Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Kögunar hf, nam 54,2 milljónum króna eftir skatta í níu mánaða uppgjöri Skráning á Verð- bréfaþing í október Köaun hf. úr milliuppgiöri ■ ■ ■ ■■■■ 1 1098 1 1097 - 30.6.99 - 30.9.98 Rekstrarreikningur 1999 1998 Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 342,8 268,3 275,9 243.0 Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði Fjármunatekjur 74,6 6,0 32,9 4,3 Hagnaður fyrir skatta Tekju- og eignaskattar 80,6 -26,4 37,2 Hagnaður tímabilsins 42,7 Efnahagsreikningur 30/06 '99 31/12 '98 ,] | Eignin | Fastafjármunir Milljónir króna 118,2 38,4 Veltufjármunir 239,4 212,9 Eignir samtals 357,6 251 f2 - | Skuldir og eigið fé: Eigið fé 225,2 169,2 Skuldbindingar 14,4 Skuldir 118,0 70,9 Skuldir og eigið fé samtals 357.6 251.2 KÖGUN hf. hefur birt níu mánaða milliuppgjör frá 1. október 1998 til 30. júní 1999. Fram kemur að velta samstæðunnar nam 342,8 milljón- um, eigið fé er 225,2 milljónir og arðsemi eigin fjár hefur verið 33% frá 1. október. Hagnaður Kögunar hf. og dótturfyrirtækja af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 80,6 milljónum en hagnaður tímabilsins eftir skatta nam alls 54,2 milljónum. Uppgjörið sýnir bestu afkomu fé- lagsins frá upphafí. Að sögn Gunnlaugs Sigmunds- sonar, forstjóra Kögunar hf., stend- ur til að félagið verði skráð á Verð- bréfaþing Islands í október. Við- skipti með hlutabréf í félaginu hafa farið fram á opna tilboðsmarkaðn- um og frá í febrúar hefur gengið verið á bilinu 14,5-20 eins og fram kemur á meðfylgjandi mynd. En á aðalfundi í febrúar sl. voru gefin út jöfnunarhlutabréf fyrir 66,4 milljón- ir og er hlutafé í Kögun samtals 75 milljónir. Félagið birtir uppgjör miðað við fjárhagsárið sem hefst 1. október. í töflunni sést samanburður við fyrra fjárhagsár í heild og er hlutfallsleg- ur samanburður því ekki gerður. Nýverið keypti Islenski hugbúnað- arsjóðurinn 9% hlut í Kögun hf. og er stærsti hluthafinn í félaginu. Upplýsingar um hvaða hluthafar hafi selt liggja ekki fyrir hjá Kögun en ljóst er að Gunnlaugur Sig- mundsson og fjölskylda eiga um 5% hlut í félaginu. Þýðingu á Windows lýkur senn „Þetta hefur verið gott ár,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar hf. „Allt leggst á eitt hjá okkur núna. í fyrsta lagi hefur verið gengið frá sölu á fyrsta kerfínu af GSSG-flugstjórnarherminum sem Kögun hf. hefur unnið að þróun á undanfarin tvö ár. Allur þróunar- kostnaður hefur verið gjaldfærður sem og áfallinn markaðssetningar- kostnaður. I öðru lagi hefur sala á Navision Financials bókhaldskerf- unum gengið vel en Kögun hf. sér um dreifingu á þeim. íslensk fyrir- tæki virðast vera að vakna til vit- undar um að þau þurfí viðameiri upplýsingakerfi. I þriðja lagi má nefna verkefni þýðingarmiðstöðvar okkar sem stofnuð var í upphafi þessa árs. Hjá dótturfyrirtæki Kög- unar hf., Navision Software ísland ehf., er unnið við að þýða Windows- stýrikerfið frá Microsoft, sam- kvæmt samningi frá því í ársbyijun. Fyrsta áfanga verður lokið nú í haust,“ segir Gunnlaugur. Hann segir ekki mega vænta þess að síðustu þrír mánuðir fjárhags- ársins skili hagnaði í hlutfalli við hagnað fyrstu níu mánaða fjárhags- ársins. „I fyrsta lagi er lítil fram- legð á sumarleyfistíma og í júlí og ágúst eru ekki verk í vinnslu sem gefa svipaða framlegð og þessi stóru verkefni fyrr á fjárhagsár- inu.