Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 38
38 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 39<
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EES A BREYTTUM
TÍMUM
SAMNINGURINN um Evrópska efnahagssvæðið, sem tók
gildi árið 1994, hefur tryggt íslendingum aðild að hinum
innri markaði Evrópusambandsins gegn því að lögum og
reglugerðum hér á landi hefur verið breytt til samræmis við
þær reglur er gilda á hinu sameiginlega efnahagssvæði Evr-
ópuríkjanna.
A þeim árum, sem liðin eru frá því að samningurinn tók
gildi, hafa átt sér stað töluverðar breytingar á samstarfi ESB-
ríkjanna. Þótt Schengen-samstarfíð og upptaka evrunnar,
hinnar sameiginlegu myntar ESB-ríkjanna, hafí ekki bein
áhrif á EES-samninginn hafa þessar breyttu aðstæður óhjá-
kvæmilega mikil áhrif hér á landi. Verði þróunin sú að ESB-
svæðið verði ekki einungis sameiginlegur markaður heldur
svæði með sameiginlegri efnahagsstjórn og samræmdum
sköttum myndu þau EES-ríki, er standa utan Evrópusam-
bandsins, vart komast hjá því að taka tillit til þess.
Einnig má nefna ýmsar breytingar í tengslum við Amster-
dam-sáttmálann, er samþykktur var í kjölfar síðustu ríkjaráð-
stefnu sambandsins. ESB-ríkin eru að dýpka samstarf sitt í
t.d. samgöngumálum, fjarskiptamálum og orkumálum. Jafn-
framt hefur bókun um félagsleg réttindi nú verið felld inn í
Rómarsáttmálann. Þessar breytingar innan Evrópusambands-
ins munu vafalítið hafa áhrif á EES-samninginn þegar fram í
sækir.
Þá hafa valdahlutföllin í stofnanakerfí Evrópusambandsins
einnig breyst frá því að samningurinn var gerður. Með samn-
ingnum er komið á stofnanabundnum samskiptum við fram-
kvæmdastjórnina, sem hefur tryggt að EES-ríkin geti látið
sjónarmið sín í ljós þegar hagsmunir þeirra eru í húfí. Hins
vegar er ekki gert ráð fyrir áþekku samstarfi við Evrópuþing-
ið, sem hefur verið að auka völd sín að undanförnu.
Eva Gerner, yfírmaður EES-deildar framkvæmdastjórnar
ESB, sagði á ráðstefnu er haldin var á vegum utanríkisráðu-
neytisins á fímmtudag að ekki væri pólitískur vilji innan ESB
til að þróa EES-samninginn nánar. Sjónarmið af þessu tagi
ættu í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Samningurinn tryggir
EFTA-ríkjunum greiðari aðgang að Evrópusambandsríkjun-
um og markaði þeirra en dæmi eru um. í ljósi þeirra verkefna
er Evrópusambandið stendur frammi fyrir, s.s. stækkun til
austurs og peningalegum samruna, er vart hægt að búast við
að það sé ofarlega á dagskrá að greiða enn frekar götu EFTA-
ríkjanna.
EES-samningurinn er efnislega lifandi samningur og til
þessa hefur tekist að laga hann að breyttum aðstæðum. Það
hlýtur að vera eitt af forgangsverkefnum íslenskrar stjórn-
sýslu að tryggja að sú verði áfram raunin.
KAUPMÁTTUR
OG BENSÍN
SKULDIR heimilanna í landinu hækka um 4,3 milljarða
króna á ári vegna þeirrar miklu bensínhækkunar, sem orð-
ið hefur frá áramótum. Bensínverðshækkunin hefur áhrif á
vísitölu neyzluvöruverðs til hækkunar og vísitalan hækkar öll
lán heimilanna og skerðir þar með kaupmátt landsmanna og
greiðslubyrði heimilanna eykst. Þetta er niðurstaða hagdeildar
Alþýðusambands íslands, sem birt var í gær.
Ahrif verðhækkunar á bensíni er að skattheimta eykst
vegna þess 97% vörugjalds, sem lagt er af ríkinu á innkaups-
verð bensíns. Þrátt fyrir það var í forsendum fjárlaga ríkisins
fyrir þetta ár gert ráð fyrir óbreyttu heimsmarkaðsverði á
bensíni og átti vörugjaldið að skila í ríkissjóð tæpum tveimur
milljörðum króna eða svipaðri upphæð og það gerði á síðast-
liðnu ári. Bensíngjaldið, sem renna á til vegagerðar í landinu
var auk þess hækkað hinn 1. júlí síðastliðinn og er nú 28,60
krónur á hvern lítra. Með þeirri hækkun var gert ráð fyrir að
bensíngjaldið skilaði 400 milljónum meira í ríkissjóð en árið
áður eða um 5,5 milljörðum króna. Þriðja gjaldið er svo flutn-
ingsjöfnunargjald 65 aurar á hvern lítra, sem skilar ríkissjóði
um 688 milljónum króna. Ofan á öll þau gjöld, sem lögð eru á
innkaupsverð bensíns leggst svo virðisaukaskattur, sem nem-
ur 24,5%.
