Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rekstrarhalli og lánsíjárafg-angiu- - fer hað saman? í SÍÐUSTU viku voru kynntar niður- stöður ríkisreiknings fyrir árið 1998. Þessi reikningur markar að mörgu leyti tímamót. Annars vegar vegna framsetningar reikn- ingsins sem er í veiga- miklum atriðum frá- brugðin því sem áður var. Hins vegar stað- festa niðurstöður reikningsins að tekist hefur að ná markmið- um ríkisstjórnarinnar um lækkun skulda, bæði að raungildi og í hlutfalli við landsfram- leiðslu. Þannig hélt ríkissjóðm’ áfram að greiða niður skuldir á ár- inu 1998 og annað árið í röð var já- kvæður lánsfjárjöfnuður, afgangur í stað halla. Lánsfjárafgangur er mæhkvarði á það handbæra fé sem til ráðstöfunar er til niðurgreiðslu skulda eða eftir atvikum annarra nota. Lánsfjárafgangurinn nam í fyrra 17 milljörðum króna saman- borið við tæpa 3 milijarða árið 1997. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að ríkisstjóminni hefur tekist að hverfa af braut viðvarandi hallar- ekstrar og skuldasöfnunar fyrri ára. Ég vil í þessari grein freista þess að skýra helstu breytingar sem nið- urstöður ríkisreikningsins gefa til kynna. Fyrst áhrif breyttrar fram- setningar og aukinna lífeyrisskuld- bindinga og síðan efnislegar niður- stöður og jákvæð áhrif þeirra á efnahagslífíð. Breytt framsetning ríkisreiknings Ríkisreikningur fyrir árið 1998 er hinn fyrsti sem gerður er sam- kvæmt nýjum lögum um fjárreiður ríkisins. Því er e.t.v. ekki að undra að nokkurs misskilnings hafí gætt um hverjar raunverulegar niður- stöður hans eru. í nýju lögunum er að finna margvísleg nýmæli um framsetningu fjárlaga og ríkis- reiknings, flokkun ríkisstofnana og sjóða og uppgjörsreglur. Meðal annars má nefna að mun fleiri aðil- ar teljast nú til A-hluta ríkissjóðs en áður. Þá eru fjölmargir stórir liðir nú færðir á gjaldahlið sem áð- ur komu til lækkunar á tekjum, eins og bamabætur, vaxtabætur og afskriftir skattkrafna. Vegna þess- ara breytinga hækka niðurstöðu- tölur tekna og gjalda í ríkisreikn- ingi verulega án þess að heildarumsvif ríkisins hafí breyst. Samkvæmt nýju lögunum vora fjárlög ársins 1998 sett fram á rekstrargranni í fyrsta sinn. Það þýðir að tekjur og gjöld era færð til bókar um leið og til þeirra er stofn- að óháð því hvenær greiðslur fara fram. Þannig hefur ríkisreikning- urinn verið færður um árabil, en fram til þessa vora fjárlögin sett fram á svokölluðum greiðslugranni sem endurspeglaði aðeins beinar greiðslur í og úr ríkissjóði á fjár- lagaárinu. Avinningurinn af þess- um breytingum er ót- víræður þar sem nú fyrst fást niðurstöður í ríkisreikningi sem eru fyllilega sambærilegar við áætlanir fjárlaga. Þá er í framsetningu reikningsins áfram reynt að færa hann í átt til þess sem al- mennt gerist hjá einkaaðilum. Tilgan- gurinn er að reikn- ingsskilin gefi sem gleggsta mynd af heildarumsvifum rík- isins, gera reikninginn auðlæsilegri og auð- velda samanburð á milli ára. Þessar breytingar verða hins vegar til þess að samanburður við Ríkisfjármál Sú stærð sem mestu máli skiptir fyrir áhrif ríkissjóðs á efnahagslífið hverju sinni, segir Geir H. Haarde, er____________ lánsfj árjöfnuðurinn. ríkisreikninga fyrri ára er ekki marktækur. Sem dæmi má nefna að afnotagjald Ríkisútvarpsins var áður fært sem sértekjur þess, en kom ekki fram sem eiginlegar tekjur ríkissjóðs. Á sama hátt voru útgjöld Ríkisútvarpsins ekki talin með útgjöldum ríkisins. I