Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 37 vestur að Kleifarvatni þar sem heitir Vatnshlíðarhorn. Fjallaklasinn ofan Lönguhlíða er ónefndur en Jór, Jónsson jarðfræðingur kallar há- kollinn Hvirfil. Hnúkar prýða Gr- indaskörð og frá götunni norðan þeirra sýnast þeir einna helst vera fimm talsins. Er þá ekki talinn hnúkurinn sem hæstur er austur á brúninni, en sá er Bollinn, nú víst oftast nefndur Stóri-Bolli. Frá Boll- anum þeim hallar fjallsbrún niður að Kristjánsdalahorni vinstra megin við okkur. Eftir því sem við nálg- umst hnúkana verður ljóst að hraun- ið sem við göngum á er komið úr gígum utan í hnúkum sem næstir eru Bollanum og hægra megin við hann. Tvíbolla hafa menn viljað kalla þá, einnig Miðbolla. Hin troðna Selsvogsgata liggur fast upp að þriðja hnúknum til hægri frá Bolla stóra og vinstra megin þess tví- skipta hnúks. Göngumanni er víða fært en hestum einungis Kerlingar- skarð; þar er farið upp allmikinn bratta og eru venjulega sumarlangt tvær fannir til vinstri við uppgöng- una. I blíðviðri Sunnlendinga 1998 voru þær báðar horfnar í júnílok. Sunnan skarðsins eru nefndir Þrí- bollar eða Syðstubollar (öruggasta heitið á öllum hnúkunum er Grinda- skarðahnúkar). Af fjallsbrún er gott að horfa nið- ur á borgríkið í norðri. Selvog sjáum við ekki en vitum af honum við sjó í suðri. I þjóðsögum af séra Eiríki á Vogsósum má sjá að prestur reið „suður“ til Hafnarfjarðarkaup- manna en heimleiðis hélt hann „austur" í Selvog. Árnesingar allir hafa þessar áttir í skiptum sínum við Faxaflóabyggðir. - Einn fyrsti Ár- nesingur var Þórir haustmyrkur landnámsmaður í Selvogi og Rrísu- vík; hann setti „grindahlið læst í Gr- indaskarð" til að halda förumönnum frá (sögn yngri en Landnáma). Ekki þurfum við samt að óttast að Árnes- ingar tálmi okkur för, enda munu Grindvíkingar nú teljast eiga heim- ildir á Grindaskörðum og eru ekki kunnir að meinbægni við umrenn- inga. Hér uppi er allt brotgjörnum nýhraunum hulið, grængróður í minnsta lagi og jafnvel mosinn á fullt í fangi með að rækja sitt þarfa hlutverk. Hvar- vetna er eldstöðvar að sjá og Gr- indaskarðahnúkum hefir fjölgað frá því sem sást að neðan. Blástikur Reykjavegar marka nýstíg til norð- austurs en okkar gata liggur vörðuð í suðausturstefnu á gjallhlaðann Kóngsfell, heitið eftir Selvogsfjall- kóngi (sumir segja Litla-Kóngsfell en svo heitir einnig við Stóra- Kóngsfell nær Bláfjöllum). Að baki fellinu er eins og dálítill veggur með snjóskafli við og er þar Stórkonugjá. Norðan hennar stéttuð sigdæld. Við vettvangsskoðun kemur í ljós að Kóngsfell er með gíg inni i sér og misgengisgjáin stefnir beint norð- austur á Þríhnúka en miðja vegu er sá gamli gígur sem Jón Jónsson nefnir Sporið. Þarna hafa því verið umbrot í jörðu um langan aldur og þau nýjustu til endanna; í Þríhnúk- um gígstrokkurinn mikli á annað hundrað m djúpur. Við eigum 1 km ófarinn að Kóngs- felli þegar komið er niður á jafn- sléttu við fallna fjárgirðingu og vörðuraðir tviátta vegfarandann. Annar kosturinn er sá að halda áfram langleiðina að Kóngsfelli en sveigja suðrávið neðan gígaþyrp- inga, fara síðan götu um Grafning og milli hrauns og hlíða suður í Stóra-Leirdal undir Heiðinni há, yf- ir Hvalskarð milli