Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Áfram mikil viðskipti með hlutabréf í Eimskip á Verðbréfaþingi Islands milljóna viðskipti 171,6 171,56 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í Eimskipafélagi ís- lands á Verðbréfaþingi Islands (VÞI) í gær. Þar voru ein viðskipti upp á 144,75 milljónir króna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur stór hluti viðskipta, sem átt hafa sér stað með hlutabréf í Eim- skip frá byrjun ágústmánaðar til dagsins í dag, verið fyiir tilstuðlan Kaupþings hf. Dreifðir kaupendur eða fáir stórir? Morgunblaðið leitaði álits hjá nokkrum verðbréfafyrirtækjum um ástæður mikilla viðskipta og verð- hækkana á hlutabréfum í Eimskip. Skiptar skoðanii' voru meðal við- mælenda Morgunblaðsins á ástæð- um hinna miklu viðskipta með hlutabréf í Eimskipafélagi Islands. Sumir töldu að hér væri um al- menna og breiða eftirspurn eftir hlutabréfum félagsins að ræða, sem grundvölluð væri á því að hlutabréf Landsbanki Islands hf. Tvö útibú sameinuð ÚTIBÚ Landsbanka íslands á Suð- urlandsbraut 18 verður sameinað Múlaútibúi Landsbankans í Lág- múla 9 hinn 20. september næstkom- andi. I fréttatilkynningu kemur fram að sameiningin sé liður í nauðsynlegri hagræðingu innan bankans. Hluti starfsliðs á Suðurlandsbraut flyst til starfa í Múlaútibúi en aðrir fara til starfa hjá öðrum útbúum bankans. Kolbrún Stefánsdóttir, útibús- stjóri á Suðurlandsbraut, mun innan tíðar taka við starfi útibússtjóra í Höfðabakkaútibúi bankans. í Eimskip væru orðin betri kaup en áður var. Væri það fyrst og fremst grundvallað á hækkun á gengi þeirra hlutabréfa í öðrum félögum sem væru í eigu dótturfélagsins Burðaráss hf. Hins vegar gæfi afkoma félagsins af rekstri vart tilefni til þeirra hækkana sem orðið hafi á hlutabréf- um félagsins. Eimskip skilaði 408 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi eftir reiknaða skatta. I viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 1. júlí síðastliðinn spáðu verðbréfa- miðlarar sem Morgunblaðið leitaði tii að meðaltali 404 milljóna króna hagnaði félagsins eftir reiknaða skatta. Samkvæmt þeirri kenningu hafa kaupendur fyrst og fremst verið að- ilar sem vilja auka hlutdeild Eim- skipa í eignasafni sínu og þá um til- tölulega lágar upphæðir til þess að gera. Færu þar líklega fremstir í flokki ýmsir verðbréfasjóðir, lífeyr- issjóðir og aðrir stofnanafjárfestar. FYRSTA starfsleyfi alþjóðlegs viðskiptafélags á grundvelli nýrra laga um alþjóðleg viðskiptafélög var gefið út 12. ágúst sl. til handa Borealis ehf. av. Fyrirhuguð starf- semi félagsins er aðallega leiga og framleiga flugvéla til erlendra að- ila til flutnings utan íslenskrar lög- sögu og kaup flugvéla í þeim til- Aðrir af viðmælendum Morgun- blaðsins töldu að einhver eða ein- hverjir væru að „safna“ til að auka verulega við eignarhlut sinn í Eim- skipafélaginu. Aðrar skýringar gætu vart verið á hinum miklu við- skiptum og snöggu verðhækkunum á hlutabréfum félagsins sem raun ber vitni. Meðalupphæð viðskipta margfaldast Mestu einstöku viðskiptin á VÞI með hlutabréf í Eimskipafélagi Is- lands í gær voru fyrir 15 milljónir króna að nafnverði á genginu 9,65, og var markaðsvirðið 144,75 millj- ónir króna. Fyrstu þrjá daga septembermán- aðar hafa viðskipti með bréf Eim- skipa á VÞÍ numið 208,6 milljónum að markaðsvirði, en í ágústmánuði námu viðskiptin um 621,3 milljónum króna að markaðsvirði. Til saman- burðar voru viðskipti með hlutabréf Eimskipa á VÞÍ fyrir 76,6 milljónir í gangi. Aðstandendur félagsins eru Magnús Gunnarsson stjórnarfor- maður, Arngrímur