Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nauthólsvík VERIÐ er að vinna við gerð baðaðstöðu í Naut- hólsvík. Unnið er við gerð hlífðargarða utan um vík- ina og einnig verður settur nokkurs konar þröskuldur utan við víkina, sem á að varna því að of mikið skipti um vatn innan hennar, að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjusijóra. Stefnt er að því að opna nýju baðaðstöðuna í víkinni 17. júní næstkomandi og þá Unnið við baðströnd í N authólsvík ætlar borgarsljórinn í I þeim áfanga verksins, Reykjavík að synda yfir sem unninn verður fram víkina. til 1. nóvember, verður gengið frá görðunum og farið að leggja timburþil og allar leiðslur. Einnig verður gengið frá skelja- sandi í réttar hæðir á ströndinni. í vetur verður svo unnið við byggingu baðaðstöðu og búninga- geymslu. Að sögn Jóhanns Pálssonar er áætlað að garðyrkjudeild verji 60 milljónum króna til verks- ins en auk þess verður 15 milljónum varið í gerð að- komu og bflastæða. Reglur um kattahald 1 sveitarfélögrim á höfuðborgarsvæðinu Aðeins framfylgt þegar kvartanir berast Sveitarfélög utan Rvík REGLUGERÐ um katta- hald í Reykjavík, sem sam- þykkt var nú í vikunni, er önnur slíka reglugerðin sem tekið hefur gildi á þessu ári á höfuðborgarsvæðinu. í mars sl. tók gildi reglugerð um kattahald í Hafnarfirði og fyrir tveimur árum tóku einnig gildi reglugerðir um kattahald í Seltjarnarnes- kaupstað og Mosfellsbæ. Þær reglugerðir eru þó frek- ar almenns eðlis og ekki til- komnar vegna þess að kvört- unum hafi fjölgað vegna lausra katta. Onnur sveitar- félög eins og Kópavogur, Garðabær og Bessastaða- hreppur hafa ekki í bígerð að setja slíkar reglugerðir á næstunni, enda ekkert sem ýtir á eftir setningu slíkra reglugerða að sögn Guð- mundar Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðis- eftirlits Hafnarfjarðarsvæðis og Kópavogs. Guðmundur segir að reglu- gerðin sem tók gildi í vor í Hafnarfirði sé almenns eðlis og henni sé einungis fram- fylgt þegar taka þurfi á kvörtunum. Reglugerðin sé fyrst og fremst skráð vinnu- regla þegar kvartanir berist. Slíkar kvartanir eru ekki al- gengar, að sögn Guðmundar, og þegar þær berast er reynt að leysa málið með samkomu- lagi við kattaeigandann. Hann segir að töluvert sé um að fólk sem er pirrað vegna lausra katta hringi, en fólk er þá frekar að láta vita af laus- um köttum, frekar en að það vilji fara í deilur. Guðmundur segir að öðru hvoru komi ábending um villiketti og er þá reynt að takast á við það, en það geti þó ekki talist mik- ið um slík tilfelli. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Kjós- arsvæðis eru í gildi tvær reglugerðir um kattahald sem settar voru árið 1997. Önnur var samþykkt í Sel- tjamarneskaupstað og hin í Mosfellsbæ. Þessar reglu- gerðir eru almenns eðlis og helsti munurinn á þeim er að í samþykkt Seltjamames- kaupstaðar er ákvæði um meiri skráningu katta. Heil- brigðisfulltrúi Kjósarsvæðis segir að þessum reglum sé ekki mikið fylgt eftir og regl- ur um kattahald séu frekar almenns eðlis. Kvartanir vegna lausra katta á Kjósar- svæðinu hafa ekki aukist að neinu marki á undanfömum árum. Dúfum hefur fækkað verulega Morgunblaðið/Golli Dúfur eru orðnar sjaldséðar annars staðar en á Tjörninni í Reykjavík. Reykjavík