Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Harmleikur
í hermanna-
fjölskyldu
KVIKMYNDIR
II á s k »1 a b í«,
Laugarásbíö
DÓTTIR FORINGJANS
(„THE GENERAL’S
DAUGHTER") ★★'/2
Leikstjóri Simon West. Hand-
ritshöfundur William Goldman,
Christopher Bertolini, e. sögu Nel-
sons DeMille. Kvikmyndatökustjóri
Peter Menzies Jr. Tónskáld Carter
Burwell. Aðalleikendur John Tra-
volta, Madeleine Stowe, James
Cromwell, Timothy Hutton, James
Woods, Clarence Williams III. 115
mín. Bandarísk. Paramount, 1999.
HERLÖGREGLUMAÐUR-
INN Paul Brenner (John Trav-
olta), leikur tveim skjöldum. I upp-
hafi myndarinnar er hann í
dulargervi undirmanns, sem er lið-
ur í koma upp um vopnastuld og
-rán í herstöð landhersins í Geor-
gíu. Hann kynnist Elisabeth (Lesl-
ie Stefanson), ungri og fallegri
konu, atvinnuhermanni, sem finnst
kyrkt skömmu síðar og Brenner er
fengin rannsókn málsins. Svo virð-
ist sem um svívirðilegt morð og
nauðgun hafi verið að ræða. Brenn-
er fær lækninn Söru Sunhill (Ma-
deleine Stowe) sér til aðstoðar í
máli sem verður æ snúnara. Það
kemur í ljós að Elisabeth er dóttir
æðsta manns herstöðvarinnar,
Campbells hershöfðingja (James
Cromwell); hún hafði orðið fyrir
áfalli á öðru ári við herskólann í
West Point og einkalíf hennar, ekki
síst kynferðislíf, allt gengið úr
skorðum. Skötuhjúin kafa í málið
en reka sig á þúsund veggi. Böndin
berast frá einum karlinum til ann-
ars, sem allir virðast hafa notið ásta
Elisabeth. Erfiðast reynist þó að
rjúfa þagnarmúrinn, bræðraþel og
samtryggingu hennannanna
þeim er annarra um orðstír og heið-
ur en framgang réttvísarinnar.
Leikstjórinn, Simon West,
auglýsingamaður sem vakti athygli
með Con Air, sinni fyrstu mynd, er
laginn fagmaður sem kann best við
sig í átakaatriðum. Hann kemst
bærilega frá Dóttur foringjans,
sem er á köflum óhugnanleg, jafn-
an myrk og þegar best lætur, ár-
eitin. Nafn handritalæknisins Willi-
ams Goldman boðar hins vegar
vandræði þegar hann er ekki einn á
ferð. Hefur verið fenginn til að
koma skikki á vinnu Christophers
Bartolini, það gengur ekki of vel.
Myndin er, líkt og Travolta í aðal-
hlutverkinu, ábúðamikil en yfir-
borðskennd. Einstaklega ótrúverð-
ug og þrátt fyrir allt verður þessi
vægðarlausa leit að hinum seka
aldrei viðunanlega spennandi.
Handritshöfundarnir reyna að villa
um fyrir áhorfandanum án umtals-
verðs árangurs. Þar kemur við
sögu heiður æðsta herskóla Banda-
ríkjanna og æra hermannsins
framar öllu. Fáránlegur kafli um
afbrigðilegt kynlíf og brókarsótt.
Sem hjálpar lítið þegar upp er stað-
ið og örgnmn fléttan leysist.
Margir ágætisleikarar koma við
sögu og ekki við þá að sakast þó
myndin gangi ekki upp. Travolta á
auðvelt með að hrista af sér ein-
hliða persónu rembunnar Brenner,
James Cromwell og Clarence
Wulliams III eru traustir sem hers-
höfðinginn og skósveinn hans og
Madeleine Stowe kemst furðuvel
frá rýru og klisjukenndu hlutverki
Söru. Sá sem stendur uppúr þess-
um ágæta hópi er James Woods og
tekst á sinn þátt, ásamt drunga-
legri lýsingu og fínni tónlist, að
gera Dóttur foringjans að þokka-
legri afþreyingu, þrátt fyrir allt.
Sæbjörn Valdimarsson
Nýjar bækur
• GUÐ hins smáa
eftir Arundhati Roy
er komin út á ný, en
hún kom fyrst út fyr-
ir síðustu jól.
Sögusviðið er
Keralaíylki á Suð-
ur-Indlandi undir lok sjöunda ára-
tugarins. I þorpinu Ayemenem búa
tvíburamir Rahel og Estha ásamt
móður sinni, Ammu hinni fógru, og
sundurleitum hópi ættingja. Þegar
Sophie Mol, frænka tvíburanna frá
Englandi, og móðir hennar koma í
heimsókn til Ayemenems um jólin
komast Rahel og Estha að raun um
að allt getur breyst á einni nóttu.