Jóhannsson framkvæmdastjóri og Ólafur Guð- mundsson meðstjórnandi. í mars sl. voru samþykkt frá Al- þingi lög um alþjóðleg viðskiptafé- lög. í lögunum felst að félag sem hlotið hefur starfsleyfi alþjóðlegs viðskiptafélags, greiðir 5% tekju- skatt í stað 30% áður. Þá eru slík félög undanþegin eignaskatti (al- mennum og sérstökum) og stimp- ilgjaldi, nema að því er varðar skjöl vegna kaupa á vörum, þjón- ustu eða rekstrarfjármunum hér- lendis. Alþjóðlegu viðskiptafélagi er einkum heimilt að stunda viðskipti við erlenda aðila utan íslands, eða hafa milligöngu um slík viðskipti með vörur sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tekur ekki til og ekki eru upprunnar á íslandi að því er segir í fréttatil- kynningu. Slíkum félögum er jafn- framt heimilt að hafa milligöngu um viðskipti með þjónustu milli er- lendra aðila utan íslenskrar lög- sögu. Þá er þeim heimilt eignar- hald á öðrum alþjóðlegum við- skiptafélögum hérlendis eða at- vinnufyrirtækjum erlendis, enn fremur sem félagi leyfist að starfa eingöngu sem eignarhaldsfélag sem fjárfestir í og nýtur arðs af KRAKI ehf., eignarhaldsfélag á vegum fjölskyldu Hauks Eggerts- sonar, hefur keypt hlutabréf í Plast- prenti hf. að nafnvirði rúmlega 55,5 milljónir króna. Eignarhlutur Kraka í félaginu fyrir kaupin var tæp 11% en er nú rúm 38%. Eftir kaupin fer Kraki með 40,08% at- kvæðisréttar í Plastprenti. Hluti bréfanna, sem Kraki hefur nú fest kaup á, var áður í eigu Ásu Guðmundsdóttur og Ágústu Hauksdóttur. Þær seldu öll hluta- bréf sín í félaginu, samtals að nafnvirði rúmlega 28 milljónir króna, eða um 14% af hlutafé Plastprents hf. Eignarhlutur Ásu maímánuði síðastliðnum, 53,5 millj- ónir króna í júní og 213,5 milljónir króna í júlímánuði. Meðalupphæð viðskipta í maímánuði var um 970.000 krónur. Meðalupphæð við- skipta í ágúst var rúmlega 2,4 millj- ónir og tæplega 8,7 milljónir fyrstu þrjá daga september í 24 viðskipt- um, en þar ber að geta þess að ein viðskipti upp á tæpar 145 milljónir í gær hafa veruleg áhrif á meðaltal það sem af er septembermánaðar en án þeirra var meðaltalsupphæð tæpar 2,8 mOljónir króna. á Lokaverð hlutabréfa Eimskipa var 9,72 við lokun markaðarins í gær. Verðið hafði því hækkað um 0,73% frá deginum áður, um 15,7% frá upphafi ágústmánaðar og um 26,2% frá upphafi árs 1999 tO dags- ins í gær. Allt árið 1998, frá upp- hafsverði 1. janúar tO lokaverðs 31. desember, hækkaði gengi bréfa í Eimskipafélaginu um 8,0%, en upp- hafsverð og lokaverð ársins 1997 var hið sama og var hækkunin því engin. eignarhlutum í atvinnufyrirtækj- um erlendis. Samkvæmt lögunum er alþjóð- legum viðskiptafélögum heimilt að eiga eða hafa umráð yfir og skrá hér á landi flugvélar og skip önnur en fiskiskip, sinni þau verkefnum sem alþjóðlegum viðskiptafélögum er heimilt að annast. Áhugaverður kostur Að sögn Magnúsar Gunnarsson- ar, stjómarformanns Borealis, var félagið einkum stofnað í þeim tíl- gangi að sjá hvort og þá hvemig hin nýja löggjöf virkar. í því sambandi bendir hann á að víða erlendis hafi samskonar atvinnurekstur verið stundaður tO margra ára með góð- um árangri. Hann telur því engan vafa leika á um að viðskiptafélög af því tagi sem hér um ræðir geti verið áhugaverður kostur fyrir marga að- Oa að nýta sér. „Við gemm ráð fyrir að félagið hefji einhverja starfsemi mjög fljótlega en hugmyndin er að kaupa flugvélar eða hluti tengda flugrekstri og leigja áfram í sam- ræmi við þær reglur sem kveðið er á um í lögunum." Magnús leggur áherslu á að sú umgjörð sem hin nýju lög fela í sér snúi fyrst og fremst að því að gera aðOum