Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 4

Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 4
4 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR KÍ mótmælir kröfu um endurgreiðslu Höfðar mál ef borgin neitar ÁKVEÐIÐ var á stjómarfundi Kennarasambands Islands í gær að fela lögmanni sambandsins að mótmæla þeirri ákvörðun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur að krefja kennara um ofgreidd laun frá síðustu áramótum. „Við viljum koma í veg fyrir að þetta komi til framkvæmda og verði borgin ekki við því verður höfðað mál á hendur henni,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Islands. Alls fengu 179 kennarar tilkynn- ingu í byrjun vikunnar um að þeir hefðu annaðhvort fengið ofgreidd eða vangreidd laun vegna reikn- ingsvillu í launakerfi borgarinnar frá árinu 1997. Heildarupphæð of- greiddra launa nemur um 31 millj- ón króna. Eiríkur segir kennara tilbúna að fara í hart vegna máls- ins. Lögfræðiálit samliljóða „Við erum komnir með í hendur lögfræðiálit frá lögmanni okkar sem við túlkum á þann veg að borgin sé að fara út á ólögmætar brautir. Því til viðbótar höfum við 5-6 óformleg álit frá lögmönnum, og þau eru öll samhljóða. Nokkrir þeirra vitnuðu í grein í Úlfljóti, þar sem vitnað er í dóma því til stað- festingar að þetta sé ekki rétt- mætt. Við erum vissir um að geta sannað að kennarar tóku við þess- um launum í góðri trú og ekki haft möguleika á að átta sig á að þeir væru að taka við rangri upphæð,“ segir Eiríkur. Borgin dragi kröfu sína til baka Hann segir fyrsta skref málsins að skora á borgina að draga leið- réttinguna til baka en gangi það ekki verði þeir að leita réttar síns fyrir dómstólum. „Við erum sann- færðir um að við höfum unnið mál í höndunum," segir Eiríkur. Hann kveður það einnig ljóst að Reykja- víkurborg verði að endurgreiða vangreidd laun, þar sem vinnuveit- andinn sé í lykilaðstöðu þegar að launagreiðslum kemur og hægt sé að krefja vinnuveitenda í slíkum tilvikum um laun allt að íjögur ár aftur í tímann. „Borgin verður að bíta í það súra epli að hafa gert þessi mistök og ég rétt vona að menn sjái að sér og kippi kröfunni um endurgreiðslu kennara til baka, því það er einnig ljóst að þróist málið í dómsmál mun það valda_ enn meiri úlfúð og leiðind- um. Eg held að kominn sé tími til að menn reyni að koma á friði,“ segir hann. Morgunblaðið/Sigurgeir BYR VE landaði 21 tonni af túnfiski í Vestmannaeyjum í gær, en aflinn, sem metinn er á um 40 milljónir króna, er geymdur í 60 gráða frosti f lestinni svo hann haldist ferskur. S Islenskur túnfiskur til Japans TÚNFISKVEIÐISKIPIÐ Byr frá Vestmannaeyjum landaði 21 tonni af túnfiski í gær. Afiinn, sem met- inn er á um 40 milljónir króna, verður seldur til Japans, að sögn Sævars Brynjólfssonar útgerðar- manns. Sævar sagði að skipið hefði verið á veiðum síð- astliðna sex mánuði suður af landinu ásamt japönskum tilraunaveiðiskipum og hefði veiðin gengið ágætlega. Hann sagði að til þess að halda fiskinum sem ferskustum hefði hann verið geymdur í um 60 gráða frosti í lestinni. Aflinn verður sendur með gámi sjóleiðina til Japans. Að sögn Sævars heldur skipið til veiða á ný á morgun, en hann sagði að næstu tveir mánuðir myndu skera úr um hvort einhver framtíð væri í túnfiskveiðum við fsland. Harður árekstur á Arnar- nesvegi FLYTJA varð tvo á slysadeild með sjúkrabifreið eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Amarnesvegi skömmu fyrir klukkan 13 í gær. Hinir slös- uðu voru þó ekki taldir alvar- lega slasaðir. Töluverðar skemmdir Bifreiðimar skemmdust talsvert og vora báðar fluttar á brott með kranabifreið. Áreksturinn vildi til með þeim hætti að annarri bifreið- inni var ekið af aðrein á Hafn- arfjarðarvegi út á Amames- veginn í veg fyrir hina bifreið- ina og skullu þær þar saman með fyrrgreindum afleiðing- Fjármálaráðherra íhugar breytt vörugjald á bensíni Verði föst krónutala í stað hlutfalls lítra Lagabreyting gæti komið til skoðunar með haustinu GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að engar aðgerðir séu á döf- inni hjá ríkisstjórninni vegna síð- ustu hækkunar á verði bensíns. Hann segir að til álita komi að breyta vöragjaldi af bensíni úr ákveðnu hlutfalli af hverjum bens- ínlítra yfir í fasta krónutölu. Til þess að svo verði þurfi hins vegar lagabreytingu. Vöragjald af hverj- um