Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 52
~%2 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ INGILEIF ÓLAFSDÓTTIR hverju stefndi, undir það síðasta, en ^ún skyldi ekki gefast upp, því 'alltaf trúir maður á mátt guðs og kraftaverk. Kallið kom, við sættum okkur ekki við það, en guð ræður. Eg var svo lánsöm að fá að kynn- ast þér, elsku vinkona, þegar við vorum fimmtán ára gamlar í Haga- skóla. Pabbi þinn hafði þá nýlega byggt hús í Sörlaskjóli ásamt elsta bróður þínum. Fljótlega fór ég að venja komur mínar í Sörlaskjólið. Það var mikið hlegið og mikið skraf- að, rætt um lífið og tilveruna fram á morgun. Það var eins og við gætum aldrei hætt að tala saman. Síðan lá ^leiðin í MR, vinahópurinn stækkaði og klíkan okkar svokallaða myndað- ist, og allir alltaf velkomnir heim til Ingileifar. Foreldrar hennar, Asa og Ólafur, sem reyndar er látinn fyrir allmörg- um árum, tóku okkur krökkunum alltaf opnum örmum, á degi sem nóttu. Heimili þeirra stóð okkur alltaf opið, þótt hópurinn væri stór, skipti ekki máli. Elsku Asa mín, það ber að þakka hér. Mig langar að minnast aðeins á klíkuna okkar hér, það er svo sér- kennilegt hvemig hún myndaðist. Nokkrir voru saman í bekk og síðan völdust krakkarnir saman, maður þekkti mann. Við hittumst lágmark ' Tim hverja helgi á menntaskólaárun- um, og enn þann dag í dag árlega heima hjá einhverjum úr hópnum. Hópurinn er mjög stór og alltaf er jafn gaman að sjást. Þegar við hitt- umst er alltaf eins og við höfum ver- ið að hittast í gær. Aldrei hefur fall- ið styggðaryrði á milli nokkurra í hópnum. Þegar við hittumst í vetur var mikið sungið og spilað á gítar að vanda, og auðvitað vora Ingileif og Gústi þar. Við vinkonumar höfum hist mikið ai gegnum árin, og alltaf annað slag- ið, ásamt mökum okkar og vinum á heimili hvert annars, og átt yndis- legar stundir saman. Einnig töluð- um við mikið saman í síma, og alltaf var hún Ingileif mín með áhyggjur af öðrum, hún kvartaði aldrei. Hún bar veikindi sín með stóískri ró og yfimáttúrulegum krafti, sem eng- inn skildi. Lítil saga sem lýsir Ingileif vel. Eg hringdi í hana eitt sinn, þegar ég var að fara í próf sem ég kveið mikið fyrir. Hún svaraði eins og henni einni var lagið: Hanna Lísa mín, ég kem bara til þín í fyrramál- ið, þú ferð í prófið, ég bíð eftir þér og svo löbbum við heim. Það fer sko ~»&ngmn í skóna hennar Ingileifar, það em ekki til nógu stórir skór. Því háttaði þannig til að leiðir okkar vinkvennanna _ lágu einnig saman á vinnustað. Eg vann sem framumeinatæknir á Krabbameins- félaginu til margra ára, og þú í reykingavörnunum. Þú tókst það mjög nærri þér hve reykingar era heilsuspillandi og ræddir það oft við mig. Þú lagðir svo sannarlega þitt lóð á vogarskálamar í baráttunni gegn þeim mikla vágesti sem reyk- ingarnar era. Þú fórst á ráðstefnur, last mikið og hélst marga fyrir- lestra í skólum og námskeið á meðal fullorðinna. Og fleira og fleira sem of langt mál yrði að tala um hér. M Það var mikil gæfa fyrir Ingileif og Gústa að fella hugi saman og ganga í hjónaband. Síðar komu augasteinamir þeirra, Óli Bjarki og Anna Dröfn, mjög efnileg börn sem hafa staðið við hlið móður sinnar í veikindum hennar. Óli Bjarki er að byrja í Háskólanum núna í haust og Anna Dröfn er í grannskóla. Ég hef alltaf litið á Ingileif og Gústa sem fyrirmyndarhjón, þar sem ást og vinátta og gagnkvæm virðing hefur ríkt. Samband þeirra hefur eflst og dafnað með áranum. HOg þessi löngu og erfiðu veikindi Ingileifar hafa styrkt samband þeirra enn frekar. Gústi hefur stað- ið eins og klettur við hlið konu sinn- ar í veikindum hennar. Ingileif og Ása mamma hennar hafa alltaf verið mjög samrýndar, þær vora mikið saman. Ingileif 4ann mikið og þær mæðgur hjálp- feu hvor annarri og styrktu með ráðum og dáð. í veikindum Ingileifar hefur mamma hennar ekki vikið frá henni. Það er sárt fyrir aldraða móður að horfa á eftir dóttur sinni. Elsku Gústi minn, Óli Bjarki, Anna Dröfn, Asa og aðrir ættingjar. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Elsku vinkona, þú gafst mér svo mikið, þú veittir mér alltaf svo mik- inn styrk á hverju sem gekk í dags- ins önn. Ég fór alltaf ríkari af þín- um fundi. Þannig varstu alltaf, já- kvæð, byggjandi upp, gefandi, styrkjandi, líknandi. Það virtu þig allir og dáðu sem kynntust þér. Ég veit að þú hefur verið kölluð til æðri starfa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Orð milli vina gerir daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér. Sem lítið fræ það lifir og verður að blómi. Og löngu seinna góðan ávöxt ber. (Gunnar Dal.) Þín vinkona Hanna Lísa. Hvílík kjamorkukona! Þessi lýs- ing er mér efst í huga þegar ég hug- leiði baráttuaðferðir Ingileifar. Tó- bakspúkinn hefur óþyrmilega feng- ið að kenna á baráttuþreki, einurð, stefnufestu og hugmyndauðgi Ingi- leifar. Helsta vopn Ingileifar hefur hins vegar verið næmleiki á mann- legar tilfinningar og líðan. Hversu oft hefur Ingileif ekki séð rautt þeg- ar meðmælendur, málpípur og fíkl- ar tóbaksiðnaðarins hafa þverbrotið rétt meirihluta íslendinga til þess að anda að sér ómenguðu lofti. Hversu oft hefur Ingileif ekki séð rautt þegar réttur barna og ung- linga til frelsis hefur verið fótum troðinn af sömu aðilum. Hversu oft hefur Ingileif ekki látið kné fylgja kviði í baráttu sinni gegn tóbaks- púkanum og kónum hans. Ingileif hefur hjálpað mjög mörgum til þess að losna undan viðjum tóbaksfíknar, jafnt unglingum sem fullorðnum. Þegar Ingileif hefur stigið í ræðu- stól hafa menn sjaldnast vitað hverju von er á öðra en þungum föstum skotum sem engu eira. Ingi- leif hefur einnig lagt mörgum vinnustöðum lið við að hreinsa and- rúmsloftið og staðið í orrahríð þeg- ar reykingamenn hafa barist fyrir fíkn sinni. Við vitum öll hver hefur haft betur! I lífi sínu með krabbameini hefur hún kennt heilbrigðisstéttum og þeim sem starfa í Krabbameinsfé- laginu svo margt og knúið menn til þess að spyrja sig spurninga um eðli krabbameins, hver sé sjúkling- ur og um mannlega reisn. Ég kveð hér kæran samverkamann en hugur minn dvelur hjá fjölskyldu hennar sem hún unni öllu öðra fremur. Ég votta þeim samúð mína alla. Ein frásögn Ingileifar mun fylgja mér ævina alla. Þegar hún varaði son sinn við tóbaksneyslu einu sinni sem oftar þá klykkti hún út með því að segja „Éf þú byrjar að reykja, þá verð ég ekki ábyrg gerða minna“. Ég held að þessar fortölur hennar sem og aðrar hafi haft tilætluð áhrif og lýsi vel lífssannfæringu hennar. Helgi Grímsson. Það var í 13 ára bekk í Laugar- nesskólanum að nokkur okkar sem bjuggum langt frá skólanum eydd- um hádeginu í skólastofunni. Þar hófst vinskapur okkar Ingileifar. Hádegishléinu var varið í heima- nám og árangurinn lét ekki á sér standa að vori. Nanna kennari til- kynnti okkur Ingileif að það væri al- deilis sérstakt að nemendur hækk- uðu sig í einkunnum á þessu aldurs- stigi. Okkur fannst við geta allt. Eftir verana í Laugamesskólan- um gengum við ekki í sama skóla en vinskapurinn slitnaði aldrei. Okkar sameiginlegi vettvangur var fim- leikaæfingar og tíðar sundferðir, þar sem takmarkið var oftast að synda 1000 metrana. MINNINGAR Ingileif var vinmörg og mjög opin strax á þessum árum