Hvalhnúka eystri og vestri, niður í Litla-Leirdal, framhjá Þorvaldshól, yfir Rituvatns- stæði, niður með Urðarfelli, ofan Katlabrekkur og þannig niður í Sel- vog. Þetta var vörðuð kaupstaðar- leið Selvogsinga og enn skýrt mörk- uð, ágætlega hestfær. Þessa leið höldum við ekki að sinni, heldur beinum fótum niður á hraunum prýdda sléttu (Skarðahraun vil ég ætla) eftir vörðustriki að Hval- hnúkatagli. Til vinstri sér lengi til Bláfjalla með mannvirkjum á brún og tryggja gemsum símsamband. Á hægri hönd eru Draugahlíðar og fylgja okkur 2-3 km spöl, á þeim sunnanverðum stórvaxinn gjallgíg- ur, hálfgert fell, en hraungígar undir ii m og umkring. Sunnan, suðvestan Draugahlíða, utan í eldbrunnum Brennisteinsfjöllum og nokkuð úr- leiðis, leynast námurnar þar sem Skotinn Paterson lét nema brenni- stein í kringum 1880 fáein ár. Var brennisteinninn fluttur á hestum, líklega ofan Draugahlíða, og niður Kerlingarskarð. Af okkar leið er styst í námumar af miðri hraun- sléttunni, beint að hlíðinni milli tveggja apalhrauna, ganga suður fyiir hana og finna staðinn við mæli- punkt 63 56,58’ N og 21 46,35’ V (skekkjumörk áskilin). Upp af er Námahvammur, beitiland hestum og þar var íveruhús mönnum. Áfram skal haldið á vörðuleið um klappahraun og sneitt hjá h'tt færum nýhraunum, til vinstri nálgast Hval- hnúkaklasinn sem hér virðist einnig bera heitið Austur-Ásar. Þegar komið er fram fyrir þá eru Vestur- Ásar skammt til hægri. Leiðin ligg- ur milli Ásanna og sér þá lítt eða ekki til varða. í bjartviðri er ráð að ski-eppa upp á Ásana, t. d. þá vestri, og öðlast aukið útsýni en einnig far- símasamband frá Þorlákshöfn. Sést þá niður á Selvogsströnd og úthafið ómælisvítt. í austurfjöllum Suður- lands er Hekla fegurst og fjarska- hvít við suðurbrún Geitafells í blásvörtu, upp af því er Heiðin há himinleitandi. Af Vestur-Ásum eru tæpir 5 km niður á fjallsbrún fyrir of- an Hlíðaivatn. Spölurinn er auðgenginn heimfúsum enda hýrnar yfir landinu, gróður eykst og mó- fuglar láta í sér heyra. Við eigum kost á því að fara fram hjá urðaköst- um miklum með þykkmosa á björg- um og gætu verið álfabyggðir. Nokkur undanhalli er á og verða þarna grösugar flatir milli móabarða enda eru Seltún á vísum stað, var þar fyrrum selstaða frá Stakkavík og einnig slægjulönd. Varla er hætta á því að göngumaður ani um of til hægri út á Selvogshraun úfin og ill- geng, en leiðin liggur niður með hraunbrúninni eða hæfilega langt frá að vild. Von bráðar er komið niður á fjallsbrún með hamraflug niður und- an. Þá er að ganga eftir brúninni 2- 300 metra til vesturs þar sem smávarða bendir á Selstíg niður í Stakkavík og má heita að þar séu tröppur ofan hamrana og síðan taka við brattar skriður en raunar all- grónar vöxtulegu lyngi. Má komast niður á þjóðveg á nokkrum mínút- um. Þá erum við búin að vera 7 stundir á göngu frá Bláfjallavegi við góðar hvíldir en leiðin öll er rösk- lega gengin á 12 stundum. Það er verðskuldað ævintýri á gönguför að koma fram á brún Hlíð- arfjalls og hta yfir Hhðarvatn dimm- blátt og fagurformað, Vogsósabæir kúra í grænu túni handan vatns, ós- inn úr vatninu bugðast til sjávar þar sem jafnan vakir hvítfext alda ef eitthvað gárar á annað borð sem oft- ast er. A