Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ► í I t i ! t i í i f i; Tjón í sumarbústað sem sprakk í Grímsnesi talið nema milljónum Vinnueftirlitið hyggst skoða búnaðinn Aðkoman í sumarbústaðnum eftir spreng'ing'una var ljót, enda skemmdust gólf og loft og flestallar innréttingar einnig, auk þess sem bústaðurinn virðist hafa skekkst. DEILDARSTJÓRI tjónmatsdeild- ar vátryggingafélagsins VIS, sem tryggði sumarbústað í Grímsnesi sem skemmdist mikið þegar raf- magsnvatnskútur í honum sprakk fyrir skömmu, hefur skoðað aðstæð- ur þar. Kristinn Kristinsson, eig- andi bústaðarins, segir að Ijóst sé orðið að tjónið skipti milljónum króna. Eftir sé hins vegar að ganga frá tryggingabótum og ákveða hvemig staðið verði að viðgerð. „Þarna fóru gólf og innveggir og allar innréttingar, auk þess sem þrýstingurinn og rúmmálsaukning- in er svo gríðarleg að á öllum fest- ingum tognar og það fellur ekki í sama farið. Það þarf að yfirfara þetta vandlega og lagfæra eins mik- ið og hægt er,“ segir Kristinn. Hann segir að vart sé hægt að segja að kúturinn sé til lengur, hann hafí verið útflattur eftir sprenging- una og rafmagnsbúnaðurinn sem bilaði og var í sérstökum kassa ofan á kútnum, hafi ekki fundist. „Þetta fór í tætlur og frumeindir sínar,“ segir Kristinn. Eitt slys er slysi of mikið Gísli Rúnar Sveinsson, umdæmis- stjóri Vinnueftirlits ríkisins á Suð- urlandi, segir að ekki hafi verið til- kynnt um óhappið til þess, en hann geri hins vegar ráð fyrir að reynt verði að skoða málið. „Við viljum vita hvað hefur gerst og geta í kjöl- farið bent fólki á að athuga sam- bærileg tæki og tól,“ segir hann. Hann segir að 1978 hafi verið sett reglugerð um vatnshitunarkerfi önnur en varmaveitur og ákveðnar kröfur gerðar til tækja, meðal ann- ars um yfirhitavara og öryggisloka. í kjölfarið hafi farið fram skoðun á tækjum og þau tekin úr umferð sem ekki uppfylltu ákvæði reglugerðar- innar. „Eftir þá hreinsun töldum við málin komin í sæmilegt horf og að framhaldið væri í höndum rafvirkja- og pípulagningameistara sem setja upp þessi tæki og athuga að þau séu í góðu lagi. Hins vegar getur allur búnaður bilað og það virðist hafa gerst í þessu tilviki," segir Gísli Rúnar. Agúst Ágústsson, deildarstjóri þrýstihylkjadeildar hjá Vinnueftir- liti ríkisins, segh- ekki vitað um fjölda umræddra rafmagnsvatns- kúta, en reikna megi með að mjög margir séu í notkun hérlendis. Kút- arnir hafi bæði verið framleiddir áratugum saman hérlendis og flutt- ir inn um langa hríð með tiltölulega óheftum hætti. „Þessi kútur fellur undir vatns- hitunarbúnað og flokkast mjög lágt í öryggisskráningu hjá okkur. Við höfum haft miklu meiri áhyggjur af gufukötlunum, þar sem vatnið er yf- irhitað, en í þessu tilviki er vatnið ekki yfirhitað og á að vera undir 100 gráðum. Þarna hefur hins vegar hitastillibúnaðurinn bilað, annað- hvort brunnið yfir eða skemmst með öðrum hætti og síðan hefur ör- yggislokinn ekki heldur virkað,“ segir Ágúst. Hann kveðst gera ráð fyrir að Vinnueftirlit ríkisins muni senda frá sér tilkynningu í kjölíár þessa máls þar sem bent verði á að umræddur búnaður sé mjög viðkvæmur og þótt fágætt sé að hann bili hérlendis finnist þess dæmi. „Við getum hins vegar aldrei sloppið alveg og eitt slys er einu slysi of mikið. Það þarf að athuga þennan búnað reglulega og fá til þess fagaðila sem skoða m.a. örygg- isloka og annað slíkt. Við gerum þær kröfur að gufukatlamir séu skoðaðir árlega og svipaða sögu má segja um