Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Borgarstjóri um Gufunesradíó Verður ekki óbyggt um alla framtíð Grafarvogur INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir ekki hægt að gera ráð fyrir því að 15-20 hektarar lands, eins og land Gufunesradíós í Grafar- vogi, muni standa óbyggt um alla framtíð. Um þrjátíu íbúar í Rima- hverfí hafa sent borgarstjóra áskorun um að hætt verði við áformuð byggingaráform á svæðinu og það verði íþrótta- og útivistarsvæði. Borgarstjóri sagði að und- irskriftirnar yrðu teknar til skoðunar. Hún sagði að verið væri að vinna hjá borgar- skipulaginu að skipulagi þeirra tveggja hektara úr landi radíóstöðvarinnar sem borgin eignast samkvæmt makaskiptasamningi við Landssímann, í tengslum við hugmyndir um byggingu höfuðstöðva Landssímans í Laugardal. „Það er verið að skoða hvernig hægt verði að koma þama fyrir ákveðinni íbúðar- byggð; það hefur bæði verið rætt um almennar íbúðir og hjúkrunarheimili. Hvort tveggja er til skoðunar," sagði borgarstjóri. Annar skikinn íþróttasvæði Samningurinn við Lands- símann gerði ráð fyrir að borgin fengi um tvo hektara af landi Gufuness á tveimur aðskiidum stöðum. Annar skikinn yrði notaður sem íþróttasvæði og hinn fyrir íbúðarbyggð. „Það er ekki búið að gera skipulag af þessu og ekki festa niður hvor skikinn verður notaður sem íbúðarbyggð og hvor sem íþróttasvæði. Það er til skoðunar," sagði Ingibjörg Sólrún. „Hins vegar er alveg ljóst að einhvern tímann í framtíðinni mun Gufunes- radíó ekki þurfa allt þetta svæði, 15-20 hektara lands. Ef maður horfír á mikilvægi slíks landsvæðis inni í miðri borg held ég að það hljóti að koma að því að þama verði byggt þó að menn hafí ekki getað gert það fram til þessa vegna þess að radíóstöðin hefur talið sig þurfa ákveðið helgunarsvæði vegna sinnar starfsemi." Merkt athafnasvæði „Þegar og ef farið verður í að skipuleggja byggð þarna mun það að sjálfsögðu fara í þann farveg, sem gert er ráð fyrir að allar skipulagstillög- ur fari, og það verður þá aug- lýst og kynnt,“ sagði borgar- stjóri. Hún sagði ekki skort á íþróttasvæði í Grafarvogi í skipulagi; gert væri ráð fyrir heilmiklu íþróttasvæði við Víkurveg. „Þar að auki var gert ráð fyrir að annar hekt- arinn af þessum tveimur væri fyrir slíkt, umfram það sem skipulagið gerði ráð fyr- ir í upphafi. En ég fæ ekki séð að það sé neitt í aðal- skipulaginu frá 1990, sem gefur til kynna að þetta verði grænt svæði eða íþrótta- svæði. Það er ekki minnst á þetta svæði í textanum með aðalskipulaginu og sam- kvæmt korti er land Gufu- nesradíós merkt sem at- hafnasvæði." Leiktæki við knattspyrnu- völlinn Kópavogur KÓP AV OGS V ÖLLUR sker sig úr knattspyrnuvöllum á höfuðborgarsvæðinu að því leyti að við völlinn eru leik- tæki fyrir börn; rólur, vegasalt, sandkassi og rennibraut. Að sögn Hilmars Harðarsonar, um- sjónarmanns vallarins var rennibraut sett upp við völlinn fyrir nokkrum ár- um og si'ðan vatt þetta smám saman upp á sig enda viðtökur góðar. Hilm- ar segir að leiktækin séu mikið notuð, bæði af íbúum hverfisins og eins af yngstu vallargestunum, sem eins og foreldrar þekkja, hafa takmarkaða þolinmæði til að fylgjast fótboltaleik, sem stendur í 90 mínútur. Það var líka ekki annað að sjá en þeir skemmtu sér vel strákarnir sem róluðu af þjartans lyst í hálfleik á leik Breiðabliks og Keflavíkur á dögunum. 