og átti auðvelt með að kynnast/ólki, enda vinahóp- urinn stór. A unglingsáranum stunduðum við allar skemmtanir mjög samviskusamlega um leið og við státuðum af heilbrigðu líferni. Neyttum ekki áfengis eða tóbaks og í mesta lagi gáfum strákunum undir fótinn og buðum þeim síðan heim til Ingileifar í kaffi um miðjar nætur. Þessi kaffisamsæti vora afar vinsæl og nú finnst mér tilheyra að þakka Asu fyrir allar súkkulaðikökumar og ristaða brauðið sem hún sá um að eiga handa næturgestum dóttur sinnar. Frá uppeldislegu sjónarmiði held ég að þetta hafi verið góð leið til að hafa stjórn á unglingunum og á Asa heiður skilið fyrir það. Ég man að ég öfundaði Ingileif stund- um af því að vera yngsta barnið og búa ein með foreldrum sínum í fal- legri íbúð í Sörlaskjólinu með yndis- legum garði sem pabbi hennar eyddi miklum tíma í. En það kom að því að við full- orðnuðumst. Sumar vinkonurnar eignuðust böm ungar, en það var alveg á hreinu að Ingileif ætlaði ekki að lenda í þessari gryfju strax. Hún ætlaði að vera skvísa lengi lengi og það var hún sannarlega. En hún féll í gildrana þegar ungi blaða- maðurinn birtist og bauð henni í heimsókn á Gullteiginn og hún leit yfir svæðið og sá appelsínugulu kaffíkönnuna. Já, þessi var nógu góður. A þessum árum voram við að læra hjúkrun og ég var búin að eiga tvö börn áður en Ingileif gekk í gildruna hjá Gústa. Og þess var ekki langt að bíða að Óli Bjarki fæddist og Anna Dröfn sex áram síðar. Móðurástin vai’ ósvikin, og ég gleymi því ekki þegar hún sagði: „Imba, ég veit að þú trúir því ekki hvað þetta er æðislegt,“ og hvemig átti ég líka að vita það að böm væra svona dásamleg, ég sem átti bara tvo venjulega krakka. Og það var ekki óalgengt á þessum áram að saumaklúbbstertumar fengju sér- staka meðferð hjá Óla Bjarka og á meðan við gæddum okkur á þeim fengum við hrakfallasögur, sem ekki var hægt annað en að skemmta sér yfir þar sem frásagnarhæfileik- ar hennar nutu sín í því að gera grín að hrakförum sínum. Það brást ekki að yfirleitt fengum við eina slíka í hverjum saumaklúbbi. Það era fímm ár síðan Ingileif greindist með krabbamein. Til að byija með voram við bjartsýn og hún sagði sjálf: „Ég má ekki vera að þessu, það er svo margt spennandi að gerast í vinnunni.“ Og hún lét ekki sitja við orðin tóm, því hún hélt ótrauð áfram vinnu sinni meðan hún hafði nokkurt þrek til. Líf Ingileifar og Gústa snerist mikið um Önnu og Óla og það er eðlilegt að hún væri ekki sátt við að geta ekki fylgt börnunum sínum út í lífið. En hún sagði að bömin hennar ættu góðan pabba og það var henni huggun. ^ Elsku Óli, Anna, Gústi og Ása. Við hjónin sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Öll munum við sakna hennar Ingu, sem var kölluð burt alltof fljótt en minn- ingin um hana mun ylja okkur um ókomin ár. Ingibjörg (Imba). Hún Ingileif, mamma hennar Önnu vinkonu minnar, er dáin. Ingi- leif var búin að vera veik lengi og ég vissi það vel en hún var oftast svo glöð og hress að maður gleymdi því næstum að hún væri svona mikið veik. Allan tímann er ég búin að vona að henni batnaði og núna veit ég að vonin mín rættist, en á annan hátt en ég hefði helst óskað. Ég trúi því að núna sé henni batnað og núna líði henni vel, en það er svo sárt að hafa hana ekki lengur hjá sér. Ingileif var sérstök. Það geislaði alltaf af henni og mér fannst svo gaman og gott að tala við hana. Hún hlustaði svo vel á mann og tók mark á því sem maður sagði. Hún sagði hvað henni fannst en virti skoðanir annarra. Þau voru mörg kvöldin sem við mamma sátum og spjölluð- um við Önnu og Ingileif. Þessi kvöld era núna