Morgunblaðið - 07.10.1999, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Samkeppnisráð bannar miðdegisflug Flugfélags Islands á milli Egilsstaða og Reykjavíkur
Engin farþegaQölgun
í miðdegisfluginu
NÝTT miðdegisflug Flugfélags ís-
lands á milli Reykjavíkur og Egils-
staða samkvæmt vetraráætlun fé-
lagsins brýtur gegn ákvæðum sam-
keppnislaga að mati samkeppnis-
ráðs og hefur flugfélaginu því verið
bannað að fljúga miðdegisflug á
milli ákvörðunarstaðanna.
Að sögn Jón Karls Ólafssonai',
framkvæmdastjóra Flugfélags Is-
lands, mun flugfélagið fara með
ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýj-
unarnefndar samkeppnismála og
verði ákvörðun samkeppnisráðs
staðfest þar, muni félagið fara með
málið fyrir dómstóla. Segir Jón
Karl, að niðurstaða samkeppnisráðs
komi á óvart, því samkvæmt upp-
lýsingum frá Flugmálastjórn séu
Egilsstaðir annar stærsti áætlunar-
staðurinn í innanlandsflugi á eftir
Akureyri og hafi þar að auki verið
mjög vaxandi ákvörðunarstaður síð-
astliðin tvö ár. Hafi farþegafjöldi
aukist um 17% á flugleiðinni milli
Egilsstaða og Reykjavíkur frá árinu
1997.
Forsendur ákvörðunai’ Sam-
keppnisráðs eru m.a. þær að athug-
un samkeppnisyfirvalda hafi sýnt að
farþegafjölgun, sem varð í áætlun-
arflugi á fyrstu sex mánuðum ársins
hafi aðeins orðið i morgun- og
kvöldflugi en farþegum í miðdegis-
flugi hafi hins vegar ekki fjölgað.
Hafi verið sýnt fram á að miðdegis-
flug Flugfélags Islands yrði rekið
með miklu tapi miðað við núverandi
eftirspum eftir flugi á þeim tíma,
jafnvel þótt félaginu tækist að ná til
sín öllum farþegum Islandsflugs.
Telur samkeppnisráð þannig að
miðdegisflug félagsins sé til þess
fallið að eyða samkeppni á um-
ræddri flugleið samkvæmt vetrará-
ætlun og því fari miðdegisflugið
gegn ákvæðum samkeppnislaga.
Vekur mikla furðu
Jón Karl Ólafsson segir að það
veki mikla furðu að samkeppnisyfir-
völd telji nauðsynlegt að stunda
beina framleiðslustýringu gegn einu
félagi, sem stundi starfsemi á mark-
aði innanlandsflugs, ekki síst í ljósi
þess að innanlandsflug hafi verið
gefið frjálst um mitt ár 1997.
„Við munum að sjálfsögðu fara
með málið lengra því við getum ekki
lifað við það að vera með ótíma-
bundna framleiðslustýringu yfu-
okkur. Við munum því áfrýja þess-
um úrskurði og væntanlega fara
með málið fyrir dómstóla ef allt
annað bregst. Við verðum að fá úr
því skorið hvort slík framleiðslu-
stýring standist lög,“ segir Jón
Karl.
Ýmir HF
sjófær eft-
ir mánuð
GERT er ráð fyrir að frystitogarinn
Ýmir HF verði orðinn sjófær á ný
eftir rúman mánuð en skipið lagðist
á hliðina í Hafnarfjarðarhöfn í byrj-
un ágúst sl. með þeim afleiðingum að
sjór flæddi inn í skipið og skemmdi
innréttingar og vélar. Að sögn
Agústs Sigurðssonar, útgerðarstjóra
Stálskipa ehf., er nú unnið hörðum
höndum að því að laga skemmdir.
„Þetta er mikið verk. Það er verið að
innrétta íbúðir upp á nýtt og setja
vélarnar niður aftur. Við þurftum að
taka upp allar vélar í smá pörtum og
hreinsa þær. Það sem ekki er hægt
að gera við verður endurnýjað. Tæki
í brú sluppu hinsvegar að mestu. Það
hefur gengið erfiðlega að fá iðnaðar-
menn til að innrétta íbúðir og við
þurftum að panta efni í þær að utan.