“ Tilboð í ýmis ioftvarna- kerfi fyrirhuguð Kögun hf. hefur um tveggja ára skeið verið í samstarfi við fyrirtæk- ið Raytheon, sem er stærsta fyrir- tæki á sviði loftvamarbúnaðar í heiminum. Gunnlaugur segir allt stefna í mikla aukningu á samstarfi félaganna. „Það er ýmislegt fyrir- figgjandi hjá okkur. Annars vegar munum við halda áfram að þróa nýjar útgáfur af flugherminum og afla nýrra markaða fyrir hann. Hins vegar ætlum við að taka þátt í að bjóða í, ásamt stórfyrirtækjum, ein- hver af þeim mörgu loftvamarkerf- um sem á að fara að reisa víðs vegar um heiminn. NATO samþykkti nú í júlí að hefja fyrsta áfanga að ACCS- kerfinu og hefur úthlutað Raytheon því verkefni. Kerfið nær frá Tyrk- landi til Noregs. Samningur NATO við Raytheon hljóðar upp á 500 milljónir dollara eða 37 milljarða ís- lenskra króna og við munum reyna að koma okkur inn í það starf. Fleiri verkefni liggja einnig fyrir og við munum reyna að komast í að bjóða í þau sem undirverktakar fyrir þau stóra,“ segir Gunnlaugur. Borgarplast stenst kröfur alþjóðlegs umhverfísstaðals Fyrst íslenskra fyrirtækja SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra afhenti Guðna Þórðarsyni framkvæmdastjóra Borgarplasts í gær slqal til viðurkenningar um að fyrirtækið hafi staðist kröfur al- þjóðlega umhverfisstaðalsins ISO 14001. Borgarplast er fyrsta fyrir- tækið sem er alfarið í eigu Islend- inga sem stenst kröfumar. Undanfama átján mánuði hafa starfsmenn Borgarplasts unnið að því að uppíylla þær kröfur sem sett- ar era til þess að mega nota staðal- inn. Það var svo fyrirtækið Vottun hf. sem tók starsemi Borgarplasts út og komst að þeirri niðurstöðu að það stæðist allar kröfur. Kjartan Kárason, framkvæmdastjóri Vott- unar, sagði í ávarpi við afhendingu viðurkenningarinnar, að starfsmenn Borgarplasts ættu heiður skilinn fyrir það framkvöðulsstarf sem þeir hafa unnið, en engar fyrirmyndir var að finna hér á landi um hvemig ætti að standa að uppfyllingu krafna ISO umhverfisstaðalsins. Verulegur kostnaður fylgir því að uppfylla staðalinn og nam kostnað- ur Borgarplasts tæpum átta millj- ónum við verkefnið. Talið er að aðeins um átta þúsund fyrirtæki í sextíu löndum uppfylli ISO 14001 staðalinn. Borgarplast afsannar kveðskap Þórbergs Umhverfisráðherra sagði að að- standendur Borgarplast hafi af- sannað kvæði Þórbergs Þórðarson- ar um að fólk á Seltjamamesi hugsi lítið með framkvæði sínu. Siv sagði ennfremur að fyrirtæki yrðu æ meðvitaðri um áhrif sín á um- hverfið og að staðlar á borð við ISO 14001 væra afar gagnlegir við að hjálpa þeim að starfa í samhljómi við umhverfið. Hún lofaði einnig framkvöðulshátt Borgarplasts og lét í ljós ósk sína um að fleiri ís- lensk fyrirtæki fylgdu í kjölfarið og færa út í að uppfylla alþjóða um- hverfisstaðla. Leiðrétting Fyrirtækið Gaums en ekki Bónuss í FYRIRSÖGN fréttar í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær um sölu á lóðum í Amameslandi var sagt að Bónus-fyrirtækið hefði keypt lóð- irnar. Hið rétta er að Smárasteinn sem keypti umræddar lóðir er að helmingi í eigu Gaums, fjárfestinga- félags Bónus-fjölskyldunnar. Leið- réttist þetta hér með. Sparisjóður vélstjóra Leiðrétting á hagnaði í VIÐSKIPTABLAÐI Morgun- blaðsins í gær var í töflu farið rangt með hagnað Sparisjóðs vélstjóra fyrstu sex mánuði ársins. Þar kom fram að hagnaðurinn hefði numið 114,3 milljónum króna en hið rétta er 57,2 milljónir króna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og er rekstrarreikningur Sparisjóðs vélstjóra því birtur aft- ur. Stefnt að lögform- legum slitum Ishafs Á AÐALFUNDI Hlutabréfasjóðsins íshafs hf„ sem haldinn var 31. ágúst, var samþykkt að taka hlutabréf fé- lagsins úr skráningu á Verðbréfa- þingi Islands hf. og stefna að lög- formlegum slitum hlutafélagsins fyr- ir 31. desember 2000. Einnig var samþykkt tillaga um heimild til stjómar til kaupa á eigin hlutabréf- um ailt að 10% að nafnvirði hlutafjár. Ný stjóm Hlutabréfasjóðsins ís- hafs var kosin á aðalfundinum en hana skipa Brynhildur Sverrisdótt- ir, Jóhann Magnússon og Kristinn Hallgrímsson. Hlutabréfasjóðurinn Ishaf hefur á undanfömum áram einungis fjárfest í sjávarútvegsfyr- irtækjum. Sjóðurinn á hluti í u.