Morgunblaðið - 04.09.1999, Side 8

Morgunblaðið - 04.09.1999, Side 8
8 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/LAE Hilmar Hansson landar um 12 punda hæng í Námustreng á svæðum 1-2 í Stdru-Laxá í Hreppum ívikunni. Örlftið lífs- mark með Stdru-Laxá ÖRLÍTIÐ lífsmark hefur verið með Stóru-Laxá í Hreppum allra síðustu daga og greinilegt að eitthvað af laxi er farið að rata heim. A mið- vikudag veiddust t.d. þrír laxar á svæðum 1 og 2 og fyrr í vikunni var annar dagur sem gaf þrjá laxa. Þetta voru fyrstu laxamir í langan tíma og með miðvikudagsaflanum voru komnir 13 laxar í veiðibókina á umræddum svæðum. Að sögn Lofts Atla Eiríkssonar, sem var í hópi þeirra sem veiddu á svæðunum á miðvikudag, eru marg- ir þeirra skoðunar að ekki hefði veitt af einhvers konar stuðningsað- gerðum ánni til heilla, því varla nokkur lax hefur ratað í hana í sum- ar vegna hlaupvatns frá Hagavatni í Hvítá og Ölfusá. Sagði Loftur að margir áhugamenn um stangaveiði hefðu áhyggjur af hrygningu í ánni í haust og af þeim sökum hefðu menn sleppt umræddum þremur löxum á miðvikudag. „Við notuðum einungis flugu og fengum tvo í Námastreng, tókum þar parið, og sá þriðji fékkst í Flatastreng," sagði Loftur. Þessar fregnir frá Stóru-Laxá koma í kjölfar fregna um að eitt- hvað hafi glæðst á Iðunni að undan- förnu, eins og frá var greint í þess- um þætti í vikunni. Langlundargeðið þraut Það hefur vakið nokkra athygli að Stangaveiðifélag Reykjavíkur sagði skilið við Landssamband stanga- veiðifélaga fyrr í sumar. Starf LS hefur þótt kraftlaust um nokkuð langt skeið og hefur stjórn sam- bandsins greint á við stjóm SVFR í nokkur ár um áherslur í starfsem- inni. Kristján Guðjónsson, formaður SVFR sagði í samtali við Morgun- blaðið um úrsögnina að aðdragand- inn væri nokkur. „Á aðalfundum LS Hilmar sleppir hér hængnum og ögn smærri hrygna fékk sömu meðferð skömmu seinna. undanfarin ár hefur stjóm SVFR komið á framfæri óánægju með störf sambandsins og óskað eftir því að gerðar væru breytingar á starf- inu. Það leiddi síðan til þess að sett var á stofn nefnd sem tók að sér að koma með tillögur um framtíð LS og voru þær samþykktar samhljóða á aðalfundi LS fyrir nokkmrn áram. Síðan þá hefur verið beðið með nokkurri óþreyju eftir framkvæmd þeirra en ekkert hefur bólað á þeim. Stjóm SVFR er mikið í mun að heildarsamtök stangaveiðimanna séu vel virk og styðji vel við bakið á aðiidarfélögunum. I nútímaþjóðfé- lagi gerist ekkert af sjálfu sér og því er nauðsyn á sterku afli sem vakandi og sofandi fylgist með hagsmunum íslenskra stangaveiði- manna og lætur einskis ófreistað við að koma þeim á framfæri. Þegar það síðan gerist að stjóm LS tekur ákvarðanir sem miðast að því að minnka áhrif SVFR á mótun stefnu íslenskra veiðimála þá óhjákvæmi- lega skilur leiðir. SVFR hefur frá stofnun félagsins 1939 unnið ötul- lega að því að bæta hag íslenskra stangaveiðimanna, aðild þeirra að LS breytir þar engu um. Félagið mun áfram leitast við að eiga gott samstarf við önnur stangaveiðifélög í landinu.