Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 54
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KONRÁÐ > GÍSLASON + Konráð Gísla- son fæddist í Hafnarfírði 10. október 1903. Hann lést á umönnunar- og hjúkrunarheim- ilinu Skjóli við Kleppsveg aðfara- nótt 26. ágúst sfð- astliðinn. Foreldrar hans voru Málfríður Jóhannsdóttir, f. .*> 1.1. 1883, d. 29.4. 1960, og Gísli Gunn- arsson, kaupmaður í Hafnarfírði, f. 14.11. 1876, d. 20.12. 1962. Konráð átti sex yngri háifsystkini, Sverri, Sig- urð, Gunnar, Málfriði, Ólaf og Eirík, sem öll eru látin. Hann lauk prófi frá Flens- borgarskólanum í Hafnarfírði og síðan prófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík. Fáeinum árum seinna hélt hann til Bret- lands til náms í kompásasmíði. Hann hóf siðan störf í þeirri grein undir lok ársins 1928 og rak eigið kompásaverkstæði allt til ársins 1987. Konráð var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Bertha Albertsdótt- ir, f. 22.10. 1903, d. 9.12. 1935. Eignuð- ust þau eina dóttur, Berthu skrifstofu- stúlku en maður hennar er Jón B. Eysteinsson. Hinn 16. ágúst 1940 kvæntist Kon- ráð Guðrúnu Svövu Guðmundsdóttur, f. 5.11. 1910, d. 13.11. 1993. Lengst af bjuggu þau hjónin á Seltjarnar- nesi en síðan í títhlíð 4 í Reykja- vík. Börn Konráðs og Guðrúnar Svövu eru Málfríður píanókenn- ari, Guðlaug jjrófarkalesari, maki Örnólfúr Ornólfsson, og Guðmundur stýrimaður og kompásasmiður, maki Guð- munda Andrésdóttir. Barna- börnin eru sjö og barnabarna- börnin níu. títför Konráðs Gíslasonar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Konráð Gíslason kompásasmiður. Hann var fæddur í Hafnarfírði 10. október 1903 og því langt kominn á 96. aldursárið. Hann var sonur Gísla Gunnarssonar, at- hafnamanns í Hafnarfírði, og Mál- fríðar Jóhannsdóttur. Konráð ólst upp fyrstu sjö árin hjá móðurömmu sinni í Reykjavík vegna mikilla veikinda móður sinn- -^r. Eftir sjö ára aldurinn ólst Kon- ráð upp hjá föður sinum og stjúpu, Guðríði, í Hafnarfirði. Hálfsystkini átti hann sex, sem öll eru nú látin. Hann gekk í Flens- borgarskóla og útskrifaðist þaðan 1921. Þar eignaðist Konráð stóran vinahóp meðal skólasystkina sinna og hélst sú vinátta óslitið til dánar- dægurs eða í yfir 70 ár. Þau hittust árlega síðustu áratugi, nú síðast öll komin yfír nírætt sem er áreiðan- lega einstakt í íslandssögunni. Samband og vinátta þessara skólafélaga úr Flensborg voru Kon- ráði afar hjartkær. Oft fengu stelp- urnar konfektkassa frá honum í af- mælisgjöf, en afmælisdaga gömlu skólafélaganna mundi hann ávallt ■"'alla. Árin 1921-1924 stundaði Kon- ráð sjóinn, því þangað leitaði hugur hans ungur. Hann var þá m.a. á tog- urunum Gylfa og Surprise. 1924 tók hann próf við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og las að Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ mestu utanskóla af mikilli eljusemi. Árin 1924-1928 starfaði hann við sjómennsku og var þá meðal annars á enskum og þýskum togurum, þar sem hann lærði auk þess tungumál þessara þjóða. Árið 1928 söðlaði hann um og fór til Englands að læra kompásasmíði og viðgerðir. Þetta varð síðan hans ævistarf eða í um 60 ár. Konráð var farsæll í starfi og lagði oft mikið á sig til þess að íslenski báta- og skipaflotinn hefði siglingatækin í lagi. Fyrir störf sín fékk hann marg- ar viðurkenningar. Árið 1987 var hann útnefndur heiðursfélagi Farmanna- og fiski- mannasambands íslands og sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 1981 fyrir störf sín í þágu ör- yggismála sjómanna. Konráð rak sitt eigið kompása- verkstæði frá árslokum 1928 af miklum dug og áræði, hin síðari ár með Guðmundi, syni sínum. Snemma árs 1934 kvæntist Kon- ráð fyrri konu sinni, Berthu Alberts- dóttur. Hún dó eftir nokkurra mán- aða hjónaband úr veikindum en áður höfðu þau eignast dótturina Berthu. Árið 1940 kvæntist Konráð seinni konu sinni, Guðrúnu Svövu Guð- mundsdóttur, mikilli lista- og hag- leikskonu. Hún lést 1993 eftir far- sælt 53 ára hjónaband. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: Mál- fríður, f. 1941, Guðlaug, f. 1942, og Guðmundur, f. 1944. Fyrir átti Guðrún Svava soninn Baldur Baldursson, f. 1934. Konráð og Guðrún Svava áttu afar listrænt heimili, fyrst í Þórsmörk á Seltjarn- m Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg sOLSTElNAK 564 3555 KlómabúSi n ^arasKom v/ Possvogski^kjwgarð j w 5ími: 554 0500 Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuóborgarsvæóinu. Þarstarfa nú 15 manns vi8 útfararþjónustu og kistuframleiSslu. Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlí8 2-Fossvogi-Sími 551 1266 arnesi og síðar í Úthlíð 4 í Reykja- vík. Eitt af sameiginlegum áhugamál- um hjónanna var laxveiði. Margar unaðsstundir áttu þau saman við góða veiðiá. Félagsmál voru Konráði hugleikin. Hann sat m.a. í bæjar- stjórn Seltjarnarness í mörg ár, fyrst er Kópavogur og Seltjarnarnes voru óaðskilin og síðar fyrir Sel- tjamarnes. Hann var ráðagóður og metinn að verðleikum. Konráð var giftumaður, bjó vel að sínum, ástríkur eiginmað- ur, faðir, afi og langafi. Ekkert barn fór úr hans húsi að ekki væri stungið lítilræði í vasa. Fyrir allmörgum árum fór sjón hans að daprast en þrátt fyrir það fór hann sinn daglega göngutúr um ná- grennið allt fram að því að hann lagðist veikur nú um mitt sumar. Hann var ávallt sáttur við allt og alla. Ljúfur drengur er fallinn frá. Ég kveð tengdaföður minn með orðum Sókratesar: „Góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum.“ Hvíl í friði. Ornólfúr Örnólfsson. Þegar h'fsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. En þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna. (Helga Halldórsd. frá Dagverðará) Guð blessi þig og beri að friðarlaugum þín bjarta stjarna prýði himinhvel Brosið sem að lifnar innst í augum ævinlega flytur kærleiksþel. (Brynja Bjamadóttir) Blessuð sé minning Konráðs Gíslasonar. Ruth Örnólfsdóttir. Látinn er mætur og mikilhæfur maður í hárri elli, Konráð Gíslason, tæplega 96 ára að aldri. Konráð vann merka starfsævi við eftirlit með áttavitum á íslenska skipaflot- anum, en hann kom h'ka við sögu sem frumherji í félagsmálum sjó- manna. Til skamms tíma var Konráð vel em til sálar og líkama, nema sjón og heyrn höfðu verið allskert mörg undanfarin ár. Það vann hann upp með hjálpartækjum og fór Konráð léttur í spori ferða sinna fótgang- andi, jafnvel hverfa á milli, eða með strætisvögnum. Konráð fæddist í Hafnarfirði, en ólst upp í Reykjavík til sjö ára ald- urs er hann sneri aftur til Hafnar- fjarðar. Hann gekk þar í Flensborg- arskóla og tókst þar ævilöng vinátta með skólasystkinum, þótt þeim hafi auðnast mislöng skólaganga eins og gekk og gerðist í þá daga. Þrátt fyr- ir góðar gáfur og lærdómslöngun gafst Konráði ekki kostur á að feta menntaveginn. Sextán ára gamall fór hann á skútu, en faðir hans vildi gjarnan að hann yrði sjómaður. í þá daga skiptust menn á kojum vegna plássleysis um borð og vaktirnar miðuðust við það. En árið 1927 tók Konráð próf í Stýrimannaskólanum og árið eftir steig hann örlagaspor í ævi sinni er hann sigldi til Englands til náms á áttavitaverkstæði. Æði langt er síðan menn tóku að nýta sér hegðun málma í segulsviði jarðar til að rata langar leiðir á sjó og landi. Eðlisfræðilegri þekkingu á segulsviðinu fleygði síðan fram síð- ustu aldir og jafnframt urðu áttavit- ar æ haldbetri. Siglingaþjóðin mikla, Englendingar, stofnaði á síðustu öld sérstaka deild til að sinna áttavitum á breskum skipum, Áttavitadeild breska flotans. Til þessarar ríku hefðar sótti Konráð ungur maður og lærði fræðin hjá mönnum sem voru í fremstu röð í heiminum. Þegar heim kom með próf upp á vasann hóf Konráð að starfa við leiðréttingar á áttavitum og auglýsti hann í blöðum að hann sæi um kompásaviðgerðir. Lengi voru þeir Páll Halldórsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, einir