DÚFUM hefur fækkað mikið í Reykjavík undanfar- in ár og er aðeins vitað um tvo dúfna- hópa í bænum. Meindýraeyði Reykjavíkur bámst á áram áður oft kvartanir undan óþrifnaði og hávaða sem fylgdi dúfum en það heyrir sögunni til, að sögn Guð- mundar Björnsson- ar, meindýraeyðis borgarinnai’. „Við eram líka hissa á þessu,“ sagði Guðmundur þegar blaðamaður spurði hann hvað væri orð- ið um allar dúfurnar sem settu svip á borgina fyrir fáum árum. „Það hefur aldrei verið eins lítið um kvartanir út af dúfum og núna, ég hef aðeins fengið tvær kvartanir síðastliðin tvö ár. Það virðist vera eitthvert jafnvægi í stofninum." Guðmundur sagði að áður hefði verið algengt að kvart- anir bærast út af óþrifnaði sem fylgir því þegar dúfur setjast upp við hús. „Ég veit ekki hvort einhver skilyrði hafa breyst eða hvað er í gangi en við höfum ekki eytt dúfum undanfarin tvö ár,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að áður hefði verið mikið um dúfur víðast í borginni, nema síst í nýju hverfunum. I dag veit hann um tvo dúfnahópa, annan við Tjörnina og hinn við korn- geymslurnar í Sundahöfn. „Á þessum stöðum er æti að finna og þar safnast þær saman.“ Hálfvilltar dúfur era hluti af götumyndinni hvarvetna í hinum vestræna heimi. Ólaf- ur K. Nielsen, fuglafræðing- ur hjá Náttúrafræðistofnun, sem hefur lengi fylgst með fuglalífi við Reykjavíkurtjörn segir að dúfumar í Reykja- vík séu ekki alveg útdauðar og vísar í hópana tvo, sem Guðmundur nefndi. „Dúfan var úti um allan bæ áður en það var kvartað undan henni og hún var mik- ið drepin af starfsmönnum gatnamálastjóra. Fyrst og fremst var ófriður og hávaði í kringum dúfumai- og utan á húsum þar sem þær settust að. Einnig vora þær að troða sér inn á háaloft.“ Ólafur telur að skýringa á fækkun dúfnanna sé fyrst og fremst að leita í árangri af starfi meindýraeyðis. „Þetta er lítill stofn og algjörlega bundinn við bæinn. Dúfur era ekki villtar hér, þetta era af- komendur taminna dúfna, sem hafa lagst út. Ef maður skoðar hópinn við Tjörnina era alltaf að skjóta þar upp kollinum fuglar sem era nýsloppnir úr haldi; bréfbú- fur, sem eru merktar með fótahring." Hann segir að eyðing skili því miklum árangi’i andstætt því sem gildir með sílamá- vinn, sem er skotinn í hund- raðatali hér á ári, án þess að sjáist högg á vatni. „Síla- mávurinn er ekki bundinn við borgina og er farfugl, sem er ekki hér nema nokkra mánuði á ári. Það væri hins vegar enginn vandi að útrýma dúfunni ef áhugi væri á. Það þyrfti ekki annað en að finna varpstaðina og þá staði sem hún heldur til á.“ Helga Sig'urjónsdóttir vill stofna einkaskóla Hafnarfjördur HELGA Sigurjónsdóttir kennari er um þessar mundir að kanna möguleika á stofnun skóla fyrir böm á leik- og grannskólaaldri í Hafnarfirði eða Kópavogi. Hún hefur kynnt bæjaryfirvöldum hug- myndir sínar og segist hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá bæjarstjóranum í Hafn- arfirði. Helga segir að skólinn sem hún vill stofna verði fyrst og fremst frábrugðinn venjuleg- um grannskóla að því leyti „að öðruvísi yrði tekið á því sem er kallað sérkennsla og vanda- mál“, segir Helga. „Þar nieð yrði ekki jafnmikið um alvar- lega erfiðleika upp eftir öllum bamaskólanum. Mín kennslu- fi-æði gengur út á að taka allt öðravísi á málum og vinna eins og vísindamaður frá því að bömin koma í skólann." Helga segir að ekki endi- lega verði gerðar nákvæmar greiningar á hverju bami. „Maður veit hvemig hvert bam er og hvað það getur og hvaða bam er líklegt til að eiga í erfíðleikum með nám. Það er oftast nær komið í Ijós í í. eða 2. bekk.