Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tölvunefnd seg’ir heim-
ild í samræmi við lög
TÖLVUNEFND, sem veitti starfsmönnum ís-
lenskrar erfðagreiningar heimild til könnunar á
30 sjúkraskrám á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, vísar
á bug fullyrðingum stjórnar Læknafélags íslands
í þá veru að fyrirhuguð skoðun „samrýmist
hvorki landslögum né siðareglum lækna,“ eins og
segir í ályktun félagsins sem send var fjölmiðlum
í gær. Þar lýsir stjórnin jafnframt yfír stuðningi
við framkomna kröfu landlæknis um að horfið
verði frá fyrirhugaðri könnun.
Páll Hreinsson, formaður Tölvunefndar, segir
að Tölvunefnd hafi ekki séð ástæðu til að gera at-
hugasemd við beiðni heObrigðisráðuneytis sem
barst nefndinni 23. ágúst sl. Fyrirhuguð forkönn-
un þyki nauðsynleg til að væntanlegur rekstrar-
leyfisaðili geti mótað endanlegar óskir sínar um
hvaða heilsufarsupplýsingar verði skráðar í
gagnagrunn. Könnunin sé þar með liður í undir-
búningi að veitingu rekstrarleyfis.
Páll áréttar að leyfið sem óskað var efth- af
hálfu ráðuneytis hafi eingöngu náð til forkönnun-
ar, ekki sé um að ræða að færa neins konar upp-
lýsingar í gagnagrunn, né feli heimildin í sér leyfi
til rekstrar gagnagrunns.
Skýra afmörkun vantar í lögunum
Páll bendir á að í lögunum um miðlægan
gagnagrunn sé, því miður, ekki afmarkað ná-
kvæmlega hvaða heilsufarsupplýsingar eigi að
fara í gagnagrunninn. I almennum athugasemd-
um við frumvarpið sé tekið fram að eðlilegt sé
að láta frekari útfærslu bíða samninga við ein-
staka sjúkrastofnanir. „Þannig ýta lögin þessu á
undan sér,“ segir Páll. „I ljósi þess hvernig lög-
in um gagnagrunninn eru úr garði gerð og svo
þeirra krafna sem bæði Tölvunefnd og ráðu-
neytið hafa gert um skýra afmörkun, sem vænt-
anlegt leyfi á að taka til, varð hreinlega ekki
komist hjá því að verða við beiðni ráðuneytis-
ins.“
Hann bendir á að ekki fáist aðgangur að
sjúkraskrám nema tvö leyfi liggi fyrir. I fyrsta
lagi þurfi að liggja fyrir leyfi bærs aðila hjá
sjúkrastofnun. „Þetta leyfi fékkst hjá Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. En til þess að slíkur aðgangui’ sé
leyfður þarf líka leyfi Tölvunefndar sem nefndin
veitti á grundvelli 2. mgr. 5. gr. laga 121/1989,“
segir Páll. Hann bendir á að Tölvunefnd hafi
bundið leyfið ströngum skilyrðum, þ.á m. að
sjúkraskrárnar verði einvörðungu skoðaðar inn-
an veggja sjúkrahússins, engin afrit verði tekin
og skoðunin fari fram undir eftirliti læknis.
Páll segir að afmörkun ráðuneytis á því leyfi
sem það sótti um hafi verið í samræmi við þá
vinnslu sem gagnagrunnslögin byggjast á og ít-
rekar að fyrirhuguð könnun sé einungis forkönn-
un. „Það er raunar athyglisvert að slík kerfis-
bundin könnun skuli ekki hafa verið gerð miklu
fyrr og það jafnvel við undirbúning að setningu
laga um gagnagrunninn.“
■ Hlutur Tölvunefndar/16
■ Umdeild/37
Tilboð í hluta fast-
eigna Básafells
á Isafirði
Vilja opna
fiskrétta-
verk-
smiðju
HÓPUR fjárfesta undir stjóm Sam-
Oeinaðra útflytjenda hf. hefur gert
tilboð í hluta fasteigna Básafells hf.
á Isafirði með það meðal annars í
huga að koma á fót fiskréttaverk-
smiðju. Stefnt er að stofnfundi eign-
arhaldsfélags um viðkomandi fast-
eignir og stofnun fiskréttafyrirtæk-
is fyrir helgi, jafnvel á morgun.
Fasteignirnar sem um ræðir á
Isafirði eru við Sindragötu 5, 7 og
11, samtals tæplega 6.000 fermetr-
ar að grunnfleti. Ivar Pálsson,
stjórnarformaður Sameinaðra út-
flytjenda, segir að húsnæðið hafi í
æ ríkari mæli verið notað sem
geymsla og því hafi menn viljað
spoma við. Hann hefði því fengið
menn, meðal annars fjársterka
heimamenn, til að sameinast um
kaupin og síðan kæmu fleiri að
stofnun fiskréttaverksmiðjunnar.
„Verðið verður ekki gefið upp að
svo stöddu en að mati kaupenda og
seljenda er tilboðið sanngjarnt,"
segir hann.
Sameinaðir útflytjendur eiga hlut
í rækjuvinnslunni Pólar hf. á Siglu-
firði og hafa selt fyrir rækjuvinnsl-
ur, meðal annars fyrir Básafell, og
segir ívar að þar sem fyrirtækið að-
stoði aðra við sölu á rækjuafurðum
verði ekki farið út í rækjuvinnslu.
