3. september. Almenn símaþjónusta vegna minningarkorta er í síma 5621414. Krabbameinsfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.