Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Snarpar utandagskrárumræður á Alþingi um aðgang að sjúkraskýrslum Hlutur Tölvunefndar harðlega gagnrýndur í UTANDAGSKRÁRUMRÆÐU á Alþingi í gær gagnrýndu stjómar- andstæðingar harðlega leyfi sem Tölvunefnd veitti fimm stai’fsmönn- um Islenskrar erfðagreiningar til skoðunar á þrjátíu sjúkraskýrslum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, ríkisstjómina, Tölvu- nefnd og Vísindasiðanefnd hafa brugðist algerlega í málinu og full- yrti Ögmundur - sem átti frum- kvæði að því að málið væri rætt ut- an dagskrár á Alþingi - að þetta mál sýndi að ríkisstjórninni væri ekki treystandi í samningaviðræð- um við Islenska erfðagreiningu um rekstur gagnagranns á heilbrigðis- sviði. Ögmundur sagði í ræðu sinni í gær að það hefði vakið athygli og furðu í liðinni viku þegar fréttist að samkvæmt heimild Tölvunefndar hefðu starfsmenn íslenskrai- erfða- greiningar fengið leyfi til að gramsa í gögnum sjúklinga án þess að per- sónueinkenni væra afmáð. Síðar hefði komið í ljós að forsvarsmenn sjúkrahússins hygðust hafa vit fyrir Tölvunefnd og að þeir mæltust til þess að nöfn sjúklinganna yrðu af- máð. Eftir sem áður ættu starfs- menn Islenskrar erfðagreiningar að fá aðgang. Ögmundur benti á að þrátt fyrir lagalegar heimildir um gerð mið- lægs gagnagranns á heilbrigðis- sviði, og greinilegan ásetning ríkis- stjórnarinnar að semja við Islenska erfðagreiningu um afnot af heilsu- farsupplýsingum íslensku þjóðar- innar, þá væri staðreyndin sú að ekki hefði enn verið gengið frá samningum við fyrirtækið. Taldi þingmaðurinn að eðlilegt væri að þeir, sem væra áhugasamir um jafnræði með fyrirtækjum, spyrðu hvers vegna fulltrúum Islenskrar erfðagreiningar væri veittur þessi forgangur. Grundvallaratriði málsins taldi Ögmundur vera að verja sjúklinga og standa vörð um lagalegan og sið- ferðilegan rétt þeirra. „Pær varnir era því miður að brotna niður. Eða það sem verra er, ríkisstjórnin er að brjóta þær niður,“ sagði hann. Ögmundur kvaðst telja fyllstu ástæðu til að hafa af því áhyggjur að þeir sem ættu að standa vörð um mannréttindi og almannahag í heil- Sturla D. Þorsteinsson og Kristján Pálsson stinga saman nefjum. ALÞINGI brigðisþjónustunni væra að bregð- ast skyldu sinni. Þar sagðist hann horfa til fjögurra aðila; Vísindasiða- nefndar, starfsmanna heilbrigðis- þjónustunnar, Tölvunefndar og loks Álþingis og ríkisstjórnar. Ógmundur lýstu ánægju með ályktun Læknafélags íslands í gær, þar sem kom fram að leyfið sam- rýmdist vart landslögum eða siða- reglum lækna, en sagði ljóst að hin- ir aðilamir þrír; Vísindasiðanefnd, Tölvunefnd og ríkisstjórn hefðu bragðist algerlega. Bað Ögmundur heilbrigðisráðherra að svara því með hvaða hætti hún hefði komið að málinu, og jafnframt að hún segði þingheimi frá því hvernig hún hygð- ist beita sér í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefði komið. Liður í undirbúningi rekstrar- leyfis gagnagrunns I svai-i Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra kom fram að hér væri um lið í undirbúningi veit- ingu rekstrarleyfis á gagnagranni á heilbrigðissviði að ræða. Nefnd sem skipuð var til að gera tillögur til heilbrigðisráðherra þar að lútandi hefði lagt fram beiðnina við Tölvunefnd, um að fulltrúum ís- lenskrar erfða- greiningar og Sjúkrahúss Reykjavíkur yrði veittur aðgangur að þrjátíu sjúkraskrám, og hefði hugmyndin verið sú að menn fengju tækifæri til að átta sig betur á því hvaða upplýsing- ar væru skráðar í sjúkraskrár. Ingbjörg sagði að Tölvunefnd hefði veitt leyfið tafarlaust með skil- yrðum sem viðkomandi sættu sig