Ríkisstjórnin á að taka af skarið og beita sér fyrir breyting-
um á vörugjaldinu á þann veg, að það auki ekki á þær sveiflur,
sem verða vegna breytinga á heimsmarkaðsverði á benzíni.
Ummæli fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í dag eru vísbend-
ing um, að þetta sjónarmið eigi hljómgrunn innan ríkisstjórn-
arinnar. Það er alveg ástæðulaust að ríkið taki viðbótartekjur í
ríkissjóð með þessum hætti. Verðbólguþróunin er komin á al-
varlegt stig. Það er tímabært að taka ákvarðanir, sem snúa
þeirri þróun við.
Anders Fogh Rasmussen leiðtogi Venstre í Danmörku segir hægristefnu hafa tekið breytingum
VELFERÐ OG
VALKOSTIR
Anders Fogh Rasmussen, formaður Venstre, tók við af firna-
vinsælum flokksformanni en vinsældir flokksins hafa enn aukist.
Hinn nýi formaður segir í viðtali við Sigrúnu Davíðsdóttur að hann
vilji bjóða kjósendum skýra valkosti á frjálslynda vængnum.
ANDERS Fogh Rasmussen
formaður Venstre hefur ver-
ið svo fljótur að koma sér
fyrir í stól hins vinsæla og
virta Uffe Ellemann-Jensens, fyrrum
formanns og utanríkisráðherra, að
þótt aðeins sé liðið um ár síðan hann
tók við eru menn hættir að bera þá
saman. Undir stjórn þessa 46 ára
gamla stjórnmálamanns hefur flokk-
urinn dafnað vel og var stærsti flokk-
urinn í Evrópuþingskosningunum með
23,3% og fimm menn kjörna. Nafn
flokksins er gamalt og gæti því mis-
skilist núorðið, því flokkurinn er
frjálslyndur hægriflokkur.
Hann er þriggja bama faðir, ólst
upp á Jótlandi og fór á þing 25 ára.
Hann var ráðherra 1987-1992, fyrst
skattaráðherra og undir lokin einnig
efnahagsráðherra. Hann er laglegur
líkt og kvikmyndastjarna, dökkur yfir-
litum og meðalmaður á hæð, yfirleitt
óaðfinnanlega klæddur. I fjölmiðlum
er honum oft lýst sem stífum en hann
er öllu heldur alvömgefinn og íhugull
Jóti, yfirvegaður og laus við slagorða-
kenndar tuggur.
Blæbrigðin á hægrivængnum
Það gildir almennt í stjórnmálum
núorðið að munur á flokkunum virðist
hafa minnkað en jafnvel fyrir tíu áram
virtist hann ekki vera mikill á dönsku
flokkunum. Þegar Anders Fogh er
spurður hvað greini Venstre frá öðr-
um hægriflokkum svarar hann, að þar
sem hann hafi hug á að koma saman
hægristjórn eftir næstu kosningar, þá
hafi hann fremur áhuga á því sem
sameini flokkana.
„Auðvitað er munur, en ég hef
áhuga á að stofna fjórflokkastjórn
Venstre, íhaldsflokksins, Mið-
demókrata og Kristilega þjóðarflokks-
ins. Róttæki vinstriflokkurinn hefur
bundið sig Jafnaðarmannaflokknum í
stjórn og ég reikna með að þeir gangi
til kosninga með honum, svo ég reikna
ekki með honum.“
Róttæki vinstriflokkurinn sat í
borgaralegri stjórn á síðasta áratug,
en Anders Fogh reiknar ekki með að
leiðir skilji strax með núverandi
tveimur stjórnarflokkum. „En ef
stjórnin fellur í næstu kosningum býst
ég við að Róttæki vinstriflokkurinn
komi fljótt yfir á hægrivænginn."
Venstre var sigurvegari Evrópu-
þingskosninganna með 23,3 prósent
og um leið stærstur. Hvemig er að
sitja í stjómarandstöðu og horfa á
skoðanakannanir, sem allar benda til
borgaralegs þingmeirihluta?
„Það er auðvitað mjög ánægjulegt, en
um leið tek ég þessu af varkámi og hóg-
værð, því ég veit af reynslunni að það
getur verið langt til næstu kosninga.
Við voram óskaplega nálægt því að ná
meirihluta síðast svo ég veit að bjöminn
verður ekki fleginn fyrr en hann hefur
verið skotinn eins og sagt er.
En burtséð frá þessu þá er ég auð-
vitað mjög ánægður með gang mála.
Með það í huga að kynslóðaskipti í
Venstre gengu átakalaust er hægt að
gleðjast enn frekar. Uffe Ellemann-
Jensen stýrði þeim af fagmennsku.