þessar hitakúta, en við höfum hins vegar ekki farið mjög grannt í að elta þá uppi enda er fjöldi þeirra mjög mikill. Við ráð- leggjum hins vegar fólki að fá reglubundið eftirlit, annaðhvort ár með nýja katla og jafnvel árlega með eldri búnað. Eftirlit er eina ráðstöfunin sem getur nægt til að koma í veg fyrir óhöpp. Þjónustuað- ilar þessa búnaðar eiga að geta ann- ast slíkt eftirlit,“ segir hann. Meiri hætta með minni notkun Ágúst segir að hættan samfara kútunum aukist eftir því sem þeir eru minna notaðir, þar sem liðir geti þá fest sig og raki haft áhrif á rafbúnaðinn. Tæki sem staðið hefur ónotað um tíma geti því verið verr farið en tæki sem er í stöðugri notkun. Félag fasteignasala Tímabært að fá lög um fast- eigna- viðskipti FÉLAG fasteignasala fagnar því að dómsmálaráðherra hef- ur ákveðið að láta semja frum- varp til laga um fasteignavið- skipti. Þetta sagði Guðrún Ámadóttir, formaður Félags fasteignasala og fasteignasali á Eignasölunni Húsakaupum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Guðrúnar er löngu orðið tímabært að fá lög um fasteignaviðskipti til að bæta úr þeirri óvissu sem ríkt hefur á markaðnum til margra ára. Hún sagði að Félag fasteigna- sala og Húseigendafélagið hefðu ítrekað sent dómsmála- ráðuneytinu erindi varðandi þessi málefni og sagði hún það vera rós í hnappagat Sólveigar að hafa loksins tekið á málinu. Guðrún sagði að lögin myndu t.d. taka á vanefndum af hálfu seljenda og kaupenda. Töluvert hefur verið um það að seljendur, sérstaklega verk- takar, hafi ekki afhent hús- næði á tilskildum tíma og þar með komið kaupendum í vand- ræði. Þá hefur einnig borið á því að kaupendur hafi fallið frá kaupum og skilið seljenduma eftir í óvissu. Þetta var sér- staklega algengt þegar Ibúð- arlánasjóður var í sem mestum vandræðum með að afgreiða umsóknir. Að sögn Guðrúnar mun Fé- lag fasteignasala, sem og Hús- eigendafélagið, væntanlega koma að lagagerðinni á ein- hvem hátt, en hún taldi líkleg- ast að samskonar lög í Skand- inavíu yrðu notuð sem fyrir- mynd. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra ósammála Ólafí Erni Haraldssyni um Eyjabakka Yirkjunin ekki ávísun á Kárahnúkavirkjun Morgunblaðið/Þorkell Elísabet og Paul Fraim, borgarstjóri í Norfolkk komu við í Ráðhúsinu og hittu þar meðal annarra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. A Island verður í heið- urssæti í Norfolk ÍSLAND verður í heiðurssæti á Azaleahátíðinni í Norfolk í Banda- ríkjunum á næsta ári. Hátíðin er haldin árlega, og með henni fagna íbúar borgarinnar vem Atlantshafs- herstjórnar Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Norfolk. í fréttatil- kynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að hátíðina sæki yfir- leitt um 250 þúsund manns. Þá segir að hátíðin hafi verið haldin síðan 1953, og að flest aðild- arríki NATO hafi tekið virkan þátt í henni frá upphafi, ísland fyrst tekið þátt 1987. Á hverju ári sé eitt aðild- arríkja valið til að í heiðurssæti, og hafi Islendingum nú verið boðið það í annað sinn. Þá kemur fram í fréttinni að mið- að sé að því að tengja þátttökuna landafundahátíðahöldum í Norður- Ameríku. Ekki hafi þó verið ákveðið hvað íslendingar geri að þessu sinni, en líldegt sé að framlag þeirra verði með svipuðu sniði og 1990, þegar íslendingar skipuðu heiðurs- sætið. Þá hafi þátttakan m.a. falist í bamakórsöng og fiðlueinleik, mál- verkasýningu og tískusýningu. Paul Fraim, borgarstjóri í Nor- folk, kom til íslands í