Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 67 manns gerir allt sem í hennar valdi stendur til að hann fái minnið aftur eftir bflslys - eink- um og sérflagi á númerið á bankareikningnum í Sviss. Til- raunirnar eru til einskis og lýkur myndinni á því að meðlimirnir aka friðlausir um húsgarðinn í hjólastólum, tákni hins lifandi dauða, líkt og leikstjórinn vill meina að lifíð hafí verið undir herra Francisco Frankó. La príma Angélica, lenti hastarlega í endurskoðun yfirvalda ‘74, árið sem Frankó féll frá. í næstu mynd, einni af sínum langfræg- ustu verkum. Cría cuervos, (‘76), er hann komin á ný mið, ár bernskunnar. Hún var sú fyrsta sem Saura skrifaði einn og óstuddur, og hefur haldið því verklagi undantekningarlítið síð- an. Elisa vida mía, (‘77), er um sama efni, með stórleikaranum spánska, Fernando Rey, og Ger- aldine, sem kom við sögu allra hans mynd á þessu tímabili. Blóð- brullaup - Bodas de sangre, (‘81), er stflfærð kvikmyndagerð leik- rits Lorca, með mikilli tónlist og dansi. I hálf-heimildarmyndar- stfl, sem Saura hefur notað geysimikið síðan, nú sfðast í Tangó. Myndin var sú fyrsta í trflógíu tónlistarmynda. Önnur er Carmen, (‘83), frægasta verk leikstjórans, sem lokar henni með hinni litríku EI amor brujo, (‘86) Saura. sem löngum er talinn „spánskastur" allra spænskra leikstjóra, hefur nú skrifað og stýrt hverri merkismyndinni á eftir annarri, í röska þrjá ára- tugi, án þess að láta nokkurn bil- bug á sér fínna. Verkin hans orð- in 33. Og hefur verið álitinn fremsti leikstjóri landsins eftir að erkióvinurinn, Frankó, féll frá. kostlega þjóðararfí. Hrífandi og fögur. CRÍA CUERVOS (‘75) idck'Æ Eftirlætisverkefni Saura, bemska og stjómmál, eru samtvinnuð í fínlega dregnum en ásæknum myndum af æskuárunum. Sækir efnið sjálfsagt að miklu leyti í eigin minningabanka, þó sögumaður sé kona sem rifjar upp ásækna svipi frá því hún var telpa. Agengasta minningin er tengd dauða föður hennar. Atti hún þátt í honum? Dulúðug og ljóðræn flytur myndin áhorfandann í fjarlæga ver- öld sem var, og neitar að yfirgefa manns eigin huga þó árin líði. Ger- aldine Chaplin (sem annars er ekk- ert sérstaklega hátt skrifuð á þess- um bæ), á sannkallaðan stórleik. Ana litla Torent leikur hana unga og gef- ur stjömunni ekkert eftir. Sæbjörn Valdimarsson ori/lame Náttúrulegar sænskar snyrtivörur Vilium bæta við okkur sölufólki um allt land Sfmi 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is www.oriflame.com " ...AKAtowmmnnfnrniHMMiiiiiniiiiiii——■ Af kjafta- og skáldaþingi FRÉTTASTOFUR fjölmiðla eru þýðingarmestu stofnanir fjölmiðla- veldis samtímans og þeir efnisliðii’, sem ávallt er íylgst með af hvað mestri athygli. Um þetta getur all- m- viti borinn almenningur verið sammála. Fréttastjórar á dagblöð- um, í útvarpi og í sjónvarpi era ekki gleðipinnar til þess eins hafðir í vinnu að halda sjálfum sér og öðr- um í stuði. Þeir þurfa að gera sér grein fyrii’ mismunandi þýðingu frétta og forðast að láta félagsmála- kjaftaska hirða lungann úr frétta- tímum með einskisverðu málæði, verðbréfagarpa, sem mæla pund sitt í peningalausum milljörðum, kattavinafélög eða knattspyi’nuþuli sprauta adrenalíni yfir þjóðina út af einu marki þar og öðra hér hálf- kafnaðir í eigin munnvatni af æs- ingi, að ekki sé nú talað um þann fréttatíma sem eytt er í fólk sem hótar að drepa hunda. Sá siður, sem hefur verið tekinn upp í ft’étt- um, að láta heimildarmenn þusa um stöðuna á rafmagnsreikningi sínum eða lausa skeifu undir hesti eða fjallað um annað „ó“merkilegt ragl í stað þess að hafa fréttina EFTIR heimildarmanni, hefur gert fréttir að masi fyrir alla, (sbr. konuna sem hringdi í fréttastofu til að fá fram umræðu um kennslumál). Minna ber á þessum sið í blöðum en í Ijós- vakamiðlum en fréttamenn þeirra virðast þeirri stund fegnastir fái