Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 31 LISTIR Eld-flokkurinn TÓNLIST Hásalir Tónlistar- skóla Ilafnarfjarðar KAMMERTÓNLIST Tónlistarhópurinn Fuoco Ensemble flutti tónverk eftir Mozart og Brahms. Fimmtudagurinn 2. september 1999. TÓNLISTARHÓPUR, sem nefnist Fuoco Ensemble, hélt tón- leika í Hásölum Tónlistarskólans í Hafnarfirði s.l. fimmtudagskvöld. Hópinn skipa þrír Islendingar og þrír Hollendingar, sem eiga það sameiginlegt að hafa verið og vera í námi við Sweelinck-tónlistarskól- ann í Amsterdam. Hollensku fé- lagarnir eru fiðluleikararnir Ingi- rid og Marjolein van Dingstee og píanóleikarinn Sandra de Bruin. Þeir íslensku eru Jónína Auður Hilmarsdóttir er leikur á lágfiðlu, Helga Björg Ágústsdóttir á selló og klarínettuleikarinn Rúnar Ósk- arsson. Eins og fyrr segir er hér fjallað um tónleika hópsins á fimmtudag en auk þess hefur hóp- urinn haldið tónleika á Húsavík og Akureyri og mun á laugardaginn leika í Vestmannaeyjum. Fyrsta verk tónleikanna var strengjakvartett nr. 17, KV. 458, eftir Mozart. Þessi kvartett er sá fjórði af sex kvartettum, sem til- einkaðir eru Haydn. Sá fjórði er í B-dúr og hefst á svonefndum „horn-fimmundum“, auk þess að vera í „lúðra“-tóntegund og því festist við hann nafnið „Veiði- kvartettinn", enda er fyrsti kaflinn einn fjörugur veiðitúr, sem var hressilega fluttur. Bæði fyrsti kaflinn og menúettinn voru bornir uppi af æskufjöri en í hæga þætt- inum mátti heyra að tónmál verks- ins er ekki aðeins galsi, heldur býr það yfir alvöru, sem var sérlega vel mótuð af hinum ungu flytjend- um. Alþýðlegur lokakaflinn var mjög hressilega fluttur. í heild var kvartettinn vel fluttur og víða sér- lega vel, enda eru hér á ferðinni efnilegar tónlistarkonur. Annað verk tónleikanna var tríó fyrir klarinett, selló og píanó, op. 114, eftir Brahms. Það er váboði í upphafsstefinu og annar þátturinn er eins og tónlýsing á jarðarfór, enda er „codinn“ eiginlega stað- festing á því, að Brahms var ofar: lega í huga að stutt væri eftir. í þessu verki er að heyra margvís- legan leik Brahms að ýmsum kontrapunktískum aðferðum í um- hverfingum stefja og skörun tón- hugmynda. Allt kom þetta vel til skila og þó hljóðvist salarins væri einum of hagstæð píanóinu, mátti heyra glæsilegar tónlínur hjá flytj- endum og samspilið var mjög gott. Lokaverkið var klarinettkvin- tettinn op. 115, eftir Brahms. Lík- lega er þetta verk eitt það merk- asta af kammerverkum meistarans og ber í sér haustliti, eins og oft hjá listamönnum sem finna til þess að endalokin eru í nánd. Hlutverki klarinettsins má líkja við tregafullan einsöng, sem var meistaralega vel sunginn af Rúnari. Þetta ægifagra verk var í heild nokkuð vel flutt og víða „músíserað“ með einstaka tónhug- myndir, þó inntónunin væri á stöku stað erfið, einkum þar sem krómatíkin og enharmónísk hljómskipti eru mest ráðandi. „Codinn“, þar sem Brahms fléttar saman tilbrigðastefið við aðalstef fyrsta þáttar, var sérlega fallega fluttur og þar nálguðust hinir ungu flytjendur þann hljóðláta trega tónskáldsins, sem er yfir- svipur alls verksins. Dingstee-systurnar eru mjög efnilegir fiðlarar og var samleikur þeirra víða fallegur og einnig sam- spil þeirra við íslensku strengina, sem áttu falleg tilþrif, eins og t.d. sellóið í höndum Helgu Bjarkar, í fyrsta tilbrigði lokaþáttarins. Lágfiðlan átti einnig sitt tilbrigði, er Jónína Auður lék mjög fallega. Rúnar Óskarsson