Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 13 FRÉTTIR s Islendingur berst við skógar- elda í Manitoba UM FJÖRUTÍU skógareldar loga um þessar mundir í Manitoba. Þrír þeirra eru það umfangsmiklir að slökkviliðs- menn fá vart við ráðið. Rúm- lega fjögur hundruð manns berjast við eldana og er einn fs- lendingur meðal þeirra. Notað- ar eru tuttugu og fimm þyrlur og sjö stórar tankflugvélar við siökkvistarfíð. Grétar Axelsson,' sem vinnur í stjórnstöð slökkvistarfsins í Gimli, sagði að eldarnir hefðu nú þegar eyðilagt um tíu þús- und hektara skógarlands. „Þrír stærstu eldarnir eru á óbyggð- um svæðum í kringum Thom- son og Flin Flon sem er tölu- vert fyrir norðan Gimli,“ sagði Grétar. „Við sendum mestallan flotann þangað norður en höf- um tvær tankvélar hér í Gimli ef eldar kvikna nær okkur. Fyr- ir nokkrum dögum þurftum við til dæmis að notast við tankvél til að slökkva eld í flugvél sem hafði hrapað í skóglendi, því það var ekki hægt að koma öðr- um slökkvibúnaði þar að.“ Eldingar eru oftast orsök Nánast allir þessir eldar kvikna þegar eldingum lýstur niður en hentugt er að notast við Bombardier-tankvélarnar í Manitoba því auðvelt er að sækja vatn í íjölmörg stöðuvötn fylkisins. „Þetta eru eins konar vatns- sprengjuvélar og eru af Bombardier-gerð. Þær fljúga niður að vatnsborðinu og fylla tankana á flugi. Það tekur ekki nema sjö sekúndur að fylla þá þegar vélarnar hafa snert vatn- ið,“ sagði Grétar, sem vann við Sigölduvirkjun áður en hann flutti til Kanada fyrir um tólf árurn. „Átta af þessum eldum eru á svæðum þar sem verið er að rækta nyljaskóg og þar sem hvert tré er mikils virði látum við þá elda ganga fyrir. Allt sem er fyrir norðan Churchill látum við bara brenna, því við ráðum ekki við alla þessa elda. Það tekur innan við tíu ár fyrir skóginn að endurnýja sig.“ Alls hafa 566 skógareldar kviknað í Manitoba það sem af er þessu ári og þeir hafa eyði- lagt um 109.000 hektara skóg- lendis, en það er undir meðal- lagi miðað við síðustu tíu ár. Grétar á þaki Bombardier-tankflugvélar sem notuð er við að slökkva skógarelda í Manitoba. Á myndinni t.v. sést ein af sjö vatnssprengjuvélum Manitoba-fylkis sýna kúnstir sínar áður en hún heldur til slökkvistarfs í norðurhluta Manitoba. JEG/Morgunblaðið Grétai- Axelsson, s_em nú berst við skógarelda í Manitoba, en starfaði áður í Sigölduvirkjun. í bakgrunni er ein af vatnssprengjuflugvélum fylkisins. Nýr ráð- gjafi í mál- efnum fram- haldsskóla BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra hefur ráðið Hörð Lárusson, deildarstjóra, sem sérstakan ráð- gjafa sinn í málefnum framhalds- skólans. Hörður hefur starfað í menntamálaráðuneytinu frá árinu 1974, lengst af sem deildarstjóri framhaldsskóla- og fullorðins- fræðsludeildar ráðuneytisins. Tilgangurinn með ráðningu sér- staks ráðgjafa um málefni fram- haldsskóla er að tryggja framgang veigamikilla verkefna er snerta framhaldsskólastigið og er liður í því að ný skólastefna menntamálaráð- herra og framhaldsskólalög komist til fullra framkvæmda, segir í frétt frá ráðuneytinu. Meðal helstu verkefna ráðgjafa um málefni framhaldsskóla eru: Undirbúningur að ákvörðun um inntökuskilyrði á brautir framhalds- skóla, undirbúningur að framkvæmd samræmdra prófa í framhaldsskól- um, skilgreining á lágmarkskennslu- stundafjölda í hverri grein, eftirlit með framkvæmd og gildistöku nýrr- ar aðalnámskrár framhaldsskóla, al- menn upplýsingamiðlun til skóla- fólks, nemenda og almennings um nýtt framhaldsskólakerfi, skilgrein- ing á inntöku nemenda, einkum starfsnámsnemenda, í háskóla og undirbúningur að styttingu fram- haldsskólans í þrjú ár. Nýr deildarstjóri Við starfi deildarstjóra framhalds- skóla- og fullorðinsfræðsludeildar menntamálaráðuneytisins tekur Að- alsteinn Eiríksson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík. Aðal- steinn hefur undanfarið ár verið í leyfi frá Kvennaskólanum og gegnt stöðu ráðgjafa við gerð árangurs- stjórnunarsamninga við framhalds- skóla á vegum menntamálaráðuneyt- is og fjármálaráðuneytis. ■Mgardagskvoldjð á Gifi 'erðkr. 5.400 matur ' sún'-* m0r9Ufí tLVi&tí&ssar* osalan er oj ■ RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI A Sími 5331100 »Fax 533 1110 r ^ , Skoðaðu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna, c Veffang: www.broadway.is • E-mail: broadway@simnet.is Félag tónskálda og textahöfunda sjónvarpið hAS FÉLAG (SLENSKRA HLJÓMLISTARMANNA tttU-12áhcde siðusío óratuga 00 á einu og sama Ein langlífosta hljomsyed \ l I • 1 1 V ‘ T 1 Tt í LimUfflr^T Tw' b imbi 9 llk 111 lil! * 1 i ' ¥ 1 oo n N Ji 1 Wdd m J . ■ | /'H "lU 1 kriDPG u 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.