Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Feðgin á
„rússnesku
kvöldi“
✓
Tónleikagestir Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands eiga von á rússneskri stemmningu í
kvöld en stjórnandinn Alexander Lazarev
er einn fremsti hljómsveitastjóri Rússa.
Dóttir hans Tatyana Lazareva leikur ein-
leik á píanó með hljómsveitinni en á efnis-
skrá eru verk eftir nokkur af helstu tón-
skáldum Rússlands. Hildur Einarsdóttir
hitti feðginin í gær eftir æfíngu.
Morgunblaðið/Ásdfs
Tatyana Lazareva og Alexander Lazarev á æfingu með Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
AU Alexander Lazarev og
Tatyana Lazareva sem er
aðeins 22 ára gömul hafa ið-
ullega komið fram saman á
tónleikum bæði í Rússlandi og í Evr-
ópu. Síðast á Proms tónleikunum í
Glasgow nú í sumar þai- sem þau
vöktu mikla athygli. Pegar þau eru
spurð að því hvemig þeim líki að
vinna saman segir Alexander að það
sé fyrir hann ekkert frábrugðið að
vinna með Tatyönu sem einleikara.
„Auðvitað vil ég hjálpa dóttur minni
á allan hátt en ég kem ekki öðruvísi
fram við hana en við aðra einleikara
enda þarf það ekki því hún veit alveg
hvað hún er að gera.“
„Fyrir mig er það sérstaklega
ánægjulegt að koma fram með föður
mínum því þá fæ ég að hitta hann en
það er ekki of oft sem það gerist,“
segir hún. Skýringin á því er sú að
þótt þau hafi fast aðsetur í Rússlandi
þá býr Alexander einnig í Skotlandi
þar sem hann er aðalstjórnandi kon-
unglegu skosku þjóðarhljómsveitar-
innar. Lengst af var hann aðalstjórn-
andi og listrænn stjórnandi Bolsjoí
leikhússins eða á árunum 1987- 1995.
Tónleikaferill Tatyönu Lazareva
hófst þegar hún var aðeins ellefu ára
gömul en þá kom hún fram sem ein-
leikari með ýmsum hljómsveitum og
hélt einleikstónleika í Rússlandi og
erlendis. Segja má að henni sé tón-
listin í blóð borin því móðir hennar,
Tamara Lazareva, er píanóleikari.
Tatyana hóf tónlistarnám fjögurra
ára gömul og sex ára að aldri inritað-
ist hún í Central Special Music
School sem er rekinn af Tónlistarhá-
skóla Moskvuborgar. Fyrir tveim ár-
um hlaut hún önnur verðlaun í „Porr-
ino VI Intemational Competition", á
Italíu og lék þá í fyrsta sinn við það
tækifæri með StPetersburg Phil-
harmonic hljómsveitinni. A síðasta
ári fór hún í tónleikaferð um Rúss-
land og Nýja Sjáland og lék á Lousi-
ana sumarhátíðinni í Kaupmanna-
höfn svo eitthvað sé nefnt af því sem
hún hefur verið að gera undanfarið.
Undrabarn í tónlistinni
Tatyana er spurð að því hvernig
hafi verið að vera undrabarn í tónlist-
inni eins og ferill hennai’ gefur til
kynna?
„Ég hugsaði ekkert um það. Ég
var að gera það sem ég naut mest í
lífinu en þessi starfsvettvangur gefur
mér mjög mikið. Þótt það sé auðvitað
erfitt að hefja einleikaraferil svona
ungur þá hefur það alltaf verið mér
svo eðlilegt að koma fram fyrir
áheyrendur. Þetta er það sem ég vil
og er líf mitt og yndi.“
Hvað ætli hún æfi sig Iengi á dag?
Þeirri spurningu neitar hún að svara
og segir hlægjandi. „Það er leyndar-
mál.“ Hún segist þó hafa tíma fyrir
önnur áhugamál eins og myndlistina
en hún vinnur einkum grafískar
myndir.
Starfi hennar fylgja töluverð
ferðalög bæði innan síns heimalands
og utan en kröfuhörðustu áheyrend-
urna segir hún að finna í Rússlandi.
Á þessum ferðalögum segist hún
alltaf finna fyrir heimþrá en hún
öðlist mikla reynslu á að leika sem
víðast um heiminn.
