Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 62
*> 62 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf EINN TVEIR, EINN TVEIR. SOTT, SLAKIÍ) Á. NÚ ÆTTUÐ PIB AÐ VERA ORBIN HEIT ^ Hitað hana upp ? Ljóska Ferdinand Hvernig geturðu setíð þarna og betlað þega þú veist ekki einu sinni hvað ég er að borða? Hvernig geturðu setíð þama og beðið eftír Prðfaðu bita, smábita, glommu eða hverju sem er? lófafylli BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Súnbréf 569 1329 Utiguðsþj ónusta á hinu forna kirkju- stæði í Gufunesi Frá Vigfúsi Þór Árnasyni: NÆSTKOMANDI laugardag verð- ur svonefndur Grafarvogsdagur haldinn hátíðlegur. Reykjavíkur- borg, fjölskylduþjónustan Miðgarði, hefur stuðlað að þessum degi. Fé- lagasamtök, íþróttahreyfingin, skátahreyfingin, kirkjan og íbúa- samtökin hafa öll sameinast í því að halda menningarhátíð, þar sem kall- að hefur verið á listamenn, íþrótta- fólk og hina ýmsu aðila sem búsettir eru í hverfinu til að koma fram með list sína og skemmtun. Á þessum degi veitir hverfisnefnd Grafarvogs einnig svo nefndan máttarstólpa til hóps eða einstaklings sem hafa lagt menningarlífinu lið. Á síðasta ári var máttarstólpinn veittur Ung- lingakór Grafarvogskirkju, en hann var þá nýkominn heim eftir að hafa sungið á Evrópu Cantat í Barcelona á Spáni. Dagskrá dagsins hefst með því að efnt verður til göngu frá Grafar- vogskirkju kl. 9:45 að hinni fomu kirkjulóð í Gufunesi. Sætaferðir verða til baka að Grafarvogskirkju. Bifreiðastæði eru við lóðina og Áburðaverksmiðjuna. Um svæðið Gufunes segir í bók- inni „Reykjavík sögustaður við Sund“ eftir Pál Líndal: „Gufunes er nesið austur af Viðeyjarsundi suð- vestan Eiðisvíkur.“ Gufunes er nefnt í tveim handritum Landnáma- bókar, í öðru þeirra segir að land- námsmaðurinn Ketill gufa Örlygs- son hafi dvalist þar einn vetur. Hafa sumir fyrir satt að nesið sé heitið eftir honum. I hinu handritinu er hins vegar talað um Gufu Ketilsson. Þá hefur sú tilgáta komið fram að staðurinn dragi nafn af gufu er myndaðist þegar leirurnar í lóninu hitnuðu í sólskini um fjöru. Gufunes virðist snemma hafa orðið sjálfstæð jörð og kirkja er þar komin um 1150. Bæjarhúsin, gripahúsin og kirkjan stóðu á hól vestan við þar sem skrifstofuhús Áburðarverk- smiðjunnar er nú. Kirkjugarðurinn var einnig á þessum hól. Gufunes verður einhvem tíma eftir 1313 eign Viðeyjarklausturs. Jörðin verður konungseign við siðaskiptin. Árið 1752 var fluttur úr Viðey í Gufunes svonefndur spítali, en sú stofnun mun nánast hafa verið nokkurskon- ar gamalmannahæli. Ábúendur í Gufunesi vom margir þjóðþekktir, þar má m.a. nefna Bjarna Thorarensen skáld, en hann bjó þar er hann gegndi dómarastarfi í Landsyfirréttinum. Gufuneskirkja var lögð niður árið 1886. Varðveist hefur altari úr kirkjunni. Altarið barst að Ulfars- felh eftir að kirkjan í Gufunesi var aflögð. Það var lengi notað sem búr- skápur uns séra Hálfdán Helgason á Mosfelli rakst á það og flutti heim að Mosfelli og notaði það við hjóna- vígslur. Síðar var það flutt að Reykjalundi, og gert upp. Það er nú í eigu Reykjalundar. Þjónustan í guðsþjónustu dagsins í Gufunesi mun fara fram við hið foma altari. Reykjalundur hefur bragðist vel við þeirri bón Grafar- vogssóknar að fá altarið að láni, að fá „altarið heim“. Að lokinni guðsþjónustu á „sögu- stað við Sund“ býður Áburðarverk- smiðjan viðstöddum upp á grillaðar pylsur og gos. Ekki þarf að geta þess að ungir sem og hinir eldri era boðnir velkomnir, Grafarvogsbúar sem og aðrir Reykvíkingar. Önnur dagskráratriði Grafar- vogsdagsins era birt á öðram vett- vangi. VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON, sóknarprestur Grafarvogssóknar. Aldamótahækk- anir Flugleiða Frá Guðrúnu Pétursdóttur: MIG langar bara að koma með smá- vægilega athugasemd vegna greinar Morgunblaðsins á mbl.is um alda- mótahækkanir Flugleiða. Þetta hljómar afskaplega lítið og smávægilegt þegar hinn ágæti blaða- fulltrúi og aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða útskýrir hækkanir á far- gjöldum. Mín fjölskylda er líklega ein af þessum sem kannski eins og hann orðar svo skemmtilega er á milli fargjaldaflokka þetta árið. Hann segir einnig að „hækkanir geti virst meiri“ í því tilfelli. Fyrir tveimur árum kostaði fyrir okkur hjónin að fljúga til Islands 2.900 SKR pr. mann og í fyrra þótti gott að komast til íslands fyrir 3.700 SKR. í dag er verðið bæði hjá SAS og Flugleiðum um 4.700 SKR og starfsmenn ferðaskrifstofanna hvetja fólk til að greiða miðana fljót- lega eftir bókun þar sem verðið fari hækkandi. Hækkunin er 62% á milli áranna ‘97 og ‘99 og 27% af almenn- um miða milli áranna ‘98-’99. Geri aðrir betur að fara á milli fargjalda- flokka. Flugleiðir þurfa varla mikið að spá í að „vinna farþega frá öðrum flugfé- lögum“ á flugleiðinni Stokkhólmur- Keflavík, þar sem þeir era eina flug- félagið fyrir utan SAS sem flýgur til Islands. Fljótlega kemst maður að raun um, þegar sest er um borð í vél Flugleiða, era allir boðnir velkomnir um borð í „sameiginlegt flug Flug- leiða og SAS“. Svona hörð er sam- keppnin við önnur flugfélög á mark- aðinum! Kveðja, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, Solna, Svíþjóð. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.