Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ í dag er til moldar borin norður á Siglufirði Ragnheiður Sæmunds- son. Ragna var hún alltaf kölluð af fjölskyldu og vinafólki og hér ætla ég að halda mig við það nafn. Hún stóð mjög nærri mér á táningsárum ævi minnar og gegndi þar tvöföldu hlutverki. Hún var mágkona mín, gift kærum hálfbróður mínum, Sig- urjóni Sæmundssyni, og svo var hún fóstra mín eftir að ég missti móður mína þegar ég var á fjórt- ánda ári. Eg var inni á gafli á heim- ili þeirra hjóna fram yfir tvítugsald- ur og er alltaf þakklátur þeim fyrir viðtökumar og dvölina. Eftir því sem árin hafa liðið sé ég það betur að það hefur ekki verið auðvelt fyrir jafn unga konu og Ragna var, á fyrstu Siglufjarðarárunum, að taka við hálfstálpuðum og sérsinnuðum mömmudreng inn á heimili sitt. En merkilega fáir hnökrar urðu þó á sambandi okkar því hún var dreng- skaparmanneskja, sagði meiningu sína hispurslaust við hvern sem í hlut átti, hvort sem það voru bræð- ur hennar, mágur eða annað fólk. En þegar ég núna, á efri árum, renni huganum yfir það liðna hvarflar oft að mér að í raun og veru hafi ég aldrei þekkt innviði þessarar fjallmyndarlegu konu sem þó stóð mér nærri um áratuga skeið. Þegar Sigurjón og Ragna fluttust til Siglufjarðar 1935 voru þau bæði ung að árum og áttu ekki annað veraldlegt en fötin sem þau stóðu í. Ragna var 21 árs, Sigurjón 23 ára. En Ragna treysti á Nonna sinn, dugnað hans, útsjónarsemi og áræði og hann brást aldrei því trausti. Sigurjón hafði keypt prent- smiðjuna á Siglufirði. Hún var í mikilli niðumíðslu, en það liðu ekki nema fá ár þar tii hann var búinn að gera þessa prentsmiðju að þeirri best búnu á landinu þótt litil væri. Og hann stóð að bókaútgáfu sam- tímis prentsmiðjurekstrinum. Siglufjörður var á þessum árum mikill athafnabær vegna síldveið- anna fyrir Norðurlandi sem þá voru í hámarki og einhverjir myndu segja að það hefði hjálpað prent- smiðjurekstrinum. Ekki ber ég á móti því en bendi á að mestur var uppgangur prentsmiðjunnar þegar Siglufjörður var á niðurleið eftir sfldarævintýrið. Og sá uppgangur var eingöngu að þakka dugnaði, út- sjónarsemi oajkj^fi Sigurjóns. Ég gerist svo JjjÍjígoroííh u rn þennan rekstur bróMJjjjj§(ptessari minn- ingargrein vegna þess að Ragna átti ekki lítinn hlut í velgengni hans að mínu mati. Sigurjón fékk í arf dugnaðinn frá foreldrum sínum en svo átti hann líka til þennan heil- brigða metnað sem öllum er svo nauðsynlegur í lífsbaráttunni. En þegar ofan á þessa eiginleika bætt- ist ást hans til hinnar glæsilegu eig- inkonu sinnar, dóttur og sonar, var ekki við öðru að búast en honum tækist ætlunarverk sitt: Að búa sér og sínum þokkalega framtíð. Og það tókst honum svo sannarlega. Þegar Ragna og Sigurjón keyptu Suðurgötu 16 bjuggu þau sér fallegt heimili. Oft var gestkvæmt hjá þeim hjónum, m.a. landskunn tónskáld og listamenn, og öllum tekið með rausn og alúð. Húsfreyjan þótti skemmti- leg kona og lék á als oddi og hús- bóndinn landskunnur söngvari sem þekkti til flestra gestanna. Ragna kunni vel að skemmta sér en hún kunni líka að hætta leik þá hæst hann stóð, eins og séra Hallgrímur Pétursson segir í alkunnu kvæði sínu. Aldrei fannst mér hún njóta sín betur en í fínum samkvæmum þar sem dömumar vom í fallegum kjólum með sitt fínasta skart og herrarnir í kjólfötum eins og t.d. á árshátíðum Rotarýfélagsins á Siglu- firði. Og ég hef aldrei efast um það að hún hafi notið sín vel þegar hún var orðin bæjarstjórafrú á Siglu- firði. Ragna tók mikinn þátt í leikstarf- semi á Siglufirði sem í öndverðu var á vegum