bensính'tra er 97%. „AUir sem nálægt þessum málum koma vita að gjaldtaka af bensíni er lögbundin. Henni er því ekki hægt að breyta í einu vetfangi heldur kallar það á lagabreytingar. Það isSPPW- ' ; llosSS' 6ISLI SKULASOH Hagnýt sknf Kennslubók í rítun eftir Gísla Skúlason. Gefin eru holl ráð um hvernig á að skrífa margs konar texta. *» l t'' : ' 1 t - I CENNSLUy ÓK í RITUN liggur því ekkert fyrir um þetta á þessari stundu. Ég hef hins vegar velt því fyrir mér hvort ástæða væri til þess að breyta vöragjaldi af bensíni í fasta krónutölu. Mér finnst það koma til greina en það hefur bæði kosti og galla. Með fastri krónutölu njóta menn ekki lengur niðursveiflu en það myndi draga úr verðsveiflum og gefa rík- issjóði fastara land undir fætur hvað varðar tekjuspár," segir Geir. Hann segir að lagabreyting af þessu tagi gæti fyrst komið til skoðunar með haustinu. Óvíst er hins vegar hvort slík breyting leiddi til lækkunar á bensínverði. „Eitt af því sem þyrfti að skoða er hvar ætti að festa krónutöluna.“ Tekjur undir áætlunum Hann segir að tekjur ríkissjóðs af vöragjaldi af bensíni séu undir áætlunum fjárlaga bæði á síðasta ári og það sem af er þessu ári þrátt fyrir bensínhækkanirnar. I fyrra vantaði 400 milljónir upp á að tekj- urnar væru þær sömu og áætlan- irnar. Allt eins líklegt sé að tekj- urnar á þessu ári verði einnig undir áætlunum. Bensínverð hafi farið svo langt niður í fyrra og verið lágt fram eftir árinu. „Menn reyna að byggja spár sínar á skynsamlegu mati á verðþróun sem byggist m.a. á spám alþjóðastofnana. En í fyrra varð verðþróunin allt önnur en spárnar gerðu ráð fyrir. Aðspurður um hvort hækkun bensínverðs ógnaði stöðugleika í efnahagsmálum sagði Geir að ljóst væri að þær hefðu áhrif á verðbólg- una. „Það er náttúrlega mjög slæmt en við verðum að hafa það í huga að þótt olíuverðið sé orðið þetta hátt er hér ekki um sögulegt hámark að ræða. Olíuverðið á heimsmarkaði er í raun ekkert víðsfjarri meðaltali undanfarinna tíu ára,“ segir Geir. Stjóm Félags íslenskra bifreiða- eigenda fundaði í gær um bensín- verðhækkunina. Félagið hefur jafn- framt fundað með forvígismönnum atvinnubílstjórafélaganna, Neyt- endasamtakanna og aðila innan verkalýðshreyfingarinnar en ákveðið hefur verið halda að sér höndum fram yfir helgi. „Menn munu skoða stöðuna eftir helgi. Það er breið samstaða um að fylgja málinu eftir í næstu viku,“ segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að FÍB sé hlynnt hugmyndum fjármálaráðherra um að aftengja vöragjald bensínverð- inu og taka þess í stað upp fasta krónutölu. Vatnsleki veg’iia stífl- aðs brunns TÖLUVERT tjón hlaust af vatnsleka í kjallara atvinnuhúsnæðis í Skeifúnni 7 í gærmorgun. Slökkvi- liðið í Reykjavík var kallað á vett- vang, í annað skiptið á hálfúm sólar- hring. Slökkviliðið lánaði þá leigjendum húsnæðisins dælu til að dæla upp úr brannum inni í húsinu og tókst þannig að hafa stjórn á lekanum. I gærmorgun, þegar lekinn hófst að nýju af meiri krafti en áður, hafði búnaðurinn ekki lengur undan. Þrír dælubílar frá Uppdælingu hf. voru þá kallaðir til og óku á brott með um 100 tonn af vatni. Þegar farið var að grafast fyrir um ástæður lekans fann starfsmaður Vatnsveitu Reykjavíkur brunn fyrir utan húsið skömmu fyrir hádegi í gær, sem var fullur af mold eftir gatnaframkvæmdir hjá verktakafyr- irtæki sem sér um breikkun Suður- landsbrautar. Losað var um stífluna í branninum og stöðvaðist þá lekinn í atvinnuhúsnæðinu. Að sögn varðstjóra Slökkviliðs Reykjavíkur var vatnshæðin á gólfi atvinnuhúsnæðisins að ná hættu- mörkum þegar tókst að grípa í taumana. Stórnotendaáskrift Landssímans hætt 9.000 kr. reikning- ur verður 9.600 kr. MEÐALSTÓRNOTANDI í far- símakerfi Landssímans fékk rúm- lega 9 þúsund króna reikning sem hækkar um rúmlega 600 krónur, eða um 6-7%, eftir að hann færist yfir í almenna áskrift. Reikningar þeirra sem era með meiri notkun hækkar hlutfallslega meira. í framhaldi af ákvörðun samkeppn- isráðs og úrskurðar áfrýjunar- nefndar samkeppnismála hefur Landssíminn fært alla stórnotend- ur GSM-kerfisins yfir í almenna áskrift. Ólafur Stephensen, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssímanum, segir að mín- útugjaldið hafi hækkað um 18-45% við þessa breytingu en á móti korm lækkun á mánaðargjaldinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.