Hann var leiðtogi af bestu gerð í fjórt-
án ár og þess vegna var ég auðvitað
spenntur að sjá hvernig væri að taka
við af honum. Auðvitað óttaðist ég að
Úffa-tökin hyrfu með honum, en
reynslan er önnur. Við höfum enn auk-
ið við okkur.
Það gleður mig mjög og ég lít á það
sem stuðning kjósenda við þá stefnu,
sem við höfum lagt eftir kosningar.
Hún felur í sér að við eram skýr val-
kostur til hliðar við Jafnaðarmanna-
flokkinn, en réttum einnig fram hönd-
ina til samstarfs við hann. Svo lengi
sem núverandi stjórn situr notum við
tímann til að koma stefnumálum okk-
ar fram í samstarfi við stjórnina.
Mesta afrekið var að eiga þátt í fjár-
lögunum fyrir 1999.“
En hvar liggur Venstre miðað við
aðra evrópska frjálslynda flokka?
Hverjum standið þið næstir?
„Við störfum með flokkum í mörg-
um löndum, mest í ESB, þar sem
frjálslyndir flokkar allra landanna
starfa saman í þinginu. Við eram líkir
hollenska frjálslynda flokknum, höfum
lengi átt samstarf við FDP í Þýska-
landi og nú á seinni árum við Frjáls-
lynda demókrata í Bretlandi, að
ógleymdum Þjóðarflokknum í Svíþjóð,
sem hefur nálgast okkur seinni árin,
eftir að hafa verið á öðru róli.“
Hvað með muninn á frjálslyndum
flokkum og íhaldsflokkum?
„Nú er það aftur þetta að mér er
ekki um það gefið að rýna í muninn,
en almennt má segja að hinn hefð-
bundni munur þessara tveggja fylk-
inga sé að íhaldsflokkar hneigjast til
að trúa heldur meira á að ríkið geri
góða hluti, meðan frjálslyndir flokkar
hafa augun á hvað einstaklingarnir
gete sjálfir.
Ihaldsflokkar trúa á hið góða ríki,
en það er þó ekki þar með sagt að við
viljum afnema ríkið. Miðað við hug-
myndafræðina hallast íhaldsflokkar
almennt undir miðstýringu, meðan við
steíhum í hina áttina."
Hægri endurnýjun gleymdist
í sigurvímunni
í grófum dráttum má segja að
hægriflokkarnir hafi unnið kalda
stríðið, en þar á móti virðast hægri-
flokkar ekki hafa endumýjað sig á
þessum áratug, meðan vinstriflokkar
hafa verið í hraðri endurnýjun og era
við völd í næstum öllum Evrópulönd-
unum. Hver er þín skýring á því að
hægriflokkarnir unnu kalda stríðið en
hafa tapað völdunum?
„Þetta er góð spuming, en það er
okkar stefnuskrá sem hefur orðið ofan
á. Jafnaðarmannaflokkarnir sitja ekki
í stjórn af því þeirra stefna hafi sigrað,
heldur af því þeir hafa gert mörg
stefnumál íhaldsmanna og frjáls-
lyndra að sínum. Tony Blair vann ekki
forsætisráðherrastólinn á jafnaðar-
hugsjóninni, heldur með því að snúa
baki við hefðbundinni verkamanna-
stefnu og afneita verkalýðshreyfing-
unni. Gerhard Schröder Þýska-
landskanslari vann ekki með því að
vera jafnaðarmaður, heldur með því
að taka upp íhaldsstefnu. Hann vann
valdabaráttuna við hefðbundna jafn-
aðarmanninn Lafontaine.
Jafnaðarmannaflokkarnir hafa
komist til valda með því að viðurkenna
að hin frjálslynda stefna hefur sigrað
og með því að ættleiða hægristefnu,
kryddað hana vinstragildismati og þá
hafa þeir fundið upp það sem Anthony
Giddens kallar „þriðju leiðina“. Ég er
nýbúinn að lesa bók hans og þykir
ekki mikið nýtt í henni.
Jafnaðarmannaflokkar hafa því
komist til valda með því að sækja ann-
ars vegar í hugmyndir hægrivængsins
og hins vegar af því að hægrimenn
höfðu verið svo lengi í stjóm víða.
Þannig var þetta í Þýskalandi, þar
sem menn vora ekki á móti Kohl, held-
ur af því stjórnin var búin að sitja
lengi og þá völdu þeir Schröder, sem
mjög hafði nálgast hugmyndir Kohl.
Við getum litið á Spán, sem dæmi
um hið andstæða. Þar er íhaldsstjórn,
því kjósendur vildu endurnýjun eftir
langan valdatíma jafnaðarmanna. Ég
held að kjósendur muni fljótt átta sig
á að þriðja leiðin er heldur rýr. En
stjórnmál einkennast oft af pendúl-
hreyfingum. Eftir hægrislátt leitar
pendúllinn til vinstri og öfugt. Þess
vegna álít ég líka að eftir næstu kosn-
ingar fari eins hér, auk þess sem nú-
verandi stjóm er orðin ansi þreytt og
slitin. afgreiðir dagleg mál, en rekur
enga stefnu. Ég held að kjósendur
muni óska breytinga."