Guð hins smáa hefur verið met-
sölubók víða um lönd og hlaut
bresku Bookerverðlaunin árið 1997.
Útgefandi er Bókaútgáfan For-
lagið. Bókin er bók mánaðarins í
október hjá Máli og menningu og
kostar þá 2.720 kr. Frá 1. nóvember
er verð hennar 3.880.
♦ ♦ ♦------
• MYRKURBIL er
eftir Hjört Marteins-
son. Þetta er önnur
ljóðabók höfundar
en sú íýrri, Ljósbrot,
kom út 1996. Myrk-
urbil geymir 33 ljóð
og eru þau ort á sl. tveimur árum.
Bókin kom út um leið og hann opn-
aði myndlistarsýningu í Listasaln-
um Man, Skólavörðustíg 14, sem
standa mun fram til 17. október.
Útgefandi er Mar. Bókin er
prentuð í Prentsmiðjunni Odda.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Erling Ó Aðalsteinsson, Kristján Eldjárn og Árný Herbertsdóttir hlutu verðlaun fyrir myndir sem
tengdust ári aldraðra. Verðlaunin afhenti Sigrún Böðvarsdóttir frá Hans Petersen hf.
s
Ljósmyndasamkeppni Ars aldraðra
ERLING Ó. Aðalsteinsson, Kri-
stján Eldjárn og Árný Herberts-
dóttir hlutu 1., 2. og 3. verðlaun í
Ijósmyndasamkeppni fram-
kvæmdanefndar Ars aldraðra,
Hans Petersen og Lesbókar
Morgunblaðsins. Úrslit voru
kunngerð í Borgarleikhúsinu á
alþjóðlegum degi aldraðra 1.
október sl.
Keppnin var haldin undir yfir-
skriftinni Lífið, orkan og árin og
var óskað eftir myndum sem
sýndu aldraða í nýju ljósi og
brytu e.t.v. upp hefðbundnar
hugmyndir almennings um al-
draða og stöðu þeirra í samfé-
laginu.
Létt á sér á
lokaballi
KVIKMYNDIR
Bíóhöllin, Kringlu-
bíó, Stjörnubfó, IVýja
bíó Keflavík, IVýja
bíó Akureýri
AMERICAN PIE ★★★
Leikstjóri Paul Weitz. Hand-
ritshöfundur Adam Herz. Kvik-
myndatökustjóri Richard Crudo.
Tónskáld David Lawrence. Aðal-
leikendur Jason Biggs, Alyson
Hannigan, Chris Klein, Natasha
Lyonne, Thomas Ian Nicholas, Tara
Reid, Eugene Levy, Mena Suvari,
Eddie Kay Thomas, Sean W. Scott.
95 mín. Bandarísk. Universal, 1999.
UNGLINGAR með kynlíf á heilan-
um er ódrepandi kvikmyndaefni.
Þrátt fyrir augljósa kosti og víð-
feðma möguleika er það mun al-
gengara að því sé misþyrmt í svo-
nefndum „unglingamyndum", en að
það fái viðunandi og frísklega með-
ferð - sem eru hin ánægjulegu tíð-
indi af American Pie. Efnið er því
ekki nýstárlegt en það er farið vel
og skemmtilega með það. Fjórir
bekkjarbræður í miðskóla (líkt og
þyðandinn hefur kosið að naglfesta
hina reikulu merkingu á bandarísk-
um „high school") ákveða að rífa sig
upp úr draumórum og handavinnu
og ná æðsta takmarki unglinga ver-
aldar, að „fá það“ á lokaballinu. All-
ir þykjast þeir færir í flestan sjó en
eru vitaskuld tandurhreinir sveinar
bak við mannalætin. Svipaða sögu
er að segja af stúlkunum. Þær lang-
ar líka. Hvernig áætlanimar æxlast
er innihald American Pie.
Það vildi svo skemmtilega til að
verið var að sýna American Graffiti,
írægustu og bestu unglingamynd
allra tíma, í sjónvarpinu, að kvöldi
sýningardagsins. American Pie
sækir margt til hennar og það kem-
ur á óvart í samanburðinum hversu
viðhorfin era orðin svipuð aftur eft-
ir „kynlífsbyltingu“ sjöunda og átt-
unda áratugarins. Nýja myndin
kemst varla með tærnar þar sem
hinn frægi forveri hennar hefur
hælana en engu að síður er Amer-
ican Pie besta unglingamyndin um
langa hríð. Uppákomumar og pers-
ónurnar era fjölbreytilegar, að
hætti tíðarandans þar sem myndir á
borð við There’s Something About
Mary hafa gefið tóninn. Handrits-
höfundurinn fitjar upp á ýmsum
óvæntum uppákomum, mörgum
skemmtilega óforskömmuðum, líkt
og þáttur alnetsins og tékkneska
skiptinemans (var hann ekki ís-
lenskur í American Graffiti 2?)
bólfarir eins fjórmenninganna með
móður annars; klúrar, föðurlegar
ráðleggingar; hatrammar kamar-
raunir og fleira á tvíræðum nótum.