ríkis- reikningi fyrir árið 1998 era sam- svarandi útgjöld RÚV hins vegar talin með útgjöldum menntamálar- áðuneytisins og afnotagjaldið fært með öðram tekjum ríkissjóðs. Af þessum sökum hækka bæði tekjur og gjöld ríkissjóðs um rúmlega einn og hálfan milljarð króna á árinu 1998. Svipaða sögu er að segja af fjölmörgum öðram stofnunum og/ eða sjóðum sem nú era flokkuð hjá viðkomandi ráðuneytum, en vora áður ýmist ekki tekin með i ríkis- reikningi eða flokkuð sjálfstætt. Vegna þessa er ekki hægt að bera tölur úr ríkisreikningi 1998 saman við ríkisreikninga fyrri ára nema leiðrétt verði fyrir þessum breyt- ingum. Að því verki er nú unnið. Lífeyrisskuldbindingar og breytt launakerfi Niðurstaða rekstrarreiknings ríkissjóðs fyrir árið 1998 sýnir tæp- lega 8,8 milljarða króna halla, en á fjárlögum var gert ráð fyrir að af- koman stæði í járnum. Skýringu á þessari útkomu má alfarið rekja til aukinna lífeyrisskuldbindinga rík- isstarfsmanna, sem hækkuðu um 18 milljarða umfram upphaflega áætlun fjárlaga. Til samanburðar má nefna að í fjáraukalögum sem samþykkt vora í desember 1998 var gert ráð fyrir um 6 milljarða halla, en þá var reiknað með helmingi minni hækkun lífeyrisskuldbind- inga. Hækkun lífeyrisskuldbindin- ganna skýrist af breytingum á launakerfi ríkisins sem tóku gildi um áramótin 1997/1998, en þær fólu einkum í sér að færa fastar auka- greiðslur sem inntar hafa verið af hendi fyrir dagvinnu inn í launa- taxta starfsmanna. Áhrif þessa koma fram í því að viðmiðunarlaun í lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna hækka og þar með hækka lífeyris- skuldbindingar ríkisins einnig. Þessi áhrif koma hins vegar núna fram í eitt skipti fyrir öll því þau era bókfærð í ríkisreikningi þegar breytingamar á launakerfínu koma til framkvæmda. Ennfremur er hér um reiknaða stærð að ræða sem byggð er á tryggingafræðilegum líkum, en ekki eiginleg útgjöld ár- sins því þessar skuldbindingar munu falla til greiðslu á nokkrum áratugum. Þess vegna ber að varast saman- burð við fyrri ár nema að teknu til- liti til þessarar sérstöku gjald- færslu. Til samanburðar má nefna að á árinu 1989 vora útistandandi lífeyrisskuldbindingar endurmetn- ar og gjaldfærðar að fullu í ríkis- reikningi sem varð til þess að rekstrarafkoma ríkissjóðs það ár varð neikvæð um 64 milljarða króna á þáverandi verðlagi, eða sem samsvarar um 100 milljörðum í dag. Þótt afkoma ríkissjóðs hafí vissulega verið slæm á þeim tíma og skuldum safnað dettur engum í hug að halda því fram að ríkissjóð- ur hafi þá verið rekinn með 100 milljarða króna halla. Efnahagsleg áhrif ríkissjóðs Sú stærð sem mestu máli skiptir fyrir áhrif ríkissjóðs á efnahagslífið hverju sinni er lánsfjárjöfnuðurinn sem útskýrður var hér að framan. Mörg undanfarin ár hefur ríkis- sjóður þurft að afla lánsfjár á inn- lendum fjármagnsmarkaði til þess að standa undir skuldbindingum sínum. Þessi lánsfjárþörf skapaði þrýsting á vexti og þrengdi um leið svigrúm annarra aðila til lántöku. Þessari þróun hefur nú verið snúið við og árið 1998 var, sem fyrr segir, umtalsverður lánsfjárafgangur hjá ríkissjóði, eða sem nam um 17 mil- Ijörðum króna. Þetta gaf færi á að greiða niður skuldir ríkissjóðs, jafnt innanlands sem erlendis. Niðurstaðan varð sú að heildarskuldir ríkissjóðs lækk- uðu úr 45,6% af landsframleiðslu í 40,6%. Þar af lækkuðu erlendar skuldir ríkisins um 10 milljarða króna, úr 127 milljörðum króna í 117 