Eitt af verkunum sem flutt verða á
tónleikunum í kvöld eru Gullöldin,
ballettsvíta eftir Dmítríj Shostakovit-
sj (1906-1975). Aðdragandinn að
verkinu var sá að árið 1930 gerði
Leningrad leikhúsið tilraun til að
skapa ósvikinn rússneskan ballett og
var Shostakovitsj falið að semja tón-
listina. Efni balletsins íjallaði um
sovíeskt knattspyrnulið sem sent var
til borgar í hinum vestræna heimi til
þátttöku í knattspyrnukeppni sem
haldin var í tengslum við svokallaða
„Gullaldar iðnsýningu“ með tilheyr-
andi áróðri um ágæti hins sovíeska
skipulags. Höfundurinn var í raun
andvígur raunsæisstefnu af þessu
tagi sem yfirvöld fyrirskipuðu tón-
skáldum að fylgja og vildi halda sig
við hugsjónir sínar um óháða list-
sköpun. Tónlistin í verkinu er þó afar
falleg og Tatyana segist hafa séð
ballettinn í heild sinni í Bolsjoí leik-
húsinu og haft mikla ánægju af.
Hún er einnig mjög hrifin af öðru
verkinu sem er á efnisskránni en það
er Píanókonsert nr. 2 í g-moll op.16
eftir Sergej Prokofíev (1891-1953)
sem hún segir að sé samin um svipað
leyti og Skifiens suite eða í kringum
1913 og fjalji um sama efni: Rússland
til forna. Á þessum tveim verkum
segist hún hafa mikið dálæti.
Eftir hlé verður svo flutt svítan,
Petrúshka eftir ígor Stravinskí
(1882-1971). Petrúshka var frumsýnd
í Parísaróperunni árið 1911 og vakti
mikla athygli því um var að ræða
nýtt og frumlegt tímamótaverk,“
segir Tatyana. „Verkið fjallar um
Petrúshku sem er gömul rússnesk
fígúra sem ballettdansarinn Nijinski,
sá er fyrstur dansaði hlutverk tusku-
brúðunnar, lýsti sem hinni átakan-
legu, vorkunnarverðu homreku sem
lífið hefur leikið grátt.“
Hefur átt ríkan þátt í að kynna
rússneska nútímatónlist
Hljómsveitastjórinn Alexander
Lazarev nam hljómsveitastjórn við
tónlistarskólann í Moskvu og lauk
þaðan burtfararprófi með hæsta vitn-
isburði. Árið 1971 hlaut hann fyrstu
verðlaun í hljómsveitarstjórakeppni
sovíeska lýðveldisins og ári seinna
fyrstu verðlaun og gullorðu Karajan
keppninnar í Berlín. Á árunum 1987
til 1995 var Lazarev aðalstjórnandi og
listrænn stjórnandi Bolsjoí leikhúss-
ins eins og áður segir. Undir stjóm
hans fór hljómsveit Bolsjoí leikhúss-
ins margar utanlandsferðir, lék meðal
annars í La Scala óperahúsinu í
Mílanó, á Edinborgarhátíðinni, og í
Metropolitan ópemnni í New York og
í Tokyo. Auk þess að stjóma öllum
helstu hljómsveitum Rússlands hefur
Lazarev stjórnað mörgum af þekkt-
ustu hljómsveitum Evrópu og í
Bandaríkjunum. Hann hefur verið
fastur gestastjómandi BBC sinfóníu-
hljómsveitarinnai' en undanfarið hef-
ur hann unnið mest með hinni kon-
unglegu skosku þjóðarhljómsveit og
er nú aðalstjómandi hljómsveitarinn-
ar. Árið 1978 stofnaði Lazarev kamm-
ersveitina Ensemble of Soloists of the
Bolshoi Theatre sem leggur megin
áherslu á flutning nútíma tónlist-
ar.Lazarev hefur stjórnað leik Bolsjoí
hljómsveitarinnar á fjölda hljóðritana
Jýrir rússnesk útgáfufyrirtæki og
ennfremur fyrir Virgin Classics og á
hljóðritunum með BBC hljómsveit-
inni fyrir Sony Classical.
Hann segir að það hafi verið afar
ánægjulegt að starfa sem aðalstjórn-
andi Bolsjoí leikhússins sem sé eitt
stærsta leikhús veraldar. Starfið hafi
verið fjölbreytt enda sé þar starfandi
opera, ballett, kór og sinfoníuhljóm-
sveit. Einnig hafi hann haft mikla
ánægju af starfi sínu með Ensamble
of Soloists of the Bolshoi Tehatre.
Þar hafi verið unnið mjög þarft starf
að því að kynna nútíma tónlist, rúss-
neska og annarra þjóða. Meðan Laz-
arev stjórnaði hljómsveitinni lék hún
inn á tuttugu og fimm skífur.
Um núverandi starf sitt sem aðal-
stjórnandi konunglegu skosku þjóð-
arhljómsveitarinnar segir hann að
það sé gott að vinna með bresku tón-
listarfólki og áheyrendur séu góðir,
hvort sem það er í Glasgow, Edin-
borg, eða annars staðar í Bretlandi en
einnig ferðast hljómsveitin töluvert
erlendis.
