Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ r50 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MARGRET , ELLERTSDÓTTIR SCHRAM + Margrét Ellerts- dóttir Schram fæddist 1. ágiíst 1904. Hún lést 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Við Maddý frænka '-’táttum okkar kveðju- stund á miðjum vetri, er leið. Þá var mjög af henni dregið. Líkam- inn þrotinn kröftum, en hugurinn á fleygi- ferð. Eg vissi þó, að hún mundi þrauka enn um stund. Forvitnin var óseðjandi. Lífslöngunin sterk. Nú þegar hún hefur kvatt fyrir fullt og allt og er gengin burt af leiksviði lífsins má ekki minna vera en að ég sendi henni nokkrar línur í kveðjuskyni. Ég sit í fjarlægin borg, gat ekki fylgt henni síðasta spölinn, en ég hugsa til hennar og rifja upp okkar löngu samíylgd. V Ég dreg fram fjölskyldualbúmið. Myndir frá æskuárunum. Svart/hvítar sunnu- dagsmyndir. Á frídög- um var farið í ökuferð- ir um holótta þjóðvegi suðurlands. I grænni lautu var lagður dúk- ur. Kaffibrúsar og kökubox allt um kring. Þarna eru afi og amma, ég og Eddi bróðir. Hann situr hjá mömmu. Pabbi veifar kaffibolla, brosir inn í myndavélina. Reyndar er hann sá eini, sem brosir! Maddý frænka situr svolítið afsíðis. í útprjónaðri peysu með uppsett hár. Heldur á Margréti systur minni. Árni, mað- urinn hennai-, hlýtur að hafa tekið myndina. Hann er hvergi sjáanleg- ur. Fjölskyldan saman. Maddý var hluti af mínu daglega lífi. Ámma, afi, Maddý frænka, Nonni frændi. Við héldum öll hópinn. Studdum hvert annað. Konumar hittust dag- lega. Á mánudögum yar þvegið. Á þriðjudögum bakað. Á haustin var MINNINGAR tekið slátur. Svo var haldin veizla. Heitur blóðmör. Maddý setti alltaf rúsínur í sinn. Það var gott að alast upp í þessum hópi. Lífið í föstum skorðum. Ailt á sínum stað. Líka Maddý frænka. Ég horfi á Maddý á svart/hvítu myndinni. Hvað get ég lesið út úr þessu andliti? Hvernig leið henni á þessum árum? Var hún hamingju- söm? Ég sé eftir því núna, að ég skyldi aldrei spyrja. En ég veit líka, að hún hefði aldrei svarað. Hún var barn síns tíma. Fædd í upphafi aldar. Flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum. Æðrulaus. Tók því, sem að höndum bar. Við kynntumst á annan hátt, eft- ir að ég var orðin fullorðin kona, flutt á Vesturgötuna, í nágrenni við hana. Hún bankaði upp á dag hvem, á leið sinni heim úr bænum. Uppáklædd með hanzka og hatt. Við urðum loksins vinkonur. Við gátum rætt í fullum trúnaði um vanda daglegs lífs. Hún var ótrú- lega umburðarlynd og víðsýn af konu þessarar kynslóðar að vera. Hún lét sér annt um skyldfólk sitt og fylgdist með því af alúð. Hún var forvitin um fólk, en jákvæð og nærfærin. Það var þess vegna gott að fá hana í heimsókn. Maddý frænka eignaðist aldrei böm. Margrét systir mín var eftir- lætið hennar, augasteinninn. Hún varð henni sem bezta dóttir. Þegar aldurinn færðist yfir vom það Mar- grét og börnin hennar, sem héldu í höndina á Maddý, veittu henni kjark til að horfast í augu við til- veruna. Hjá þeim var hugurinn ætíð bundinn. Þeirra velferð var það eina, sem skipti hana máli. Hún kunni kannski ekki alltaf að koma orðum að þvi, en það var svo auðfundið í öllu hennar fari. Seinustu árin dvaldist Maddý á Grund við Hringbraut. Ég man enn, þegar hún fluttist þangað inn. Hún tók á móti mér í litla notalega herberginu, sem hún deildi með annarri konu. Mér fannst hún hljóta að vera óánægð með svona þrönga vistarveru. Hún sem hafði alltaf haft rúmt í kringum sig. En það var eins og hún hefði himin höndum tekið. Þrengslin skiptu hana ekki máli. Hún var komin í skjól. Hún fékk athygli og um- hyggju. Seinna fékk hún eins manns herbergi. Þá var bara eins og hún væri þegar komin tO himna- ríkis. Betra gat það ekki orðið. Hún var alla tíð alsæl á Gmnd. Mig langar að færa starfsfólki á Gmnd sérstakar þakkir frá okkur öllum, sem þótti svo vænt um Maddý. Það var þessu fólki að þakka, að lífið varð henni léttbært og ánægjulegt seinustu árin, sem hún lifði. Með saknaðarkveðjum, Bryndís Schram. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveim- ur virkum dögum fyrir birt- ingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Vid á Kentucky Fried Chicken erum aö leita aö hressu og duglegu starfsfólki. Eftirtalin störf eru í boði: -Starfsfólk í afgreiðslu -Hlutastörf í eldhúsi -Hlutastörf í sal og afgreiðslu Allar upplýsingar eru veittar á staðnum KFC Hafnarfirði KFC Faxafeni KFC Seifossi Smiðir — verkamenn T óskum eftir líflegu fólki í virt starfsmannafélag strax. Eingöngu ætlað smiðum og verkamönn- um. Örlítil vinnuskylda áskilin. Upplýsingar í símum 896 6992 og 892 5606. Blaðbera vantar í Laugarás, Biskupstungum frá og með 15. september ► I Upplýsingar veitir Bergdís Eggertsdóttir I í síma 569 1306 og 863 8956 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Léleg laun/ óörugg framtíð? Ört vaxandi fjölþjóðafyrirtæki býður rösku og áreiðanlegu fólki störf á eftirtöldum sviðum: Markaðssetning og stjórnunarstörf. Góð kunnátta í ensku, á tölvum og interneti nauðsynleg. Viðtalspantanir í síma 832 0250. Aðstoð óskast á tannlæknastofu í austurborginni í 100% starf. Reyklaus vinnu- staður. Tilboðsendisttil afgreiðslu Mbl. merkt: „Aðstoð - 8626". Tryggingafulltrúi Starf tryggingafulltrúa við embættið er laust til umsóknar. Um er að ræða 50% starf við sér- hæfð skrifstofustörf. Tölvukunnátta nauðsyn- leg. Laun samkvæmt kjarasamningum BSRB. Starf hefst í október. Skrifleg umsókn skal berast undirrituðum fyrir 25. þ.m. á skrifstofu embættisins ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf. Upplýsingar veittar á skrifstofutíma í síma 478 1363. Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði, Páll Björnsson Vinnugla byggingaverkamenn Okkur vantar nokkra vinnuglaða verkamenn í vinnu á nýbyggingasvæði okkar við Hulduhlíð í Mosfellsbæ. Upplýsingar gefur Villi ísíma 892 7181. Wt' ÁIf t á r ó s www.alftaros.is Rafvirkjar óskast Óskum eftir að ráða rafvirkja strax, eða eftir samkomulagi, í tímabundið verkefni. Mikil vinna. Upplýsingar í símum 864 3680, 892 7581 og 892 7582. Ljósvakinn ehf. Eykt ehf Byggingaverktakar Viltu betri tekjur í skemmtilegu og gefandi starfi? Þú getur unnið þér inn 8.000—25.000 kr. á kvöldi. Við seljum vörur sem allir þurfa að nota (ekki fæðubótarefni) og getum bætt við okkur dugmiklu söiufólki um allt land. Því ekki að vinna sér inn góðartekjurog geta loks veitt sér eitthvað? Hafðu samband í símum 568 2770 eða 898 2865 >og við veitum þér frekari upplýsingar. Vantar þig vinnu? Okkur vantar bílamálara, bifreiðasmið, vanan mann í undirvinnu og bifvélavirkja. Þyrftu að geta byrjað sem fyrst. Uppl. gefur Ingvi á staðnum, ekki í síma. Bílaspítalinn, Kaplahrauni 1, Hafnarfirði. Söluturn í Garðabæ óskar eftir starfskrafti í afgreiðslu. Um er að ræða 70—100% vaktavinnu. Upplýsingar gefur Kristín í síma 565 8050 frá kl. 9.00-12.00 og 14.00-16.30. Góðan daginn trésmiðir Ertu leiður í vinnunni? — Viltu breyta til? Það er bjart yfir byggingariðnaðnum. Trésmiður og laghentur maður óskast. Upplýsingar gefur Guðmundur í s. 899 9825. Borgarsmíði ehf. Aðstoð óskast á tannlæknastofu í austurborginni í 100% starf. Reyklaus vinnustaður. Tilboðsendisttil afgreiðslu Mbl., merkt: „Aðstoð - 8637".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.