Þú segir jafnaðarmannaflokkana
hafa tekið ykkar stefnu og bætt hana
aðeins með eigin hugmyndum. En
hvað með ykkur? Hafið þið eitthvað að
bjóða, eða bíðið þið bara eftir að kom-
ast að sökum stjórnarþreytu?
„Eins og þú bendir á vill gleymast
að setja nýtt takmark þegar sigur
vinnst og það hefur kannski gerst á
hægrivængnum eftir lok kalda stríðs-
ins. Hrópið, sem barst frá Austur-Evr-
ópu 1989 var hróp um markaðsstefnu
og frelsi og það fór bylgja um Evrópu,
þar sem ungu kynslóðinni varð ljóst
hvað áætlanabúskapur hafði leitt til.
Þetta á enn við. Jafnaðarmanna-
fiokkarnir hafa reyndar tekið mark-
aðsstefnu upp, en þeir vilja eftir sem
áður láta ríkið skipta sér af á öllum
mögulegum sviðum. Við frjálslyndir
höfum vanrækt að útskýra hvemig við
viljum þróa velferðarkerfið, höfum
ekki komið með frjálslyndan valkost
hér og höfum því fengið á okkur yfir-
bragð þeirra, sem vilja koma því fyrir
kattamef.
Það era skýr svið, sem við viljum
láta ríkið hugsa um, til dæmis jafnan
aðgang að heilbrigðiskerfinu. Umönn-
un eldri borgara er ekki lengur á
höndum fjölskyldunnar, heldur áh'tum
við að það sé hlutverk samfélagsins,
líka umönnun barna í ljósi þess að báð-
ir foreldrar vinna úti, auk menntunar.
Þarna getum við boðið upp á skýran
valkost við vinstriflokkanna. Okkar
viðmiðun er að hér hefur samfélagið
ábyrgð, en í samhengi við aðstæður og
vilja hvers og eins. Áþreifanlegt dæmi
era sjúkrahús. Það er hlutverk samfé-
lagsins að allir eigi jafnan aðgang að
góðri heilbrigðisþjónustu. En sé mað-
ur ekki ánægður með meðferðina á
opinberu sjúkrahúsi, á einkaspítalinn
að vera valkostur og peningamir þá að
fylgja sjúklingnum.
Sama gildir um heimilshjálp fyrir
gamla fólkið og umönnun bama. Ef
foreldrarnir era ekki ánægðir með op-
inbera pössun á að vera hægt að velja
einkapössun. Við köllum þetta „vel-
ferð og valkosti". Hér er greinilegur
munur á frjálslyndri hugsun og hugs-
un jafnaðarmanna. Þeir hafa verið
mjög á móti að gefa fólki valkosti.
Sama gildir um útboð hins opinbera.
Því ekki að láta bjóða í velferðarþjón-
ustu og skapa samkeppni? Við viljum
skapa betra velferðarkerfi án þess að
hækka skatta. Jafnaðarmenn virðast
aðeins þekkja eina leið til að bæta vel-
ferðarkerfið og það með hærri skött-
um. Við viljum hins vegar auka gæði
kerfisins svo hver og einn fái meira út
úr kerfinu.“
Öld jafnaðarmanna -
öld ftjálslyndra
En hægriflokkum, alla vega hér í
nágrenninu á Norðurlöndum, virðist
ganga illa að sannfæra kjósendui- um
að þeir séu ekki niðurrifsmenn velferð-
arkerfisins og jafnaðarmönnum geng-
ur vel að sannfæra fólk um hið gagn-
stæða, að þeim einum sé treystandi
fyrir velferðarkerfinu. Af hverju geng-
ur þetta svona illa hjá ykkur?
„Við frjálslyndir höfum reynt að tala
um öryggi, en það liggur djúpt í mann-
legu eðli að vilja halda í það sem er, í
stað þess að sjá hvað fáist. Við reynum
að skýra út að öryggi og val geti farið
saman, en okkur hefur ekki tekist það
nógu vel. Það hefur verið of auðvelt
fyrir hægriflokkana að láta líta út eins
og við ætluðum að varpa velferðarkerf-
inu aftur á steinaldarstigið.
En þetta verður erfiðara fyrir jafn-
aðarmenn næst, því þeir rétt unnu síð-
ast og það með loforðum, sem þeir
hafa síðan svikið.“
Frjálshyggjan var endumýjun
hægrivængsins á síðasta áratug, en
þar hafa menn einnig hopað frá henni,
þar á meðal þú. Var hún nauðsynleg
þá og ekki við hæfi nú?