“ Skin og skúrir á Arnarvatnsheiði Veiði er nú lokið í vötnum og ám á Amarvatnsheiði og skiptust þar á skin og skúrir í sumar. Framan af var veiði mjög góð og bárast fregnir af fallegum hrúgum sem náðust úr Úlfsvatni, Arnarvatni stóra og Arn- arvatni litla. Veiði er ekki skráð á þessum slóðum og mest er um að litlir hópar fari í vötnin um helgar. Dæmi sem við getum nefnt frá sumrinu er helgarveiði fjögurra manna í Amarvatni litla upp á 120 bleikjur og 12 urriða, þriggja daga veiði annars fjögurra manna hóps í Arnarvatni stóra upp á 240 bleikjur. Annar helgarhópur með þremur veiðimönnum í Amarvatni stóra var með 130 fiska og þannig mætti áfram telja. Einn hópur var í Úlfs- vatni og fékk aðeins reyting þar, en stórveiði er land var lagt undir fót og gengið bæði í Hávaðavötn og Stóralón. Þá fréttist af góðum skot- um sem menn fengu í lónum efst í Austurá, í Strípalónum og Hlíðar- vatni. Östaðfestar fregnir af 7 punda silungum, a.m.k. tveimur slíkum, bera vott um það stærsta sem veiddist á Amarvatnsheiði í sumar. Annars er fiskur misjafn frá einu vatni til annars, en algengasta bleikjan er frá 1 og upp í 1,5 pund. Sunnan Norðlingafljóts er Reykjavatn, fomfrægt veiðivatn, og þar var veiði á stundum góð. Fiskur þar er frægur fyrir gæði og nokkra stærð þótt sumir kunnugir telji hann hafa smækkað síðustu sumur. Vænsti fiskurinn veiðist yfirleitt í Reyká í byrjun vertíðar, eftir það gefur áin yfirleitt lítið, en menn veiða þá smærri fisk, góðan þó, í vatninu. Opnað að nýju? Hallgrímur Þ. Magnússon læknir hefur opnað læknastofu á nýjum stað: HAMRABORG 1, - 2. HÆÐ (fyrir ofan Landsbankann) 200 KÓPAVOGISÍMI 554 5005 Sérfrœðingur: Svæfingar — deyfingar Sérsvið: nálastungur og óhefðbundnar lækningar Bifreiðakaup hreyfihamlaðra Trygginga- stofnun veitir 455 styrki UM þessar mundir auglýsir Trygg- ingastofnun ríkis- ins eftii- umsóknum um styrki tii handa hreyfi- hömluðum til bílakaupa. Umsóknum þarf að skila fyrir lok september. Haukur Þórðarson læknir hefur um árabil verið for- maður afgreiðslunefndar bflakaupastyrkja. Hann var spurður hvaða skilyrði fólk þyrfti að uppfylla til þess að geta sótt um þessa styrki? „Það eru ákvæði í reglugerð um þessi mál sem segja til um að styrk- irnir eru fyrir hreyfihaml- aða einstaklinga sem njóta elli- og/eða örorku- lífeyris. Líka koma til Haukur Þórðarson greina foreldrar bama sem fá um- önnunargreiðslur. Umsækjandi má elstur verða 70 ára á umsókn- arári og hafa ökuréttindi en heim- ilt er að víkja frá síðastnefnda skilyrðinu en þá þarf að tilnefna ökumenn sem eiga að aka bifreið- inni.“ - Eru margir sem sækja um þessa styrki? „Það er breytilegt milli ára. Umsóknir hafa verið frá 700 upp í 1.000 á ári. Umsókninni þarf að fylgja læknisvottorð og aðrar upplýsingar sem varða hreyfigetu umsækjandans, jafnframt er hafð- ur til hliðsjónar efnahagur, tekjur og eignir umsækjenda. Áður þurfti fólk að senda inn ljósrit af skattframtölum sínum en núna hefur Tryggingastofnun aðgang að þeim upplýsingum á tölvutæku formi þannig að umsækjendur þurfa ekki lengur að hugsa um slíkt.“ - Hvað fá margir svona styrki? „Árið 1997 var skorin niður með reglugerð tala styrkþega í sparn- aðarskyni en í aprfl á þessu ári kom ný reglugerð þar sem árleg tala styrkþega var aftur færð upp á við þannig að 455 styrkir verða veittir á árinu 2000.