siglfirskra templara áður en Leikfélag Siglufjarðar (það síð- ara) kom til sögunnar. Hún var eft- irsótt í gaman- og ærslaleikritum svo og í ævintýraleikritum með söngívafi. Gamlir Siglfirðingar muna ennþá skemmtilegan leik hennar. Þá söng hún í tórkjukómum um ára- tugi. Einnig var hún lengi í stjóm Slysavamafélagsins og einnig í stjóm Kvenfélags Sjúkrahúss Siglu- fjarðar sem vann geysiþarft h'knar- starf á sínum tíma. Margt benti því til að þessi myndarlegu og velgerðu hjón myndu eiga skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. En þá dró ský fyrir sólu. Ragna veiktist, missti í fyrstunni sjónina á öðra auganu og seinna lokaðist það auga sem eftir var eiginlega alveg. Mágkona mín var í raun og vem orðin alveg blind undir það síðasta og við bættust svo aðrir erfiðir og illvígir sjúkdómar. Mér varð oft hugsað til hennar í þessum raunum. Hvemig myndi þessi lífsglaða og glaðværa kona taka því að verða blind? En mér til furðu bar hún sig eins og hetja og þess vegna komst ég svo að orði hér að ofan að kannske hefði ég aldrei þekkt hana. Þennan erfiða tíma stóð Siguijón við hlið hennar og bar hana bókstaflega á höndum sér eins og hann reyndar hafði gert frá þeirra fyrstu kynnum. Ég var svo sem ektó hissa á því. Þessa tryggð og þol- gæði, þegar mest á reyndi, þekkti ég frá móður okkar. En nú er tjaldið fallið í einum þætti lífssögunnar. Ragnheiður mágkona mín og fóstra er horfin yf- ir móðuna miklu. Ég kveð hana hinstu kveðju með djúpri virðingu og þökk fyrir liðna tíð. Eftir stend- ur Sigurjón sem ég veit að hefur misst sinn besta vin og lífsförunaut. En ég hef ektó áhyggjur af honum því ég veit að hann á ennþá þann kjark, áræði og drengskap sem dugað hefur honum best á lífsgöng- unni. Ég og Rósa, kona mín, og okkar fólk, vottum honum dýpstu samúð. Einnig sendum við systkin- unum Stellu Margréti og Jóni Sæ- mundi og þeirra fólki samúðar- kveðjur. Eiríkur Eiríksson. Við vitum það öll að við verðum að fara héðan. Okkur er áskapað að heilsa og kveðja. Þó erum við alltaf óviðbúin þegar vinir skilja við, en minningin ein er eftir. Það reynir vissulega á þessa tilfinningu hjá mér nú, þegar mágkona mín Ragn- heiður Sæmundsson (Ragna) er látin. Við vorum jafnöldrur, fæddar 1914. Minningar frá gömlu dögun- um hrannast upp. Allt eru þetta ljúfar og hressilegar minningar af ungu og lífsglöðu fólki, sem óþving- að sýndi gleði sína og stráði henni kringum sig. Þannig kom æsku- heimili Rögnu, Hallgilsstaðir í Hörgárdal með sjö systkina hóp, mér fyrir sjónir, þegar ég kom þangað með manni mínum, Unn- dóri, elsta bróðurnum. Sú sýn varir enn. Ragna var að vísu flutt með manni sínum til Siglufjarðar, en á sumrin heimsótti hún ávallt æsku- heimili sitt. Við vorum þar jafnan saman með börnin okkar og nutum samverannar í glöðum hópi vina. Nú er Hallgilsstaðaheimilið horfið og jafnað við jörðu og fimm systk- inin komin á áfangastað. Minningin er ljúfsár en varir. Ragnheiður mágkona var hefðarkona í fasi og raun, sagði meiningu sína umbúða- laust, ærleg og raungóð. Hún var gæfusöm í einkalífi, eignaðist óska- börnin tvö, Stellu Margréti og Jón Sæmund. Gæfa Rögnu var ekki síst eiginmaðurinn Sigurjón Sæmunds- son, er studdi hana í blíðu og stríðu. Saman voru þau glæsileg hjón. Ávallt var þeirra minnst af kunnugum, er talið barst að fyrir- myndarhjónabandi. Söngur og hljómlist var þeirra hjóna líf og yndi. Nú smáhljóðna raddirnar á jörðu niðri, tregablandinn blær berst á milli Hallgilssaða í Hörgárdal og Suðurgötu á Siglufirði. En það óma undurfagrir tónar úr Uppsölum al- mættis í vonbjartri