„Það má segja svo. Frjálshyggja
síðasta áratugar var nauðsynleg til að
koma breytingum af stað. Ýmislegt,
sem þá var mjög umdeilt, er nú við-
tekið, jafnvel meðal jafnaðarmanna.
Það er nauðsynlegt að koma með nýj-
ar hugmyndir og skipta um skoðun í
takt við nýjar aðstæður, án þess að
vera eins og vindhani. Múrinn fellur
og aðstæður breytast og þá verður að
hugsa hlutina upp á nýtt.
Næsta stig í þróun velferðarkerfis-
ins er að sameina samábyrgð og val-
frelsi. I stórum dráttum má segja að
nú, þegar við hverfum úr einni öld yfir
í aðra, úr einu árþúsundi yfir í annað,
er tækifæri til að líta yfir farinn veg,
án þess að við ímyndum okkur að við
vöknum upp við nýja tíma 1. janúar.
Við eram að yfirgefa öld iðnvæðing-
ar og við tekur upplýsingatækniöldin,
sem era tveir gjörólíkir tímar. Iðn-
væðing einkenndist af færibandahugs-
unarhætti, einsleitri fjöldaframleiðslu
og miðstýringu. Þetta einkenndi hugs-
unarháttinn og lausnimar og hæfir vel
hugsunarhætti jafnaðarmanna.
Andstætt þessu einkennist upplýs-
ingaöldin miklu frekar af dreifðri stýr-
ingu, einstaklingslausnum og kröfum
um persónulegt valfrelsi, sem fellur að
frjálslyndum þankagangi. Tuttugasta
öldin var öld jafnaðarmanna, en næsta
öld verður öld frjálslyndis. I Dan-
mörku komst Venstre í fyrsta skipti í
stjóm í upphafi aldarinnar. Mitt mark-
miðer að næsta öld hefjist á sama hátt.
Við skulum þó muna að jafnaðar-
mönnum tókst að rífa verkamanna-
stéttina upp úr fátækt og breyta henni
í vel stæða millistétt, en þeir hafa bara
ekki getað fylgt breytingunum eftir.
Þeir lifa enn í hugarfari iðnbyltingar-
innar. Ungt fólk lætur ekki þvinga sig
í verkalýðsfélög og vill meira en eina
lausn á öllum sviðum. Með því að láta
fólk axla ábyrgð á eigin vali rætast
frjálslyndar hugmyndir."
En nú tala jafnaðarmenn mest um
ábyrgð?
„Já, kannski, en þeir tala ekki um
val. Við höfúm lengi barist fyrir því að
ungu fólki yrðu ekki bara gefnar fé-
lagsbætur og svo gæti það hent sér á
sófann án þess að gera nokkuð til að
afla peningana. Við höfum í mörg ár
talað um að fólk ætti að taka til hend-
inni fyrir bæturnar. Þessu börðust
jafnaðarmenn hatrammt á móti.
En fyrir tveimur árum létu þeir
undan og settu skilyrði um vinnu. Og
hvað gerist þá? Atvinnulausu ungu
fólki snarfækkaði, því það sá að úr því
það þurfti að vinna á annað borð gæti
það eins valið sér vinnu í stað þess að
láta skammta sér hana. Nú talar Nyr-
up um ábyrgðarþjóðfélagið eins og
hann hafi fundið það upp. I stjórnmál-
um er ekkert til sem heitir höfundar-
réttur. Það stela allir frá öllum. Nú á
þetta ekki að hljóma eins og ég sé
gramur, því takmarkið er að koma
stefnunni í gegn.“
Þegar lesnar era bækur um líf og
samskipti stjómmálamanna lítur oft út
eins og persónuleg sambönd skipti
miklu máli um samvinnu flokka.
Hversu miklu máli skipta persónumar?
„Það verður að viðurkennast að per-
sónuleg sambönd skipti miklu máli.
Maður starfar með þeim, sem maður
treystir, sérstaklega við stjórnar-
myndun. Það er traust skilyrði. Sjálf-
ur legg ég mikla áherslu á sambönd
við hugsanlega samstarfsmenn. En
auðvitað mega stjórnmál aldrei snúast
um persónur og ekkert annað, en það
væri óheiðarlegt að segja að persónu-
lega hliðin skipti ekki máli, því það
gerir hún.
í Danmörku er það ekki einfalt mál
að verða forsætisráðherra. Það era
tvær megin hindranir, sem verður að
sigrast á. í fyrsta lagi verða kjósendur
að veita umboð sitt. 1 öðru lagi verður
maður að njóta trausts meirihluta
þingmanna.“
Óskavelferð hins fijálslynda
Hvað velferðarkerfið varðar þá
, snýst það annars vegar um vænting-
ar, sem til þess eru gerðar og hins
vegar um skatta, sem virðist erfitt að
lækka. Trúirðu því í raun og veru að
þér sem forsætisráðherra í hægrist-
jórn tækist að lækka skattana?
