Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 14

Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Götusmiðjan kaupir gistiheimilið að Árvöllum fyrir meðferðarheimili Himna- sending fyrir starf- semina íbúar á svæðinu ósáttir við þessa ráðstöfun Morgunblaðið/Eiríkur P. Mummi ásamt Bjama bróður sínum og heimilishundinum Sóloni. í baksýn sjást húsin að Árvöllum. Vinstra megin sér í sumarbústaðinn, í miðjunni og aftar er hús með svefnherbergjum og setustofu, en meðferðin sjálf mun fara fram í húsinu lengst til hægri. Kjalarnes STARFSFÓLK Götusmiðj- unnar vinnur þessa dagana hörðum höndum við að breyta gistiheimilinu að Ar- völlum í meðferðarheimili fyrir ungt fólk sem á í vímu- efnavanda. Götusmiðjan rak áður slíkt heimili í Duggu- vogi undir nafninu Virkið, en starfseminni var hætt þar í síðasta mánuði. Að sögn Guðmundar Týs Þórar- inssonar framkvæmdastjóra Götusmiðjunnar, eða Mumma eins og hann er betur þekktur, er gistiheim- ilið sannkölluð himnasend- ing fyrir starfsemina, hvað húsakost, aðstöðu, land- svæði og staðsetningu varð- ar. Ekki eru þó allir á sama máli því íbúar hafa sent undirskriftalista til skipu- lagsyfirvalda borgarinnar, þar sem rekstri meðferðar- heimilis að Arvöllum er mót- mælt, m.a. á þeim forsend- um að reksturinn komi til með að valda verulegri skerðingu á kostum svæðis- ins fyrir núverandi íbúa og landeigendur. Mummi segir að markmið Götusmiðjunnar sé að hjálpa ungu fólki sem villst hefur inn í heim fíkniefna og af- brota að sveigja líf sitt í já- kvæðan farveg og standa á eigin fótum. Hann segir að húsnæðið að Árvöllum henti mjög vel fyrir meðferðar- heimili. Það sé hannað sem gistiheimili og að ekki þurfí að breyta því mikið fyrir starfsemi meðferðarheimilis. Jafnframt því segir hann að til standi að nýta vel þá 9 hektara landareign sem fylg- ir heimilinu. Stefnt sé að því að hefja trjárækt og koma upp matjurtagörðum á jörð- inni og einnig komi til greina að vera með hesta. Markmið- ið sé að kenna krökkunum að bera virðingu fyrir náttúr- unni og hvað hún hefur upp á að bjóða. Góð aðstaða er fyrir heim- ilið að Árvöllum. Þar eru þrjú hús sem nýtast vel að sögn Mumma. I einu húsanna eru góð tveggja manna herbergi og setustofa þar sem krakk- arnir munu gista. Meðferðin sjálf fer fram í öðru húsi, þar sem að verða viðtalsherbergi, skrifstofur, matsalur og fundarherbergi. Þriðja húsið er sumarbústaður sem Mummi segir að nýtist vel fyrir þá sem koma í stutta dvöl og fjölskyldur sem koma til að taka þátt í meðferðinni. Fyrir utan gistihúsið eru heitir pottar og gufubað og telur Mummi að þetta sé eina meðferðarheimilið í heimin- um sem státar af slíku. Þörfín gífurleg fyrir meðferðarheimili Hann segir að það sé skil- yrði að krakkarnir komi sjálfviljugir í meðferð. Það sé ekki tekið við þeim dópuðum eða rugluðum, á því er tekið í bænum eftir öðrum leiðum, þannig að þau komi í með- ferðina allsgáð. Á heimilinu gangast þau undir tveggja og hálfs mánaðar meðferð sem byggir á persónulegri nálgun og sjálfshjálp. Þau eru alltaf undir leiðsögn og á staðnum eru standandi vaktir allan sólarhringinn með afar hæfu og metnaðarfullu starfsfólki, að sögn Mumma. Eftir þann tíma tekur við eftirmeðferð, viðtöl og aðstoð við að fóta sig í lífinu. Mummi segir krakkana þurfa mikinn fé- lagslegan stuðning eftir með- ferðina. Stefnt er að því að aldrei verði fleiri en 18-20 í einu í meðferð að Árvöllum. Flestir voru krakkarnir 14 í Virkinu við Dugguvog og þar var orðið allt of þröngt um starf- semina segir Mummi. Við meðferðarheimilið starfa 19 manns í fullu starfi, auk læknis, geðlæknis, sálfræð- ings með handleiðslu fyrir starfsfólk og_ bókari og lög- fræðingur. í heildina séð munu um 25 manns koma að starfí Götusmiðjunnar að Ár- völlum. Eftir að Virkinu var lokað í síðasta mánuði og allir sem þar voru útskrifaðir, hefur ekki verið hægt að taka við neinum í meðferð. Stefnt er að því að opna heimilið að Árvöllum 1. nóvember n.k. og segir Mummi það erfiðast við biðtímann að fá mörg símtöl á dag frá ungu fólki sem er að biðja um aðstoð og geta ekki sagt annað en að því miður sé ekki búið að opna ennþá. Hann segir að nú sé fyrirliggjandi biðlisti upp á 50 manns og þörfín sé gífurleg. íbúar mótmæla Ekki eru allir jafn ánægðir með með þessa ráðstöfun og forsvarsmenn Götusmiðj- unnar. I síðasta mánuði sendu íbúar á Kjalarnesi undirskriftarlista til skipu- alagsyfirvalda þar sem fyrir- huguðu meðferðarheimiji að Arvöllum er mótmælt. I er- indinu sem um 30 íbúar skrifuðu undir, er bent á að rekstur meðferðarheimilis muni „brjóta í bága við gild- andi aðalskipulag en þar eru Esjuhlíðar skilgreindar sem landbúnaðarsvæði." Telja íbúar að Árvellir á Kjalar- nesi séu ekki rétti staðurinn fyrir slíka starfsemi „miðað við núverandi skipulag og að- stæður.“ Bent er á að íbúar hafi á sínum tíma mótmælt því að þarna yrði gistiheimili og að í Esjuhlíðum „séu smá- býli þar sem íbúar geta mót- að umhverfi sitt á stórum lóðum og sinnt áhugamálum sínum svo sem hesta- mennsku, trjárækt o.s.frv." Jafnframt segir að fyrirhug- aður rekstur meðferðar- heimilis verði „að teljast til verulegra breytinga fyrir svæðið sem draga stórlega úr kostum þess að búa á smábýlum á landbúnaðar- svæði Esjuhlíða og kann að hamla möguleikum fólks til að selja eignir sínar á verði sem ella hefði fengist fyrir smábýli á landbúnaðar- svæði.“ „Það hefur verið svolítill skjálfti í Kjalnesingum út af okkur. Fólk er óöruggt, en ég held að fólk þurfi ekkert að óttast okkur. Hingað kemur enginn undir áhrifum, aliir koma edrú og fara edrú. Ef einhver krakki fer úr meðferðinni, mun hann svo sannarlega ekki hanga í tún- fætinum hér, heldur fara eitthvað allt annað. Krakk- arnir eru síðan stöðugt undir eftirliti, við verðum eins og ein stór fjölskylda hérna, og það er í raun ekkert að ótt- ast,“ segir Mummi. Hann segir að nágranni Árvalla hafi verið að karpa út af afleggjaranum, sem er sameiginlegur, en nú sé Götusmiðjan að leita leiða til að færa hann inn á lóð Ár- valla og hafa hann sér. „Okk- ur er mjög í mun að búa hér í sátt og samlyndi við Kjalnes- inga. Fordæmið er til staðar, hérna hinum megin við veg- inn rekur SÁÁ meðferðar- heimilið Vík og Tindar voru hérna rétt hjá.“ „Við munum gera allt sem við getum til að leysa þetta friðsamlega við alla nábúa okkar hér. Takist það sé ég framtíðina fyrir mér sem bjartan og breiðan veg fyrir Götusmiðjuna, þar sem við höfum gott pláss tO að vinna með þeim krökkum sem hingað leita. Þeim hefur liðið mjög vel hjá okkur og ætti að iíða ennþá betur hér í rýmra og þetra húsnæði," segir Mummi. * Strætisvagnaferðir frá bflastæði HI niður í miðbæ ílla nýttar U mfer ðarhópur fjallar um málið Reykjavík BÍLASTÆÐASJÓÐUR, Strætis- vagnar Reykjavíkur og miðborgar- stjórn hafa kynnt niðurstöður könn- unar sem gerð var á meðal þeirra farþega sem nýttu sér ókeypis ferð- ir SVR frá bílastæði Háskólans og niður í miðbæ. Að sögn Þórhalls Arnar Guðlaugssonar, forstöðu- manns markaðs- og þróunarsviðs SVR, var að meðaltali einn farþegi í hverri ferð og nam kostnaður við hvern farþega 842 krónum. „Það er ljóst að tilkostnaður vegna svona verkefnis er mjög mik- ill og að langan tíma mun taka að nú góðri nýtingu," sagði Þórhallur Öm. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort boðið verður upp á þessa þjónustu næsta sumar. I raun er meiri þörf á henni yfír vetrartímann þegar um- ferð er meiri, menntaskólamir byrj- aðir og því fleiri sem sækja í mið- bæinn. Bílastæðið við Háskólann er hinsvegar ekki í boði yfir vetrartím- ann, þar sem nemendur skólans nota það.“ Heildarkostnaður 4,2 milljónir Tilraunin, sem bar heitið „Stæði og strætó“ hófst 1. júní og lauk 31. ágúst og sagði Þórhallur Örn, að heildarkostnaður hefði verið 4,2 mOljónir króna. HeOdarfjöldi far- þega var 4.822. Stefán Haraldsson, fram- kvæmdastjóri bílastæðasjóðs, sagði að sjóðurinn hefði fylgst með nýt- ingu bflastæðanna við Háskólann, þar sem fólki var gert að leggja ef það viidi nýta sér ferðimar með strætó niður í miðbæ. Að sögn Stef- áns kom í ljós að nýtingin var slök, en meðalnýtingin var um 25 bflar á dag, en bflastæðið rúmar á þriðja hundrað bfla. Stefán sagði að miðað við það ástand sem hefði skapast í Kvosinni í sumar, hefði mátt áætla að það vantaði um 300 bflastæði. Hann sagði að þar sem sú þjónusta sem SVR hefði boðið upp á í sumar hefði ekki gengið upp þyrftu menn aug- ijóslega að hugsa dæmið upp á nýtt. „Það er reyndar mín skoðun að fyrirkomulag sem þetta virki í borg- um þar sem fólk þarf að keyra um 30 kflómetra í vinnuna, þá leggur það kannski í stæði 10 kílómetrum frá vinnustaðnum og tekur almenn- ingsvagn þaðan,“ sagði Stefán. „Ef uppfæra ætti þetta yfir á Island myndi fólk leggja heima hjá sér og taka strætó í vinnuna. I úthverfum borgarinnar standa þúsundir bfla- stæða vannýtt daglangt." Um 90% notenda ánægð með þjónustuna Þórhallur Örn sá um framkvæmd viðhorfskönnunar sem gerð var meðal þeirra sem notuðu þjónust- una í sumar, en 140 manns svöruðu. Að sögn Þórhalls Ai’nar voru 87% notendanna mjög eða frekar ánægðir með þjónustuna. Um 27% nýttu sér þjónustuna reglulega, þ.e. þrisvar eða oftar í viku. Um 44% þeirra sem notuðu þjónustuna voru að fara til vinnu, en 31% voru að fara í miðbæinn til að versla eða nota aðra þjónustu. Stærsti hluti þeÚTa sem nýtti sér þjónustuna, eða 41% hafði áður notað gjaldtöku- stæði í miðbænum. I könnuninni kom einnig fram að um 84% notendanna töldu frekar eða mjög líklegt að þeir myndu nota sömu eða sambærilega þjónustu ef hún byðist aftur. Hinsvegar voru aðeins 40% tilbúnir til að borga fyr- ir þjónustuna. Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri miðborgarinnar, vildi alls ekki taka fyrir það að boðið yrði upp á sambærilega þjónustu, og boðið var upp á í sumar, í náinni framtíð. Hún sagði að þar sem til- raunin hefði staðið í mjög stuttan tíma væri erfitt að draga af henni ályktanir. Þrýstingur frá íbúum Að sögn Kristínar ákvað mið- borgarstjóm að vísa málinu tfl sér- staks umferðarhóps, sem hefur það hlutverk að móta tillögur varðandi stefnu í umferðannálum fyrir borg- arstjórn. I umferðarhópnum sitja embættismenn og þrír fulltrúar, sem miðborgarstjórn hefur tflnefnt, þ.e. íbúai’ miðbæjarins og verslun- areigandi. Kristín sagði að eins og staðan væri í dag væri mikið lagt við íbúð- argötur og að vaxandi þrýstingur væri frá íbúum um að eitthvað yrði aðhafst í þeim málum. Hún sagði að komið hefði upp sú hugmynd að hafa gjaldskyldu við íbúðargöturnar til að sporna gegn því að fólk legði allan daginn við íbúðarhúsin. Að sögn Kristínar er verið að kanna ýmsar leiðir til að auðvelda fólki að ferðast í miðbæinn. Hún sagði að hægt væri að leysa hluta af vandanum með því að koma upp bfla- stæðahúsi eða bílastæðum spölkom frá miðbænum, þar sem fólki gæfist kostur á að taka strætó í miðbæinn, líkt og í sumar. Að sögn Kristínar er nánast öruggt að tekið verður gjald af slíkri þjónustu í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.