Morgunblaðið - 07.10.1999, Side 12

Morgunblaðið - 07.10.1999, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Stjörnugrís ehf. Umhverfís- ráðherra stefnt AÐSTANDENDUR Stjörnu- gríss ehf. í Melasveit hafa stefnt umhverfísráðherra vegna úrskurðar ráðherra um að fram skuli fara mat á um- hverfisáhrifum búsins. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra segir að stefnan komi sér ekki á óvart þar sem aðstandendur búsins hafi fyrir nokkru boðað í fjölmiðlum að þessi leið yrði farin. „Nú fer þetta eftir hefðbundnum far- vegi,“ sagði hún. Að sögn Guðjóns Ólafs Jóns- sonar, lögfræðings búsins, hef- ur dómstjórinn í Reykjavík fallist á að málið sæti flýtimeð- ferð fyrir héraðsdómi vegna þeirra hagsmuna sem í húfi eru og þýðingar málsins. Sagðist hann gera ráð fyrir að dómur gæti gengið innan tveggja mánaða. Morðmál sent ríkissak- sóknara LÖGREGLAN í Reykjavik hefur lokið rannsókn sinni á morðmálinu sem kom upp við Leifsgötu í miðjum júlímánuði og mun málið verða sent ríkis- saksóknara í dag, fimmtudag, þar sem það verður tekið til ákærumeðferðar. Þórhallur Ölver Gunnlaugs- son, sem setið hefur í gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar málsins, hefur lokið um helm- ingi gæsluvarðhaldsvistar sinnar, en hann var úrskurðað- ur í varðhald til 21. desember í héraði, en Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldsvist hans um 20 daga. Stal veski af konu HÁLFÞRÍTUGUR karlmaður þreif handtösku af konu á Grensásvegi snemma á þriðju- dagsmorgun nálægt Fells- múla. Reyndi þjófurinn að komast undan á hlaupum en nálægir leigubifreiðastjórar á Hreyfli brugðust hins vegar skjótt við og gripu þjófinn á hlaupum og heftu för hans þangað til lögregla kom á vett- vang og handtók hann. Konan meiddist ekki og fékk veskið sitt aftur. Maðurinn hefur áður fengið dóma fyrir auðgunarbrot, en á ekki önnur mál óafgreidd hjá lögreglu. Að sögn lögreglunnar var tilgangur ránsins að ná í peninga til að fjármagna fíkni- efnaneyslu. Stunginn með hnífí TÆPLEGA þrítugur karlmað- ur var stunginn í brjóstið með hnífi í fyrrakvöld í íbúð í Reykjavík. Hlaut maðurinn einnig áverka á baki og fór sjálfur á slysadeild til að láta huga að sárum sínum. Að lokinni aðgerð var mað- urinn færður til þriggja mán- aða refsiafplánunar í Hegning- arhúsinu vegna dóms, sem hann hafði áður hlotið. Árásarmaðurinn er tæplega fertugur og hefur lítið komið við sögu lögreglu og var einnig færður í fangelsi vegna áður- gengins dóms. Að sögn lögreglu mun tilefni hnífstunguárásarinnar hafa vera áætluð viðskipti mann- anna með fíkniefni. FRÉTTIR Efasemdir um málsmeðferð skýrslu Landsvirkjunar á Alþingi Verið að forðast aðalágreiningsefnið Leið til sátta, segir ráðherrra Veruleg gagnrýni hefur komið fram um fyrirhugaða meðferð skýrslu Landsvirkjun- ar um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar á Alþingi. Iðnaðarráðherra hefur boðað að hann muni leggja fram þingsályktunartil- lögu um að framkvæmdum verði framhald- ið við virkjunina. Ragna Sara Jónsdóttir kannaði viðhorf alþingismanna til málsins. Finnur Ingólfsson Steingrímur J. Sigfússon Ólafur Örn Haraldsson Skýrsla Landsvirkj- unar verður grundvöllur þingsálykt- unartillögu sem lögð verður fyrir Alþingi Margrét Frímannsdóttir Hjálmar Árnason Morgunblaðið/RAX Séð yfir hið umdeilda svæði við Eyjabakka. OLAFUR Öm Haraldsson, formaður umhverfis- nefndar, segir að með til- lögunni sé ráðherra að forðast aðalágreiningsefnið, það er að kanna