Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 47+ + Guðfinna Signr- mu ndsdnl.tir fæddist á Svínhólum í Lóni 25. janúar 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 25. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurmund- ur Guðmundsson, bóndi á Svínhólum í Lóni, f. 4. septem- ber 1881, d. 12. mars 1960, og Guð- ný Bjarnadóttur, f. 28. ágúst 1877, d. 18. janúar 1937. Systkini Guð- finnu voru: 1) Svanhildur, f. 9. ágúst 1907, d. 8. október 1967, gift Stefáni Höskuldi Steindórs- syni járnsmiði, f. 1. apríl 1909, d. 24. febrúar 1969. 2) Bjarni vinnumaður, f. 26. nóvember 1908, d. 10. desember 1972. 3) Ásgerður, f. 15. október 1912, gift Jóhanni Ingvasyni hús- gagnasmið, f. 30. júlí 1908, d. 15. mars 1998. 4) Anna Sigríð- ur, f. 22. janúar 1915, gift Steingrími Hen- rikssyni lækni, f. 20. maí 1914, d. 24. janú- ar 1979. 5) Ragnar vélstjóri, f. 26. ágúst 1916. Fyrri kona hans var Guðný Hallgerð- ur Kristjánsdóttir, f. 6. mars 1918, d. 5. febrúar 1944. Seinni kona hans Sigríður Rósa Kristinsdóttir, f. 10 ágúst 1923. Guðfinna giftist 5. nóvember 1933 Agli Benediktssyni, bónda og oddvita, f. í Bjarnanesi í Nesj- um 7. febrúar 1907, d. 18. nóvem- ber 1986. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Eyjólfsson, prestur, fyrst í Berufirði, en síðar í Bjarnarnesprestakalli, f. 1. nóv- ember 1863, d. 4. júní 1913 og Kristín Jónsdóttir, f. 22. febrúar 1881, d 26. janúar 1971. Börn Guðfinnu og Egils eru: 1) Bene- dikt, bóndi í Volaseli, f. 13. apríl 1934, kvæntur Helgu Óladóttur, f. 1. september 1941. 2) Óttar, f. 30. október 1935, d. 16. apríl 1950. 3) Guðný, f. 27. desember 1936, gift Sigurði Einarssyni, f. 23. júní 1925. 4) Stefán, f. 19. janúar 1940, d. 28. janúar 1973. 5) Kristín, f. 13. mars 1949, býr með Víði Guðmundssyni, f. 6. júní 1959. Barnabörn Guðfinnu og Egils eru nú nfu á Iffí, 19 barnabarnabörn og eitt barna- barnabarnabarn. Guðfinna og Egill hófu bú- skap í Lóni 1933 og bjuggu þar allan sinn búskap, fyrst í Hraunkoti í eitt ár, síðan annað ár á Svínhólum, en lengst bjuggu þau í Byggðarholti í 16 ár og í Þórisdal í 18 ár. Frá ár- inu 1969 bjuggu þau í Volaseli hjá Benedikt og Helgu, meðan bæði lifðu, og Guðfinna þar til fyrir um tveimur árum er hún flutti að hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, eftir að heilsan hafði brugðist henni. títför Guðfinnu fer fram frá Stafafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. GUÐFINNA SIGURMUNDSDÓTTIR Sumarbarn í sveit. Það er ekki svo að skilja að mér hafi verið kom- ið fyrir hjá vandalausum, þrátt fyr- ir að ég þekkti þau ekki áður en ég kom á staðinn. Húsbóndinn á heim- ilinu var móðurbróðir minn, Egill, og húsmóðirin og eiginkona hans var Guðfínna, eða Finna eins og hún var ævinlega kölluð. Fyrir þá sem ekki hafa af því reynslu að taka að sér börn ann- arra um lengri eða skemmri tíma kann það líta út sem lítið mál og léttvægt. Langur vegur er frá að svo sé. Aldrei getur farið hjá því að börn, sem eru send um langan veg að heiman, til dvalar frá því snemma vors þar til komið er fram undir miðjan september, fái heimþrá, jafnvel þó svo að heimilið hafi ekki verið til fyrirmyndar sem frá var komið. Auk þess geta ýmis vandamál komið upp í tengslum við að borgarbarnið þekkir ekki þá siði og þær venjur sem tíðkast á sveitaheimilinu, og svo mætti lengi telja. Ég tel mig mikla gæfumann- eskju sem hlotnaðist auður sá í persónuleika minn að fá að dveljast um sjö sumur í Þórisdal, hjá Finnu og Agli. Þar lærði ég að vinna, án þess að finna á nokkurn hátt til harðræðis né þess að til of mikils