milljarða króna, eða úr 23,9% af landsframleiðslu 1997 í 20,0% í árs- lok 1998. Ég tel þessa lækkun skulda vera markverðustu niðurstöðu ríkis- reikningsins. Hún sýnir jákvæð efnahagsleg áhrif til skamms tíma við að halda aftur af innlendri eft- irspurn, og einnig til lengri tíma þar sem skulda- og vaxtabyrðin lækkar. Niðurstaða ríkisreiknings ber því vott um að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sem miðar að því að tryggja stöðugleika og bæta lífskjör almennings hefur skilað árangri. Ég tel að við núverandi aðstæður sé fátt mikilvægara en að halda áfram á sömu braut svo unnt verði að lækka skuldir ríkis- sjóðs markvisst á næstu árum og búa þannig í haginn fyrir framtíð- ina. Höfundur er fjármálnráðherrn. M(s(El(S(Súnss leysir vandann Reflectix er 8 mm þvkk enduraeislandi einanarun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúmíníum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. I háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri. heftibvssa oa límband einu verkfærin. PP &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 Geir H. Haarde Framkvæmdir á Reykjavíkur- flugvelli AÐ undanförnu hef- ur orðið mkil umræða um fyrirhugaðar fram- kvæmdir við endur- bætur og viðhald á Reykj avíkurflugvelli. Þá gerist það í síðustu viku að borgarstjórinn í Reykjavík sendir frá sér yfírlýsingu til fjöl- miðla þegar samning- ar höfðu verið undir: ritaðir við verktaka. í þeirri yfirlýsingu veittist borgarstjóri að mér með afar undar- legum hætti auk þess að gera tilraun til þess að varpa frá sér ábyrgð á framtíðar- staðsetningu Reykjavíkurflugvall- ar. Nú þegar framkvæmdaleyfi hef- ur verið gefið út af borgar- yfirvöldum og vegna þeirrar umræðu sem hefur orðið um fram- tíð Reykjavíkurflugvallar vil ég gera lesendum Morgunblaðsins grein fyrir gangi málsins eins og hann blasir við samgönguráðuneyt- inu. Ónot borgarstjóra í /ninn garð læt ég liggja milli hluta. Ég lít á þau sem tilraun hennar til að draga at- hygli frá aðalatriðum málsins og sem skreytingu á annars áhrifalít- inn texta yfirlýsingarinnar. Og ætl- unin var augljós, þ.e. að tryggja um- fjöllun í fréttatímum fjölmiðlanna. Það bragð tókst ágætlega hjá borg- arstjóranum en gerði yfirlýsinguna um leið ótrúverðuga. Nauðsynlegar endurbætur Að mati flugmálayfirvalda er nauðsynlegt að gera endurbætur á Reykjavíkurflugvelli. Þar sem um er að ræða veralega kostnaðarsam- ar framkvæmdir þótti nauðsynlegt að kalla eftir afstöðu borgaryfir- valda til þess hvort flugvellinum væri ætlað nauðsynlegt svæði í skipulagi borgarinnar. Því var það að þáverandi sam- gönguráðhera Halldór Blöndal rit- aði borgarstjóranum í Reykjavík bréf 11. nóvember 1996 og óskaði eftir svari um framtíð flugvallarins innan borgarmarkanna. I því bréfi segir: “Síðan snemma á þessu ári hefur verið unnið af embættismönnum flugmálastjórnar og Reykjavíkur- borgar að undirbúningi þess að ráð- ist verði í endurbætur á Reykjavík- urflugvelli. Þeirri vinnu hefur skilað vel áleiðis og á ekkert að vera því til fyrirstöðu að unnt sé að taka ákvörðun um framkvæmdir innan skamms. Fram hefur komið af hálfu borg- aryfirvalda að það sé áfram gert ráð fyrir því í aðalskipulagi að miðstöð innanlandsflugsins verði á Reykja- víkurflugvelli. Þar sem skipulag Reykjavíkur er nú í endurskoðun þætti mér gott að fá staðfestingu á að það standi og jafnframt upplýs- ingar um hvort fyrri ákvörðun um staðsetningu nýrrar