Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 6

Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarútvegssýningunni vex fískur um hrygg Samkeppni aðal- ástæða stækkunar JÓN Hákon Magnússon, hjá Kynningu og markaði ehf., heldur því fram að vöxtur og velgengni Islensku sjávarútvegssýningarinn- ar nú sé tilkomin vegna samkeppni sem fyrirtækið Sýningar hf. veitti breska fyrirtækinu Nexus Media Ltd., núverandi eiganda sýningar- innar. Sýningar hf. háðu harða rimmu við breska fyrirtækið en hvarf frá áformum sínum um að halda sýn- inguna FishTech í Laugardalshöll á sama tíma og Islenska sjávarút- vegssýningin var fyrirhuguð, eftir að hafa orðið undir í atkvæða- greiðslu sýnenda þar sem valið var á milli sýninga. Jón Hákon segir átökin hafa orðið vegna óánægju með hversu lítið sýningin hefði stækkað og breyst í gegnum tíðina. Hópurinn sem stóð að fyrirtækinu hafi talið að Islendingar ættu að eignast sýninguna aftur, þar sem þeir mundu standa betur að henni en útlendingar. „Bretarnir höfðu bet- ur en átökin skiluðu þeim árangri að þeir fóru að vanda sig betur. Og það er ein helsta skýringin á því að hún skuli nú hafa stækkað um fjörutíu prósent frá því síðast. Það er alveg ljóst að þegar Bret- arnir fundu alvöruna í þessu tóku þeir sig taki og fóru að gera þetta almennilega. Þetta er náttúrlega aðalástæðan fyrir stækkuninni; við hristum þá í gang,“ segir Jón Há- kon. Aðspurður hvort hann væri þá sáttur við stöðu mála í dag kvað Jón Hákon svo vera. „Já, já, svona er nú bara samkeppnin í heimin- um. En við erum enn á þeirri skoð- un að sýningin sé best komin í höndum Islendinga, en það er svo allt annar handleggur." Ekki sagði Jón áform uppi um að gera aðra atlögu að fyrirtækinu á næstunni. „Ekki í augnablikinu. En ef tæki- færi skapast er aldrei að vita,“ segir Hákon. 15 manna hópur Sama frá Norður-Noregi í heimsókn , , Morgunblaðið/Árni Sæberg Fimmtán Samar komu til Islands til að kynna sér skólamál. I hópnum voru þingmenn, ráðgjafar og skólastjórnendur frá Alta og Katukeino í Norður-Noregi. Kynntu sór íslensk skólamál FIMMTÁN manna hópur Sama frá Kautokeino og Alta í Norður- Noregi flaug heimleiðis í gærmorg- un eftir fimm daga heimsókn hér- lendis. í hópnum voru þingmenn frá Samaþinginu í Kautokeino, ráð- gjafar og skólastjórnendur en til- gangur ferðarinnar var að kynna sér íslensk menntamál og skóla- starf. Að sögn Arthurs Morthens hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur heimsóttu Samarnir m.a. mennta- málaráðuneytið og skoðuðu Varm- árskóla í Borgarfirði. „Síðasta dag- inn voru þau síðan í heimsókn hjá okkur og kynntu sér meðal annars nýbúafræðslu. Við ætlum að vera í sambandi við þá í gegnum Netið og ræða nánar um nýbúafræðslu og mál minnihlutahópa," sagði Arthur. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna boðar fleiri breytingar á starfseminni Starfsmönnum fækk- ar úr 90 í rúma 40 SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna mun hætta sölu á ferskum fiski og draga sig út úr rekstri Sæ- marks ehf. en í sumar hefur verið unnið að endurskipulagningu á starfsemi félagsins í kjölfar breyt- inga sem kynntar voru í apríl sl. Forstjóri SH gerir ráð fyrir að leggja þurfi niður stöður og jafnvel segja upp starfsfólki í kjölfar þessa. Gert að ráð fyrir að um 40 manns vinni hjá SH að loknum skipulags- breytingum á næsta ári en starfs- menn voru um 90 á síðasta ári. Starfsmönnum boðinn reksturinn Meginbreytingar á rekstrarfyrir- komulagi SH fólust í ákvörðunum sem teknar voru í apríl þar sem kveðið er á um að falla megi frá þeirri afurðasöluskyldu sem ríkti milli SH og íslenskra framleiðenda. í stað þess að framleiðendum SH bæri að afhenda og SH að selja all- ar tilgreindar afurðir viðkomandi, er tekið upp nýtt fyrirkomulag. Kveður það á um frjálsa samninga milli framleiðenda og erlendra markaðsfyrirtækja. SH mun þannig draga sig út úr sölu á ferskum fiski og hætta rekstri dótturfélags í Belgíu, Icelandic Benelux, sem helgaði sig slíkri starfsemi. Verður starfs- mönnum boðið að taka við rekstrin- um. Þá hefur SH einnig hug á að draga sig út úr rekstri Sæmarks ehf., sem séð hefur um innkaup af framleiðendum sem ekki voru samningsbundnir SH, og mun vinna að því máli í samvinnu við starfs- menn. Ennfremur verður gerð breyting á rekstri Ámess Europe í HoÚandi, en starfsemi þess verður breytt úr því að vera sölufyrirtæki fyrir flatfisk í fyrirtæki sem sér um flutninga, lagerhald, umpökkun o.fl. fyrir dótturfyrirtækin þijú á megin- landi Evrópu og verður það jafn- framt í eigu þeirra. „Við gerum ráð fyrir að Sæmark starfi áfram og vi]jum gjaman og teljum betra að þeir sem standa í rekstrinum séu