átti afburða góð- an leik í báðum Brahms-verkunum og í fyrra verkinu, tríóinu, lék Sandra de Bruin mjög vel. Það var auðheyrt að vel hafði verið æft og margir kaflar voru sérlega fallega mótaðir, þó í heildarsvip Brahms- verkanna vantaði hinn djúphljóm- andi trega meistarans, enda flytj- endur of ungir til að kunna lifandi skil á þeim ugg, er býr í brjósti þeirra sem eiga styttra eftir en gengið er. Þrátt fyrir þessa at- hugasemd skal það sagt, að leikur Eld- fiokksins var ótrúlega góður, enda horfa hinir ungu listamenn fram á veginn, til komandi daga og hafa vandað svo allan undirbúning og dregið sér það sem best er að hafa í nestismalnum, til langrar vandrataðrar ferðar. Jón Ásgeirsson I Myndlistadeild haustönn 1999 11.jBafauð< jKennd verður rafsuða, logsuöa, gassuða og gasskurður á kopar 03 jám. Kennari erfiísli Krisljánsion vélfraeðingur. Kennsla ferfram í húsnaeði LHl, Laugamesi. Kennt er mán. og miðvikud. 13.-22. sept., kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 15.000 krónur. t þessu námskeiði er farið í sköpun persóna, handrit og mlkilvaegi þess í myndasögugerð, uppsetningu slðunnar, myndsvið, sjónarhom og ramma, myndbyggingu, leturgerð ofl. Kennari lean Posocco grafískur hönnuður. Kennsla fer fram f húsnæði LHl, Skipholti 1. Kennslutími þrið. og fimmtud. 21.-30. sept. kl. 18-21 og laugard. 2. okt. kl. 10-14, alls 20 stundir. Þátttökugiald12.000krónur,pappírinnifalinn. 13.|Ufandl letur- UtranlKennd eru grunnform hástafa, lágstafa og skáleturs (Italic). Frjálsar útfaerslur á ýmsum leturgerðum með nútímalegum verkfaerum sem nú eru notuð I „Calligraphy". Kennarar verða Soffía Ámadóttir grafískur hönnuður og Torfi Jónsson myndlistarmaður. Kennsla fer fram í húsnaeði LHÍ, Skipholti 1. Kennslutími mánud. og miðvikud. 27. sept. - 6. okt. kl. 18-22, alls 20 kennslust. Þátttökugjald 13.000 krónur, pappírinnifalinn. | LÍTelknlmYndagerð, Anlmationl Hugmyndavinna og gerð handrits, áhersla lögð á persónusköpun. Handritið „animeraö" og eftirvinnsla, lltun og samsetning unnln í tölvu. Haefni I fríhendisteikningu nauðsynleg. Kennarar Sigurður Öm Brynjólfsson (SÖB) og Algis Taujanskas sem báðirvlnna viö teiknimynda- gerð í Eistlandi og víöar. Kennt verður f húsnæði LH[, Skipholti 1. Kennslutími laugard. 2. og 9. okt. kl. 14-18 og sunnud. 3. og 10. október kl. 13-17. Þátttöku- gjaldl 5.000 krónur. 15.Hlutateikning IjByggt er á samsíðungskerfi frumforma (Isometri) og teknar fyrir algengar villur sem koma upp hjá byrjendum og þær lagfærðar. Góður undlrbúningur fyrlr myndlistarnám. Kennari Gunnlaugur St. Gíslason myndlistarmaöur. Kenntverðuríhúsnæði LHÍ, Sklpholti 1, mán. ogmlðvikud. 4.- 13. október kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 13.000 krónur, pappír innifalinn. I ó.lCifsmÓtagerdlKennd verða gnjndvallaratriði gifsmótagerðar. Nemendur móta lágmyndir eða hluti úr lelr og taka af þelm gifsmót. Kennarl Ragna Ingimundardóttir leiriistarmaöur. Kennsla fer fram f húsnæðl LH(, Laugamesl. Kennslutfmi mánud. og fimmtud. 4.-14. október, kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 14.000 krónur, efni innifalið. I Höggmyndagerð f stein frá þvf í árdaga og fram til 1900. Nýjarvíddir f stelnhöggmyndagerð frá 1900 til selnnl helmsstyrjaldar. Margþætt efnistök f steln frá 1945 til samtimans. Helstu stelntegundir og eiginleikar þeirra til höggmyndagerðar. HandverkfæriA.oft- og rafmagnsverkfæri. Stelntegundir skoðaðar. Grunnþjálfun í steinhöggi. Kennari Einar Már Guðvarðarson myndhöggvari. Kennsla fer fram f húsnæði LHÍ, í Laugamesi. Kennslutími þriðjud. 