kleift að draga hingað tíl lands viðskipti sem ella ættu sér stað annars staðar. var um 9% og eignarhlutur Ágústu um 5%. Að sögn Eggerts Haukssonar, stjórnarformanns Plastprents, er um tOfærslu eigna að ræða innan fjölskyldunnar en hún á sér stað í framhaldi af boðuðum breytingum á rekstri og eignarhaldi félagsins. Nýir aðOar munu á næstunni eign- ast hlutdeOd í félaginu, samkvæmt samkomulagi við fjölskyldu Hauks Eggertssonar, og einnig er ráðgert að auka hlutafé í kjölfar hluthafa- fundar 8. september næstkomandi. Eggert vildi í samtali við Morgun- blaðið í gær ekki upplýsa nánar um efni samkoffiulagsins: Kögun hf. og utanríkisráðuneytið Samningur ekki endur- nýjaður SAMNINGUR Kögunar hf. annars vegar og varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneyt- isins íyrir hönd Ratsjárstofn- unar hins vegar, var ekki end- urnýjaður þegar hann rann út í maí á þessu ári. Samkvæmt honum hefði Kögun hf. þurft að afhenda vamarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins árlega skrá yfir eigendur hlutafjár í félaginu og hluta- fjáreign þeirra og tOkynna jafníramt ef einhver einn hlut- hafa eignast meira en 5% heildarhlutafjár. íslenski hugbúnaðarsjóðurinn kaupir 9% íslenski hugbúnaðarsjóður- inn hefur keypt 9% hlutafjár í Kögun hf. en upplýsingar um seljendur hafa enn ekki borist hluthafaskrá Kögunar hf., að sögn Gunnlaugs Sigmundsson- ar, framkvæmdastjóra Kögun- ar hf. „Við höfum enga staðfest- ingu fengið á breyttri hlut- hafaskrá ennþá. Við búumst við þessum upplýsingum inn- an þriggja vikna,“ segir Gunn- laugur. Spurður um ástæður fyrir því að samningurinn var ekki endurnýjaður segir Gunnlaug- ur: „I samningi Kögunar voru ákvæði um að ríkið gæti ein- hliða kyiTsett íyrirtækið í ákveðnu verki. Við kærðum okkur ekki um að hafa slíka kvöð á okkur áfram og höfum ekki áhuga á því nú. Engar við- ræður voru við utanrfldsráðu- neytið, samningurinn rann ein- faldlega út,“ segir Gunnlaugur. Europay eykur lána- þjónustu VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Europay á íslandi - Kreditkorti hf. starfsleyfi sem lánastofnun. Leyfið gefur fé- laginu kost á að bjóða aukna þjónustu á sviði lánveitinga í tengslum við kortaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Europay, segir meginástæðuna fyrir því að fé- lagið sótti um starfsleyfi vera þá að lánastarfsemi í tengslum við kort hafi farið vaxandi að undanförnu. „Lánastarfsemi félagsins var orðin það um- fangsmildl að stjórninni þótti rétt að sækja um þetta starfs- leyfi eins og lög um lánastofn- anir aðrar en banka og spari- sjóði gera ráð fyrir.“ Með leyf- inu segist Ragnar sjá fram á fjölbreyttari þjónustu við við- skiptavini fyrirtækisins auk þess sem aðgangur þeirra að lánum verður meiri og auð- veldari. Auknir möguieikar í sérhæfðri lánastarfsemi Lánastarfsemi félagsins hef- ur til þessa einkum falist í greiðsludreifingu og vanskila- dreifíngu, auk þess sem félagið greiðir fyrir sölu gegn rað- greiðslum. Forsvarsmenn Europay sjá nú ýmsa mögu- leika á að auka sérhæfða lána- starfsemi með fjárstreymi um reikninga félagsins sem bak- hjarl t.a.m. með veltulánum tO korthafa. EIGNAMIÐIIMN menn: Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri, Mum., Guömundur Sigurjónsson lögfr. og lögg.fasteignasali. skjalagerö. m„ Magnea S. Svemsdottir, kjog. fasteianasali, sölumaöur, _________________________ Starfsmenn: Þorieifur St.Guömundsson.B.Sc, sölum., C__________—_____________ . Stefán Hrafn Stefánsson lögfr., sólum., Magnea S. Svemsdóttir, lögg. fasteignasali_______ Stefán Ámi Auðóffssgn, sölumaöur, Jóhanna