vikunni í tengslum við fyrirhugaða hátíð og í samtali við Morgunblaðið lagði hann áherslu á hversu ánægjulegt væri að Island skipaði heiðurssætið vegna tengslanna við hátíðahöld vegna þúsund ára afmælis landafunda nor- rænna manna í N-Ameríku. Hátíðin mun standa frá 24. til 30. apríl á næsta ári. FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kveður gæta misskilnings í máli flokksbróður sína, Ólafs Amar Haraldssonar, sem segir að gera verði mat á um- hverfisáhrifum Kárahnúkavirkjun- ar þegar í stað, áður en gengið verði til samninga við Norsk Hydro um byggingu álvers á Austurlandi. Ekki hafí verið tekin nein ákvörðun um að virkja Kárahnúka. „Ég er ekki samþykkur því að virkjun við Eyjabakka sé ávísun á Kárahnúkavirkjun. „Fyrsti áfangi álvers gerir ráð fyrir 120 þúsund tonna stærð, og það em engar skuldbindingar um framhald að öðm leyti en að skoðað verði sér- staklega hvort stækkun komi til greina. Verði af þeirri stækkun þurfa menn að huga að virkjunar- kostum og þá getur fleira komið til greina en Kárahnúkavirkjun, eftir því hversu stór sá áfangi yrði,“ seg- ir Finnur. Mat ótímabært sem sakir standa Hann bendir hins vegar á að hugsanleg virkjun í Jökulsá á Brú sé einn af þeim kostum sem verið er að skoða í tengslum við rammaáætl- un um nýting vatnsafls og jarð- varma til mjög langs tíma. „Öll þessi virkjunaráform era þar til sér- stakrar skoðunar og því engin ástæða til á þessari stundu að fara með það í mat á umhverfisáhrifum. Hins vegar er alveg Ijóst, að kæmi til þess að virkjað yrði með ein- hveijum hætti í Jökulsá á Brú, myndi sú framkvæmd falla undir lögin um mat á umhverfisáhrifum,“ segir Finnur. Hann kveðst sömuleiðis á önd- verðum meiði við Ólaf Öm um að ástæða sé til staldra við, áður en ráðist er í framkvæmdir á svæðinu. „Ég er ósammála Ólafi Emi um þetta og held að halda þurfi samn- ingaviðræðum áfram og ljúka þeim í þeim tilgangi að treysta byggð á Austurlandi og um leið til velmeg- unar fyrir landið allt. Það hefur lengi legið fyrir að við Ólafur höfum ekki verið alveg sammála í þessum hlutum, en okkur hefur tekist að leysa þau mál með farsælum hætti,“ segir Finnur. „Við höfum átt gott samstarf sem þingmenn fyrir sama kjördæmið, með ólíkar áherslur og skoðanir, enda mennirnir dálítið ólíkir. Okk- ur tókst, mér sem iðnaðarráðherra og honum sem formanni iðnaðar- nefndar á seinasta kjörtímabili, að koma í höfn öllum þeim fram- kvæmdum á sviði orkufreks iðnað- ar sem þá vom í gangi og ég er ekki í neinum vafa um að okkur takist k það áfram. Menn verða að virða j skoðanir hver annars og taka tillit | til þeirra, en við verðum að vega og V meta þá þjóðhagslegu hagsmuni sem em í húfi.“ Brýnt að nýta tækifæri Hann segir reynsluna sýna að Is- lendingar hafi fyrst byrjað að nýta náttúmauðlindir sínar til stóriðju- byggingar við álverið í Straumsvík, | rétt fyrir 1970, og síðan þá hafi mjög lítið gerst í nýtingu orkuauð- lindanna, allt fram til ársins 1995. ' „Menn voru sífellt á þeim tíma, ekki síst kannski Morgunblaðið, að leggja áherslu á mikilvægi þess að þessar náttúmauðlindir væm nýtt- ar til velmegunar, atvinnuþróunar og byggðaþróunar í landinu. Eigum við ekki að hafa þá döpm reynslu í huga þegar við höldum áfram og reynum að nýta þau tækifæri sem | við höfum á þessu sviði? Það liggur j á og við eigum að nýta þau tækifæri | sem gefast til að íslenskir hagsmun- ir séu tryggðir í þeim efnum,“ segir Finnur. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.