5. okt. ogfimmtud. 7. okt.kl. 18-22 og helgin 9.-10. okt. kl. 10-15, alls 24 stundir. Þátttökugjald 17.000 krónur, efnl Innifalið. |/iöfangsefni námskeiösins er mótun í tré. Áhersla á notkun handverkfæra og léttra rafmagnsverkfæra. Nálgun og viöfangsefni sett I sögulegt og menningarlegt samhengi. Æskilegt er að nemendur hafi nokkum bakgrunn í því að vlnna í tré og geti komið með eigin grunnverkfærl. Kennari Hannes Lárusson myndlistarmaöur. Kennsla fer fram f húsnæði LHf, f Laugarnesi. Kennslutfmi þriðjud. 5. okt. og fimmtud. 7. okt., kl. 19-22 og helgina 9. og 10. okt. kl. 10-15, alls 20stundir. Þátttökugjald 16.000 krónur. | >.[lfitísfr«ðí|Kennd verður efnisfræðl ýmissa plast- og gúmmlefna og kynnt tækni vlð mótagerð og afsteypur. Unniö meö silikon, úritan og pólýester-kvoðu. Teklð verður mót af litlum hlut sem nemendur koma með. Kennarl Helgi Skaftason kennari í hönnunardeild Iðnskólans f Hafnarfirðl. Kennt verður í Iðnskólanum í Hafnarfirðl. Kennslutíml fimmtud. 7. okt. kl. 19-22 og laugard. 9.,16., og 23. okt. kl. 10-15, alls 22 stundlr. Þátttökugjald 15.000, efni innifallð. I lð. Mmóvinmla I.Tölva vcrldari í mm«llBt!Námskeiði6 ergrunnnámskeið ætlað fólkl sem starfar að sjónllstum. Farið er í uppbyggingu vélbúnaöar. Kennd almenn umgengnivið tölvuroghugbúnað. Skýrðurmunurá „Bitmap" og „Vektor" hugbúnaði og myndum. Myndhugbúnaður kynntur og unnlö með hann. Kennarier Lcifur Þorsteinsson IJósmyndari. Kennt er I tölvuveri LHl, Skipholti 1. Kennslutími ervikan 11 .-14. okt., kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 13.000 krónur. |114Bótag«rð|Kenndar verða ólíkar aðferðir við einfalt bókband byggðar á japönskum hefðum. Kennt að gera bókakápur með mismunandi aðferðum. Nemendur búa til a.m.k. 5 bækur f mismunandl broti. Kennari Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarmaður. Kennt verður í húsnæði LHl,Skipholti 1. Kennslutími mánud. og miðvikud. 11.-20. okt. kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 15.000 krónur, efni innifalið. 12 j Brcytingir vlð aldalivðrf I „Handan aldamótanna blður ekkert umfram það sem okkur gefst að taka þangað með okkur." (Italo CaMno) Hvað varðar myndlistlna og aldamótin hefur ýmsu verið spáð; yfirtöku nýrra miðla, dauða höfundarins, endalokum sögunnar o.s.frv. Hver er staða myndllstarinnar og hvaða leiðir standa henni opnar á nýrri öld? Lltiö til hugmynda ftalska rithöfundarlns Italo Calvino, en hann skrlfaði athyglisverðar athugasemdir um nokkra af þeim þáttum er hann taldi skipta sköpum fyrir gott llstaverk. Áhersla verður lögð á aö tvinna saman fræðilegar hugmyndir við verkleg verkefni; skoða og greina eigin verk og annarra listamanna (Ijósl þessara hugmynda. Kennari er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður. Kennsla ferfram f húsnæði LHf, Sklpholti 1. Kennt er þrlöjud. og fimmtud. 12.-28. okt. kl. 20-22.30 og laugard. 30. okt. kl. 13-16 alls 24stundir. Þátttökugjald 10.000 krónur IHJ Hlutateikning H]Framhaldsnámskeið í hlutateikningu. Unnlð útfrá uppstillingum og formin skoðuð t.d. grænmeti og ávextir. Frjáls teikning með blýanti, kolum, vatnslitum ofl. Góð undlrstaða fyrir myndlistamám. Kennari Gunnlaugur St Gíslason myndlistarmaður. Kennt veröur í húsnæöi LHÍ, Skipholti 1. Kennslutfmi mánud. og mlðvikud. 