Valdimarsdóttir, auglyrsmgar qialdkeri Inoa Hannesdóttir, ,C a og ritari, Oiöf Steinarsdóttir, öflun skjala og gagna, Jóíwnno Obyóltir skrifslotuslörf í ” simavarsia og ril Sími 58« 9090 f> 9095 • SíAumi'iLi 2 I LOKAÐ UM HELGAR I SUMAR Einilundur - Eingöngu skipti á 110-150 fm Vorum að fá í einkasölu fallegt og velskipulagt 200fm einbýlishús á einni hæð í Garðabæ auk 42fm bílskúrs. Eignin skipt- ist í eldhús, tvö baðherbergi, þvottahús, stofu með ami, boröstofu, húsbóndaherbergi og fjögur góð herbergi. Mjög fallegur og gróinn garöur. Tvöfaldur bílskúr. Einungis skipti koma til greina á minni eign, helst Garðabæ. 110-150fm með bílskúr eða bílskýli. V. 23,0 m. 8955 Urðarstígur. Vorum að fá í sölu lítið ein- býli á þessum eftirsótta stað. Bgnin skiptist í baðherb., eldhús, stofu og herbergi. Sérgeymsla, þvottahús. V. 6,9 m. 8924 Grjótasel . Gott 221 fm parhús á mjög eftirsóttum staö. Á miðhæö eru stórar stofur, eldhús, snyrting, herb., þvottah. o.fl. Á efri hæð eru 3-4 herb. og bað. Á jarðhæö er tvöf. bílskúr, herb. o.fl. Hluti bílsk. hefur veriö nýttur sem íb.aðstaöa. Stórar svalir meö fögru útsýni. V. 16,5 m. 8893 Kambsvegur 2 íb. - Glæsileg efri sérhæð í tvíbýlishúsi ásamt sér einstaklingsíbúð í kjallar og innb. bílskúr. Hæðin skiptist m.a. í 4 svefnherb., 3 stofur o.fl. Þrennar svalir. Glæsilegt útsýni og rólegur staður. Ákv. sala. Hagstætt verö. 1561 Staðarhverfi. 3ja herb. glæsileg íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Allt sér. Vandaðar mag- honyinnr. Mjög fallegt hús viö golfvöllinn. .V. 10,5 m.8879 Eskihlíð - laus. 4ra herb. mjög björt 106 fm endaíb. á 1. hæð ásamt aukaherb. í risi, góðri geymslu m. glugga í kj. o.fl. Nýstandsett bað. Nýl. standsett hús. Aðeins ein íb. á hæö. Laus strax. V. 9,5 m. 8961 Seilugrandi m. bflskýli. 5 herb. björt og góö um 106 fm endaíb. m. sér inng. og stæði í bílag. 4 svefnherb. Laus. V. 10,2 m. 8946 Dalsel - 6 herb. 6 herb. um 144 fm góð og björt íbúö á tveimur hæðum (1. h. og kj.). Stæði í bílageymlu. Nýl. standsett blokk. 5 svefnh. Áhv. 2,3 m. V. 11,5 m. 8728 Hverfisgata - endurnýjuð. 4ra herb. mikið endumýjuð íbúð á 2. og 3. hæð. Nýtt gler og gluggar. Nýjar svalir. Fallegur afgirtur garöur. V. 7,7 m. 7947 Fjarðarsel. Mjög góð 95,4 fm ósamþykkt íbúö í kjallara í raðhúsi við Fjarðarsel. íbúöin er björt og skemmtileg með góðum garöi. Eignln skiptist m.a. í tvö herbergi, eldhús, stofu, sjón- arpshol, þvottahús og geymslu. LofthaBð er í kringum 2,3 m. V. 6,9 m. 8904 Kambsvegur. 5-6 herb. um 182 fm efri pOSSVOgur - sér garður. 2ja sérhæð í bakhúsi með innb. 30 fm bílskúr. Fal- herb _ björt íb. Á jarðhæð m. sérgaröi sem geng- legt útsýni- Akv. sala. V. tilboð. 1561 jö beint ^ f úr stofu Laus strax v> 5 8 m 8960 Gnípuheiði - ný sérhæð. vorum Skeljagrandi - 66 fm 2ja herb. rúmg. og björt íb. á 1. hæö. Stæði í bílageymslu. Sér inng. af svölum. Laus. V. 6,6 m. 8948 Miðleiti. Falleg 2ja herb. 59,5 fm (búð á 2. hæð í eftirsóttu fjölbýli í leitunum ásamt stæði í bílag. Lyftublokk. Góö eign sem stoppar stutt. V. 8,5 m. 8889 að fá í einkasölu glæsilega og nýja neöri sérhæö u.þ.b. 115 fm Húsiö stendur efst viö Digranes- heiði og er útsýni frábært til suöurs. íbúöin er öll ný en þó vantar gólfefni. Nýjar og fallegar inn- réttingar. Sérinngangur. Lóð verður frágengin og hús aö utan og hiti í plani. Áhv. ca 7,4 m. hús- bréf. V. 12,7 m. 8869 Borealis ehf. av. fær starfsleyfí sem alþjóðlegt viðskiptafélag Fyrsta starfsleyfíð hér á landi Kraki ehf. eykur hlut sinn í Plastprenti Á nú 38% hlut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.