Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Breski Verkamannaflokkurinn eykur forskot sitt á Ihaldsflokkinn Skráðum félögum fækkar stöðugt London. Daily Telegraph. SKRAÐUM félögum í breska Verkamannaflokknum hefur fækk- að um 75.000 frá síðustu kosningum en reynt hefur verið að breiða yfír það með því að hagræða tölunum. Var þessu haldið fram í fyrradag. Þessi fækkun kemur þó ekki fram í auknu fylgi við íhaldsflokkinn því að hann nýtur lítillar hylli meðal kjósenda og síðustu skoðanakann- anir sýna, að Verkamannaflokkur- inn hefur enn aukið forskot sitt á hann. Það veldur forystumönnum Verkamannaflokksins verulegum áhyggjum, að skráðum félögum skuli hafa fækkað enda getur það svarað til þess, að tekjur flokksins af félagsgjöldum lækki um 117 millj. ísl. kr. á ári. Búist er við, að í ársskýrslu flokksins, sem kemur út í næstu viku, verði skráðir félagar sagðir 360.000 í stað 405.000 fyrir ári en því er haldið fram, að þessi tala sé ekki rétt þar sem ekkert til- lit sé tekið til fækkunarinnar síðasta hálfa árið. Réttur félagafjöldi sé ná- lægt 330.000. Talsmenn íhalds- flokksins segja, að félagar í honum séu 350.000 en margir draga í efa, að sú tala sé rétt. 75% spá Verkamannaflokki sigri í næstu kosningum Líklegt er, að þetta endurspegli almennt minni áhuga kjósenda á að binda sig ákveðnum flokki og víst er, að íhaldsmenn hafa litla ástæðu til að fagna. Bilið milli Ihaldsflokks- ins og Verkamannaflokksins hefur enn aukist og nú nýtur sá síðar- nefndi fylgis 52% kjósenda. Hefur það aukist um eitt prósentustig frá því snemma í ágúst en fylgi við Ihaldsflokkinn hefur á sama tíma minnkað um þrjú og er nú 27%. Fylgi við íhaldsflokkinn hefur ekki farið yfír 30% í neinni könnun frá síðustu kosningum og er það eins; dæmi með stóru flokkana tvo. í könnunum kemur fram, að aðeins 14%, næstum eingöngu íhaldsmenn, spá Ihaldsflokknum sigri í næstu kosningum en 75% telja, að Verka- mannaflokkurinn muni sigra. Hague ekki vandamálið, heldur flokkurinn? íhaldsflokkurinn á augljóslega á brattann að sækja meðal kjósenda og þá ekki síður leiðtogi hans, Willi- am Hague. Margir telja, að það sé honum að kenna hvemig komið er og þegar spurt er hvað íhaldsmenn geti gert til að bæta stöðu sína þá er svarið þetta: „Rekið Hague.“ Þrátt fyrir það kemur fram í könnunum, að aðeins 17% kjósenda teija, að Hague muni verða slæmur forsætis- ráðherra fái hann tækifæri til að gegna embættinu. Það virðist styðja það, sem sumir segja, að Hague sé ekki vandamálið fyrir flokkinn, heldur flokkurinn fyrir hann. Clinton-fjölskyldan eignast hús FORSETAHJÓNIN í Banda- ríkjunum, Bill og Hillary Clint- on, hafa tilkynnt að tilboði þeirra í einbýlishús í útborg New York hafi verið tekið, og verður væntanlega skrifað und- ir samninga 1. nóvember. Þá verða Clinton-hjónin aftur hús- eigendur í fyrsta sinn frá því Clinton var endurkjörinn ríkis- stjóri í Arkansas 1982. Húsið er í Westchester-sýslu, og var byggt 1899. Það er rúm- lega 1.700 fermetrar að stærð, í því eru fimm svefnherbergi, fjögur baðherbergi, æfingaher- bergi á efstu hæðinni og útisundlaug. Eignaskattar á siðasta ári námu 26 þúsund dollurum, eða rúmlega 1,8 milljónum króna. Tilboð forsetahjónanna hljóðaði upp á 1,7 milljónir Bandaríkjadollara, eða sem svarar rúmlega 122 milljónum króna. Rúmlega 1,3 milljónir verða fengnar að láni frá Bankers Trust, og gengst Terence McAuIiffe, vinur hjónanna, í ábyrgð fyrir lán- inu. Hann sá um