svo dýrmæt í endurminn- ingunni og ég veit að ég mun aldrei gleyma þeim. Ingileif var líka þannig að hún vildi alltaf hjálpa til. Ef manni var kalt bauðst hún til að lána manni jakkann sinn og hún kom með kransaköku án þess að nokkur vissi í skímina mína. Ef mér leið illa eða ég var slöpp hljóp ég bara yfir til Ingileifar og hún vissi alltaf hvað væri best fyrir mig að gera. Hún lánaði mér bækur þar sem maður gat lesið um heilsuna, vítamín og hvað væri hægt að gera við því sem var að angra mann. Ég treysti alltaf því sem Ingileif sagði og hennar ráðleggingar virkuðu alltaf. Það var eins og Ingileif væri töfrakona. Það var alltaf skemmtilegt að vera með Ingileif. Hún var oft svo fyndin að segja alls konar sögur. Élestar fyndnustu sögurnar vora um hana sjálfa og þá var hún að segja hvað hún, og stundum Gústi, væra miklir klaufar. Ingileif sá nefnilega alltaf það fyndna út úr hlutunum. I fyrrasumar fórum við mæðgurnar og Begga vinkona í skemmtiferð til Þingvalla. Við keyrðum til Þingvalla í sól og blíðu. Settumst í græna laut með skrýtna nestið okkar, tókum myndir, spjöll- uðum og hlógum. Svo á leiðinni heim sungum við uppáhaldslagið okkar allra, „I’U be missing you“ með Puff Daddy. Okkur fannst þetta svo fallegt lag að við sungum það aftur og aftur alla leiðina heim. Þetta var dásamleg ferð og þó svo að við getum ekki farið í fleiri ferðir saman þá verður Ingileif alltaf með okkur. I lokin langar mig að vitna í Spá- manninn. Orð hans hljóða þannig: Þegar þú ert sorgmædd skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Elsku Ingileif. Þakka þér fyrir allt sem J)ú gerðir fyrir mig og mömmu. Eg veit að þú átt alltaf eft- ir að vaka yfir Önnu, Óla og Gústa. Guð veiti Ónnu vinkonu minni og fjölskyldu hennar styrk tO að takast á við sorgina. Inga. Kveðja frá stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur Ingileif var baráttukona. Hún vildi þó ekki kalla það baráttu að þurfa að eiga við krabbameinið sem réðst harkalega að henni. Miklu fremur að fólk með krabba- mein yrði eins og aðrir sjúklingar að lifa með sjúkdómnum. Krabba- mein væri eins og aðrir sjúkdómar hluti af lífinu. Stundum stenst lík- aminn ekki raunina og við sjáum engan tilgang með ótímabæra frá- falli hennar. I starfi sínu að tóbaksvömum fyrir Krabbameinsfélag Reykjavík- ur var Ingileif hamhleypa. Hún átti auðvelt með að útmála fyrir ungum sem öldnum skaðsemi tóbaks. Hún dró þar ekkert undan og þeir sem heyrðu fóra ekki í grafgötur um áhættuna. Hún talaði af sannfær- ingu. Hún kom auga á ýmsar leiðir í starfinu og notaði hin ólíkustu tæki- færi til að vara við tóbaksnotkun. Hún leitaði fanga innanlands sem utan til að viða að sér meiri þekk- ingu. Hún var eftirsótt sem leið- beinandi á námskeiðum í tóbaks- bindindi. Hún hugsaði um starf sitt fram á síðasta dag. Skarð Ingileifar verður vandfyllt. Hennar verður saknað. Mestur er þó söknuður fjölskyldunnar sem hugurinn hvarflar til með samúð. Blessuð veri minning hennar og megi hún lifa með okkur. Jóhannes Tómasson. Það var snemma í desember árið 1990 sem fjölskylda mín flutti í Álfalandið. Við voram öll eftirvænt- ingarfull að flytja á nýja staðinn. Heimasætan sem var sex ára hlakk- aði mest til vegna þess að hún batt svo miklar vonir við að á nýja staðn- um yrðu einhverjir leikfélagar. Draumurinn rættist því á meðan á flutningum stóð sáum við ljóshært og bjarteygt stúlkubam í húsinu við hliðina. Stúlkan sagðist heita Anna Dröfn og vera fimm ára. Þama var leikfélaginn langþráði kominn og nú bjó hann bara í næsta húsi. En það vora þrír aðrir sem bjuggu í húsinu við