Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 36

Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 37' STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgríraur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. REYKINGA- FORDÆMI ALÞINGIS HALLDOR Blöndal, forseti Alþingis, hefur sent öllum alþingismönnum og starfsmönnum þingsins tölvupóst og tilkynnt þeim að frá og með deginum í dag séu reyking- ar í Alþingishúsinu stranglega bannaðar. I tilkynningu þingforsetans segir, að bannað sé að reykja í Alþingishús- inu og öðrum húsakynnum þingsins, sem opin séu almenn- ingi. Þessa ákvörðun sína kynnti forseti Alþingis forsætis- nefnd þingsins og þingflokksformönnum og óskaði eftir því að hún yrði einnig kynnt starfsmönnum þingsins. Þessi ákvörðun er samhljóða þeim reglum, sem heilbrigðisráðu- neytið hefur gefið út og ætlazt er til að allur almenningur virði. Því er þetta fordæmi þingsins af hinu góða. Reyk- ingareglur sem þessar eru byggðar á lögum frá þinginu sjálfu og því ekkert sjálfsagðara en þingmenn virði þau lög og þær reglur, sem þeir eiga hlut að að setja. Það fer vel á því að ákvörðun forseta Alþingis kemur á þeim tíma, sem evrópsk átaksvika gegn tóbaki stendur yf- ir. Sú átaksvika er á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar og miðast að því að sýna fólki fram á að tóbak sé banvæn neyzluvara, þótt lögleg sé. Aætlað er að um 100 milljónir núlifandi manna muni deyja af völdum tó- baksneyzlu í Evrópu einni, verði ekki dregið úr neyzlu tó- baks. Um þrjár milljónir Evrópubúa deyja árlega af völd- um tóbaksnotkunar. Talið er að tóbak valdi um 20% allra dauðsfalla. Að framkvæmd átaksvikunnar gegn tóbaksneyzlu hér- lendis standa heilbrigðisráðuneytið, Krabbameinsfélagið og tóbaksvarnarnefnd, en Samfés, samtök félagsmið- stöðva, hafa aðstoðað við dreifíngu gagna til félagsmið- stöðva landsins. Átakið felst einkum í dreifingu upplýsinga eftir ýmsum leiðum, þar á meðal um Netið. Ákvörðun Hall- dórs Blöndals er mikilsvert framlag til baráttunnar gegn tóbaksreykingum. RÖDD LISTARINNAR NOKKUÐ hefur verið rætt og ritað um það á undan- förnum árum hvort listamenn nú á dögum taki nægi- lega mikinn þátt í samfélagslegri umræðu. Sumir hafa bent á að list lýsi ávallt einhvers konar afstöðu til umhverfis síns, hvort sem hún kallar sig samfélagsádeilu eða ekki. Því verður hins vegar vart á móti mælt að virk þátttaka listamanna í þjóðfélagsumræðu hefur minnkað mjög frá því sem áður var þegar myndlistarmenn, tónlistarmenn og kannski ekki síst rithöfundar tjáðu sig daglega um málefni líðandi stundar á síðum blaðanna. Vafalaust helst þessi þróun að einhverju leyti í hendur við breytingar á hinu pólitíska landslagi þar sem skýrar andstæður hafa leyst upp, en hún kann líka að tengjast breyttri og stóraukinni fjölmiðlun þar sem hver röddin reynir að yfírgnæfa aðra. En hver sem skýringin er vilja sumir halda því fram að listin og listamenn þurfi að verða virkari þátttakendur í samræðunni um þau mál sem eru efst á baugi í samfélag- inu en nú er, sú rödd þurfí og verði að heyrast. I þessu samhengi vekur sýning sem nú stendur yfir í Listasafni íslands sérstaka athygli en þema hennar er ör- æfin í sjálfsmynd íslenskrar þjóðar. Eins og fram kemur í fréttabréfí safnsins er sýningunni ætlað að vera innlegg í þá umræðu sem farið hefur fram um verndun hálendisins á undanförnum misserum. I íslenskri myndlist eru varðveitt ólík sjónarhorn á náttúru landsins. Á sýningunni eru meðal annars verk eftir Þorlák B. Þórarinsson sem opnaði mönn- um nýja sýn á þennan heim með