Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ s Eti þeir súrt með sætu „Hins vegar finnst mér að þeir ættu að taka jafnt við súru sem sætu. Þeir eiga ekki að velja bara það sem þeim líkar þeg- ar þeir hvima augum yfir menningararf- inn íslenska í leit að bráð. “ KRAKKAR sem tína rúsínurnar úr jóla- kökunni eða konfektið af brúð- kaupstertunni fá skammir fyrir. Samt verður að viðurkenna að freistingin er mikil að hirða bara bestu bitana og fleiri eru sekir en litlir óþekktarormar. Hver getur láð okkur þótt við séum hreykin af því sem sumir landar okkar hafa afrekað og reynum að hampa þeim í von um að eitthvað af dýrðinni loði við okkur hin? Við erum ekki að rækta með okkur neitt þjóðern- isofstæki þótt við hyllum Snorra, Leif, Björk, Laxness, Jón Leifs og VIÐHORF Ásgeir Sigur- ----- vinsson meira Eftir Kristján en aðra. Það Jónsson eflir sjálfs- traustið að vita að hér geta einnig verið til karl- ar og konur sem skara fram úr og sætta sig ekki við meðal- mennskuna. Þetta dregur úr þeirri tilfinn- ingu að við séum geirfuglar á einhverju útskeri þar sem aldrei gerist neitt og enginn geti neitt. Auk þess er þjóðhetjusöfnun ekkert verri en frímerkjasöfnun. Óhefðbundin hugsun á vel við á þessu sviði, tækifærin leynast víða, strandhögg eru leyfð. Nokkrir menn finnst mér að hafi einhvern veginn orðið útundan þegar íslenskt afburðafólk er á dagskrá. Rögnvaldur Amunda- son varð fyrstur manna til að stíga fæti á Suðurskautið skömmu eftir aldamótin. Hann skákaði hetjum breska heims- veldisins, ríkisins sem bar þá ægishjálm yfir öll önnur. Ámundason vann sér margt til frægðar og framlag hans til vís- indanna var ómetanlegt, eftir hann liggur fjöldi rita. Sem dæmi má nefna að hann sýndi fram á að segulpóllinn á norðurhveli, sem er alllangt frá landíræðilega skautinu sjálfu, færist stöðugt til. Við íslendingar getum verið stoltir af Amundasyni og hvers vegna gemm við ekki meira af því að minna á íslenskt þjóðemi tónskáldsins sem samdi Söng Sólveigar? Og hvað með leikrita- skáldið sem skrifaði Pétur Gaut og Brúðuheimilið? Við eigum ekki að fela neitt þegar rætt er um hetjur þjóðarinnar. Bretar gætu líka montað sig af því að einn sona þeirra, Benjamin Frankiin, hafi fundið upp eldingavarann. Þeir gætu sömuleiðis verið hreyknir af skáldum eins og Melville og Hawthorne og staðhæft að sönglög Fosters og málverk Sargents verði alltaf órjúfanleg- ur hluti menningararfs Breta. Þótt þessir afreksmenn hafi alið aldur sinn annars staðar en á svölum ekrum Englands sé ekk- ert því til fyrirstöðu að þjóðin krefjist höfundarréttar að þeim. En Bretar gera þetta ekki, þeim finnst það fyrir neðan virð- ingu sína að reyna að eigna sér menningararf Bandaríkja- manna. Þeir væra þá að Ijóstra því upp að þeir væra haldnir minnimáttarkennd. Nei Bretar vilja ekki verða að athlægi. Kannski ætti ég að fá prik fyrir viðleitnina en mér tekst aldrei að fá lesendur til að taka undir og segja að Amundsen, Grieg og Ibsen hafi verið Islend- ingar. Þið vitið betur. Með góðum vilja er hægt að skilja þá Norðmenn sem vilja eigna sér Heimskringlu og Snorra Sturluson, Leif Eiríks- son og fund Ameríku, mjög góð- um vilja - og umburðarlyndi. Við megum bara ekki apa þetta eftir þeim. Þegar öllu er á botninn hvolft er það varla aðalatriðið hvort Leifur var íslenskur, norskur eða grænlenskur. Sjálf- ur hefði hann varla getað svarað spurningunni, þjóðarvitund var í hans tíð óljós. Og kannski var þessi Leifur ekki til. Einhvern tíma var sagt í hálf- kæringi að traust þjóðarvitund byggðist á sameiginlegri trú á augljósa blekkingu, t.d. um þjóð- lega yfirburði á einhverju sviði, þjóðhetjur og fleira. En þessi örvæntingarfulla „Made in Norway“-árátta frænda okkar er nú stundum skringileg. Við gætum fallist á að Snorri hafi verið evrópskur heimsborgari, ættaður úr Dölunum, með