hliðina; hún Ingileif var ein þeirra og hún var einmitt mamma hennar Önnu. En það vora fleiri en stúlku- hnokkamir tveir sem urðu góðir fé- lagar; við mömmumar kynntumst einnig og þessi tæpu níu ár hafa verið einstök á svo margan hátt. Ingileif nágrannakona mín var perla í mannhafinu. Hún var einstök manneskja prýdd miklum kostum og persónutöfrum. Á þessum tæpu níu árum hafa leiðir okkar legið saman að ýmsu leyti. Við unnum báðar að tóbaksvörnum og skipu- lögðum ásamt öðram tvær ráðstefn- ur um konur og reykingar. Þetta vora okkar ær og kýr og í gegnum þessa vinnu kynntist ég kraftinum sem bjó í Ingileif. Hún var óþreyt- andi; eljusemin og vinnugleðin var óendanleg. Hún vann á hljóðlátan en fágaðan og árangursríkan hátt. Ég varð líka vitni að því þegar Ingi- leif kom sem fræðslufulltrúi Krabbameinsfélagsins í 10. bekk grannskóla. Hörðustu töffaramir ætluðu náttúrlega að nota tækifær- ið og slá í gegn en á nokkram augnablikum gleymdu þeir fyrirætl- an sinni og hlustuðu af athygli. Spurningunum ætlaði aldrei að linna og einhverjir þein-a komu meira að segja nokkrum dögum síð- ar og pöntuðu viðtal við Ingileif; þeir vora nefnilega að spá í að hætta að reykja og datt í hug hvort hún gæti aðstoðað þá! Og Ingileif aðstoðaði þá af heilum hug. Þjóðin öll hefur notið verka Ingileifar og lagði hún meðal annarra grunninn að nýja fræðsluefninu í tóbaksvörn- um fyrir unglinga. Ingileif vann af fagmennsku og eldmóði. Þegar ég hugsa til þessara níu ára í Álfalandinu koma margar ljúf- ar myndir upp í hugann: Fjölskylda mín er eitthvað að moldvarpast úti í garði og Ingileif kemur með nýtt og ilmandi bananabrauð sem hún var að baka (bananarnir lágu undir skemmdum svo hún varð að baka!), nú eða þá að muffinskökur flæða um allt eldhúsborðið. Við Ingileif að fara í bíó með dætur okkar, eða þá að útbúa þær fyrir öskudaginn. Við „stelpumar“ með matarboð, bara fyrir okkur fjórar, þar sem við leggjum fallega á borð með fínum dúk, servíettum, spariglösunum og kertaljósi. Við skemmtum okkur konunglega; Ingileif sagði svo skemmtilega frá og broslegu hlið- arnar gleymdust aldrei. Við rædd- um líka lífið og tOverana og einnig þar hljómaði rödd Ingileifar kristal- tær. Áuk samverastundanna með dætrum okkar áttum við einnig dýr- mætar stundir tvær saman. Við gát- um setið alllengi (að mati dætra okkar - og annarra!) yfir kaffibolla og eplasafa og rætt okkar hjartans mál. Uppeldismálin vora ein af hjartans málunum. Auðvitað breytt- ust hjá okkur áherslur eftir því sem bömin eltust og allt í einu voram við famar að ræða um fermingar; Óli var fermdur og allt í einu vora stelpumar okkar líka orðnar ung- lingar. Bjartar sumamætur og dimm vetrarkvöld voru okkar tími. Tíminn hefur liðið og samveru- stundimar breyst. Við höfum tengst sterkum böndum og orðið trúnaðar- vinkonur; við höfum fellt tár saman - bæði af gleði og sorg. Það era fimm ár og fjórir mánuð- ir síðan Ingileif greindist með krabbamein. Sjúkdómsgreiningunni tók hún með æðruleysi og kjarki og þessi fimm ár hafa verið ómetanleg. Ingileif settist ekki í helgan stein, hún hélt áfram að lifa lífinu. Hún settist á skólabekk í Háskóla ís- lands og lauk þaðan prófi í hjúkrun- arfræði, hún vann sem fræðslufull- trúi Krabbameinsfélagsins; hélt ræður og erindi um allt land, fór á ráðstefnur í tengslum við vinnuna og kom færandi hendi til vina og vandamanna, og þannig mætti lengi telja. Það dýrmætasta af öllu sneri þó að fjölskyldunni og einnig á þeim vettvangi tókst Ingileif einstaklega vel. Heimilisbragurinn var svo ótrú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.