með fulla þjónustu við skipin. Kompásaþjónusta Konráðs var fyrst til húsa í kjallaranum á Hverf- isgötu 99, síðan í Hafnarstræti 19, þaðan flutti hún að Verbúð 1 og loks í „Dalakofann“ við Tryggvagötu. Konráð hélt tengslum við erlenda starfsbræður og þegar síðari heims- styrjöldin skall á sóttu bresku og norsku skipin hér um slóðir til Kon- ráðs. Hann vann síðan óslitið til árs- ins 1968 er sjónin fór að gefa sig, en þá kom Guðmundur sonur hans til starfa með honum á verkstæðið. Konráð hélt samt áfram í tuttugu ár í viðbót, allt fram á haustið 1988 er hann varð 85 ára. Þegar nýir eig- endur tóku við fyrirtækinu, sem nefnist nú Áttavitaþjónustan, hafði Konráð sex starfsama áratugi að baki við leiðréttingar og smíði átta- vita. Konráð Gíslason bjó jafnt yfir íhygli vísindamannsins og verklagni smiðsins. I viðtali sem birtist í Ægi, riti Fiskifélags Islands, 1. tbl. janúar 1993, greindi Konráð okkur Friðriki Friðrikssyni ritstjóra frá störfum sínum um dagana. Er hann hafði starfað meira en áratug við leiðrétt- ingar á áttavitum, var hann að von- um orðinn þaulkunnugur uppsetn- ingu áttavitans og notum í sigling- um. Vakandi auga hans sá meira að segja að bæta mætti um betur við smíði hans. Skal hér ekki endurtek- in falleg lýsing Konráðs á lagar- hreyfifræðilegum tilraunum hans sem báru að lokum mjög góðan ár- angur. Hann var þakklátur þeim fræðimönnum sem hann ráðfærði sig við, Sigurkarli Stefánssyni menntaskólakennara, Unnsteini Stefánssyni haffræðingi og Gunnari Böðvarssyni verkfræðingi. Er skemmst frá að segja að Konráð út- færði hugmynd sína, kvikmynd var gerð á verkstæði hans og send út til þekkts fyrirtækis og framleiðanda áttavita í Englandi. í ferð þangað kynnti Konráð uppgötvun sína og honum var boðið til Danmerkur sömu erinda. Þegar þeir þar höfðu smíðað áttavitann samkvæmt tillög- um Konráðs var nafn hans greypt á „kompás-rós“ áttavitans til heiðurs hugvitsmanninum. Konráð Gíslason lét snemma til sín taka í félagsmálum. Hann var formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélags Reykjavíkur, félags manna sem höfðu yfirgefið Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Öldu. Félag Konráðs starfaði í nokkur ár en var lagt niður er Farmanna- og fiskimannasambandið var stofnað að tillögu Konráðs árið 1938. Að svo búnu gengu fyrrverandi félagar Öld- unnar aftur í sitt gamla félag. Far- manna- og fiskimannasambandið dafnaði og varð sem kunnugt er að öflugum samtökum sjómanna. Á hálfrar aldar afmæli þess árið 1988 var frumkvöðlinum Konráði Gísla- syni sómi sýndur og hann gerður að heiðursfélaga sambandsins. Langan vinnudag átti Konráð oft á verkstæði sínu og í skipunum. Iðin hönd og vakandi hugur lögðust á eitt við að auka öryggi sjómanna á sigl- ingu um höfin. Æ öflugri siglinga- tækni hefur komið til sögunnar síð- ustu áratugi þar sem beitt er tölv- um, fjarkönnun úr gervihnöttum og hnattrænum staðsetningarkerfum. Konráð fagnaði þessum framförum til viðbótar við gamla, góða kompásinn, hinn þarfa þjón í brúnni. En mest um vert taldi Konráð, að stýrimenn héldu við stjórnkænsk- unni, kynnu að sigla og gættu fyllsta öryggis með öllum ráðum. Allt sem hér er sagt af starfsævi vinar míns, Konráðs, hins aldna öðlings sem hér er kvaddur, var að baki er við kynntumst. Kynnin hófust fyrir 10 árum í heimsóknum í Skjól, dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra. Þar urðum við nær dag- legir gestir um fimm ára skeið, ég í skyndiheimsókn til móður minnar sem þangað flutti við lát föður míns, en Konráð í tíðari og lengri heim- sóknum til konu sinnar, Guðrúnar Svövu Guðmundsdóttur. Á slíkum stöðum myndast samfélag gesta, hlýleg kynni vara nokkur ár meðan ástvinur lifir, en á kveðjustund hans úr heimi, er skipt um fólk í þessu samfélagi. Gestirnir hverfa hver í sína átt. En við Konráð héldum kynnunum þótt þar kæmi að við ættum ekki hin sömu erindi í Skjól, enda þekktumst