þ.b. 20 félögum og era stærstu eignar- hlutir í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum og Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Stærsti hluthafi í Ishafi er Ker ehf., eignarhaldsfélag Olíufé- lagsins Esso, með tæpan 50% eign- arhlut en Ker keypti 56% eignar- hlut í Ishafi af Islenskum sjávaraf- urðum undir lok síðasta árs. Stórir eigendur era einnig Eignarhaldsfé- lagið Mastur og Fjárvangur. Jóhann Magnússon, fram- kvæmdastjóri og stjómarmaður hjá íshafi er jafnframt framkvæmda- stjóri Kers. Hann sagði ástæður fyrir ákvörðun um lögformleg slit þær að ljóst væri að reksturinn á sjóðnum hefði ekki gengið vel í gegnum tíðina. „Það hefði orðið erfitt að ná fram upphaflegum til- gangi sjóðsins nema með veralega breyttum áherslum í starfseminni. Við töldum eðlilegt að eigendumir gætu ávaxtað það fé sem þeir ættu bundið í sjóðnum betur. Við ákváð- um því að reyna að hámarka virði núverandi eigna í sjóðnum og greiða það út til þeirra hluthafa sem eftir væra,“ segir Jóhann. „Við hjá Keri teljum okkur eiga góða möguleika á að auka verðmæti eigna íshafs þar sem hagsmunir okkar og Ishafs fara saman. Sem dæmi má nefna sölu hlutabréfa í Búlandstindi og Básafelli og nú síð- ast stóðum við að fyrirhugaðri sam- einingu sjávarútvegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum. I stað þess að slíta sjóðnum strax teljum við betra að taka okkur lengri tíma og freista þess að auka verðmæti hlutabréf- anna sem allra mest áður en til sölu eða skipta kemur. Eg er þess full- viss, miðað við viðbrögð verðbréfa- markaðarins við fyrirhuguðum sam- rana í Vestmannaeyjum, að við eig- um möguleika á því,“ segir Jóhann. 20% hærra en viðskiptagengi Ker hf. gerði hluthöfum í íshafi tilboð um kaup á hlut þeirra í íshafi, 20% hærra en viðskiptagengi bréf- anna á Verðbréfaþingi Islands. Að sögn Jóhanns skilaði þetta sér vel. „Við vildum gefa hluthöfum kost á því að selja hlutabréf sín í sjóðnum því lítil eftirspum hafði verið lengi. Við töldum rétt að taka sjóðinn af Verðbréfaþingi vegna þess að hann uppfyllir ekki forsendur til skrán- ingar að okkar mati. Stórir hluthaf- ar í sjóðnum eiga líka sjálfir eignar- hluta í þeim félögum sem íshaf á í og það er mun einfaldara fyrir þá að vinna sameiginlega að því að reyna að koma bréfunum í verð og skila því síðan tO hluthafa. Ég lít svo á að Hlutabréfasjóðurinn íshaf sé óþarf- ur milliliður í fjárfestingum þessara aðila í fyrirtækjum í sjávarútvegi," segir Jóhann. Að sögn Jóhanns er tilgangurinn með tillögu stjómai'innar um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum allt að 10% að nafnvirði hlutafjár, m.a. sá að gefa smærri hluthöfum kost á að selja sjóðnum hlutabréf sín. Nánari útfærsla hefur ekki verið ákveðin. Sparisjóður vélstjóra 4É Úr árshlutareikningí 1999 JAN-JÚNl jan-juni Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyt Vaxtatekjur Milljónir króna 626,4 459,2 +36% Vaxtagjöld 403,2 261,1 +54% Hreinar vaxtatekjur 223,2 198,1 +13% Aðrar rekstrartekjur 118,7 80,5 +47% Hreiriar rekstrartekjur 341,9 278,6 +23% Önnur rekstrargjöld 228,0 194,8 +17% Framlög í afskriftareikning 23,5 13,6 +73% Hagnaður fyrir skatta 90,3 70,2 +29% Skattar (33.2) (17,9) +85% Hagnaður tímabilsins 57,2 52,4 +9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.