Hefðbundnari framvinda, atriði í
kringum söngvakeppni og íþrótta-
keppni, eru lítið eftirminnileg. Leik-
ararnir era líka til bóta, ekki síst
vegna þess að þeir eru óþekktir og
leggja sig virkilega fram, nokkuð
sem er sjaldgæft hjá smástimum
sem halda að þau séu búin að
„meika það“. Mest ber á Jason
Biggs, (Adam Sandler með súkkul-
aðihjúp). Hann vinnur á. Framtíð-
arstjömuefnið gæti hinsvegar verið
Chris Klein, sem sýnir nokkra góða
takta og fyllir viðunandi rýmið líkt
og Harrison Ford á Graffiti-áran-
um. Jennifer Coolidge og Eddie
Kay Thomas eru borabrött í „frú
Robinson-atriðinu“ og Eugene
Levy bráðfýndinn sem pabbinn
með sínar hálf-perralegu predikan-
ir. Best af öllum er Alyson Hanigan
sem ósköp óspennandi flautuleikari
sem leynir heldur betur á sér.
Aðalkostur American Pie er að
höfundarnir (sem áður hafa einung-
is komið við sögu Antz) sigla yfir-
leitt á milli skers og bára, grodda-
legt efnið verður aldrei klúrt eða
yfirgengilegt. Krakkamir era viðk-
unnanlegir og komast að þeirri nið-
urstöðu að lokum að lífið snýst um
margt annað en uppáferðir og til
séu háleitari markmið en að létta á
sér. Þó það sé eftirsóknarvert.
Sæbjörn Valdimarsson
Ted
Hughes
átti
fjölda
ást-
kvenna
BRESKA
lárviðarskáldið
Ted Hughes,
sem lést fyrir
ári, hefur lengi
verið sveipað-
ur eins konar
goðsagnahulu.
Til dæmis var
lengi talið að
Ted hann hefði lok-
Hughes að sig af í
Devonskíri á Englandi og lifað
einlífi um langt skeið eftir að
fyni eiginkona hans, banda-
ríska skáldið Sylvía Plath,
framdi sjálfsvíg árið 1963. Nú
hefur þó komið í ljós að Hug-
hes átti fjölda ástkvenna og
hélt uppteknum hætti eftir að
hann gekk í hjónaband í annað
sinn.
Þetta kemur fram í þriðja
bindi ævisögu breska rithöf-
undarins Emmu Tennant, sem
átti í ástarsambandi við Hugh-
es á árunum 1977 til 1979. Hug-
hes var þá kvæntur, en hann
gekk í hjónaband með bónda-
dótturinni Carol Orchard árið
1970 og entist það ævi hans á
enda. Tennant greinir einnig
frá vitneskju sinni um sam-
bönd Hughes við aðrar konur.
„Algjörlega
sjálfselskur"
Emma Tennant kveðst í við-
tali við dagblaðið The Times
upphaflega hafa ætlað að
sleppa því að segja frá sam-
bandinu við Hughes í ævisögu
sinni, en komist að þeirri niður-
stöðu að það hefði verið óheið-
arlegt. Svo mjög hefði borið á
því að hann væri sveipaður
goðsagnahulu að tími væri
kominn til þess að svipta henni
af. Segir Tennant að Hughes
hafi verið „algjörlega sjálfs-
elskur og tekið lítið eða ekkert
tillit til annarra", en að bók-
menntaheimurinn hafi vemdað
skáldið og ekki viljað leggja
eyra við orðrómi um einkalíf
hans.
Tennant lýsir því í ævisögu
sinni hvemig hún kynntist
Hughes í gegnum sameigin-
lega kunningja. Ástarsamband
þeirra hófst í kjölfar þess að
Hughes fékk hana til að halda
erindi á námskeiði við bók-
menntastofnun í Devon sem
hann styrkti, en flestir ástar-
fundir þeirra áttu sér stað í
leiguíbúðum og á hótelher-
bergjum, venjulega í eða ná-
lægt London. Segir Tennant að
hún hafi smám saman gert sér
grein fyrir því að hún væri að-
eins fól skuggamynd Sylvíu
Plath í huga lárviðarskáldsins.
Hjónabandið
hamingjuríkt
Bókmennta- og fjölmiðla-
menn sem þekktu Hughes hafa
staðfest að hann hafi átt
„margar fleiri“ ástkonur á
meðan hann var kvæntur Car-
ol, en hjónaband þeirra hafi
engu síður verið hamingjuríkt.
Einn vina hans komst svo að
orði að Hughes hefði einfald-
lega átt sér „annað líf‘.
Þriðja bindi ævisögu Emmu
Tennant, sem ber titilinn
Bumt Diaries, kom út hjá Can-
ongate-bókaforlaginu föstu-
daginn 1. október.