Morgunblaðið - 04.09.1999, Síða 76
✓
NETÞJONAR
/ > / / _j / ■ ■
— j / /■ / / -
- slctir (’illiim vi(i
fMtogtmliIftfeffe
Er ástæöa til að
stofna verknúmerið
„123 Frosið'?
Það er dýrt að láta starfsfólkið bíða!
Tölvukerfi sem virkar
563 3000
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Verðbólgan síðustu 12 mánuði 4,2%
Ekki jafnmikil
verðlagshækkun
í rúm fímm ár
Skúli Arnason fylgist með Erni
Arnarsyni bora með ísbor.
Morgunblaðið/Hörður Geirsson
Skyrtukragi úr einkennisbúningi eins flugliðanna sem fúrust og hluti af sæti vélarinnar.
HÖRÐUR Geirsson, safnvörður á
Miiyasafninu á Akureyri, hefur
sfðastliðin 20 ár leitað að breskri
sprengjuflugvél sem fórst 26.
maí 1941 með fjórum mönnum
innanborðs. Hörður hafði erindi
sem erfiði fyrir hálfúm mánuði
er hann fann flak vélarinnar í
jökli á hálendinu milli Öxnadals
og EyjaQarðar.
I gær var farinn leiðangur
undir leiðsögn Harðar til að
sækja jarðneskar leifar mann-
anna sem komnar voru upp úr
■^klinum. TF-LÍF, þyrla Land-
helgisgæslunnar, flutti leiðang-
ursmenn á staðinn í gærmorgun
og sótti þá aftur síðdegis.
„Það er 10-20 sentímetra snjó-
lag á svæðinu, þannig að ekki
var hægt að leita eins nákvæm-
lega og skipulagt hafði verið, en
þrátt fyrir það fundust þau bein
sem ég hafði áður fundið fyrir
hálfum mánuði. Einnig var öllu
braki úr vélinni, áli, fataleifum
og fleiru, safnað saman, gengið
var um allt svæðið með málmleit-
artæki og fundust stórir hlutar
vélarinnar á um 70 sentímetra
dýpi í jöklinum," sagði Hörður.
Fyrstu
réttir verða
í dag
FYRSTU réttir haustsins fara
fram í dag, en þá verður réttað
í tveimur réttum í V-Húna-
vatnssýslu, þ.e. í Hrútatungu-
rétt í Hrútafirði og Miðfjarðar-
rétt í Miðfírði. Sauðkindum
.^hefur heldur fækkað í réttun-
*um síðustu ár, en mannfólkinu
hefur hins vegar farið fjölg-
andi. Síðustu ár hefur m.a. bor-
ið á því að erlendir ferðamenn
hafi sóst eftir að komast í ís-
lenskar fjárréttir.
Réttað verður víða um land
um næstu helgi, en réttum
vegna fyrstu leitar lýkur al-
mennt um þarnæstu helgi.
„Það var mikil upplifun fyrir
mig að finna flakið fyrir hálfum
mánuði, enda leitin staðið yfir í
þetta Iangan tima, eða frá 1980,
þegar ég gekk dalina og fjöllin f
tæpa viku. Eftir það hef ég farið
alls um 10 ferðir þarna upp á
fjöllin en án árangurs."
Flugferð sú sem endaði á þess-
um stað var farin á Fairy Battle-
flugvél breska flughersins og
hafði hún farið frá Kaldaðarnes-
flugvelli á Suðurlandi um morg-
uninn og lent á Melgerðismelum
um kl. 12 á hádegi. Tilgangur
ferðarinnar var að ná í tvo með-
limi flugsveitarinnar sem höfðu
verið á spitalaskipinu HS Leinst-
er, sem Iá við bryggju á Akureyri
veturinn 1940-41.
Mikil leit á
sinum tíma
Flugvélin flaug frá Melgerðis-
melum, út Eyjafjörð og yfir
Akureyri, þar sem hún hnitaði
hringi til að hækka flugið og
hvarf hún mönnum sjónum þar í
ský. Vegagerðarmenn í Öxnadal
heyrðu til vélarinnar og einnig
heyrðu hermenn á Melgerðismel-
um í vélinni skömmu áður en hún
fórst.