söfnun í kosningasjóð Clintons þegar hann var endurkjörinn 1996. Þótt tekjumöguleikar Clint- ons séu töluverðir eftir að hann lætur af embætti, og möguleik- ar Hillary sömuleiðis, nái hún ekki kjöri til Öldungadeildar- innar, hefur núverandi fjár- hagsstaða þeirra gert þeim erfitt um vik að fá húsnæðislán. Hjónin eiga enn ógreidda reikninga frá lögfræðingum vegna rannsóknar þingsins og óháðs saksóknara á meintum embættisglöpum forsetans, og hljóða þeir upp á milljónir doll- ara. Togstreitan um staðfestingu EÞ á nýrri framkvæmdastjórn ESB Þingmenn draga í land eftir hótun Prodis Brussel. Reuters. ÞINGMENN á Evrópuþinginu freistuðu þess í fyrradag að leysa ágreining við Romano Prodi, for- seta nýrrar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), með því að falla frá kröfu um að þingið staðfesti hina nýju framkvæmda- stjórn í embætti í fyrstu aðeins til þriggja mánaða reynslutíma. Prodi hótaði því á miðvikudag að segja af sér ef hið 19 manna lið hans fengi ekki staðfestingu til fulls fímm ára skipunartímabils. Hans- Gert Pöttering, leiðtogi Evrópska þjóðarflokksins (EPP), stærsta þingflokksins á Evrópuþinginu, brást við hótun Prodis með því að lýsa því yfír að krafa þingflokksins - sem er skipaður fulltrúum hóf- samra hægriflokka frá ESB-ríkjun- um 15 - um að þingið greiddi tvisvar atkvæði um nýju fram- kvæmdastjómina, fæli ekki í sér „bráðabirgðastaðfestingu" á henni. „Eg er sannfærður um að hljóti nýja framkvæmdastjómin sam- þykki þingsins [í atkvæðagreiðsl- unni] 15. september, muni hún vera í embætti til ársins 2004,“ sagði Pöttering á blaðamanna- fundi. Tvær atkvæðagreiðslur lög- formlega nauðsynlegar Samkvæmt lögum ESB rennur skipunartímabil framkvæmda- stjómar Jacques Santers, sem sagði af sér í marz sl., ekki út fyrr en í árslok, og þá fyrst hefst lög- formlegt fímm ára skipunartímabil nýju framkvæmdastjómarinnar. Pöttering sagði að nauðsynlegt væri að þingið greiddi atkvæði um EVRÓPA^ skipun framkvæmdastjórnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið, svo lög- formlegum skilyrðum væri full- nægt og ákvarðanir framkvæmda- stjórnarinnar - til dæmis á sviði samkeppnisreglna - væra örugg- lega teknar á lögfræðilega óvé- fengjanlegum grunni. Prodi hafði í yfii’lýsingu sinni á miðvikudag haldið því fram að Evrópuþinginu væri lögfoi-mlega heimilt að greiða atkvæði tvisvar, en hann gæti ekki sætt sig við að tímabil stjómsýslulegrar óvissu í Evrópusambandinu yrði teygt enn frekar á langinn. Allir staðizt yfirheyrslur þingsins fram að þessu Pöttering hafði á þriðjudag látið þau orð falla, að þingið ætti í des- ember eða janúar að greiða aftur atkvæði um framkvæmdastjórnina, þannig að þingmönnum gæfist færi a að leggja mat á frammistöðu hennar. Eftir símasamtal við Prodi á fimmtudag sagði Pöttering að til greina kæmi að halda hina lög- formlega nauðsynlegu aðra at- kvæðagreiðslu einnig hinn 15. sept- ember frekar en þremur mánuðum síðar, ef Prodi héti því að vinna ein- læglega að þvi að bæta samskipti framkvæmdastjórnarinnar við Evrópuþingið. Prodi tók vel í það. Þetta „vopnahlé“ í deilu EPP og Prodis var samið þegar yfirheyrsl- ur þingsins yfir meðlimum nýju framkvæmdastjómarinnar höfðu staðið yfir í fjóra daga, en þeim á að ljúka á þriðjudag. Þeir sem svarað hafa spurningum þingsins fram að þessu hafa hlotið blessun þess, þrátt fyrir að sumir þeirra hefðu ekki fengið hana athuga- semdalaust. Belginn Philippe Busquin átti á brattann að