„Já, en ég vil ekki lofa því fyrir-
fram, enda tryðu kjósendur því ekki.
Því vildi ég heldur koma fram fyrir
kosningarnar þar á eftir og segja:
Sjáið, það tókst.
Það er ábyrgara að segja að við
höfum 700 milljarða ríkisskuld, sem
verður að hverfa. Við viljum nota af-
gang á fjárlögum til að greiða hana
niður. Það minnkar þá vaxtabyrðina
og léttir á ríkissjóði og það lækkar
skattana. Ekki mikið, en nóg til að sjá
að vindurinn blæs i rétta átt. Fyrr er
orðum um skattalækkanir ekki trúað.
En þetta snýst ekki aðeins um
skattalækkanir. Danir vilja gjaman
borga skatta, en þar sem þeir borga
hæstu skatta í heimi getur ekki verið
sanngjarnt að lenda á biðlista eftir
sjúkrahúsvist eða að mamma gamla
fái ekki heimilishjálp. Hér held ég að
við í Venstre séum duglegri að koma
með lausnir til betri þjónustu fyrir
sömu upphæð, eða jafnvel ódýrari.“
Hvernig lítur óskavelferðarkerfið
þitt út?
„Óskakerfi er þegar þjóðfélagið
veitir tryggingu fyrir nauðsynlegri
þjónustu, án tillits til hvort maður
hafi mikla eða litla peninga. Það felur
ekki aðeins í sér tryggingu ef maður
missir atvinnuna eða verður veikur,
heldur líka heimilishjálp og skóla.
En í svona óskakerfi getum við
breytt til á tvennan hátt. Við getum
gefið fólki tækifæri til að velja á milli
opinberrar þjónustu og einkaþjón-
ustu. Og við getum boðið upp á þetta
fyrir lægri skatt. Við snertum ekki
grundvallar lögmálin, varðveitum
grandvallaröryggi kerfisins, en við
viljum sýna að við getum rekið kerfið
betur og boðið upp á betri þjónustu.
Ef við getum svo á endanum lækk-
að skattana er það aukauppbót. En
mikið af skattabreytingum jafnaðar-
manna, til dæmis hækkaðir bens-
inskattar og umhverfisskattar, bitna
mjög á láglaunafólki, sem lítur því
frekar orðið á Venstre sem sinn flokk
en Jafnaðarmannaflokkinn."
Það er oft talað um að stjórnmála-
flokkar núorðið stjómi með því að
elta í stað þess að vera leiðtogar og
margir sakna flokka með skýrar
skoðanir.
Pólitískur stíll og innihald
„Stjórnmálaforysta felst í að hafa
skýrar hugsjónir og takmörk og líka
að þora að veðja á þau. Forysta felst
ekki í að elta fólk og sjá hvert það fari.
Ég sakna þess oft að menn stígi fram
og segi skýrt á hvaða leið þeir séu.
Metnaður minn er að Venstre sé
flokkur, sem þori að hafa skýrar hug-
sjónir og klárar skoðanir.
En hvað framkvæmdir varðar er
nauðsynlegt að koma með varkár og
„Það er hlutverk
samfélagsins að allir
eigi jafnan aðgang að
góðri heilbrigðisþjón-
ustu. En sé maður
ekki ánægður með
meðferðina á opin-
beru sjúkrahúsi, á
einkaspítalinn að
vera valkostur og
peningarnir þá að
fylgja sjúklingnum."
raunsæ loforð, því kjósendur muna og
bera saman. Leiðin er því að halda
jafnvægi milli hugsjóna og takmarka
annars vegar og svo framkvæmda,
sem fólk getur tekið á og metið. Tony
Blair er að mörgu leyti gott dæmi um
stjórnmálaleiðtoga. Ég fell ekki í stafi
af hrifningu yfir hinu pólitíska inni-
haldi í orðum hans. Þriðja leiðin er
loftkennd, en stíll hans er sannfær-
andi.“
Er stfllinn þá mikilvægari en inni-
haldið?
„Nei, klárlega ekki og alls ekki í litl-
um þjóðfélögum eins og í Danmörku
eða á Islandi. Þar sleppur maður ekki
frá lærðum rallum og sviðsetningu án
innihalds, en í stóram löndum skiptir
stfllinn orðið meira máli en innihaldið.
í stóram löndum eru herskarar ráð-
gjafa, sem ákveða markaðsfærslu eins
og stjórnmálamenn séu þvottaefni.
Um leið er málstaðurinn ekki borinn
uppi af hugsjónum, heldur er aðeins
vara, sem þarf að markaðsfæra. I
stórum löndum, þar sem lengra bil er
á milli stjórnmálamanna og almenn-
ings, getur þetta gengið, en í litlum
löndum, þar sem blaðamenn eiga
greiðan aðgang að stjórnmálamönn-
um, er þetta afhjúpað eins og skot.