4.-7. bekkur Fossvogsskóla situr heima Vantar husgögn í skólann Fossvogur 199 nemendur í Fossvogs- skóla byrja ekki í skólanum fyrr en á mánudag vegna þess að ekki eru til húsgögn fyrir þá í skólanum. Skólastarfíð hófst 1. sept- ember. I Fossvogsskóla eru 6- 12 ára nemendur en að sögn Óskars Einarssonar, skóla- stjóra Fossvogsskóla, var ekki hægt að taka á móti 9-12 ára nemendum, þ.e. fjórum ár- göngum af sjö, strax og skóli átti að hefjast vegna hús- gagnaskortsins. Fossvogsskóli er að taka í notkun nýtt hús- næði og er hluti vandans rak- inn til þess en aðalástæðan fyrir þessum töfum, segir Oskar að sé sú að framleiðandi húsgagnanna hafi ekki getað afhent þau fyrir skólabyrjun. Nemendurnir 199 eiga að mæta í skólann á mánudag og þá og á þriðjudag verður farið með þá í vettvangsferðir en á miðvikudag hefst einhver kennsla og þann 10. septem- ber eiga öll húsgögn að vera komin á sinn stað í skólanum. Niðurstöður þrigg;ja ára rannsókna á vatnasviði Elliðaánna Byggðin þrengir að lífríkinu Ellidaárdalur ÞRÓUN byggðar og ýmsar athafnir manna hafa þrengt að lífríki Elliðaánna, að því er fram kemur í skýrslu um rannsóknir á vatnasviði El- liðaánna síðustu þrjú árin. Rannsóknir á botndýralífí gefa til kynna eituráhrif frá ofanvatnsrásum, en úr ræs- unum hefur mælst hár styrk- ur efna eins og natríums, klórs og zinks, sem er bein afleiðing af athöfnum borg- arbúa. í skýrslunni kemur fram að laxagöngur hafa far- ið minnkandi og þá sérstak- lega undanfarin 2 ár. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, en líklegt er talið að áhrif mannsins vegi þar þungt. Ýmsar tillögur eru lagðar fram til úrbóta í skýrslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist ekki meta ástandið þannig að það sé slæmt og segir skýrsluna sýna að mengun í ánum sé minni en talið var. Hún seg- ist gera ráð fyrir að farið verði eftir þeim ráðlegging- um tii úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. Borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir fjórum ár- um að láta fara fram ítarlega vistfræðilega úttekt á Elliða- ánum, upptökum þeirra og ósasvæði. Þessi ákvörðun var í framhaldi af breytingum á umhverfí ánna á síðustu ára- tugum, endurtekinna meng- unaróhappa og sjúkdóma í fiskistofnum ánna. Er þar einkum átt við kýlaveiki sem kom upp í laxastofninum og óhapp sem var við Árbæjar- laug þegar klórblandað vatn rann í árnar frá sundlaug- inni. Afrennsli í árnar veldur mengun Rannsóknirnar hófust árið 1996 og hafa staðið síðan. Niðurstöður rannsókna um vatnafar og rennslishætti ánna leiða í ljós að „engar breytingar af mannavöldum virðast hafa orðið á lang- tímarennsli Elliðaánna“. Þannig virðist sem stíflan og raforkuframleiðsla við ána hafi ekki þau neikvæðu áhrif á vatnsrennsli árinnar sem talið var. „Að sumri til frá 1. maí til 30. september þegar orkuvinnsla fer ekki fram í Elliðaárstöð og vatnsmiðlun þess vegna ekki viðhöfð verða náttúrulegar breyting- ar á rennsli Elliðaánna fullt eins miklar eða meiri en breytingar af mannavöldum vegna miðlunar." Jafnframt er talið að vatnstaka Vatns- veitu Reykjavíkur í Heið- mörk hafí ekki áhrif á inn- rennsli til Elliðavatns. Rannsóknir á botndýralífi leiða í Ijós að afrennsli frá götum hafa neikvæð áhrif á botndýrasamfélög Elliða- ánna, að minnsta kosti stað- bundið. Botndýralíf í ánum er mismunandi neðan og of- an ofanvatnsræsa frá byggð sem bendir til eituráhrifa frá þessum ræsum. „Úr ræsum hefur mælst hár styrkur efna eins og natríums, klórs og zinks sem er bein afleiðing athafna manna.