En núna er allt komið á fullt og von-
andi verður skipið komið á sjó áður
en langt um líður,“ segir Ágúst.
-------------
Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingar,
segist ánægð með reykingabannið.
Morgunblaðið/Ásdís
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist vona að
þingmenn noti tækifærið og hætti að reykja.
Þingmenn
rólegir
yfir reyk-
ingabanni
FRÁ og með deginum í dag
verður bannað að reykja í
Alþingishúsinu og þeim
byggingum Alþingis sem opnar
eru almenningi.
Morgunblaðið ræddi við nokkra
þingmenn í gær sem sögðu að lítið
væri rætt um yfirvofandi
reykingabann í Alþingishúsinu.
Þetta væru bara reglur sem væri
búið að setja og sjálfsagt að fólk
færi eftir þeim. Þeir áttu þó ekki
von á því að þingmenn færu að
reykja úti undir húsveggjum.
Halldór Blöndal, forseti
Alþingis, sagði að nú þegar þessar
reglur hefðu verið settar vonaðist
hann til að fólk notaði tækifærið
og hætti að reykja, en það hafi
einmitt gerst á sínum tíma þegar
reykingar voru bannaðar í
samgönguráðuneytinu. Hann
sagði bannið gilda um
Alþingishúsið og önnur hús
þingsins sem opin væm
almenningi, en ekki væm settar
reglur um hvað fólk gerði á
einkaskrifstofum sínum.
Margrét Frímannsdóttir,
þingmaður Samfylkingar, er í
hópi þeirra þingmanna sem
reykja og sagðist hún vera ánægð
með að fá þetta tækifæri til að
hætta að því. Hún sagðist frekar
sleppa því að reykja en að fara út
undir húsvegg og bætti því við að
sér fyndist fullfrísku fólki engin
vorkunn að því að vera bannað að
reykja.
Ók á 121 km
hraða
ÞRÍR ökumenn voru teknir fyrir of
hraðan akstur í gær og var einn öku-
mannanna tekinn á 121 km hraða á
Reykjanesbraut við Sæbraut í gær
en þar er 60 km hámarkshraði. Óku-
maður er fæddur árið 1982.
Þá tók lögreglan í Reykjavík tvo
aðra ökumenn á yfir 100 km hraða
og var annar tekinn á Vesturlands-
vegi í Ártúnsbrekku á 104 km hraða
og hinn á Sæbraut á 108 km hraða.
------♦-♦-♦-----
Hafnaði á
ljosastaur
TVEGGJA bíla árekstur varð á Bú-
staðavegi sunnan við Miklubraut
rétt fyrir kl. 22 í gærkvöldi með
þeim afleiðingum að annar bílanna
hafnaði á ljósastaur.
Að sögn lögreglu slasaðist enginn
við áreksturinn.
Óskar Magnússon, starfandi stjórn-
arformaður Baugs hf.
Hættir hjá
Baugi um
áramót
ÓSKAR Magnússon mun láta af
starfi starfandi stjómarformanns
Baugs hf. um næstu áramót.
„Þetta er algjörlega að mínu frum-
kvæði,“ sagði Óskar Magnússon í
samtali við Morgunblaðið.
Óskar hefur verið starfandi
stjómarformaður frá stofnun
Baugs í júní 1998 en áður var hann
forstjóri Hagkaups, sem nú er í
eigu Baugs. „Þegar þessar breyt-
ingar urðu í fyrrasumar þá tók ég
að mér ákveðnar skuldbindingar
og ég tel mig hafa lokið þeim
núna,“ sagði Öskar um ástæður
starfslokanna nú.