við orðið of vel til að láta gott heita. Við fórum þó að tillögu Konráðs í árlega kurteisis- heimsókn í Skjól í nokkur ár, á sunnudegi nálægt 19. júní, baráttu- degi kvenna, og var okkur jafnan vel tekið. Með söknuði en þökk fyrir mikilsverð kynni kveð ég nú góðan og vitran mann. Kom ég jafnan glað- ur í bragði og fróðari af hans fundi, heima eða í síma, en um margt minnti hann á foður minn. Konráð var maður ræðinn og léttur í lund og kryddaði frásögn sína smellnum at- vikum úr drjúgum sjóði minning- anna. Hann var maður jafnaðargeðs, hallmælti engum, en fylgdist með gangi landsmála, einkum sjávarút- veginum. Á kveðjustundu vottum við Jó- hanna kona mín fjölskyldu Konráðs, þeim Málfríði og systkinum, tengda- bömum Konráðs, og skyldmennum öllum, samúð í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Konráðs Gísla- sonar. Þór Jakobsson. Nú grætur sorg nún gengnum vonum yfir, genginni von, sem fyrrum átti þrótt. Því slíkum dauða drúpir allt, sem lifir, dagur ljóssins verður svartanótt. Þú komst og fórst með ást til alls, sem grætur, á öllu slíku kunnir nákvæm skil. Þín saga er ljós í lífi einnar nætur, eitt Ijós, sem þráði bara að vera til. Hið tæra ljóð, það óx þér innst við hjarta, sem ástin hrein það barst í sál mér inn. Og nú, þótt dauðinn signi svip þinn bjarta, þú syngur ennþá gleði í huga minn. 0, minning þín er minning hreinna Ijóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls þess góða. Eg bið minn guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Besti vinur minn, afi Konni, er sofnaður svefninum langa næstum 96 ára að aldri. Þrátt fyrir 68 ára aldursmun okkar vorum við alla tíð tengd einhverjum ósýnilegum bönd- um. Ég varð strax mikil afastelpa og þegar ég var lítil tók ég til dæmis ekki annað í mál en að borða morg- unmatinn úr sömu skál og hann í fanginu á honum. Það sem einkenndi afa öðru frem- ur var kærleikur, umhyggjusemi og hlýja í garð fjölskyldu sinnar og allra sem í kringum hann voru. Afi var alla tíð mjög sjálfstæður og duglegur og bjó hann meira og minna einn síðan amma fluttist á umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól fyrir tíu árum þar sem hún lést fyrir rúmum fjórum árum. Er ekki lengra en u.þ.b. tvö ár síðan hann 94 ára gamall maðurinn vakn- aði klukkan sex til að moka úti- tröppurnar í Úthlíðinni svo strákur- inn sem bar út Morgunblaðið myndi ekki detta í snjónum. Ég var heppin að dvelja oft hjá afa og ömmu þegar ég var lítil á meðan pabbi og mamma voru er- lendis. Þá var alltaf gaman og eru mér sérstaklega minnisstæð kvöldin þar sem við sátum í eldhúsinu og spiluðum rommí og míkadó fram eftir og hlógum mikið. Afi var þekktur sem kompása- smiður og var sú vinna honum ákaf- lega hugleikin. Þar sem hann var mjög glettinn er skemmtilegt að segja frá því sem hann sagði fyrir nokkrum dögum á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem hann dvaldist síðustu mánuði ævi sinnar. Hann var að tala við eina vistdömuna þar og þau voru að tala um það hvort þau ættu ekki að lifa áramótin og kveðja þennan heim saman og þá sagðist hann þurfa að muna að taka með kompás svo þau vissu í gegnum hvaða dyr þau ættu að fara þegar þau væru komin að himnaríki. Síðasta einn og hálfan mánuðinn dvaldi afi, eins og fyrr hefur komið fram, á umönnunar- og hjúkrunar- heimilinu Skjóli og sendum ég og fjölskylda mín okkar bestu þakkir fyrir þann mikla hlýhug sem afi minn naut og við fengum að kynn- ast þegar við skiptumst á að vera hjá honum síðustu daga hans og nætur. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að eiga afa því að ég tel að fólk í dag geri sér enga grein fyrir því hversu ríkur maður verður and- lega þegar maður umgengst gamalt fólk sem er uppfullt af minningum um liðna tíma. Ég ætla að varðveita vel þessa vitneskju og fræða dóttur mína þegar hún verður eldri. Vináttu afa var gott að eiga og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.