vilja Alþingis fyrir því að fram fari formlegt mat á umhverfis- áhrifum virkjunarinnar. Hann segir að með tillögunni sé búið að útiloka umhverfisnefnd frá því að hafa eitt- hvað um málið að segja, en formað- ur iðnaðamefndar segist ætla að leggja til að málið verði sent um- hverfisnefnd til umsagnar. Viðbrögð Ólafs Arnar Haraldssonar við þingsályktunartillögu Finns Ingólfssonar um að framkvæmdum verði framhaldið við Fljótsdals- virkjun era mjög afdráttarlaus. Hann segist ekki skilja af hverju ráðherra sé „að ónáða Alþingi með slíkum tillöguflutningi," þar sem þegar liggi fyrir samkvæmt mati sama aðila ótvíræður lagagrandvöll- ur fyrir því að hefja framkvæmdir við virkjunina. „Einhver efi hlýtur því að vera í loftinu fyrst leggja þarf þetta fyrir þingið aftur,“ segir Ólaf- ur. Leið til sátta Finnur gerði grein fyrir þessu sjónarmiði sínu á fundi Samtaka iðnaðarins í gærmorgun. „Skýrsla Landsvirkjunar verður grandvöllur þingsályktunartillögu sem verður lögð fyrir þingið. Þar gefst 63 þing- mönnum kostur á að hafa allar skoðanir á því máli sem þeir vilja. Þá fáum við úr því skorið, hvort þingmeirihluti sé fyrir þessu máli. Alþingi íslendinga, í staðinn fyrir einn embættismann, mun fjalla um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar og fær öll þau tæki og tól sem það þarf til þess. [...] Þetta er sú leið sem er farin þannig að um málið skapist sátt,“ sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra. Ölafur Örn er ekki sammála Finni og kveðst hins vegar telja réttara, fyrst málið fer fyrir Alþingi en ekki til Skipulagsstofnunar, að ríkisstjómin leggi fram framvarp um þær breytingar sem þarf að gera til þess að framkvæma mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Hann sé þó ekki vongóður um það. „Fyrst ákveðið var að fara með þetta inn í þingið tel ég að þinglega meðferðin eigi að snúa að aðalá- greiningsefninu, það er að segja, matinu á umhverfisáhrifunum. Eg tel aðalatriðið að kannaður verði þingviljinn fyrir því að fram fari umferfismat á vii’kjuninni. Það er að beina sjónum að undanþágunni frá lögunum um mat á umhverfisá- hrifum," segir Ólafur og kveðst telja eðlilegra ef umhverfisráðherra hefði flutt tillögu um það. Ólafur segist hafa búist við því að skýrsla Landsvirkjunar fengi öðra- vísi málsmeðferð í þinginu þegar Halldór Ásgrímsson tilkynnti að farið yrði með skýrsluna fyrir þing. „Eg bjóst við að kannaður yrði þingviljinn fyrir því sem er aðalá- greiningsefnið og auðvitað varð ég fyrir veralegum vonbrigðum. Það er enginn að efast um að þeir hafi ekki virkjunarleyfið." Verið að flýja með málið til iðnaðarnefndar Ólafur segist telja að verið sé að flýja með málið til iðnaðarnefndar þar sem ríkisstjórnin sé viss um að málið hljóti eindreginn stuðning. Verið sé að flýja með málið í fyrsta lagi frá almenningi með því að láta ekki framkvæmda umhverfismat, og í öðra lagi frá umhverfisnefnd. Einnig virðist sem ríkisstjómin vilji ekki breyta tilhögun virkjunarinn- ar, þar sem hún yrði umhverfis- matsskyld ef breytingar væra gerð- ar á henni. Þá segist hann óttast að iðnaðamefnd muni ein fjalla um málið og umhverfisnefnd fái málið eingöngu til umsagnar. Umhverfísnefnd veitt tækifæri til að gefa umsögn Formaður iðnaðarnefndar er Hjálmar Ámason. Aðspurður segist hann telja eðlilegt að tillagan komi frá iðnaðarráðherra en ekki frá um- hverfisráðherra þar sem málið hafi verið afgreitt á sínum tíma út úr þinginu sem iðnaðarmál. Hann kveðst