“ -Hvernig bíla má fólk kaupa sem fær þessa styrki? „Það getur keypt hvaða bfl sem er, áður fyrr vora ákvæði um að bíllinn mætti ekki vera meira en ársgamall en nú eru engin slík ákvæði. Hið fyrrnefnda ákvæði var til þess ætlað að koma í veg fyrir að fólk keypti gamla og lé- lega bfla sem entust stutt. Aldur- sviðmiðunin í reglugerðinni var gagnrýnd og dregið í efa að hún stæðist lög þannig að ráðherra ákvað að fella hana niður. Ég tel hins vegar ástæðu til að vara við því að hreyfihamlaðir styrkþegar freistist tfl að komast yfir ódýra og lélega bíla.“ - Hvernig á fólk þá að fjár- magna verð bílsins umfram styrk- inn? „Ákaflega margir eiga fyrir bíl sem gengur þá upp í kaupverð á nýjum og styrkurinn kemur svo þar til viðbótar. Enn- fremur er í þessari nýju reglugerð sem kom í apríl ákvæði um það að þeir sem kaupa bíl í fyrsta sinn fái helmingi hærri styrk.“ - Hvað eru þessir styrkir háir? „í fyrsta lagi era það styrkir til þeirra sem era bundnir hjólastól, nota spelkur eða gervilimi - styrkur til þeirra nemur einni milljón króna. í öðra lagi era það aðrir hreyfihamlaðir - styrkur til þeirra nemur 250 þúsund krónum. ► Haukur Þórðarson fæddist árið 1928 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi árið 1949 frá Menntaskólanum í Reykjavík og kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands 1956. Haukur var í sérfræðinámi í New York í orku- og endurhæf- ingarlækningum og lauk því ár- ið 1962. Haukur hefur starfað sem sérfræðingur í þessu fagi á Reykjalundi fyrst og fremst, þar sem hann var yfirlæknir um árabil. Haukur er kvæntur Maríu Guðmundsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Þau eiga samtals fimm börn. í þriðja lagi era það hreyfihaml- aðii- sem fá styrk til kaupa bifreið- ar í fyrsta sinn - þeir fá 500 þús- und krónur. Þá má geta þess að það er heimild í reglugerðinni til að greiða styrk sem nemur allt að 50% eða helmingi af kaupverði bifreiðar ef um er að ræða ein- stakling sem á engan hátt kemst af án sérbúinnar og dýrrar bif- reiðar. I undantekningartilvikum má þessi styrkur nema allt að 60% af kaupverði bifreiðar en þá er styrkurinn veittur til sex ára. Ella skulu styrkir ekki veittir oft- ar en á fjögurra ára fresti." - Hvað geta margir fengið hvern og einn styrk? „Sextíu hreyfihamlaðir geta átt kost á einnar milljónar króna styrk, tala þeirra hreyfihamlaðra sem eiga kost á 250 þúsund króna styrk miðast við 375 bifreiðar á ári. Tuttugu eiga kost á að fá styrk til að kaupa bfl í fyrsta sinn.“ -Ríkir sátt um þessa styrki eins og þeir eru núna? „Já, það ríkir þokkaleg sátt um fyrirkomulagið eins og það verður á næsta ári en auðvitað finnst mönnum mörgum hverjum að upphæðir mættu vera hærri og vissulega fá ekki allir sem sækja.“ - Eftir hverju er valið? „Farið er fyrst og fremst eftir _________ ástandi umsækjand- ans hvað varðar hreyfifæmi og um- ferðarfærni - það þýðir að hreyfihöml- ““ unin er metin og var- anleiki hennar. Þá er tekið mið af efnahag og búsetu, það er mögu- leika umsækjenda á að komast um í almenningsfarartækjum. Litið er á það sérstaklega hvort viðkomandi þarf að hafa umráð yfir bifreið tfl þess að geta stund- að vinnu eða sótt nám. Einnig skipta heimilisaðstæður máli, t.d. hvort börn era á framfæri um- sækjenda.“ Hreyfi- og umferðar- færni metin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.