Morgunblaðið - 07.10.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 21
NEYTENDUR
Þýskaland, Berlín
Grænmetissala
á g'ötuhornum
I ÞYSKALANDI
eru tollar á græn-
meti og ávöxtum
frekar lágir. Erlent
grænmeti er yfirleitt
ódýrara en innlent
sem lækkar þó í
verði þegar uppsker-
an stendur hæst.
Verðkönnunin var
gerð í „Kaiser’s Verbraucher-
markt“ sem er með betri stórmörk-
uðum í Berlín og svipar að mörgu
leyti til Hagkaups. Úrvalið er mjög
gott á grænmeti sem og á öðrum
vörum þótt ekki sé alltaf hægt að fá
grænmeti s.s. rauðar kartöflur, blá-
ber og rauð vínber. Þar má þó líkt
og í Hagkaup finna ýmislegt góð-
gæti á borð við avókadó og mangó
og annað sem ekki er að finna í
ódýrari búðum sem minna á Bónus.
Grænmeti og ávexti má kaupa í
ólíkum stórmörkuðum og minni
verslunum í Berlín, á grænmetis-
mörkuðum þar
sem bændurnir
koma sjálfir með
vörur sínar til
stórborgarinnar
og í hinum fjöl-
mörgu verslunum
Tyrkja þar sem
grænmeti er oft
uppistaða vöruúr-
valsins. Stór hluti grænmetis- og
ávaxtasölu í Berlín fer fram hjá
Tyrkjunum sem eru með grænmet-
ismarkaði á nánast hverju götu-
homi þar sem einnig er hægt að
kaupa ljúffenga osta og ólífur ás-
amt öðru tyrknesku góðgæti.
Grænmetisúrvalið hjá þeim er oft
ekki síðra en í betri stórmörkuðum
og verðlagið yfirleitt svipað. Stærri
verslanir skiptast í nokkra verð-
flokka sem líkt og annars staðar
endurspeglast í ólíku vöruúrvali og
þægindum.
Laufey Guðnadóttir
Bandaríkin, Minneapolis
Háir tollar á inn-
fluttu grænmeti
EG SKAUSTÍmat-
vömverslunina Ra-
inbow til að athuga
verð á grænmeti og
ávöxtum. Rainbow
er keðja af mat-
vöruverslunum hér
í Minnesota-fylki og
hefur í verðkönnunum komið út sem
ein af þeim sem em í ódýrari kantin-
um. Eins og venjulega er verslunin
hlaðin grænmeti og ávöxtum, allt
fallega upp sett, hreinlegt og snyrti-
legt. A þessum tíma árs er verðlag
frekar lágt vegna þess að það er enn
verið að selja uppskem haustsins og
sumarsins hér í norðurfylkjunum.
Verðlag á grænmeti og ávöxtum
stjórnast að miklum hluta af fjar-
lægðinni milli markaðarins og rækt-
unarstaða. Eftir því sem lengra þarf
að flytja vörana þeim mun dýrari er
hún.
Allt grænmeti og allir ávextir í
versluninni era frá
Bandaríkjunum
sem þýðir að eftir
því sem kólnar hér
norðurfrá þeim
mun dýrari verður
varan. Inn í þetta
kemur lögmálið um
framboð og eftirspum sem breytir
dæminu eitthvað. Verslunarstjórinn
sagði mér að á veturna flyttu þeir
inn hluta af grænmetinu og ávöxt-
unum til að reyna að vera með sama
eða svipað úrval allan ársins hring.
Paprikur era t.d. stundum fluttar
inn frá Hollandi, klementínur frá
Spáni og avocado frá Suður-Amer-
íku. Vegna strangra innflutnings-
reglna og hárra tolla á innfluttu
grænmeti og ávöxtum reyna þeir
eftir fremsta megni að vera með ein-
göngu bandaríska vöra í verslunun-
um.
Katrín Frímannsdóttir
Spánn, Barcelona
Innlenda framleiðsl-
an ódýrari og betri
ÞAÐ ER óhætt að
segja að Spánverjar
þurfi ekki að hafa
miklar áhyggjur af því
að borga háa tolla af
grænmeti og ávöxt-
um. Að sögn Miguel
Angel González yfir-
manns ávaxta- og
grænmetisdeildar hjá
verslunarkeðjunni Caprabo á Spáni
sem ég fór í til að gera verðkönnun,
er í 95% tilvika ódýrara og betra áð
kaupa innlenda vöra en innflutta.
Þar sem gæðin era mjög góð og
verðið lágt er því harla lítið um að
grænmeti og ávextir sé ínnflutt.
Hvað varðar úrvalið, segir González
að það sé mjög mismunandi, það fari
eftir því hvar verslanimar séu stað-
settar, en alls era þetta um 300
verslanir.
Mér fannst úrvalið mikið og gott í
Caprabo-versluninni en þó má taka
fram að það er mjög algengt að fólk
kaupi ávexti og grænmeti í sérstök-
um ávaxtabúðum, sem flestar bjóða
upp á mjög gott úrval, sumar eru
dýrari, aðrar ódýrari.
Sem Islendingur í Barcelona er
ekld laust við að ég sakni góðu ís-
lensku sveppanna og að geta keypt
mér íslenskar róf-
ur, sem er næst-
um ómögulegt að
finna héma. A
móti kemur hins
vegar sú
skemmtilega ár-
stíðabundna
stemmning sem
fylgir því að geta í
febrúar og mars keypt fullan poka af
ferskum og hræódýram jarðarbeij-
úm, síðan kirsuber, þá ananas þegar
ananasuppskeran er í hámarld, svo
melónur og svo mætti áfram telja.
Margrét Hlöðversdóttir
}ýE$AINl^URENr
OFURSTAÐA UM ALDAMÓT
Kynning á
„SUPER POSITION"
haust- og vetrarlitunum
1999-2000
í dag og á morgun
Við kynnum einnig:
„BABY DOLL"
nýja ilminn sem þú verður að prófa og
frábærar nýjungar í kremum.
Njóttu persónulegrar ráðgjafar
frá Yves Saint Laurent sérfræðingi.
Vertu velkomin.
^rtWðru vers/ty^
Ocultó
Austurstrasö ^
Sími 551 4033
Morgunverðarfundur
Styrkir til fyrirtœkja í byggingariðnaði
Kynning á CRAFT-áætlun ESB
Föstudaginn 08.10.1999, Versölum, Húsi iönaðarins, Hallveigarstíg 1
DAGSKRA
•NSÍS
08:30-8:45 ESB styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja
Kynning á CRAFT-áætlun ESB
Hákon Olafsson, forstjóri Rannsóknastofnuar byggingariðnaðarins
08:45-09:00 CRAFT-verkefni í 4. rammáætlun ESB - árangur og reynsla
Edda Lilja Sveinsdóttir, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
09:00-09:15 Undibúningsstyrkir og aðstoð við fyrirtæki sem hyggjast sækja um í CRAFT
Hjördís Hendriksdóttir, RANNÍS og KER
09:15-09:30 Aðrir samstarfsmöguleikar byggingarfyrirtækja
Emil B. Karlsson, Iðntæknistofun og KER
09:30-10:00 Fyrirspumir og umræður
Fundarstjóri: Eyjólfur Bjarnason, Samtökum iðnaðarins.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram
í síma 5621320 eða með tölvupósti rannis@rannis.is
<§)
SAMTOK
IÐNAÐARINS
Rannsóknaþjónusta Háskólans
n
Iðntæknistofnun
RAIHHlfS
MmMTCaM