Óskar sagði að á sínum tíma
hefði margt kallað á að stjórnar-
formaður væri í fullu starfi við
Baug. Eigendur Hagkaups seldu
hlut sinn til FBA og Kaupþings;
Hagkaupi var síðan skipt upp í
Nýkaup og Hagkaup, síðan vom
fyrirtækin sameinuð Bónusi og
þau gerð að almenningshlutafélagi
undir naíni Baugs. ,jUlt þetta var
mikið verk sem nú er að mestu lok-
ið og framundan hefðbundnari
störf við að styrkja innviðina og fé-
lagið út á við. Það verkefni er rétt
að reglulegir stjómendur Baugs
og verslanakeðjanna sem Baugur
rekur glími við. Því finnst mér eðli-
legt að þessi breyting verði nú á
næstu mánuðum," sagði Óskar.
Hann sagði ekki fullákveðið
hvað hann tæki sér fyrir hendur.
„En mér hefur staðið til boða að
vinna fyrir erlenda verslanakeðju
og til að byrja með mun ég sinna
verkefnum fyrir þá aðila,“ sagði
hann.
Borgarstjóri um Fljótsdalsvirkjun
Umhverfísmat er
skynsamlegt
„ÉG hefði talið það skynsamlegt
allra hluta vegna að Fljótsdalsvirkj-
un færi i umhverfismat,“ segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
en Olafur F. Magnússon, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, mun leggja
fram tillögu á fundi borgarstjórnar í
kvöld um að borgarstjórn skori á
Aþingi að sjá til þess að umhverfis-
mat fari fram. Borgarstjóri sagði vit-
að að mjög skiptar skoðanir væm í
borgarstjórn um hvort fram ætti að
fara umhverfismat.
„Enda má segja að verið sé að
flytja mál af landsmálavettvangi inn
í borgarstjórn og skoðanir fólks þar
eru mjög skiptar," sagði Ingibjörg.
„Þar em ýmsir þeirrar skoðunar að
málið eigi ekkert erindi í borgar-
stjórn. Þarna er verið að skora á Al-
þingi að fram fari umhverfismat og
þó að þetta mál varði Reykvíkinga
miklu varðar það kannski ekki
Reykvíkinga og Reykjavíkurborg
með neinum sértækum hætti óháð
eignaraðild borgarinnar í Lands-
virkjun. Alþingi hlýtur að vega og
meta afstöðu sína óháð því hverjir
eiga fyrirtækið. Ég hef heyrt það á
borgarfulltrúum að þeim finnist að
fólk geti haft sínar persónulegu
skoðanir á málinu en að þær eigi
ekkert erindi í borgarstjórn, þar
sem verið sé að skora á Alþingi í
máli sem snýr ekki eingöngu að
Reykvíkingum heldur landsmönnum
öllum.
Svo má segja að menn velti því
fyrir sér hvaða gagn þessi ályktun
geri málstaðnum sem tillagan á að
þjóna ef það er eins og mér sýnist að
það sé tvísýnt um afdrif hennar í
borgarstjórn," sagði borgarstjóri.
--------♦-♦-♦--------
NÁMSI
lÍNAN A
Við hjá Búnaðarbankanum vitum að nám er vinna. Viö
vitum líka að námsmenn eru duglegir og metnaðarfullir
og þess vegna viljum við veita þeim aðstoð.
Oddviti
Sjálfstæðisflokks
Styð ekki
tillöguna
„ÉG er þeirrar skoðunar að þessi
tillaga eigi ekki heima í borgarstjórn
Reykjavíkur," sagði Inga Jóna
Þórðardóttir oddviti Sjálfstæðis-
flokks um tillögu Ólafs F. Magnús-
sonar um að borgarstjórn skori á Al-
þingi að láta fara fram umhverfis-
mat vegna Fljótsdalsvirkjunar.
„Þetta er mál sem Alþingi mun
leiða til lykta,“ sagði hún. „Það er til
staðar virkjanaleyfi undanþegið um-
hverfismati. Ef vilji Alþingins stend-
ur til að breyta því þá er það rétti
vettvangurinn fyrir þær umræður.
Auk þess liggur fyrir að upplýsingar
varðandi umhverfisþátt málsins
verða lagðar fram mjög fljótlega og
ég treysti því að sú umræða verði
málefnaleg. Hún á að hafa sinn eðli-
lega gang á sínum rétta vettvangi.
Þannig að ég styð ekki tillögu
Ólafs.“