lög- heimili í Reykholti. Við getum látið nægja að segja Leifur og félagar hans hafi verið evrópskir og líklega orðið fyrri til en Kól- umbus að anda að sér angan amerískra skóga. En vilji Norð- menn endilega eiga gömlu hetj- urnar okkar er víst fátt við því að gera. Þetta er frjáls heimur. Hins vegar finnst mér að þeir ættu að taka jafnt við súru sem sætu. Þeir eiga ekki að velja bara það sem þeim líkar þegar þeir hvima augum yfir menning- ararfinn íslenska í leit að bráð. Árið 1596 var tekinn af lífi Björn nokkur Pétursson á Laugabrekkuþingi á Snæfells- nesi. Hann hafði búið í Öxl í Breiðuvík. Björn játaði að hafa myrt níu manns sem leið áttu um Öxl, vísaði sjálfur á beinin og hlýtur að teljast einn um- svifamesti fjöldamorðingi ís- landssögunnar. Dómurinn taldi meðsekt eiginkonunnar ekki sannaða. Sonur þeirra, Sveinn skotti, varð einn illræmdasti bófi landsins og var hengdur 1648. Hann mun hafa verið kynsæll og hvíslað hefur verið að djúgur hluti þjóðarinnar geti rakið ætt- ir sínar tO hans sem hlýtur að vera ósatt. Við sitjum uppi með feðgana nema gripið verði til lagfæringa á sögunni og annað eins hefur nú verið gert. Norðmenn gætu samið við okkur um að þeir fái átölulaust að eigna sér Snorra og Leif á stórhátíðum gegn því að þeir taki að sér að fullu og til ævarandi eignar Axlar-Björn, Svein skotta og fleiri óþokka sem við viljum losna við úr minningagóssinu. Þeir yrðu norskir. Auðvitað er ekki hægt að bú- ast við að Norðmönnum finnist gaman að fá þetta ókræsilega viðhengi, þetta er ekki nein kon- íakslegin krás. En þeir ættu að draga andann djúpt, grípa fyrir nefið og láta slag standa. Þá væru þeir menn að meiri og sögulegar sættir næðust. _________UMRÆÐAN_______ Máttur og menning- í Grafarvog'i Á LAUGARDAGINN, 4. september næstkom- andi, munu íbúar Grafar- vogs gera sér glaðan dag og halda í annað skiptið Grafarvogsdaginn hátíð- legan.. Þemað er að mátt- urinn í menningu okkar sé samheldni og samstarf í lífi, list, leik og starfi. Grafarvogur er eitt nýjasta hverfi borgarinnar og það fjölmennasta. Það hefur vaxið hratt undan- farandi ár og stöðugt hafa byggst upp ný hverfi. I ungu hverfi er mikilvægt að ferskir straumar fái að njóta sín svo menningar- flóran verði litskrúðugri og fjöl- breyttari. En þó hverfið sé ungt þá byggist það á gömlum grunni. Með Grafarvogsdeginum viljum við minna á þann fjarsjóð sem saga Grafarvogs geymir. Saga Grafarvogssvæðisins er frá landnámsöld Talið er að Gufunes sé kennt við Ketil gufu landnámsmann sem sagt er frá í Landnámu. Hann sat hér einn vetur en fékk engan bú- stað á nesinu eins og sagt er í Þórðarbók. Fróðir menn ætla að þeir Víkurmenn, Ingólfur Arnar- son og Þorsteinn sonur hans, hafi ekki viljað láta Ketil fá land í sínu landnámi. Kannski fannst þeim þegar orðið of þéttbýlt? Fleiri sagnir era til, sumar allt frá landnámsöld. í máldaga Þor- láks biskups er sagt frá Maríu- kirkjunni á Gufunesi en kirkjan vai' aflögð árið 1886. Altari kirkjunnar var flutt í Mosfellskirkju en síðan á Reykjalund. Á laugardaginn kem- ur mun altarið aftur þjóna sínu uppranalega hlutverki á gamla kirkjustæðinu í Gufunesi því guðs- þjónusta helgarinnar verður ut- andyra á gamla kirkjustæði Maríu- kirkjunnar. Örnefni Grafarvogs era fjölmörg og gera það að verk- um að fortíðin lifnar við í hugum manna og Grafarvogurinn tekur á sig nýjar myndir. Hlýða má á ýms- ar þessara sagna í ævintýragöngu að morgni laugardags. Máttarstólpi I dag búa ekki síðri kappar og valkyrjur í Grafarvogi en var til forna. Hér stunda ungar meyjar og sveinar fjölbreytt æskulýðs- starf af miklu kappi og hafa með því aukið hróður hverfisins. Alla- vega má fullyrða að mannlíf Graf- arvogs er fjölbreytt og stöðugt bætast við nýir vaxtarbroddar sem auka á menningarflóruna. Því var ekki að undra þegar menning- arhópur Grafarvogsráðs