dökkri strönd austan við rís áheitakirkjan magnaða, Strand- arkirkja, en síðan er aðalbyggðin, vitinn fjærst. Beint niður undan er eyðibýlið Stakkavík, gamla bæjar- stæðið seig í vatn fyrir hundrað ár- um og var þröngt um nýja bæinn. Hálfum öðrum km austar er Hlíðar- skarð fyrir ofan bæinn Hlíð sem ekki er heldur lengur, en sumai'hús á báðum bæjum. Enn tveim km austar eru Katlabrekkur með hesta- götu niður svo sem fyrr sagði. Eini bærinn í Selvogi sem ekki sést til er Herdísarvík, ystur bæja til vesturs. Hér var gert ráð fyrir sumarblíðu, en hvernig skal rata á réttar niður- gönguleiðir í dimmviðri? Svörin við því verða hér lesin af GPS-tæki óleiðréttu. Nyrst á Urðarfelli fast austan við götuna niður í Katla- brekkur eru hnit 63 53,60’ N og 21 39,18’ V. Brúnin ofan við Selstíg mælist 63 52,80’ N og 21 43,83’ V en Hlíðarskarð mæhst 63 52,93’ N og 21 42,10’ V. Götur niður á fjallsbrún frá Ásunum eru ekki greinilegar. Höfandur er einn af fararstjórum Ferðafélags Islands. HEIMILDIR: Stuðst hefur verið við ýmis rit, m.a. ritgerð Ólafs heitins Þorvaldssonar þingvarðar og fyrr bónda í Herdísarvík, Grindaskarða- vegur, cn hún kom út í bæklingi hjá Ferðafélaginu á þessu ári. Ijós- myndir eru úr þeim bæklingi. Heitir draumar DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Á kunnuglegum stað í ókunnum tíma. ÞEGAR húmið leggst yfir mann á heitu ágústkvöldi og jöklamir skríða til sjávar líkt og fomar skepnur sem vaknað hafa af dvala til að vitja uppruna síns, límist vit- undin við varma loftið og hður með því í hring um landið og miðin. Blærinn leikur um hvarma svo höfgi kemur á brá og land draums- ins verður að merlandi gimsteini sem töfrar mann inn í steininn, inn i svefninn og drauminn. Litbrigðin, lyktin og þessi sérstæða kennd sem fylgir því að ganga á skýi set- ur mann í óvæntar stellingar svo draumurinn lifnar í vitundinni sem raunvemlegt ferh hlaðið heitum tilfinningum. Sýnin skýrist og meðvitundin vaknar fyrir þeirri staðreynd að andar þeir sem birt- ast í móðunni em ekki tölvugerðir, teiknaðir eða helber ímyndun, heidur sérstakir sendiboðar heitra frétta. Þar ganga sendimenn for- tíðar fram og bugta sig í gervum forfeðra, nútímamenn í táknræn- um búningum og gervingar fram- tíðar í þess tíma skarti. Einn þess- ara manna sem hður fram, ber með sér göfugt yfirbragð þess sem höndlað hefur firið hjartans. Hann snýr sér að konu nokkurri og réttir henni hring. Draumur „ST“ Mér fannst í draumnum að Jesús Kristur kæmi til mín, hann gaf mér hring með hvítum stómm steini. Eg er með hringinn á fingrinum (baugfingri held ég) og Jesús er að sýna mér hvernig ég get notað hringinn, hann sýnir mér hvernig ég get beint hringn- um að fólki og þá kemur mikill ljósgeisli frá hringnum sem um- lykur alla manneskjuna. Eg man ekki hvort hann sagði mér hvort ég geti notað hringinn á þennan hátt til að verja mig gagnvart ákveðnu fólki eða til að hjálpa fólki, nema að hvort tveggja sé. En hann varaði mig einnig við að ég yrði að fara varlega með hringinn og hvernig ég notaði hann. Þegar ég vaknaði fannst mér að ég ætti þennan hring í raunvemleikanum (þó huglægt). Ráðning Á þessu og síðasta misseri hafa birst draumar um komu frelsar- ans í Draumstöfum. Þeir