Morgunblaðið - 04.09.1999, Side 27

Morgunblaðið - 04.09.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 27 * Dómsmál á Italfu vegna flugslyss 1980 Rakið til loftbar- daga véla frá NATO og Líbýu STJORNVOLD á Italíu báðu í gær yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Líbýu að skýra frá því hvort eða hvaða þátt herafli þeirra hefði átt í því, að farþega- flugvél fórst árið 1980 en þá týndi 81 maður lífi. ítalski dómarinn Rosario Priore hefur látið hafa það eftir sér, að því er segir í breska blaðinu Times, að slysið megi rekja til loftbardaga milli herflugvéla NATO-ríkjanna og líbýskrar herþotu yfir sikileysku eynni Ustica. A þriðjudag skipaði hann síðan svo fyrir, að fjórir ítalsk- ir herforingjar skyldu dregnir fyrir rétt en þeir stýrðu ítalska flughern- um þegar flugvélin, DC9-vél í eigu Itavia-flugfélagsins, sprakk í lofti er hún var á leið frá Bologna til Pal- ermo. Hefur þetta mál valdið nokkurri spennu milli Itala og sumra annarra NATO-ríkja en sex dögum eftir slysið lýstu Bandaríkjamenn yfir, að herskip þeirra eða flugvélar hefðu hvergi verið nærri slysstaðn- um. Frakkar og Þjóðverjar gerðu það sama 1988. Farþegavélin notuð sem skjól Priore dómari rökstuddi máls- höfðunina gegn herforingjunum meðal annars með því, að eriend herflugvél hefði flogið nærri far- þegaflugvélinni og látið hana skýla sér er hún var yfír Toscana á leið til Sikileyjar. A þessa herflugvél hefðu aðrar orrustuþotur ráðist og þegar ein þeirra hefði „næstum strokist" við farþegavélina á hljóðhraða, hefði vinstri vængur hennar og hægri hreyfill rifnað af. Priore hefur getið sér til, að það hafi verið bandarísk F-lll, sem hafi skýlt sér bak við farþegaflugvélina, og síðan hafi líbýskar MiG-þotur ráðist á hana. Hugsast getur einnig, að það hafi verið líbýsk þota, sem flaug með farþegavélinni, og NATO-vélar hafi ráðist gegn henni. Nokkru eftir slysið fannst flak lí- býskrar herflugvélar en þagað var um fundinn. Slökktu á vörnum landsins Priore segir, að árið 1980 hafi Italir leikið tveimur skjöldum gagn- vart NATO. Italski herinn hafi í raun slökkt á varnarkerfi sínu á nóttinni og þannig gert líbýskum njósnavélum kleift að fljúga inn í ítalska lofthelgi og fylgjast með um- svifum Sjötta bandaríska flotans, sem hefur aðsetur í Napólí. Um þetta vissi NATO-herinn á Miðjarð- arhafi og tók því í reynd við vörnum Ítalíu að næturlagi. Haft er eftir heimildum, að breskt flugmóður- skip hafi verið nálægt er slysið varð og frá því var strax send þyrla, sem varpaði björgunarbátum í sjóinn. Var það áður en björgunarlið frá landi kom á vettvang. íTinr ■ n c [ li ÍR [ * / 1 yrofc |j f . r , >* -.1 Itxna; Netið þrjátíu ára HALDIÐ var upp á þrjátíu ára afmæli Netsins á fímmtudaginn en það var 2. september 1969 sem visindamönnum í Banda- ríkjunum tókst í fyrsta skipti að senda gögn á milli tveggja tölva. Nettengingar voru frum- stæðar og fyrirferðarmiklar í uppliafí en í dag er svo komið að þessi tölvutækni hefur æ meiri áhrif á daglegt líf fólks. Á myndinni sést Len Klein- rock, tölvunarfræðiprófessor við háskólann í Kaliforníu (UCLA), benda á armbandsúr sitt en það hefur örgjörva sem er öflugri en tölvan sem notuð var hinn örlagaríka dag fyrir þijátíu árum, og sem sjá má við hlið Kleinrocks. Tilraunin þá fór einmitt fram á skrifstofu Kleinrocks og hann var meðal þeirra sem þróuðu tæknina í byijun. Spáir því að Netið verði „ósýnilegt“ Aðspurður um það hver þró- un Netsins yrði á næstu árum sagði Kleinrock ekki útilokað að Netið yrði ósýnilegt. „Netið verður hulið augum okkar,“ sagði Kleinrock. „Það verður alls staðar, alltaf til staðar en þó ekki beint fyrir sjónum okk- ar - kannski eins og rafmagn.“ yfir skaufag -- y 'iij '' ’ * m Bein útsending verður frá útvarpsstöðinni Gullinu FM 90,9 Stjörnubíó kórónar dagana og gefur 100 miða á hina frábæru fjölskyldumynd BIG BADDY 1 orðsíns Wá Hinn frægi EL VIS PRESLEY kemur í húsið og er £* gjafmildur að vanda Diskótek Sigvalda Búa verður á staðnum Orkuveita Reykjavíkur Dagana 4. og 5. september verður haldin glœsileg fjölskylduhátíð á Skautasvellinu í Laugardal frá klukkan 13.00 til 18.00 Mœtum snemma, þvíþeir fyrstu fá góðan glaðning: Bol frá Orkuveitu Reykjavíkur Bragðgóðan Emmessís Iskalt Sinalco og sleikjó hressir upp á mannskapinn mess ^ Láttu það eftir þér og skelltu þér á skauta og eigðu eftirminnilegan fjölskyldudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.