Þegar tónleikunum lýkur hyggjast
þau Tatyana og Alexander ásamt eig-
inkonunni Tamöm, sem einnig kom
hingað til lands, ferðast um ísland en
hér dvelja þau fram á sunnudag.
Teddi
sýnir högg-
myndir í
Færeyjum
NÝLEGA opnaði Magnús Th.
Magnússon, Teddi, sýningu á
verkum sínum í Norðurlanda-
húsinu í
Færeyj-
um. Enn-
fremur
eru nokk-
ur verk
eftir hann
í nýjum
sýningar-
sal á Suð-
urey í
Færeyj-
um.
Teddi
er sjálf-
menntað-
ui' lista-
maður en
hefur sótt námskeið af ýmsum
toga. Hann lauk námi frá Iðn-
skólanum í Reykjavík í offset-
prentun. Hann hefur haldið
fjórar einkasýningar í
Perlunni, 1992, 1996 og 1998,
og í Ráðhúsi Reykjavíkur 1994
auk minni sýninga víðsvegar
um landið. Hann dvaldist í
listhúsi Cuxhaven-borgar í
Þýskalandi um þriggja mán-
aða skeið árið 1978 og hélt
sýningu í lok tímans. Enn-
fremur tók hann þátt í lista-
verkasamkeppni Arucas-borg-
ar á Kanai’íeyjum á fyrri hluta
ársins 1998. Verk hans voru
valin til sýningar ásamt 50
öðrum verkum, en alls bárust
100 verk í samkeppnina.
Mörg verk eftir Tedda em
til í opinberri eigu hér heima
og erlendis.
Morgunblaðið/Silli
Söngskemmtun Aðalheiðar
Þorsteinsdóttur og Onnu
Sigríðar Helgadóttur var
vel tekið á Húsavík.
Islensk
sönglög á
Húsavík
Húsavik. Morgunblaðið.
LISTAKONURNAR Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir píanó-
leikari og Anna Sigríður
Helgadóttir söngkona
skemmtu Norðlendingum á
dögunum með flutningi ís-
lenskra söng- og dægurlaga
sem mest hafa verið sungin á
síðari hluta kveðjandi aldar.
Á Húsavík sungu þær í sal
Tónlistarskólans og voru lögin
í flokki þeirra laga, sem flutt
voru á síðari hluta aldarinnar.
Þær stöllur skemmtu bæði
Kópaskersbúum og Grímsey-
ingum í þessari hljómlistarför.
Sýning
framlengd
SÝNING Kristbergs Péturs-
sonar á Veitingahúsinu Við
fjöruborðið á Stokkseyri hefur
verið framlengd til október-
loka.
Karlakvartett og
sópranrödd í
Langholtskirkju
KVARTETTINN Út í vorið og Signý Sæmunds-
dóttir óperusöngkona halda tónleika í Langholts-
kirkju á laugardaginn kemur, kl. 17.
Efnisskráin einkennist af þeirri tónlist sem
vinsæl var á millistríðsárunum og m.a. þýski
sönghópurinn Comedian Harmonists gerði
ódauðlega. Einnig eru klassísk íslensk kvartett,-
lög á efnisskránni og verk eftir Schubert og Don-
izetti. Þar má nefna Stándchen eftir Schubert
fyrir sópran og fjórar karlaraddii'.
Á Jiónu sumri fóru þau Signý Sæmundsdóttir
og Út í vorið til Færeyja og héldu sína fyrstu
Kvartettinn Ut í vorið ásamt Signýju Sæ-
mundsdóttur sópransöngkonu og Bjarna
Jónatanssyni pianóleikara. Kvartettinn
skipa Ásgeir Böðvarsson, Einar Clausen,
Halldór Torfason og Þorvaldur Friðriksson.
sameiginlegu tónleika. Tónleikarnir voru alls
þrennir, hvarvetna við góðar undirtektir. Efnis-
skráin sem flutt verður á tónleikunum í Lang-
holtskirkju er að verulegu leyti sú sama og flutt
var í Færeyjum. Góður rómur var gerður að söng
kvartettsins og Signýjar í færeyska dagblaðinu
Dimmalætting. Þar segir að túlkun listamann-
anna hafi verið framúrskarandi fjölbreytt, jafnt í
rólegu lögunum sem þeim líflegu. Ennfremur
segir að augljóst sé að söngvararnir hafi sungið
lengi saman því hver vissi af öðrum og var söng-
ur þeirra samhljóma.
Söngkvartettinn Út í vorið var stofnaður
haustið 1992. Kvartettinn hélt sína fyrstu tón-
leika í Reykjavík í júní 1993 og hefur síðan haldið
yfir 20 tónleika í öllum landsfjórðungum Islands
og sungið í Englandi, Hollandi og Færeyjum og
komið þar fram í útvarpi. Fyrir rúmu ári kom út
fyrsta geislaplata kvartettsins undir nafninu Út í
vorið.