fór á stúfana og leitaði að fólki til að taka þátt í Grafarvogsdeginum, þá var um auðugan garð að gresja. Lagt er kapp á að íbúar hverfisins séu þátttakendur í menningarhá- tíðinni og vert er að minnast þess að nær allir sem fram koma era búsettir í hverfinu. í fyrra var í fyrsta sinn veitt viðurkenningin Máttarstólpi Grafarvogs. Viður- kenningin er veitt einstaklingi eða hópi í Grafarvogi sem hefur náð árangri og verið hverfinu til sóma. I fýrra fékk unglingakór Grafar- vogskirkju Máttarstólpann. Spennandi er að vita hver hlýtur hnossið í ár. Súrefaisvörur Karin Herzog Silhouette Var Bjarni Thorarensen fyrsta hverfisskáld Grafarvogs? Grafarvogur skartar litríkum andans listamönnum og gerði það einnig áður fyrr. Einn þeirra var Bjarni Thorarensen og velta má þvi fyrir sér hvort hann hafi verið fyrsta hverfisskáld Grafarvogs? Grafarvogsdagurinn s I ungu hverfi er mikil- vægt að ferskir straumar fái að njóta sín, segja Elísabet Gísladóttir og Ragn- hildur Helgaddttir, svo menningarflóran verði litskrúðugri og fjöl- breyttari. Skáldum hefur fjölgað og síðustu ár hafa þeir sett svip sinn á hverfið meðal annars með því að halda glæsilegt hagyrðingakvöld síðast liðinn vetur. Hverfisskáld Grafar- vogs munu lesa úr verkum sínum í hátíðarsal Fjölnis á Grafarvogs- daginn. Keppt verður í annað sinn um titilinn Glímukóngur Grafarvogs. Þó svo að íþróttafélagið Fjölnir æfi íslenska glímu, verður ekki keppt í hinni fornu sér íslensku íþrótt. Grafarvogsglíman er óhefðbundin og keppendur einnig. í fyrra kepptu fyrirtæki innan hverfisins m.a í hjólböruralli, línu- dansi og þreföldu poka- hlaupi áhorfendum til mikillar skemmtunar. Borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og for- maður __ hverfisnefndar Guðrún Ágústdóttir, voru dómarar, með spjöld og flautur, klæddar í dómara- treyjur yfir pelsana eins og vera ber þegar það blæs hressilega á Fróni. Nú skora lið Lögregl- unnar, prestanna, skóla- stjóra, leikskólastjóra, stjómarmenn Fjölnis, starfsmenn Miðgarðs og Gufunesbæjar á lið Áburðarverksmiðjunar um titilinn Glímukóngur Grafarvogs 1999 en þeir unnu titilinn í fyrra. Þess má jafnframt geta að Þorgeir Jónsson er eitt sinn bjó á Gufunesi var Glímukóngur íslands en þangað er nafnið sótt. Gleðin heldur áfram allan seinnipart dagsins í Gufunes- bæ. Þar verður harmonikkuspil í veitingatjöldum, hringekja, sprell- leiktæki, grillveisla og brekkusöng- ur við varðeld. Gestum er boðið að taka þátt í gömlum leikjum, reyna sig í klifi og sigi á súrheysturnin- um. Einn af hápunktum menningar- hátíðar Grafarvogs í fyrra var að sjá leikskólabörnin koma með afa og ömmu eða pabba og mömmu án þess að það traflaði á neinn hátt unglingana við að skemmta sér eins og vant er. Það sýndi að aldur- hópar geta skemmt sér saman á vettvangi sem þessum. Menning okkar er saga okkar, sigrai- og ósigrar sorg og gleði. Menning er í sífelldri sköpun, af henni lærum við og hún gengur í erfðir. Að svo miklu marki sem við getum haft áhrif á okkar menningu og sögu eigum við að gera það. En hvert viljum við stefna og hvað er það sem við á endanum teljum mikil- vægast í lífi hvers einstaklings, fjölskyldu, hverfis, borgar og þjóð- ar? Til að gera svona dagskrá mögulega þurfa margir að leggja hönd á plóginn. Við í menningar- hópi Grafarvogs kunnum öllum þeim aðilum, sem hafa lagt sitt fram til að gera þetta mögulegt, okkar bestu þakkir. Höfundar eru í mcmiingnrhópi Grafarvogs. Af hverju ekki að landa fiskinum í Færeyjum? • Ódýrari olía • Ódýrari birgðir • Mjög gott fiskverð • Góð geymsluaðstaða • Sjáum um flutning til Evrópu • Sanngjöm farmgjöld Wðn A'IT' CUID SKIPAFELAGIÐ F0KOYAR Eystara Bryggja P.O. Box 47, FO-IOO Tórshavn, Færeyjum. Sími 00298 311225. Fax 00298 311313 Netfang: skipafelagid@faroe-ship.fo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.