ennfremur eigendur fyrirtækisins og hafi ákveðið svig- Viðskiptin efla alla dáð Nýtt greinasafn um hagfræðileg efni sem kemur afar víða við, bæði hérlendis og erlendis Mái og menning ||y|l malogmenning.is iffjl rúm og sjálfstæði. Hvað varðar Ár- nes Europe á það að hjálpa dóttur- félögunum að gera hlutina á hag- kvæmari hátt. Það verður mjög lítið fyrirtæki til að byrja með en það er reyndar dótturfélaganna að ákveða hvort gerðar verða frekari breyt- ingar á fyrirtækinu," segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri SH. Gæti komið til uppsagna Starfsemi SH hf. á íslandi verður framvegis í tveimur félögum; ann- ars vegar í SH hf., eignarhaldsfé- lagi, þar sem starfa munu um fjórir starfsmenn og hins vegar í félagi sem gengið hefur undir vinnuheit- inu SH þjónusta ehf. Hjá því félagi verður framleiðendum og dótturfé- lögum þjónað með rekstri 5 þjón- ustudeilda: söludeild umbúða, sjó- frystideild, gæðadeild landvinnslu, flutninga- og skjalagerðarþjónustu og aðfangaþjónustu dótturfélaga. Reiknað er með að starfsmenn fyr- irtækisins verði 35-40 á næsta ári. Heildarstarfsmannafjöldi mun því losa 40 manns en fjöldi starfsmanna SH var á síðasta ári um 90 manns. Gunnar segir að eftir aðgerðimar í apríl hafi starfsmannafjöldi SH ver- ið um 65 manns. Síðan hafi fjöl- margir starfsmenn horfið á braut, til annarra starfa eða til náms, eða til starfa hjá dótturfélögum erlend- is. Hann segist engu að síður búast við að til einhverra uppsagna þurfi að koma þegar farið verði að vinna samkvæmt nýju skipulagi í upphafi næsta árs. Hann segir að breyting- um á starfsemi SH sé nú lokið að sinni. Rekstrarkostnaður SH gæti orðið í námunda við 350 milljónir á ári en hann hefur lækkað úr 740 milljón- um í 570 milljónir á árunum 1997 til 1999. Tekjumyndun samstæðunnar mun eftir breytingarnar fara fram í dótturfélögum erlendis og er gerð krafa um arðsemi þess eiginfjár sem í þeim er bundið. Framtíðar- markmið samstæðunnar er að ná 15% arðsemi eigin fjár. Til að örva og skerpa sýn stjómenda félaganna á hagnaðarmarkmiðið er stefnt að því að taka up launaaukakerfi sem tekur mið af arðsemi viðkomandi fé- lags. Morgunblaðið/Porkell JON Guðnason, forstöðumaður Þjónustusetursins Tryggvagötu 26, tekur við framlagi Sorpu úr hendi Ögmunds Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Sorpu. Sorpa styrkir líknar- félög um 600.000 kr. ÖGMUNDUR Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, afhenti Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Þjón- ustusetursins, 600.000 króna styrk til uppbyggingar á starfí félaganna. Afhendingin fór fram í Góða hirðinum, Hátúni 12, sem er samstarfsverkefni Sorpu og líknarfélaganna, þar sem gamall húsbúnaður er seldur með mark- mið að styrkja líknarfélög. Fimm ár eru liðin frá því að samstarf Sorpu og nokkurra líknarfélaga hófst um söfnun á nytjahlutum; húsgögnum, búsá- höldum og fleiru sem berst á endurvinnslustöðvar Sorpu. Fyrstu skrefin voru stigin af Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands, Mæðrastyrksnefnd, Hjálp- arstarfi kirkjunnar og Hjálpræð- ishernum. Um mitt ár 1997 tók Sorpa við rekstrinum og nú hef- ur starfsemin fengið nýtt nafn, sem er Góði hirðirinn - nylja- markaður Sorpu og líknarfélaga. Þjónustusetrið er sameiginleg þjónustumiðstöð sex líknarfé- laga. Þau samtök eru Parkinson- samtökin, Tourette-samtökin, Umsjónarfélag einhverfra, Félag nýrnasjúkra, LAUF, félag floga- veikra, og Samtök sykursjúkra. Ögmundur Einarsson sagði við afhendinguna í gær að ánægju- legt væri að geta styrkt félög af þessu tagi. Jón Guðnason, for- stöðumaður Þjónustusetursins, Tryggvagötu 26, tók undir það með Ögmundi og sagði framtak Sorpu til fyrirmyndar og eftir- breytni fyrir önnur fyrirtæki. Umhverfísnefnd fjallar um Laugardalinn Mikilvægj að rödd al- mennings fái að heyrast HELGI Pétursson, formaður heil- brigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur, telur eðlilegt að nefnd- in ijalli um fyrirhugaðar fram- kvæmdir í Laugardal þegar þær hafa verið kynntar og viðbrögð almenn- ings liggja íyrir. Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi hefur óskað eftir því að nefndin fjalli um Laugardalinn. Helgi svarar því til að samkvæmt reglu- gerð um náttúi-uverndarnefndir eigi umhverfisnefnd að fjalla um landnýt- ingu og annað hafi ekki staðið til. „Tillagan um breytta landnýtingu í Laugai’dalnum er í kynningu og mér finnst eðlilegt að nefndin fjalli um til- löguna og viðbrögð almennings þeg- ar þau liggja fyrir. Mér finnst skipta miklu máli að rödd almennings fái að heyrast og nefndin fjalli um málið í heild sinni,“ segir Helgi Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.