sækja þegar allmargir þingmenn sögðu hann vanhæfan til að taka sæti í framkvæmdastjórn- inni vegna fortíðar sinnar sem leið- toga frönskumælandi sósíalista í Belgíu, en spillingarhneyksli skóku flokk þeirra fyrir forystutíð Busquins. í drögum að skriflegu áliti sem Carlos Westendorp, sem fór fyrir þingnefndinni sem yfir- heyrði Busquin, skrifaði, segir að svo skiptar skoðanir hafi verið meðal þingmanna um hann að ekki væri hægt að hafna honum með öllu. Frakkinn Pascal Lamy, sem ætl- að er að fara með utanríkisvið- skiptamál ESB, stóð líka af sér hina þriggja tíma spurningahríð þingmanna, en hún snerist mest um tíð hans sem nánasta aðstoðar- manns Jacques Delors er hann var forseti framkvæmdastjórnarinnar 1985-1994. Evrópuþingið getur aðeins hafn- að nýju framkvæmdastjórninni í heild, ekki einstökum meðlimum hennar, en hafi það mikið við ein- hvem fulltrúann að athuga getur það þrýst á Prodi að gera breyting- ar á liði sínu. Ástralskur hjálparstarfsmaður sem Jugó- slavar slepptu úr fangelsi á fímmtudag Játaði á sig njósn- ir eftir að hafa verið hótað lífláti Sydney. AFP. ANNAR af áströlsku hjálpar- starfsmönnunum, sem Júgóslavar slepptu úr haldi á fimmtudag eftir fimm mánaða fangelsisvist, sagði í gær að eina ástæða þess að hann játaði á sínum tíma við yfirheyrslur að hafa stundað njósnir í Jú- góslavíu væri sú að liðsmenn serbnesku lögreglunnar hótuðu honum lífláti. Skömmu eftir að herir Atlants- hafsbandalagsins (NATO) hófu loftárásir á skotmörk í Júgóslavíu í mars voru þeir Steve Pratt og Pet- er Wallace, sem báðir vora starfs- menn alþjóðlegu mannúðarsamtak- anna CARE, handteknir af serbneskum öryggissveitum og sakaðir um að stunda njósnir í Jú- góslavíu á vegum NATO. Játning í beinni útsendingu Sýndu serbneskar sjónvarps- stöðvar í kjölfarið myndir af Pratt þar sem hann viðurkenndi opinber- lega að ásakanir Júgóslavíustjóm- ar væra sannar. Yfirmenn CARE og áströlsk stjórnvöld héldu því hins vegar ávallt fram að þeir Pratt og Wallace, sem og júgóslavneskur samstarfsmaður þeirra, Branko Jelan, væra saklausir og að Pratt hefði verið beittur harðræði svo hann fengist til að játa. í ástralska dagblaðinu The Age var sagt frá því í gær að innan sól- arhrings frá handtöku þeirra hefði Pratt verið gefinn sá valkostur að játa að hafa stundað njósnir í Jú- góslavíu eða vera kyrktur ella. Á grundvelli játningarinnar var Pratt síðan dæmdur í tólf ára fangelsi, Wallace í fjögurra ára fangelsi og Jelan í sex ára fangelsi. Eftir að hafa legið lengi undir miklum þrýstingi erlendra þjóð- höfðingja ákvað Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, síðan loks að sleppa þeim Pratt og Wallaee úr fangelsi á fimmtudag og í gær flugu þeir til London. Jelan, sem CARE fullyrðir að sé einnig sak- laus af öllum ásökunum, situr hins vegar enn í fangelsi. ----------------- Átta fórust í Flórída West Palm Beach. Reuters. ÁTTA manns fórust þegar lítil flug- vél hrapaði á verslanamiðstöð í West Palm Beach í Flórída í gær. Vélin var tveggja hreyfla Beechcraft King Air B90 turbo, á leið frá Michigan til Boca Raton í Flórída þegar tilkynnt var um hreyfilbilun í henni. Vélinni var þá snúið til alþjóða- flugvallarins í Palm Beach þar sem reyna átti nauðlendingu, en hún hrapaði þegar tæpur kílómetri var ófarinn til vallarins. Þeir sem fórast voru allir starfsmenn hárígræðslu- fyrirtækis. Eldur kom upp í vélinni þegar hún kom niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.