væri ætlast miðað við aldur. En ég lærði að skyldustörf eru nauðsyn- leg störf. Ekki var heldur til þess ætlast að ég kynni það sem fyrir mig var lagt, heldur voru mér kennd réttu handtökin og vinnutil- högun sem við átti hverju sinni. Þá er ótalinn sá þáttur sem ekki er hvað léttvægastur. Ég lærði ís- lensku. Mikið var lagt upp úr því á heimilinu að talað væri fallegt og kjamyrt mál og því að sníða af am- bögur og þá ekki síst þágufallssýki, sem landlæg var á suðvesturhorn- inu þaðan sem ég var. Finna var sjálfsagt ekki allra. Hún var þó ljúf, góð og mild þegar við átti, en einnig gat þotið í þegar ekki var allt sem skyldi. Ég naut þess að vera í Dal, hlakkaði ætíð jafn mikið til þegar vora tók. Þá fékk ég að hitta frændsystkini mín sem mér þykir svo vænt um öll, börnin þeirra Finnu og Egils. Kristinu nöfnu mína sem er nokkrum árum yngri en ég og svo þau Stefán, sem nú er látinn, Benedikt og Guðnýju sem eru nokkru eldri. Einnig bjuggu á heimilinu Bjarni, bróðir Éinnu og faðir hennar Sigurmundur. Þá var þar einnig fósturdóttir þeirra, Þór- hildur Ásgeirsdóttir. Það var nýtt fyrir mig að dvelja á svo mann- mörgu heimili, auk þess sem þar voru sumarbörn, gestagangur æv- inlega mikill og oft glatt á hjalla fram eftir nóttu. Það þarf hins vegar ekki að draga í efa að umfang starfa hús- móðurinnar á svo stóru heimili hef- ur ekki verið einfalt en þvert á móti krafist mikillar skipulagning- ar og útsjónarsemi. Ekki var raf- magn í bænum, utan mótor sem settur var í gang í skemmunni seinni árin sem ég dvaldi þar. Not- ast var við steinolíulampa, koxelda- vél og útvarp með rafhlöðu sem nánast var jafn stór og útvarpið. Lagt var fyrir vatni í bæinn, en brunnurinn þaðan sem vatnið kom þomaði iðulega upp og var því langtímum saman vatnslaust í þeim tveim krönum sem voru inn- andyra. í vatn til heimilisnota var því náð í brunn sem lá talsvert langt frá bænum. Mér hefur þó ekki fundist sem sá brunnur sé í svo mikilli fjarlægð þegar ég hef komið að Dal í seinni tíð. En séð með barns- og unglingsaugum, þegar ég bar á herðum mér vatns- grindur með vatnsfötum af og til, var brekkan heim að bænum afar löng og brött. Til þvotta var vatnið keyrt heim í mjólkurbrúsum á dráttarvél og auðvitað var hvorki í bænum þvottavél né önnur þau heimilistæki nútímans sem þykja sjálfsögð. Kæligeymslan var kjall- ari með moldargólfi. Aðstæðurnar voru með þeim hætti að nútímafólk á erfitt með að gera sér þær í hugarlund. Meira að segja á þeim tíma var ekki öllum ljóst að aðstæður til sveita gætu verið með þessum hætti. Glöggt dæmi um það var að eitt haustið eftir að skólinn var byrjaður, bað kénnarinn okkur að skrifa stíl um hvað drifið hefði á daga okkar um sumarið. Ég lýsti sumardvölinni og frásögnin um lifnaðarhættina í sveitinni minni var í engu orðum aukin. Þegar kennarinn skilaði rit- gerðinni stóð þar skýrum stöfum, að ekki hefði verið beðið um skáld- sögu. Ég varð að biðja mömmu um að styðja mál mitt fyrir kennaran- um, sem bað mig afsökunar, með þeim orðum að henni hefði þótt þetta vera líkast því að ég hefði les- ið lýsingar á sveitalífi í gamla daga. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt Finnu kvarta um aðstæðurn- ar sem hún bjó við. Allt starfið sem hvíldi á henni var unnið af eljusemi og krafti sem ótrúlegt var að byggi með þessari fíngerðu konu. Reynslan sem þessi ár færðu mér var einstök. Kona sem var mér algerlega ókunn kom fyrsta kvöldið sem ég dvaldi á heimili hennar inn til mín og umvafði mig með elsku sinni og Ijúfmennsku. Hún hafði skilning á að fyrir ungt barn var það þungbært að eiga að dvelja sumarlangt að heiman. Þá var og önnur reynsla sem ætíð stendur mér skýr fyrir hugskots- sjónum. Þau hjónin unnu hvort öðru hugástum og fóru ekki leynt með það. Lítið faðmlag, koss, hendi strokið yfir höfuð eða herðar hvort annars, ég hafði aldrei séð slíkt fyrr. Fyrir vikið átti ég auðveldara með að skríða upp í fangið á Finnu og halla mér í hálsakotið, úthella þar nokkrum tárum og fá góðan og einlægan faðm, hvort heldur um var að ræða að ég hafði meitt mig eða átti bara bágt innra með mér. Samband okkar Finnu var æ síð- an ég var sumarbarn í Dal hald- gott. Ég nýtti hvert tækifæri sem ég hafði til heimsækja hana og hafði gaman af að spjalla við hana. Það var mikið áfall fyrir Finnu þegar Egill dó, svo samrýnd sem þau hjónin voru. En hún hafði kynnst sorginni fyrr, misst tvö börn, barnabarn og auk þess báða foreldra sína auk systkina. Þess vegna var það, þegar henni tók að hraka sjálfri og ég spurði hvort hún héldi að hún færi nú ekki að hressast bráðum, að hún svaraði að bragði „nei, nei, ég fer nú að fara héðan“. Hún gerði sér grein fyrir hvert stefndi og bar ekki nokkurn kvíðboga fyrir því. Ég veit að ég mun sakna Finnu minnar um ókomin ár en er svo lánsöm að búa að góðum minning- um um góða konu sem þótti vænt um mig og mér um hana. Ég votta öllum aðstandendum innilega samúð mína. Blessuð sé minning Guðfínnu Sigurmundsdóttur. Kristin S. Kvaran. Nú er komið að síðustu kveðju- stundinni, elsku amma mín. í svo mörg ár höfum við verið að kveðj- ast þegar ég hef kíkt inn og átt með þér stuttar, en alltaf jafn ánægjulegar stundir í mínum ár- legu ferðum. Þú varst alltaf jafn ljúf og glöð að sjá mig þrátt fyrir alla þína innbyrgðu sorg sem þú burðaðist með. Alltaf hef ég kvatt þig með gleði og þakklæti í hjarta fullviss um að við hittumst aftur. I fyrrahaust var allt í einu erfitt og sárt að kveðja, ég held að við höf- um báðar vitað að okkar kafli sam- an í þessu lífi var að renna sitt skeið. Kafli sem byrjar í bernsku minni hjá ykkur afa í Dal. Órjúf- andi hluti af mér umvafin ást ykkar og umhyggju þar sem virðing fyrir undurfagurri náttúru spilaði stórt hlutverk. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið þess þú sofir rótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt og ný. (Þórunn Sig.) Takk fyrir mig og góða ferð, elsku amma mín. Þín Oddný Þóra. ÞÓRA SÓLVEIG RÖGNVALDSDÓTTIR ‘ + Þóra Sólveig Rögnvaldsdóttir fæddist í Grjótár- gerði í Fnjóskadal 1. júlí 1899. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akur- eyrar 24. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Rögn- valdur Sigurðsson og Lovísa Guð- mundsdóttir. Þóra Sólveig var gift Bergsteini Kol- beinssyni, bónda á Leifsstöðum í Eyja- firði, og hún tók við rekstri bús- ins eftir lát hans 1948, til ársins 1967. títför Þóru Sólveigar fer fram frá Kaupangskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Solla mín, það er sárt að kveðja þig. En jafnframt samgleðst ég þér því þín bíða stórkostleg æv- intýri í öðrum heimum. Þú ert í raun bara nýlögð af stað í stórt ferðalag og færð að kynnast því hvað bíður fyrir handan. Leyndar- mál lífsins er sjálfsagt að ljúkast upp fyrir þér núna og stóru spurn- ingunni svarað sem við höfum oft velt vöngum yfir saman, hvað tekur við eftir dauðann. Er dauðinn ekki upphaf, endurfæðing? Stjama þín hefur sldnið skært í þessu lífi og lýst upp alla veröldina. Og hún mun halda áfram að verma hjörtu okkar sem eftir lifa. Sál þín er svo falleg, svo björt og hlý, og þú hefur gefið mér svo endalaust mai'gt með sam- verustundum okkar. Þú gafst mér