Mikil leit var gerð að vélinni
um allt land og fannst hún ekki
fyrr en tveimur dögum síðar, er
Ieitarflokkur sem hafði aðsetur á
Bakka í Öxnadal fann hana. I
skýrslu sem gerð var eftir leitar-
mönnum og Friðþór Eydal, upp-
lýsingafulltrúi varnarliðsins,
fann í London nú í vor, kemur
fram að leitarmenn töldu ekki
mögulegt að safna saman Iikams-
leifum þeirra manna sem fórust
með vélinni. Þessi skýrsla varð
þó til þess að hægt var að stað-
sefja fiakið á gömlu korti frá
breska hernum á þessum tíma.
Hörður hefur verið í sambandi
við breska flugherinn og sagði að
nú stæði yfir Ieit að ættingjum
mannanna sem fórust með vél-
inni. Jarðneskar lcifar mannanna
verða sendar til breska sendi-
ráðsins í Reykjavík, sem mun sjá
um greftrun þeirra.
VERÐBÓLGUHRAÐINN síðustu
tólf mánuði frá ágústmánuði í fyrra
til jafnlengdar í ár nemur 4,2% og
hefúr ekki verið jafnmikill í meira en
fimm ár eða frá því í desember árið
1993 þegar verðbólguhraðinn var
4,7%. Verðbólguhraðinn er enn meiri
ef litið er til síðustu mánaða, en hvort
sem miðað er við síðustu þijá eða sex
mánuði telst verðbólguhraðinn 6,3%
umreiknað til árshækkunar.
Hækkun á verði húsnæðis veldur
mestu um hækkun vísitölunnar und-
anfarna mánuði, en að auki vegur
hækkun á verði eldsneytis, matvöru
og þjónustu þungt. Ef miðað er við
hækkun vísitölunnar það sem af er
árinu hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 2,9% frá því í janúar-
mánuði. Þriðjung af þeirri hækkun
eða 0,95 prósentustig má rekja til
hækkunar á verði húsnæðis á þessu
tímabili, en það hefur hækkað að
meðaltali um 7,9%. 0,65 prósentu-
stig til viðbótar má rekja til hækk-
unar á bensíni og olíum en verð á
þeim hefur hækkað að meðaltali um
17,3% samkvæmt útreikningum
Hagstofu íslands á vísitölu neyslu-
verðs. Meira en helming hækkunar
vísitölunnar á árinu má því rekja til
verðhækkunar á þessum tveimur
liðum vísitölimnar.
Til viðbótar framangreindu hefur
verðlag á mat- og drykkjarvöru
hækkað um 3,5% að meðaltali á ár-
inu sem leitt hefur til hækkunar
vísitölunnar um 0,6% og liðurinn
önnur þjónusta, þar sem meðal ann-
ars lögboðnar bifreiðatryggingar er
að finna, hefúr hækkað um 3,8% að
meðaltali, sem valdið hefur 0,86%
hækkun vísitölunnar. Ef eingöngu
er litið á bílatryggingarnar hafa þær
hækkað um 13,73% samkvæmt mæl-
ingum vísitölu neysluverðs en það
eitt og sér hefur hækkað vísitöluna
um 0,27%.
Þá er rétt að taka fram að liðurinn
aðrar innfluttar vörur hafði lækkað
að meðaltah um 3,3% frá janúar og
var þar fyrst og fremst um að ræða
áhrif frá sumarútsölum í síðasta
mánuði. Það varð til þess að vísital-
an lækkaði um nærfellt 0,5%, en
hækkun á verði matvöru í síðasta
mánuði og eldsneyti meðal annars
gerði meira en að vega upp þá lækk-
un, því vísitalan hækkaði um 0,4
prósentustig milli júlí og ágúst.
Viðskipti með bréf Eim-
skips 621 milljón í ágúst
171,56 milljóna króna viðskipti voru
með hlutabréf í Eimsldpafélagi ís-
lands á Verðbréfaþingi íslands í gær.