flugstöðvar verði óbreytt." Strax 18. nóvember 1996 svaraði borgarstjórinn í Reykjavík bréfi þá- verandi samgönguráðherra og er bréfið svohljóðandi: “Efni: Endurbætur á Reykjavík- urflugvelli Vísað er til bréfs, dags. 11. nó- vember 1996, þar sem óskað er staðfestingar á að borgaryfírvöld geri ráð fyrir því í aðalskipulagi að miðstöð innanlandsflugsins verði á Reykjavíkurflugvelli. Það staðfest- ist hér með að í endurskipulagningu aðalskipulags sem nú stendur yfir er ekki gert ráð fyrir að breytingar verði á í þessu efni. Jafnframt er ástæða til þess að gera grein fyrir því að á fundi sínum hinn 22. októ- ber s.l. gerði borgarráð svofellda samþykkt samhljóða: Borgarráð fagnar þeirri yfirlýs- ingu sem samgönguráðherra gaf á aðalfundi SSH 19. október s.l. um að ráð- ist verði í endurbætur á Austur-, Vestur- og Norður-, Suðurflug- braut á Reykjavíkur- flugvelli á næstu þremur áram. Endur- bætur á flugvellinum era mikilvægar út frá öryggissjónarmiði, en um 90% áætlunarflugs innanlands fer um Reykjavíkurflugvöll. Varðandi niðurlag bréfsins tilkynnist að borgarritari er undir það búinn að taka þátt í viðræðum um samvinnu milli sam- gönguráðuneytis og borgarinnar um slökkvfliðsmál Reykjavíkurflug- vallar.“ Flug Enginn fyrirvari gerður af hálfu borgarstjóra, segir Sturla Böðvarson, um endurbyggingu flugvallarins. I þessu svari borgarstjóra era tekin af öll tvímæli um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þegar fyrir lá afstaða borgaryfir- valda um að miðstöð innanlan- dsflugs verði á Reykjavíkurflugvelli þótti fært að hefjast handa við und- irbúning framkvæmda. I framhaldi af því lagði samgönguráðherra fyrir ríkisstjórnina tillögu um uppbygg- ingu Reykjavíkurflugvallar í sam- ræmi við þær áætlanir, sem kynnt- ar vora og í samræmi við skipulag á flugvallar svæðinu sem þá var í frekari vinnslu. Vert er að vekja athygli á því að Hagfræðistofnun Háskóla íslands vann skýrslu um hagkvæmni stað- setningar Reykjavíkurflugvallar á vegum Flugmálastjómai' og Borgar- skipulags auk þess sem fram fóru margháttaðar rannsóknir sem lagðar voru til grandvallar við mat Flugmál- astjómar og Borgarskipulags. Samkomulag gert við borgarstjóra Þegar ég tók við starfi samgöng- uráðherra var óskað eftir því af borgaryfirvöldum að gert yrði sam- komulag um að draga úr umferð um Reykjavíkurflugvöll. Það yrði gert með því að færa sem mest af kennsluflugi og snertilendingum frá vellinum. Ég taldi mjög mikilvægt að ná sem bestu samkomulagi við borgar- stjórann um málið, og eftir vand- lega skoðun á málinu var undirrituð svohljóðandi bókun milli borgar- stjórans í Reykjavík og samgöngur- áðherra: Bókun vegna Reykjavíkurflugvallar a) I samræmi við markaða stefnu í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 þar sem kveðið er á um að Reykjavík- urflugvöllur skuli vera miðstöð inn- anlandsflugs á skipulagstímabilinu, samþykkir Reykjavíkurborg breyt- ingar á aðalskipulagi og deiliskipu- lagi Reykjavíkurflugvallar. b) Samgönguráðuneytið mun leggja áherslu á að dregið verði úr umhverfisáhrifum flugumferðar. Flugumferðarreglur verði styrktar með það að markmiði að draga úr ónæði eins og kostur er og tryggja fyllsta öryggi á hverjum tíma. Áhersla verði lögð á mælingar og að fylgja því eftir að framkvæmd sé í samræmi við flugumferðarreglur. Með nýjum mælum verði fylgst vandlega með umferðarhávaða frá Sturla Böðvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.