Hins vegar hafi vantað vettvang
fyrir sushi-framleiðslu og hugmynd-
in sé að opna fiskréttaverksmiðju á
efri hæðinni í húsinu við Sindragötu
7, þar sem Básafell hafi verið með
rækjuverksmiðju.
Skilorðsbund-
ið fangelsi
fyrir afritun
Windows
FRAMKVÆMDAST J ÓRI tölvu-
fyrirtækis var í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær dæmdur í 2 mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að
afrita Windows-stýrikerfið án heim-
ildar og setja það upp á tölvur sem
hann seldi síðan án samþykkis
Microsoft Corp. og án þess að
greiða því en það á höfundarrétt að
stýrikerfinu. Þá var fyrirtæki
mannsins dæmt til að greiða 300
þúsunda króna sekt.
í dómi Héraðsdóms segir að um
hafi verið að ræða gróft brot á höf-
undarrétti Microsoft Corporation
og ljóst að með háttsemi sinni hafí
maðurinn valdið Microsoft tjóni,
þótt ekki sé upplýst hversu miklu.
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra sótti málið af hálfu
ákæruvaldsins.
-----♦-♦-♦----
Fannst lát-
inn í Reykja-
víkurhöfn
KARLMAÐUR á þrítugsaldri
fannst látinn í Reykjavíkurhöfn síð-
astliðinn sunnudag. Tilkynntu sjó-
menn af erlendu skipi lögreglunni í
Reykjavík um líkfundinn. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
í Reykjavík bendir athugun hennar
á tildrögum að láti mannsins til þess
að um slys hafi verið að ræða.
-------------------
Bifreið for-
setafrúar
NOKKRIR úr fömneyti Hillary
Clinton, forsetafrúar Bandaríkj-
anna, komu á Hótel Sögu í gær.
Þangað kom einnig brynvarin og
sprengjuheld sex tonna glæsibif-
reið sem forsetafrúin mun ferðast
í og tveir bflar fyrir lífverði sem
fylgja munu forsetafrúnni hvert
fótmál.
Hillary Clinton kemur til lands-
ins á morgun og verður viðstödd
ráðstefnuna um konur og lýðræði,
sem stendur til sunnudags.
Fjarvinnslufyrirtæki Islenskrar miðlunar og heimamanna stofnað í Fjarðabyggð
Eitt stærsta fyrir
tækið á staðnum
UNNIÐ er að stofnun fjarvinnslu-
fyrirtækis á vegum íslenskrar
miðlunar hf. og heimamanna í
Fjarðabyggð. Starfsstöðvar verða
í Neskaupstað, á Eskifirði og
Reyðarfírði, samtals 36 starfs-
menn og verður fyrirtækið í hópi
stærri fyrirtækja í sveitarfélag-
inu.
Bæjaryfirvöld settu sig í sam-
band við eigendur Islenskrar
miðlunar hf. í sumar til að spyrj-
ast fyrir um möguleika á að koma
upp útibúi í Fjarðabyggð og kom í
ljós að fyrirtækið hafði þörf fyrir
það til að anna verkefnum sínum.
Rafn Jónsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Islenskrar miðlun-
ar, reiknar með að starfsemi hefj-
ist í Fjarðabyggð í upphafi næsta
árs.
Bæjarfélagið hefur annast und-
irbúning fyrir austan, útvegun hús-
næðis og stofnun fyrirtækis. Hlut-
verk íslenskrar miðlunar er að
setja upp aðstöðuna, þjálfa starfs-
fólk og útvega verkefni.
Islensk miðlun mun eiga 30%
hlutafjár í félaginu í Fjarðabyggð.
Ekki hefur verið gengið frá því
hverjir leggi til hlutafé af hálfu
heimaaðila en rætt hefur verið um
að bæjarfélagið, hugsanlega Eign-
arhaldsfélag Austurlands, lífeyris-
sjóðir, sjávarútvegsfyrirtæki og
fleiri aðilar verði eigendur. Heild-
arhlutafé verður 30 milljónir og
dugar það fyrir öllum stofnkostn-
aði og vel það.
Tíu almennir starfsmenn verða í
hverri starfsstöð ásamt verkstjóra,
auk eins framkvæmdastjóra og
tæknimanna. Fyrirtækið verður
eitt af stærri fyrirtækjum í Fjarða-
byggð. „Við höfum áhuga á að auka
fjölbreytni í atvinnulífi sveitarfé-
lagsins. Þetta fyrirtæki er mikil-
vægur þáttur í því,“ segir Smári
Geirsson, forseti bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar.
Viðræður á Norðurlandi
íslensk miðlun hf. hefur verið að
setja upp starfsstöðvar víða um
landið. Auk viðræðna um stofnun
fyrirtækis í Fjarðabyggð standa
yfir viðræður um stofnun starfs-
stöðva á Ólafsfirði, Sauðárkróki,
Blönduósi, Hvammstanga og
Húsavík, að sögn Rafns Jónssonar.
lorgunblaðsins
Ásgeir Elíasson ráðinn
þjálfari Þróttara C/t
ú 11
e r a
Sérblad um viðskipti/atvinnulíf
'***• í úrivitf
Knattspyrnulandsliðið
komið saman í París C/2
www.mbi.is