“ Foreldra með í ráðum í stað þess að taka börnin út úr bekkjum og setja þau í sérkennslu þarf að hafa for- eldra stöðugt með í ráðum °g leggja þeim skyldur á herðar við að hjálpa barni sínu áfram í náminu og kom- ast yfir erfiðleikana, sem á vegi verða. „I núverandi kerfi er börnunum sinnt alltof seint og þetta verður illyfirstíganlegur vandi þeg- ar þau era orðin eldri og bú- in að missa kjarkinn og kraftinn. Ég hef líka þá skoðun, sem er byggð á stað- reyndum, að munur á náms- getu fólks er ekki eins mikill og skólinn og skólakerfið gerir ráð fyrir og sýnir sig í einkunnum í skólunum. Ég vil gera ráð fyrir mikilli getu hjá hveiju barni þótt eitt- hvað bjáti á og það sé seint til en ekki að stimpla þau af- brigðileg þó þeim gangi kannski seint að læra að lesa. Sú hugsun er varhuga- verð.“ „Þá er gert ráð fyrir að barnið sé þannig úr garði gert að það muni aldrei ná ár- angri í venjulegu námi, það er sent í sérkennslu og dæmt úr leik. Ég held að stóra skekkjan í kerfinu sé þessi hugsun og meðan hún er við lýði alls staðar verður alltaf einhver hætta á að nemendur lendi í erfiðleikum ef kennar- inn og kerfið gera ráð fyrir að þessi og þessi geti ekki náð í besta flokkinn. Ég tel að allir, sem ekki era alvarlega heilaskaðaðir, eigi að geta náð góðum árangri í námi. Með því að stunda námið eigi það að vera hið eðlilega og frávikin miklu færri en nú. Bekkjarkennarinn ber ábyrgð á bekknum og á ekki að vera að að ýta einum eða neinum frá sér heldur passa sig á þessari flokkun og stétt- arskiptingu, sem er eitt af því sem er að fara illa með kenn- arastéttina." Helga segir að með góðri og vandaðri kennslu eigi að vera hægt að sinna nemend- um og þörfin fyrir sérkennslu eigi eingöngu að vera til stað- ar gagnvart nemendum sem eru blindir, heyrnarlausir eða mikið fatlaðir. Helga, sem starfar við kennslu í fornámi Mennta- skólans í Kópavogi, segist hafa mótað kennslufræði sína í framhaldi af þeirri þekkingu og visku, sem hún öðlaðist af því að umgangast í tvo vetur börn í svokölluðum „tossa- bekk“ í grannskóla, sem hún kenndi snemma á ferli sínum. Hún segir að víða í ná- grannalöndunum hafi fólk, sem ekki er ánægt með opin- bera skóla, sem hafa litla sam- keppni, tekið sig saman um að stofna skóla. Helga segist sjálf vera í samvinnu við hóp fólks, einkum foreldra, sem eru áhugasamir um skólastofnun- ina. „Ég tel mig ekki geta leyst öll vandamál en ég er með mjög vel þróaða og próf- aða kennslufræði, sem ég veit að ber góðan árangur," segir Helga. Hún segir að mark- miðið með því að kynna sveit- ai’félögunum hugmyndir sínar hafi verið að kanna undirtekt- ir þeirra og hvort til væri hús- næði innan bæjarmarkanna sem hentað gæti fyrir slíkan skóla. Hún segir að gaman væri ef skólinn gæti tekið til starfa næsta haust en málið er hins vegar enn á frumstigi. wrrwssshp---------------- wiiBiiigir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.