Þegar ég segi að Tony Blair virki
sannfærandi í málflutningi sínum þá
er það vegna þess að hann nær til til-
finninga fólks. Ef hægt er að gæða
þennan stfl hans innihaldi þá hefði það
mikil áhrif.“
Um leið og höfðað er til tilfinninga
er oft einnig höfðað til siðferðis, ekki
stjórnmála, líkt og pólitík sé saurag,
en siðferðisboðskapur hreinn og
óflekkaður. Hvernig finnst þér þegar
stjómmálamenn höfða til siðferðis í
stað þess að tala um stjórnmál?
„Það má segja að á bak við stjórn-
mál liggi siðferðisviðmiðun. Okkar
þjóðfélag er kristið og þó við tölum
ekki um það daglega era hugmyndir
okkar til dæmis um gott og illt byggð-
ar á kristnum hugmyndum.
En það er munur á því og til dæmis
þegar núverandi forsætisráðherra
komst til valda 1993 lýsti hann því yfir
að nú hæfist áratugur siðferðis og rétt>
sýni. Það er hættulegt að byggja
stefnuskrá á svona hugmyndum, því þá
getur pólitíkin orðið býsna einræðisleg.
Sá sem trúir því að barist sé fyrir hinu
góða sem allt verði að víkja fyrir, gerir
sig að herra yfir öðrum og verður að
krossfara okkar tíma, sem fer herjandi
um í baráttunni fyrir hinu góða. Hinstu
afleiðingar era slóð blóðs og limlestr
inga. Það er hættan þegar á að grand-
valla hvunndagslega pólitík á siðferði
og setja sig í dómarasætið yfir aðra.
Það er einmitt rétt að slflm bregður
oft yfír í heimspeki þriðju leiðarinnar.
Slíkt getur þróast yfir í að verða
stefna, sem setur sig yfir aðrar, þar
sem tilgangurinn helgar meðalið, því
hverjir geta verið á móti hinu góða?
Hér er nauðsynlegt að hugsa sig vel
um, en þetta má ekki misskilja sem svo
að til dæmis aðgerðir NATO í Kosovo
hafi ekki verið til hins góða. Þær vora
réttlætanlegar og nauðsynlegar, en
þegar talað er um að NÁTO eigi að
berjast fyrir gildi en ekki svæði þá er
nauðsynlegt að gæta sín, því annars
gæti orðið mikið að gera við að ferðast
um allar trissur og verja gildin."
Pólitískt vald í ESB -
hernaðarvald í NATO
ESB fær nú öryggis- og hernaðar-
hlutverk. Hvernig leggst það í þig?
„Ég held að það sem rætt var á leið-
togafundi NATO í Washington í vor sé
rétta leiðin, sumsé að Evrópa verði
betur í stakk búin til að geta sjálf
komið í veg fyrir og leyst deilm- án
þess að Bandaríkjamenn grípi inn í.
Við sjáum líka að í hvert sinn sem
kemur til kasta Bandaríkjamanna er
öflug mótstaða heima fyrir.
Evrópa verður því að geta tekið
ákvarðanir á þessu sviði og brugðist
við á eigin spýtur. En þar sem Evrópa
óskar ekki eftir að koma upp eigin her
þá getum við fengið lánað hjá NATO.
Hið pólitíska vald liggur hjá ESB,
hernaðarvaldið hjá NATO.
Ef ESB ákveður til dæmis hernað-
aríhlutun á Balkanskaga þá getum við
fengið lánaðan herstyrk hjá Banda-
ríkjamönnum, því það hafa þeir. Sú
aðstaða er Bandaríkjamönnum auð-
veldari en að þeir þurfi að standa fyrir
öllu.“
Bandaríkjamenn geta verið lengi að
ákveða sig, en að tekinni ákvörðun
hafa þeir þann þunga, sem þarf til að
fylgja ákvörðunum sínum efth. Það er
líka erfitt fyrir ESB að ákveða sig, en
geri þeir það hafa þeir engan þunga til
að fylgja þeim eftir. Hvernig horfir
þetta við þér?
„Þetta er einmitt kjarninn í vanda
ESB. Þess vegna verðum við að vera
duglegri að fmna leiðir til að ákvarð-
animar bindi löndin og Ijái þeim þann
þunga sem þarf. Það er hægt að gera
þannig að ESB-löndin, sem vilja, verði
ekki með, en geti ekki beitt neitunar-
valdi og hindrað hin.“
Nú höfum við EMU, myntsamband-
ið. Fáum við næst EDU, varnarsam-
band Evrópu eins og til dæmis Þjóð-
verjar hafa haldið á lofti?
„Þróunin liggm' í þá átt, ekki síst
eftir að Bretar hafa tekið frumkvæði á
þessu sviði. En ég vil undirstrika að
við eram ekki að tala um Evrópúher.
Stjórnmál og efnahagsmál liggja í
ESB, hermál í NATO. Skiptingin á ao
vera skýr og klár. Vestur-Évrópusam-
bandið hverfur, skilin verða skýr og
samstarf ESB og NATO verður án
milliliða.