veröld. Ég harma að geta ektó fylgt mágkonu minni til grafar, en hugann binda engin bönd. Með innilegri þökk fyrr alla vináttuna kveð ég mágkonu mína Ragnheiði og bið Sigurjóni, bömum, tengdabömum, bama- bömum og öðrum ættingjum guðs- blessunar. Guðrún Símonardóttir. MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 49.. tT STEFANÍA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR + Stefanía Ósk Signrðardóttir fæddist í Reykjavík 31. október 1969. Hún lést á Landspít- alanum 28. ágúst síðastliðinn eftir hetjulega báráttu við hvítblæði síð- ustu mánuði. For- eldrar hennar voru Sigurður Snæfell Sæmundsson, f. 26. október 1930, d. 26. mars 1981 __ frá Landakoti á Álfta- nesi og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 25. desember 1929 frá Eskifirði. Systur Stefaníu eru: 1) Steinhildur Sigurðar- dóttir, f. 20. október 1953, gift Kristjáni G. Hallgrímssyni, f. 2. nóvember 1949. Þau eiga tvö börn: Sigurð Ragnar, f. 7. nóv- ember 1973 og Eddu Björk f. 9. nóvember 1976 og á hún dóttur- ina Dilju Björk, f. 30. nóvember 1996. 2) Kristín G. Sigurðar- dóttir, f. 18. ágúst 1959, gift Sigurði Ingvarssyni, f. 11. febr- úar 1958 og eiga þau fósturson- inn Friðrik Hrafn, f. 16. febrúar 1989. 3) Jóanna H. Sigurðar- dóttir, f. 26. ágúst 1961, gift Bjarna Jónssyni, f. 22. febrúar 1957 þau eiga þrjú börn: Snædisi Lauf- eyju, f. 9. október 1983, Sigríði Jónu, f. 27. september 1988 og Jón Bjarna, f. 24. október 1992. Stefanía var gifit Jóhanni Rúnari ívarssyni, f. 19. sept- ember 1969. Börn þeirra era Sigurdís Sandra Jóhannsdótt- ir, f. 10. maí 1986 og Ivar Anton Jóhanns- son, f. 15. desember __ 1988. Foreldrar Jó- hanns era fvar Þórarinsson f. 14. febrúar 1947 frá Reyðarfírði og María Jónsdóttir f. 31. mars 1948 frá Skagaströnd. Stefanía ólst upp í Túngöt- unni í Bessastaðahrepp. Þau Jó- hann hófu búskap árið 1987, en þá fluttu þau á Hellissand. Þar bjuggu þau lengst af en þó einnig á Rifi. í Kópavog fluttist fjölskyldan nú í vor. Stefanía var að mestu heimavinnandi en vann síðast í Sjávariðjunni á Rifi, þar sem hún var einnig trúnaðarmaður. títfiör Stefaníu fer fram frá Bessastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku Stefanía, ég veit í hjarta mínu að nú líður þér betur og að þú hefur öðlast frið. Ég veit að hann pabbi þinn hefur tetóð á móti þér opnum örmum. Þú varst mér góð vinkona og mig langar að kveðja þig með þessum orðum. Þakka þér fyrir aflt og Guð geymi þig. Eg sendi j)ér kæra kveðju, nú kómin er lífsins nótt. Pig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásæiteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Pó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Jói, Sandra, ívar og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk til að komast yfir mestu sorgina. Ég votta ykkur mína innilegustu sam- úð. Gerður Guðjónsdóttir og fjölskylda. Með söknuði og sorg í hjarta kveð ég Stefaníu Ósk í dag. Ég kynntist Stefaníu er hún hóf störf hjá Sjáv- ariðjunni Rifi fyrir rúmum fjómm árum. Hún var hlý og elskuleg í framkomu, dálítið hlédræg og lét ektó mitóð á sér bera. Stefanía var traustur starfsmaður, hún var trún- aðarmaður starfsfólksins og sinnti því af samviskusemi eins og öllum sínum störfum. Stefanía var hug- myndarík og mjög lagin í höndun- um. Síðastliðinn vetur greindist Stefanía með hvítblæði. Hún tók því með æðruleysi en ætlaði sér að vinna þá baráttu. Daginn áður en hún flutti suður með fjölskylduna fóram við vinnufélagamir út að borða og áttum saman skemmtilega kvöldstund. Stefanía bar sig vel og naut þess að vera í glöðum