við. Heilbrigðisráðuneytið hefði hins vegar ekki komið með beinum hætti að málinu og benti ráðherr- ann á að persónuvemd heyrði undii' Tölvunefnd og dómsmálaráðuneyti. Ingibjörg tók sérstaklega fram að færustu sérfræðingar hefðu komið að þessu máli. „Eg treysti fullkom- lega mati sérfræðinganna, sem kunnh' eru fyrir ábyrgð í störfum sínum, til að fara með þetta mál samkvæmt ströngustu kröfum. Tölvunefnd hefur hingað til verið fullkomlega treystandi þegar per- sónuvernd er annars vegar. Skilyrði hennar nú sýna að hún er traustsins verð,“ sagði Ingibjörg. Skýrslur þeirra sem hafa sagt sig frá gagnagrunni ekki undan- skildar skoðuninni Snarpar umræður urðu að aflokn- um orðaskiptum Ögmundar og Ingibjargar og sagði Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, það alvarlegt þegar Tölvunefnd veitti aðgang að sjúkra- skrám án þess að leyfis sjúklinga hefði verið leitað. „Við skulum ekki gleyma því að tólf þúsund og sjö hundruð manns hér á landi vilja ekki heimila aðgang að sínum sjúkraskrám og heilsufarsupplýs- ingum,“ sagði Ásta Ragnheiður. Hún kvaðst fagna afskiptum landlæknis og yfirmanna Sjúkra- húss Reykjavíkur af málinu og sagði málið hafa verið leyst að þeirra framkvæði. „En svona vinnu- brögð rýra álit og traust Tölvu- Morgunblaðið/Kristinn Ögmundur Jónasson taldi það vera grundvallaratriði að verja sjúk- linga og standa vörð um lagalegan og siðferðilegan rétt þeirra. nefndar og skaða vísindastarf á sviðum erfðafræði." Katrín Fjelsted, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagði að það hefði vak- ið furðu sína er hún heyrði að Tölvunefnd hefði veitt utanaðkom- andi aðilum heimild til að skoða sjúkraskýrslur þrjátíu aðila án þess að fyrir lægi samþykki þeirra sjúk- linga sem í hlut ættu, eða þá lækna spítalans sem þessar sjúkraskrár hefðu skráð sem trúnaðarmál. Ekki síst kvaðst Katrín hafa undrast að skýrslur þeirra þúsunda, sem sagt hefðu sig frá gagnagranni á heilbrigðissviði, ættu ekki að verða undanskildar. Sagðist hún treysta því að yfii-völd myndu fara að ráðum landlæknis sem komið hefði með ábendingar um að ná mætti markmiðum Tölvunefndar á annan hátt. Vegið að Tölvunefnd Fleiri stjórnarandstæðingar kváðu sér hljóðs í umræðunum, og gagnrýndu harðlega ákvörðun Tölvunefndar, sem þeir sögðu brot á öllum siðferðislögmálum. Þeir Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, héldu hins vegar uppi vömum fyrir Tölvunefnd og Krist- inn sagðist ekki geta séð að nefndin hefði misstigið sig, ef miðað væri við þær reglur sem um starfsemi henn- ar gilti. Sagði Kristinn að það kæmi sér á óvart að vegið væri að Tölvu- nefnd með þeim hætti sem gert hefði verið í umræðunni og bætti því við að ekki væri hægt að gagn- rýna Tölvunefnd út frá afstöðu manna til þess hvort gera ætti gagnagrunn eða ekki. Kvaðst Kristinn telja eðlilegt að fyrst að búið væri að ákveða að gera gagna- grunn þyrftu þeir, sem ættu að smíða hann, að hafa aðgang að gögnum til að geta ákveðið hvernig standa ætti að verki. Fjármálaráðherra leggur til breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum og eldsneyti Alþingi Dagskrá Vörugjald á bensíni verði föst krónutala Markmiðið að draga úr áhrifum sveiflna á bensínverði GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mælti í gær fyrir lagabreytinga- frumvarpi um vöragjald af ökutækj- um og eldsneyti en skv. framvarpinu verður vörugjald af bensíni framveg- is föst krónutala, í stað þess að vera prósentuhluti af tollverði, eins og verið hefur. Kom fram í máli fjár- málaráðherra að markmið ríkis- stjórnarinnar með þessari breytingu væri að draga úr áhrifum