hafa með sér yfirbragð þess að eitthvað sér- stakt sé í aðsigi og því fylgi vit- undarvakning fólks. En sömu draumar virðast einnig undirbún- ingsdraumar fyrir þá sem dreym- ir að taka sig á, breyta um stíl og sinna sínum innri þörfum svo andi þeirra fái að njóta sín, því þeirra bíði verk að vinna. Þinn draumur sver sig í ætt við hina að þér sé ætlað hlutverk í fyrmefndum breytingum. En einnig er þér bent á að undirbúnings sé þörf af þinni hálfu. í draumum „vinkonu" (sem virðist þér allnáin og þekkir þig út og inn) hér að neðan kemur vel fram hvað þú þarft að gera til að losna við hömlur, tengjast sjálf- inu og verða meðvituð. Þetta kem- ur fram í húsunum, litum þess, áferð, útliti og staðsetningu. Utliti herbergja og stíl. Aldur barnanna gefur vísbendingar um þroska. Litur náttkjólsins í draum 2 er um þróun mála sem heldur áfram í draumi 3 (birtist ekki hér) og því ferli lýkur i draumi 4. Þar er ákveðin mynd komin á húsið (sjálfið) þótt enn sé nokkuð í land að tengja alla þætti (kjallarinn). Það sem er áberandi í draumun- um eru jólatrén (efnisgerð þeirra er leiðbeinandi) sem vísa bæði til mikilla hæfileika að vera öðrum gott fordæmi og þess tíma sem draumarnir tengjast huglægt. Draumar „vinkonu“ 1. Mér fannst ég vera í heim- sókn hjá vinkonu minni. Heimilið var á öðrum stað en það er nú. Þetta var blokk og íbúðin á neðstu hæð. Stigahúsið var allt úr gleri og ég gekk beint inn í íbúðina. Ein hliðin á íbúðinni var bara gluggi. Þetta var ný íbúð og hún nýflutt inn. Fyrir glugganum í stofunni voru hillur og þær voru hlaðnar alls konar skrautmunum. Þar á meðal voru tvö jólatré, annað var bútasaums jólatré en hitt gamal- dags gervijólatré. Eg man að ég hugsaði í draumnum; „líður henni svo illa að hún er ekki enn búin að taka jólaskrautið niður“? Lengra inni í íbúðinni var eldhús og þar var allt svo tómlegt og ég spyr vinkonu mína af hverju hún flytji ekki eitthvað af dótinu inn í eld- hús því þar sé svo tómlegt en hún svarar „það er allt í lagi því það sér þetta enginn“. Mér fannst eins og enginn kæmi þarna hvort eð er og hún væri mjög ein og einmana. Svo heldur hún áfram inn í her- bergi dóttur sinnar sem er ellefu ára. Það var óhrjálegt, glugga- laust og þar stóð þriðja jólatréð. 2. Mér fannst ég vera heima og vera með gesti. Allt í einu opnar vinkona mín hurðina og kemur inn. Hún var í bláum stuttum náttkjól einum fata. Hún segir: „Ég er að fara að gifta mig.“ 4. Ég er í heimsókn hjá vinkonu minni. Hún er í nýju einbýli sem hún átti. Húsið var fallegt, stein- grátt, tvflyft með grænu þaki. Það voru tvennar dyr framan á hús- inu. Enginn garður virtist vera framan við húsið, heldur bara gangstétt. Strax og inn er komið er brattur stigi niður. Þai' var ein- hvers konar kyndikompa eins og í gömlum húsum og aðrar kompur, allt einhvern veginn óhaganlegt. Vinkona mín sýndi mér herbergi bamanna sinna, þar var ekki þverfótað fyrir gömlum húsgögn- um. Herbergið var niðui'grafið með litlum gluggum uppi við loft- ið. Þarna var alls staðar fullt af dyrum sem ég kíkti inn um og alls staðar var mikið af hillum og dóti. Opi5: mán.- fim. 10.00 -18.30 fös. 10.00- 19.00 lau. 10.00-18.00 KRINGMN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.