nafnið þitt, Þóra Sólveig, sem ég ber með svo miklu stolti og þakka þér fyrir það. Margs er að minnast með gleði í hjarta. Ég mun ávallt muna þig og heiðra með minningunum. Guð blessi þig, elsku Solla, og fylgi þér um alla eilífð. Þú veist að látinn lifir og ljósið aldrei dvín, Guð vakir veikum yfir ogverndarböminsín. Þú komst til okkar Kristur og kveiktir trúarljós, þú færðir okkur fyrstur þá fógru saronsrós. (Davíð Stef.) Þín nafna, Þóra Sólveig. Elsku Solla mín, loksins fékkstu fararleyfið sem þú varst búin að bíða svo lengi eftir. Þú skyldir ekki af hverju þér var leyft að vera svona lengi hér hjá okkur, en ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér. Eg lærði margt af þér og tíminn sem ég bjó hjá þér var yndislegur. Sá tími er mér og vinkonum mínum''- ómetanlegur. Alltaf var þar glatt á hjalla. Elsku „Solla amma“, það var ekki að ástæðulausu sem þú lifðir svona lengi. Þú hafðir mann- bætandi áhrif á alla sem kynntust þér, þín verður minnst um ókomna tíð. Trúðu á sigur sannieiksljóða, sólar gegnum hvel. Trúðu á allt hið göfga og góða, gegnum líf og hel. (Höf.ók.) r* Þetta var eitt af þínum uppá- haldsljóðum og lýsir vel hvemig persóna þú varst. Astarkveðjur, Líney. ÞORHALLA BJÖRNSDÓTTIR + Þórhalla Björnsdóttir fæddist í Felli í Breiðdal 18. júní 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavík- urkirkju 18. ágúst. Jæja, elsku amma mín. Þá er komið að kveðjustundinni. Einu sinni sátum við saman að spjalla um dauðann og fannst mér þú aldrei hræðast hann. Þá sagðir þú mér draum sem þig hafði dreymt þegar þú varst ung stúlka. Þú gekkst upp 96 tröppur og sagð- ir þú að það væri fyrir lífsgöngu þinni. Svo veiktist þú allt í einu fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári og þá hélt ég að þú værir að fara frá okkur en allt kom fyrir ekki. Þú reifst þig upp úr þessu og varst hressari en nokkru sinni fyrr. Þá minntist ég draumsins sem þú sagðir mér frá og minnti þig á hann. Þú varst kannski ekki alveg á því þá að þú ætlaðir að dvelja svona lengi hérna hjá okkur en sagðir við mig að þú myndir lifa fram yfir brúðkaupið mitt og þú stóðst við það. Ef ég hefði ekki komið heim í sumar til að gifta mig hefði ég ekki getað kvatt þig. Þegar ég kvaddi þig vissi ég ekki að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig. í síðasta bréfi frá mér til þín grunaði mig ekki þegar ég skrifaði „skrifa þér fljótlega aftur“ að það yrði minningargreinin þín. Elsku amma, ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín. En minningarnar um þig eru yndislegar. Þú hefur alltaf verið mér svo góð og minnist ég <" þess þegar við vorum lítil börn hvað okkur þótti gaman að fara til ömmu á Akureyri í Gilið. Þú sagðir okkur ævintýri, spáðir fyrir okkur og í rauninni léstu drauma okkar rætast í huganum því þú kunnir ekkert að spá. Sagðir okkur sögur af álfum og huldufólki, reiðst með okkur á bakinu og fengum við að tæta öll fötin úr fataskápnum þínum og skarta þetta allt. Okkur fannst hafra- grauturinn þinn sá besti í heimi og þ kölluðum við hann silkigrautinn. Það var enginn sem gat gert betri silkigraut en þú. Þegar þú eltist fluttir þú til Gr- indavíkur og bjóst í Víðihlíð og gat ég þá heimsótt þig af og til mér til mikillar gleði. Elsku amraa, ég veit að þú ert komin þangað sem þig langaði að fara og ég veit að það verða margir sem taka á móti þér og munu hugsa vel um þig og þér mun líða vel. Guð blessi þig. Margs er að rainnst, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Ég elska þig. Þín (V. Briem.) Kolbrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.