18.-27. okt. kl. 18-22, alls 20 stundlr. Þátttökugjald 13.000 krónur, pappír innifalinn. 14.Mrndvinnsla II, Photoshop'Tónar í elnlita mynd, upplausn og skerpa. Utur oglltakerfiljósmyndarogtölvu. Unnið meðbreytingaroglagfærlngarátónumog llt. Kennari er Leifur Þorsteinsson Ijósmyndari. Kennterítölvuveri LHl, Skipholti 1. Kennslutfmi ervlkan 25.-28. okt., kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 13.000 krónur. 15J«w ShullGrunnnámskeið f Feng Shul sem erfom kfnversk kenning um umhverfi okkar og híbýli. Fjallaö verður um frumöflin, sem grunninn að skilningi á Feng Shui, eiginlelka þeirra og samspll. Elnnig verður talað um áttlmar átta (Ba Gua) og þrflfnumar (trigrams) sem segja til um niöurröðun f umhverfi okkar. Kennari er Ambjörg Linda Jóhannsdóttir grasalækriir. Kenntverður í húsnæði LHf, Skipholtl 1. Kennslutfmi mánud. 25. okt. og 1. nóv. og mlðvikud. 3. nóv. kl. 18 - 21.30, alls 12 kennslustundlr. Þátttökugjald 6.000 krónur. 4 6j Þróun bwglBMrHttof og iklpulwsó 20. &M,yffHHiHelstu bættir í íslenskri skipulags- og húsagerðarsögu á 20. öld. Hugmyndir og kenningar sem mest áhrif hafa haft á mótun byggöar hér á landl með tilvfsun í verk helstu arkltekta. I fjórum fyrlriestrum verður m.a fjallað um helmastjómarárin og upphaf steinsteypunotkunar, verk fyrstu arkitektanna, skipulagshugmyndir 3. áratugarins, kreppuárin og upphaf módemlsma, þróun þeirrar stefnu eftir stríð og breytt vlðhorf f húsagerð eftir 1970. Kennari Pétur H. Ármannsson arkitekt deildarstjóri Byggingarilstardeildar, Kjarvalsstöðum. Kennsla fer fram f húsnæði LHl, Skipholti 1. Kennt veröur mán. og fimm. 25. okt.-4. nóv.kl. 20-22.30, alls 12 stundlr. Þátttökugjald 5.000 krónur. Námskelðið er samvinnu-verkefni Ustasafns ReykjavfkurogLHl. | Sklssugerð úti og inni. Kennd verður meðferð vatnslita og vatnslitapappfrs, reynt að ná fram gagnsæi litanna án þess að þeirverði óhreinir. Farið verður f myndbygglngu og formfræði. Kennari Torfi Jónsson myndlistarmaður. Kennsla fer fram f húsnæðl LHl, Skipholti 1. Kennslutími miðvikud. 27. okt. kl. 18-22 og helgln 30. og 31. okt. kl. 10-16, alls 20 stundir. Þátttökugjald 13.000 krónur, pappfr innifalinn EEErmSIEE'ISO |Polyesterlitógraffa er nýr graffskur mlðill. Aðferðin er elnföld og ódýr en er jafnframt fjölbreytt f notkun. Vlð vlnnslu á polyesterplötur er hægt að nota tölvu, laserprentara og Ijósritunarvél, en þær henta líka vel til að teikna og mála á þær. Kennararl er Rfharður Valtingojer myndlistarmaður. Kennsla fer fram í húsnæðl LHl í Skipholtl 1. Kennt veröur flmmtudagana 28. oktog 4. nóv. kl. 18-22 og helgamar 30. og 31. okt. og6. og 7. nóv. kl. 10-16, alls 40 kennslustundir. Þátttökugjald 22.000 krónur, efnl innifallð. lnjMócleltcHwllHllFyrir byriendur og lengra komna. Góðurundlrbúningurfyrir listnám. Kennari Hafdís Ólafsdóttir myndlistannaður, kennt verður í húsnæði LH(, Skipholti 1. Kennslutími mán. og miðvikud. 1.-10. nóv. kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 15.000 krónur, pappír innifalinn. 20JMvndgerð - cfni • áhóld - litir Kynning á ýmsum efnum og áhöldum í myndgerð. Fjallað um litameðferð, pappfrsnotkun og elnfaldar grafik-aðferðir. Unnið verður með efni svo sem blek, vatnslit, akrýl- og þekjulit, lakk, vax ofl.. Kennarl Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarmaður. Kennt veröur f húsnæði LHl f Skipholti 1. Kennslutími þriðjud. og fimmtud. 