Vandinn er þá sá að öll ESB-löndin
eru ekki í NATO. Ef ESB tekur
ákvörðun um hernaðarframkvæmdir
þá verða þrjú lönd að vera með líka,
Island, Noregur og Tyrkland. Auðvit-
að verða Bandaríkin og Kanada einnig
að vera samþykk, en hér hef ég Evr-
ópu í huga. Þessi þrjú lönd verða að
vera með, því ef þessi þrjú lönd eru
ekki með er ekki hægt að fá lánað frá
NATO.
Þetta hefur þegar verið leyst í
Schengen og sömu aðferð mætti nota
hér. ESB-löndin fjögur, sem ekki eru
með í NATO, Finnland, Svíþjóð, ír-
land og Austurríki, verða líka að geta
hafnað þátttöku. Það er því hægt að
leysa vandann sem felst í því að ESB-
löndin era ekki öll í NATO.“
Danir eru bundnir af undanþágum í
ESB-samstarfinu. Hverjum augum lít-
ur þú þær?
„Sú fyrsta sem við þurfum að losna
undan er undanþágan um evrana. Ég
hef stungið upp á þjóðaratkvæða-
greiðslu í september á næsta ári, svo
Danir geti orðið meðlimir 1. janúar
2002. Síðan þyrftum við að losna við
undanþáguna um hernaðarsamstarf
og síðast þá um lögreglusamstarf. Ég
held það þurfi að taka á einni í einu.“
Sameiginlegar ákvarðanir
eru styrkur litlu landanna
Danir hafa verið hikandi í afstöðu
sinni, meðal annars af því þeir era
vanir gegnsærra kerfi heima fyrir en
er í ESB og vantraustið hefúr enn
aukist eftir að ítalinn Romano Prodi
hefur valist til formennsku. Hvað er
hér til ráða?
„Það þarf að taka á gegnsæinu og
það er vonandi að Prodi takist að taka
til í kerfinu. Það væri betra að kerfið
léti smáatriðin eiga sig, en tækist á við
stóra málin.
Evrópuþingið gegnir mikilvægu
hlutverki hvað gegnsæi varðar. Ég
vildi gjarnan að það fengi völd til að
setja af einstaka meðlimi fram-
kvæmdastjórnarinnar, líkt og þing
geta lýst vantrausti á ráðherra og
neytt hann til að fara frá. Það myndi
ýta undir ábyrgð og um leið gegnsæi.
Hið einstaka við ESB er að það er
ekki bandaríki, en heldur ekki ábyrgð-
arlaus umræðuklúbbm-. Það er ein-
stakt í sögunni að fullvalda ríki ákveði
í sameiningu að afsala sér fullveldi á
ákveðnum sviðum og leggi undir yfir-
þjóðlegt vald. Þetta á að þróa áfram.-
Eg trúi ekki á bandaríki, heldur að
fullveldið verði varðveitt, en þegar
verkefni verða best leyst í sameiningu
verði það gert á yfirþjóðlegu stigi.“
Það era mörg orð, sem notuð era til
að lýsa ESB, en það er erfiðara að
móta ferlið í einstökum málum, meðal
annars með hliðsjón af lýðræði og
skilningi á því. Hvernig horfir þetta
við þér?
„Jú, þetta er rétt. Það blasir við að
þegar valdi er afsalað þarf að huga að
hvort tekið er á málum á gagnsæjan
hátt og þar þarf að bæta kerfið. Þess
vegna styð ég að Evrópuþingið fái sem
mest völd og innsýn. Þingið á að hafa
eftirlit með framkvæmdastjórninni og
vera meðlöggjafarvaldur.
Nú er það svo að það eru tveir aðil-
ar, sem samþykkja lög, bæði ráð-
herraráðið og þingið í næstum öllum
málum og þannig á það að vera. Það
eykur gagnsæi og eftirlit hinna þjóð-
kjömu með því sem gerist. En þetta
er erfiðara þegar þingið er í Brassel
og ekki heima fyrir. En taktu mál eins
og umhverfismál. Þau verða ekki leyst
öðra vísi en í samstarfi yfir landa-
mæri.“
Fæstir neita samvinnu í umhverfis-
málum, en hvað með til dæmis utan-
ríkismál, þar sem bæði ríkisstjórnir og
ESB leitast við að leika hlutverk?
„Það er litlu löndunum í hag að tek-
ið sé á utanríkismálum í sameiningu,
því hverjir eru það sem ráða? Jú, það
era stóru löndin, Frakkland, Bretland
og Þýskaland. Stóru löndin bjarga sér
alltaf, en tækifæri litlu landanna er að
fá að sitja við borðið, þar sem ákvarð-
anir eru teknar og að allir þurfi að
hlíta sameiginlegum ákvörðunum, sem
þar eru teknar.“