mikilla sveiflna á bensínverði; en verð á bensíni hefur undanfarna mánuði hækkað gífurlega. I núgildandi lögum er vörugjald af bensíni 97% af tollverði en laga- frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að það verði föst krónutala, 10,50 krónur af hverjum lítra af bensíni. Sagði Geir H. Haarde að samkvæmt núgildandi lögum og miðað við bensínverð í dag fengi rík- ið 12,80 krónur á hvern seldan lítra, og því væri ljóst að þessi breyting ætti að þýða lækkun bensínverðs um allt að þrjár krónur fyrir bifreiða- eigendur. Fjármálaráðherra kvaðst við um- ræður um framvarpið telja að um skynsamlega breytingu væri að ræða. „Með þessu móti fáum við ekki aðrar sveiflur í bensínverð okk- ar en þær sem koma beinlínis utan frá. Við erum ekki að magna þær um helming eins og við geram við núverandi gjaldtökukerfi,“ sagði Geir. Viðleitni stjórnvalda fagnað Hvatti ráðherrann jafnframt til þess að lagafrumvarp þetta yrði af- greitt fljótt og öragglega, bensínnot- endur myndu borga brúsann, og rík- ið héldi áfram að hagnast af hárri gjaldtöku á meðan, ef þingmenn kysu að tefja afgreiðslu málsins. Stjórnarandstæðingar fögnuðu velflestir viðleitni ríkisstjórnarinn- ar en Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingar, benti á að Samfylkingin hefði hvatt til sam- bærilegra aðgerða þegar í sumar. Hverju sem það sætti hét hún því að Samfylkingin myndi greiða frumvarpinu leið en lýsti þó efa- semdum um þá aðferð og þær við- miðanir sem fjármálaráðherra not- aði við útreikninga fastrar krónu- tölu vörugjaldsins. Sagðist Jóhanna telja að skyn- samlegra væri að hafa lagatexta um vörugjald óbreyttan en að sett væri þak á gjaldið. Taldi hún að almennt væri skattlagning á bifreiðaeigend- ur á íslandi á ystu mörkum þess sem forsvaranlegt væri. Bæði Jóhanna og Ögmundur Jón- asson, þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs, sögðu nauðsynlegt að mál þetta fengi góða umfjöllun á þingi, og því væru ummæli fjármálaráðherra um hugs- anlegar tafir á afgreiðslu málsins gagnrýni verð. Ögmundur lýsti sig samþykkan grundvallarhugmynd frumvarpsins; þ.e. að festa upphæð vörugjaldsins, en sagði að þessi mál yrði að skoða með hliðsjón af al- menningssamgöngum. I frumvarpi fjármálaráðherrans er jafnframt gert ráð fyrir að felld verði úr gildi heimild ráðherra til að hækka bensíngjald, hið sérstaka vörugjald sem rennur til vegagerð- ar, í samræmi við hækkun bygging- arvísitölu. Spunnust nokkrar um- ræður um þetta atriði en Guðmund- ur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, velti því fyrir sér hvort orðalagsbreytingar á þessari grein laganna þýddu að hætta væri á að vegagerðin fengi e.t.v. ekki það fé sem henni bæri skv. laganna hljóðan. ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: 1. Staða garðyrkjubænda, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 2. Kjör einstæðra foreldra, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 3. títtekt á stjómunar- og eigna- tengslum milli fyrirtækja á íslensk- um markaði, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 4. Vömgjald af ökutækjum, eldsneyti. Frh. 1. umræðu. 5. Skattfrelsi norrænna verð- launa. 1. umr. 6. Tekjuskattur og eignaskattur. 1. umr. 7. Starfsheiti landslagshönnuða. 1. umr. 8. Iðnaðarlög. 1. umr. 9. Öryggi greiðslufyrirmæla. 1. umr. 10. Innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. 1. umr. 11 „Dreifð eignaraðild að við- skiptabönkum og öðmm lánastofn- unum. 1. umr. 12. Mat á umhverfísáhrifum fyr- irhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Fyrri umr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.