“ Minni laxagengd Einnig kemur fram að endurteknar rennslistruflan- ir leiða til þess að samfélög botndýra verða mun einsleit- ari en ella, og því er talið æskilegt að viðhalda lág- marksrennsli í farvegi ánna og komast hjá því að þurrka upp langa hluta árfarvegsins. Laxagöngur hafa farið minnkandi í árnar og þá sér- staklega undanfarin tvö ár. Seiðaþéttleiki og lífþyngd seiða á hverja flatareiningu í ánum minnkaði verulega miili áranna 1988 og 1989 og hefur ekki náð sama styrk og áður skv. niðurstöðum rann- sókna. í skýrslunni er talið að áhrif mannsins vegi þar þungt, þó svo að margar skýringar geti verið á minni laxagengd. Endurheimtur úr sjó hafa verið litlar síðustu tvö árin. Kýlaveiki kom upp í ánum árið 1995, en þá voru í ánni þeir seiðaárgangar sem eru að gefa veiði þessi árin. Eldisfiskur komst í árnar í miklum mæli frá 1985-1996 með tilheyrandi erfðablönd- un. Gönguseiðin hafa verið færri og yngri að meðaltali þegar þau hafa gengið til sjávar þessi árin og rann- sóknir hafa sýnt að lakari heimtur eru á yngri seiðun- um. Árnar vaktaðar og dregið úr mengun í tillögum að úrbótum í skýrslunni er lagt til að dreg- ið verið jafnt og þétt með skipulegum hætti úr þeim þáttum sem taldir eru slæm- ir fyrir lífríki ánna. Lagt er til að unnið verði að því að minnka mengun úr ofan- vatnslögnum með því að veita í frárennsliskerfi grunnrennsli og vatni í upp- hafi rigninga og hláku þegar mest er efnamengunin. Sér- stök áhersla verði lögð á af- rennsli frá stórum umferðar- æðum. Þá er lagt til að vökt- un á umhverfi og lífríki ánna verði aukin. Draga þarf úr áhættu á mengunaróhöpp- um, m.a. með almennri fræðslu til almennings sem býr á vatnasvæði ánna og fyrirtækja sem þar starfa. Talið er nauðsynlegt að lágrennslismörk Elliðaánna verði hækkuð að vetrarlagi með því að veita vatni frá Ár- bæjarstíílu framhjá Elliðaár- stöð og því skipt á milli aust- ur- og vesturkvíslar ánna. Einnig að rennslissveiflum verði stýrt þannig að breyt- ingar á rennsli verði hægari en nú er. Að lokum er lagt til að netaveiðar á laxi í Elliða- vatni verði bannaðar og leif- ar af gamalli stíflu í Hólmsá við Gunnarshólma verði fjar- lægðar, en stíflan truflar göngur um ána. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segist ekki meta ástandið þannig að það geti talist slæmt og að , mengun í ánum sé í sjálfu sér ekki mikil og talsvert minni en margir hafi gert ráð fyrir. J Hins vegar valdi það áhyggj- um að dregið hafi úr laxveiði undanfarin ár og að bregðast þurfi við því margvíslega álagi á ánum sem maðurinn valdi með athöfnum sínum í borginni. Hún segir þó að ekki megi gleyma því að náttúrulegar sveiflur spili > þarna inní og að veiðin geti þess vegna náð sér á strik á næstu árum. „Það sem við getum gert er að draga úr þessum um- hverfísþáttum og ég á ekki von á öðru en að menn geri það sem þarna er lagt til. Borgaryfirvöld vilja mikið til vinna að halda í þessa á. Við þurfum að vakta ána mjög vel og gefa okkur góðan tíma, það er ekkert sem seg- | ir að áin geti ekki komið aft- ur upp eftir eitt eða tvö ár í y veiðum,“ segir Ingibjörg Sól- rún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.