hópi. Barlómur og vorkunnsemi áttu ektó við hana. Henni fannst verst hvað hún orsakaði miklar áhyggjur hjá sínum nánustu. Vegir lífsins era flóknari en maður getur skilið, Stef- anía var í blóma lífsins kölluð burt frá manni og bömum, en nú er þjáningum hennar lotóð. Ég er þakklát fyrir þær góðu minningar sem ég á um Stefaníu. Elsku Jói, Sandra, Ivar og aðrir ættingjar, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Erla. Með nokkram orðum langar okk- ur slysavarnakonur að minnast Stefaníu Óskar sem við kveðjum í dag. Stefanía hafði starfað með deildinni í nokkur ár. Hún var ætíð boðin og búin að leggja sitt af mörk- um til þeirra mála sem verið var að vinna áð hverju sinni. Við minnumst hennar sérstaklega fyrir undirbún- ing að fjáröflunarbasar og forystu hennar í fjáröflunamefnd þar sem hún vann sín störf af samviskusemi og alúð. Við þökkum fyrir allar góðu samverastundirnar og biðjum góð- an Guð að styrkja Jóa, Söndra, ív- ar, móður hennar og aðra aðstand- endur. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir, Hellissandi. I drottins faðmi vært þú vina sefur, vaki englar hvflu þinni hjá. Pig hann ætíð ástarörmum vefur, Svo undur sæl og örugg verður þá. Mig langar að minnast Stefaníu Sigurðardóttir með nokkram fátæk- legum orðum. Þegar ungt og hæfileikaríkt fólk er kvatt héðan burtu úr heimi, kem- ur í hugann hvað mitóu það hefur áorkað á sínum stutta æviferli. Stef- anía var ein af þeim ungu konum sem vöktu athygli með sinni prúð- mannlegu framkomu, einlægni og blíðu sem hún sýndi í allri fram- komu sinni. Við minnumust þess þegar dóttursonur okkar kynnti hana fyrir okkur sem unnustu sína, E hvað hún var hæglát og hvað hún ! brosti blítt og innilega til okkar og þannig munum við minnast hennar. ^ Hún barðist við veikindi sín af * hugrekki og dugnaði og var manni sínum einlægur og traustur lífsföra- nautur og bömum sínum hugulsöm móðir. Nú þegar komið er að kveðju- stund langar okkur að þakka þér alla þá miklu hugulsemi og velvild sem þú sýndir okkur gömlu hjónun- um. Og ánægjustundir sem við átt- um saman þegar þið heimsóttuð okkur á Skagaströnd. Þótt stundum værirðu orðin bæði þreytt og lasin taldir þú ekki eftir þér að leggja á þig að sýna okkur langafa- og - f— ömmubörnin. Þessar heimsóknir vora okkur gömlu hjónunum mikils virði og sýndu þitt góða hjartalag. Nú þegar guð hefur kallað þig til starfa á æðra sviði geymum við minningu þína í hjörtum okkar, öll- um ástvinum þínum sendum við innilegar samúðarkveðjur, Megi guð styrkja þau í framtíð- inni. María og Jón. Kynni okkar af Stefaníu vörðu skemur en okkur óraði fyrir. Það er erfitt að hugsa til þess að við sjáum þig aldrei aftur, en við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Elsku Stefanía mín, takk fyrir að fá að kynnast þér. Guð geymi þig. Elsku Jóhanna, Sandra, ívar og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mikill, góður guð veiti ykkur styrk í hinni miklu sorg ykkar. Kæra vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Leiðimar skiljast en ljós okkar skín, er liðinna daga við minnumst. Eg þakka af hjarta og hugsa til þín unsheimahjáDrottniviðfinnumst. Anna Sofia Gærdbo og fjölskylda. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- * dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf gi-ein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan , hins tiltekna stólafrests. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svenir Olsen, útfararstjðri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sótarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.