2.-11. nóv., kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 15.000 krónur. (Tfmabiliðfrá 1960-1995 innanlandsogutan,skýringará hugtökum svo sem naumlist, Fluxus, popplist, o.s.frv. og þeim róttæku breytingum sem orðið hafa í myndlist. Rætt um síömódemisma og fjallað um helstu vaxtarbrodda innlendrar og erlendrar listar á síðustu tíu til tólf árum. Fyrírlesari er Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur. Kennsla fer fram f húsnæðl LHl, Skipholti 1. Kennslutími þriðjud. og fimmtud. 2.-18. nóv. kl. 20- 22.30, alls 20 stundlr. Þátttökugjald 8.000 krónur |22jMrndirinMlalll.PtiotOshopiKennd ervinnsla með „Layets" og möskun vlð samsetningu mynda. Unnið að verkefni í samsetningu. Þetta er framhald af námskelöunum Myndvinnsla I. og II. Kennari er Lcifur Þorstcinsson Ijósmyndari. Kennt er í tölvuveri LHf, Skipholti 1. Kennslutími er vikan 8.-11. nóv, kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 13.000 krónur |23jíslenskmvndlistíeinaöldllslenskmyndlistarsaqafrá1900. • Fjallaðverðurumfrumherjana,forveraþeirraoglandslagshefðina • Nýsköpun I fslenskri list 1915-1930 • Nýtt iandslag og þorpsmálverk 1930-1945 • Formbyltingin 1940-1955 • Súm ogeftirmálar 1965-1980 • Islensk myndlist eftlr 1980 Kennari er Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Kennsla fer fram í húsnæði LHl, Skipholtl 1. Kennslutími mánud. og mlövlkud. 8.-24. nóv. kl. 20-22.30, alls 20 stundir. Þátttökugjald 8.000 krónur. EUClE jFrumþættir hönnunar og hvernig þeir koma fram f allri hönnun. Aðaláhersla verður á þrívíða hönnun einkum rýmishönnun. Fjallaö verður um samspll Ijóss, llta og forma. Lögð verður áhersla á að þátttakendur tileinki sér aðferðafræði hönnunar svo sem að skilgreina forsendur, þarfir, gildi og gæði. Umfjöllunln verður tengd ýmsum dæmum úr hönnunarsögunni og tilraunum þátttakenda. Kennari Elísabct V. Ingvarsdóttir innanhússarkitekt FHI. Kennt veröur f húsnæöi Listaháskóla Islands, Skipholti 1. Kennslutfmi miðvikudaga 10. og 17. nóvemberfrá kl.18-21.30 og iaugardaga 13. og20. nóvember frá 10-14.30, alls 20 stundir. Þátttökugjald 10.000 krónur. I JKcnnaranówskció Myndvinnsla I. Tólva vcrfcfssri í mytidÐst Námskeiðið ergrunnnámskelð ætlaöfólki sem starfarað sjónlistum og hefurhugá að kynnast tölvuvinnu. Farið er í uppbyggingu vélbúnaðar. Kennd almenn umgengni við tölvur og hugbúnað. Skýrður munur á „Bitmap" og „Vektor" hugbúnaðl og myndum. Myndhugbúnaöur kynntur og unnið meö hann. Kennari er Lcifur Þorsteinsson IJósmyndari. Kennt er f tölvuveri Listaháskóla fslands, f Skipholti 1. Kennslutími erföstud. 1. okt. kl 18-22 og helgina 2. og 3. okt. kl. 10-16, alls 20 stundir. Námskeiöið er einungis ætlað grunnskólakennurum og er styrkt af Menntamálaráðuneytinu. Þátttökugjald 4.000 krónur. 4l.jlKCBaiiricówskeia MTWdvÍBBSIa II. PboLashcp Tónar í einlita mynd, upplausn og skerpa. Litur og litakerfi Ijósmyndarog tölvu. Unnið með breytingar og lagfæringar á tónum og llt. Kennarí er Lcifur Þorsteinsson Ijósmyndari. Kennt er ítölvuveri Listaháskóla Islands, Skipholti 1. Kennslutími erföstud. 8. okt. kl. 18-22 og helgina 9. og 10. okt. kl. 10-16, alls 20 stundlr. Námskeiðiö er einungis ætlað grunnskólakennurum og er styrkt af Menntamálaráðuneytinu. Þátttökugjald 4.000 krónur. Skráninq ferfram hiá Fræðsludeild Listaháskólans sími 551 f8l 562 3629,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.