Þar voru ein viðskipti upp á 144,75
milljónir króna. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins hefur stór hluti
viðskipta, sem átt hafa sér stað með
hlutabréf í Eimskip frá byrjun ágúst-
mánaðar til dagsins í dag, verið fyrir
tilstuðlan Kaupþings hf.
Fyrstu þijá daga septembermán-
aðar hafa viðskipti með bréf Eim-
skips á VÞI numið 208,6 milljónum
að markaðsvirði, en í ágústmánuði
námu viðskiptin um 621,3 milljónum
króna að markaðsvirði. Lokaverð
hlutabréfa Eimskips var 9,72 við
lokun markaðarins í gær. Verðið
hafði því hækkað um 0,73% frá deg-
inum áður, um 15,7% frá upphafi
ágústmánaðar og um 26,2% frá upp-
hafi árs 1999 til dagsins í gær. Allt
árið 1998, frá upphafsverði 1. janúar
til lokaverðs 31. desember, hækkaði
gengi bréfa í Eimskipafélaginu um
8%, en upphafsverð og lokaverð árs-
ins 1997 var hið sama og var hækk-
unin því engin.
■ 171,6 milIjóna/24
Flak breskrar sprengju-
‘ flugvélar fannst í jökli
Framkvæmdastjóri Samherja um málefni Skagstrendings
Stjórnarmenn VÞI
áttu að víkja sæti
ÞORSTEINN Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja, álítur
stjórn Verðbréfaþings hafa verið
vanhæfa að fjalla um tengsl Skag-
strendings og Höfðahrepps en
stjóm VÞI telur að sérstæð staða
Höfðahrepps til tilnefningar tveggja
stjómarmanna í Skagstrendingi hf.,
án tillits til eignarhlutar, bijóti ekki
í bága við reglur um skráningu verð-
bréfa í kauphöll.
Eins og kunnugt er fjárfesti Sam-
herji umtalsvert í Skagstrendingi í
sumar og á nú um 37% hlut í félag-
inu. Ljóst þykir að Samherjamenn
hafi ætlað sér að hafa áhrif á rekstur
Skagstrendings með kaupunum.
Það gekk hins vegar ekki eftir í kjöl-
far þess að Höfðahreppur lét
Burðarási í té hlutabréf sem nægðu
til að tryggja Burðarási einn mann í
stjórn og þar með meirihluta í stjórn
Skagstrendings ásamt tveimur full-
tmum Höfðahrepps.
Fulltrúarnir tengjast
Eimskip
Þorsteinn Már sagðist í samtali
við Morgunblaðið í gær ekki hafa
skoðað niðurstöður VÞÍ ítarlega.
Hann sagði fyrirtækið hafa farið
fram á það að Verðbréfaþing skoð-
aði málið sem hlutlaus aðili og án
þess að leggja neitt lögfræðilegt mat
á niðurstöðu þeirrar rannsóknar
veki það undmn sína að stjórnar-
menn VÞÍ sem hafa greinilega hags-
muna að gæta í málinu, skuli ekki
hafa vikið sæti. „Hér er ég að tala
um þá Tryggva Pálsson frá Islands-
banka, Þorkel Sigurlaugsson frá
Eimskipafélaginu og Einar Sigurðs-
son frá Flugleiðum. Þegar litið er til
þess að málið í heild sinni er til kom-
ið eftir að Höfðahreppur seldi
Burðarási hlutabréf til að hafa áhrif
á samsetningu stjórnar Skagstrend-
ings liggur það í augum uppi að of-
angreindir aðilar, sem eiga sæti í
stjóm Verðbréfaþings, hefðu eðli-
lega átt að víkja sæti þar sem þau
fyrirtæki sem þeir era fulltrúar fyr-
ir tengjast öll verulega Eimskipafé-
lagi íslands."
Þorsteinn Már segir engar hug-
myndir uppi um að Samherji selji
eignarhlut sinn í Skagstrendingi
enda félagið jafngott eftir sem áður.
■ Brýtur ekki/22