jafnframt telja eðlilegt að iðnaðamefnd leiti eftir umsögn um- hverfisnefndar um málið. Aðspurður hvort hann telji þing- menn færa um að leggja mat á inni- hald skýrslu Landsvirkjunar, þar sem upplýsingarnar sem þar era settar fram séu mjög tæknilegar og sértækar, kveðst Hjálmar telja að þeir séu vel færir um það. „Alþingismenn hafa alla mögu- leika til þess. Það er styrkur Al- þingis að geta kallað til sérfræðinga á öllum sviðum og því er ekki að leyna að felstir ef ekki allir þing- menn era búnir að setja sig betur inn í þetta mál en flest önnur mál,“ sagði Hjálmar Amason. Stjómarandstaðan vill umræðu um mat á umhverfisáhrifum Stjórnarandstöðuflokkarnir Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Samfylkingin hafa lýst því yfir ítrekað að þeir telji að gera eigi mat á umhverfisáhrifum Fljóts- dalsvirkjunar. Vinstrihreyfingin hefur lagt fram þingsályktunartil- lögu í fjögur skipti þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum virkjunar- innar. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs segist ekkert hafa nema gott að segja um það að skýrsla Landsvirkjunar komi til umfjöllunar í þinginu. „Hitt er allt annað og alvarlegra mál ef á að láta þar við sitja að fjalla um hana hér og flytja svo einhverja tillögu í gegnum iðnaðamefnd og þar með sé umfjöllun Alþingis um málið lok- ið. Við teljum að hér eigi að taka grandvallarafstöðu til þess hvort Fljótsdalsvirkjun eigi að fara í um- hverfismat og við höfum verið með tillögu um það,“ segir Steingrímur. Steingrímur segist treysta þing- mönnum til að átta sig á því á hvaða grundvelli skýrsla Landsvirkjunar sé gerð og að þeir ragla því ekki saman við lögformlegt umhverfis- mat. Það sé hins vegar ljóst að stjómvöld séu að reyna að stytta sér leið með þessari meðferð á málinu. Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, segir að- spurð að sér hefði þótt eðlilegt í ljósi yfirlýsinga stjórnvalda um að Alþingi eigi að taka ákvörðun í mál- inu, að lögð hefði verið fram tillaga um hvort gera skyldi mat á um- hverfisáhrifum virkjunarinnar og tillögunni vísað til umhverfisnefnd- ar. Finnur Ingólfsson sagði aðspurð- ur um þá gagnrýni sem fram hefur komið á fyi-irhugaða meðferð máls- ins á Alþingi að þingsályktunartil- lagan væri lögð fram með þessum hætti vegna þess að menn hefðu efasemdir um að enn væri þing- meirihluti fyrir leyfi Landsvirkjun- ar til að virkja Jökulsá í Fljótdal, sem leyfið væri orðið mjög gamalt, en það var veitt 1981. „Þá þykir mér vera rétt að það verði kannað með þingsályktunartillögu með ótvíræð- um hætti hvort það sé ekki öragg- lega þingmeirihluti fyrir þessu,“ sagði Finnur í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði jafnframt að um- hverfisáhrif virkjunar Jökulsár í Fljótsdal hefðu verið í mati í áratug eða meira en rannsóknir hefðu farið fram í allan þann tíma. Aðspurður hvort iðnaðarnefnd ein myndi fá málið til umfjöllunar sagðist hann munu mæla með því við iðnaðar- nefnd að senda málið til umhverfis- nefndar til umsagnar. Ólafur Örn Haraldsson segist að lokum hafa fundið fyrir gríðarlegum stuðningi bæði í Framsóknarflokkn- um og í samfélaginu almennt við sjónarmið sín í málinu. „Það sem ég finn að fer í taugarnar á fólki er þessi vanvirða við eðlileg vinnu- brögð, burtséð frá skoðunum fólks- ins,“ segir Ólafur. Hann segist ekki hafa hugleitt að segja sig úr Fram- sóknarflokknum, að minnsta kosti ekki ennþá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.