þeir dregið einhvem að hljóðnem- anum til að láta hann tala út í eilífan bláinn. Þó verður að segja að miðað við þessi ósköp í ljósvakamiðlunum geta menn séð hvað erlendar fréttir bera af vegna þess að fréttamenn komast ekki upp með, í þeirri grein frétta, að afhenda „mikrófóninn“ einhverjum þrasara. Nýlega gerðist það í ríkiskass- anum, en nokkur umræða hefur orðið um að ríkisútvarpið þyrfti í gjörgæslu hvað sem það nú þýðir, að fréttatíma þess var ýtt til hlið- ar vegna erlends knattspyrnu- leiks. Ekki er gott að segja hvað getur frekar verið merki um stjórnleysi í einni stofnun, en þeg- ar glóralitlir íþróttafréttaritarar fá að rugla með dagskrá sjón- varps með þessum hætti. Frétta- tími sjónvarps er sagður eiga að vera klukkan sjö síðdegis og því er auðvitað treyst m.a. vegna þess að ein af röksemdum fyrir hálf- gildings einkarétti ríkisútvarpsins er það viðhorf almennings til þess allt frá árinu 1930, að það sé eins- konar vekjaraklukka með fullri ábyrgð, sé eitthvað að gerast í landinu, sem alþjóð varðar. Það getur varla sinnt þessari varð- stöðu sinni ef allsráðandi íþróttap- uðari fengi að vera með útsend- ingu á fótboltaleik í Timbúktú á meðan gos hæfist í Kröflu og vatn og aska stefndi á byggðir. Það er náttúrlega eðlilegt að ráðamenn ríkisútvarps telji að það þurfi að fara í gjörgæslu, þegar siðareglur þess og boð era brotin af ein- hverjum strákum. Gamli Spánn - fasista-Spánn - kommúnista-Spánn virðist vera of- arlega í huga fjölmiðlamanna um þessar mundir. Þótt Spánverjar hafi drepið hver annan af miklum móð á fjórða áratug aldarinnar virðist það allt gleymt og grafið núna, en eflaust lifir gamli hörm- ungatíminn enn í hug og hjarta Spánverja. Verið er að lesa skáld- söguna „Hverjum klukkan glym- ur“ með verðskuldaðri viðhöfn í út- varpinu undir stjórn Ævars Kjart- anssonar og Stöð 2 sýndi kvik- mynd um skáldið Lorca á sunnu- dagskvöldið. Klukkan er mikil „macho“ bók eftir Hemingway, sem kynntist Spáni fyrst ungur blaða- maður við að elta nautsrassa um götur Pamplona. Síðan var hann að elta alls konar nautsrassa víða um heim, bæði í Afríku, Ameríku og Evrópu og skrifaði bækur fal- legar, en yfirgaf vinstri tilhneig- ingar sínar að nokkra eftir Spán- arstríðið og fór að sækja sjó í Golfstraumnum. Skáldið Lorca féll fyrir böðuls hendi í Granada og mun þetta vera önnur myndin sem gerð er um aftöku hans. Það er níðingsverk að drepa skáld. Hver þjóð hefur átt skáld sem hún hefur drepið eða reynt að drepa. Við munum Snorra Sturluson, Spán- verjar munu lengi minnast Lorca og við þekkjum líka söguna um Hamsun. Það er hættulegt að drepa skáld af því hefnd þeirra varir eins lengi og orð þeirra lifa. Indriði G. Þorsteinsson. SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI LIKA SKOR... STEINAR WAAGE KRINGLUNNI Ilmur gyðjunnar ►NÚ HEFUR fyrirsætan íðil- fagra, Naomi Campbell, sett á markað ilmvatn sem hún kennir vitaskuld við sig sjálfa. Fyrirsætan kynnti nýja iiminn á sýningu í Ham- borg á fimmtudaginn var, en tískuhönnuöurinn Thierry de Baschmakoff hannaði ilm- vatnsglasið fyrir Campbell. Myndvinnsla og teiknun Photoshop 5 og CorekJraw 9 Tilvalið námskeid fyrir þá sem vilja hanna skemmtilegt k> imingarefni og auglýsingar. Adobe Photoshop 5.0 Bodið er upp á kvöldnámskeið frá 7. sept. til 2. okt. Námskeiðið er 48 klst. . eða 72 kennslustundir. Upplvsingar og innritun í sírnum 544 4500 og 555 4980 ---------- Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Simi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlfðasmára 9- 200 Kópavogi - Sfmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimaslða: www.ntv.is HAGATORGI leikurfyrirdansi frákl. 22.00 íkvöld. Söngvarar Sigriín Eva Ármannsdóttir og Repir Guðmundsson Radisson S4S SAGA HOTEL REYKJAVÍK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.