verkum sínum upp úr síð- ustu aldamótum. Einnig eru sýnd verk eftir sporgöngu- menn Þorláks, Ásgrím, Kjarval og Finn Jónsson, og svo verk sem lýsa sýn listamanna samtímans á öræfalandslag- ið. Þetta framtak Listasafns Islands er áhugavert. Það er ein rödd í þeim skoðanaskiptum sem fram fara um hálend- ismálið. Hún hefur ekki verið hávær hingað til en þarf að heyrast. / Reynslan af fyrirtækjasamningum rædd á kjaramálaráðstefnu ASI Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur taldi raunhæft að stefna að 4% kauphækkun á ári á næsta samningstíniabili. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjaramálaráðstefna ASI var nijög fjölmenn. Fremst sitja (f.h.) Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur, Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASI, og Magnús Norðdalh lögfræðingur. Vinnuveitendur áhugalitlir um gerð fyrirtækjasamninga Reynsla VR og félaga innan Samiðnar af fyr- irtækjasamningum er almennt góð. Stéttar- félögin innan Verkamannasambandsins hafa hins vegar ekki haft frumkvæði að því að gera nýja fyrirtækjasamninga og talsverðrar tortryggni gætir meðal forystumanna þeirra gagnvart því að fara út á þessa braut. Kaupmáttaraukning nokkurra hópa launafólks 1997-1999 Samningsbundnar %-hækkanir—| I Opinb. starfsm. og bankamenn Iðnaðarmenn Verkakarlar Verkakonur Afgreiðslukarlar Afgreiðslukonur Félagar í Sókn hjá Reykjav.borg Sóknarfélagar hjá ríkinu Dagsbrún/Frams. hjá Reykjav.borg Dagsbrún/Framsókn hjá ríkinu 0 5 10 15 20% í VIÐ gerð síðustu kjarasamn- inga var talsvert um það rætt að breyta fyrirkomulagi kjarasamninga með þeim hætti að færa ákveðna þætti í aðal- kjarasamningi inn í samninga sem gerðir væru í hverju fyrirtæki fyrir sig. Vinnuveitendur hvöttu til þess að farið yrði út á þessa braut og bentu m.a. á reynslu Dana af svona samning- um. Niðurstaðan varð sú að setja inn í aðalkjarasamning ákvæði þar sem stéttarfélögum er heimilað að gera fyr- irtækjasamninga sem tæki til vinnu- tíma, vaktavinnufyrirkomulags, orlofs, kaffitíma og afkastahvetjandi launa- kerfa. Hugmyndin var sú að semja um hagræðingu í slíkum samningum sem skipt yrði jafnt á milli fyrirtækisins og starfsmanna. Á kjaramálaráðstefnu ASI var fjallað um reynslu af þessu fyrirkomulagi. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt mikla áhersiu á að gera fyr- irtækjasamninga og hafa forystumenn félagsins ekki síst horft til reynslu Dana. Guðmundur B. Ólafsson sagði að reynsla VR væri almennt góð af þessu fyrirkomulagi. Fyi-irtækjasamn- ingar félagsins væru af ýmsum toga, en þeir fjölluðu um vinnutíma, orlof og rétt launþega til þess að krefjast ár- legrar endurskoðunar launa. Dæmi um fyrirtækjasamninga væri samningur við verslunarkeðjuna 10-11 þar sem samið hefði verið um jafnaðarlaun fyr- ir 170 tíma vinnuviku. Samningur við Flugleiðir og Flugfélag íslands hefðu falið í sér vetrarorlof gegn hærra grunnkaupi. Samningar við Hagkaup hefðu falið í sér mismunandi samninga milli einstakra verslana. Einn samn- ingurinn hefði falið í sér sömu laun til fastráðinna starfsmanna fyrir 170 tíma vinnuviku og fyrir 210 tíma. Um var að ræða vaktavinnu, en markmiðið hefði verið að fjölga fastráðnu starfsfólki. Samskip og Elko hefðu samið um ábatavinnu í fyrirtækjasamningum. Stéttarfélagið alltaf þátttakandi í viðræðum Akvæðið um fyrirtækjasamning tryggir ekki stéttarfélögunum beina aðkomu að viðræðunum. Þetta hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að VR taki þátt í kjaraviðræðum á ein- stökum vinnustöðum. „Vinnustaðasamningarnir hafa verið gerðir milli fyrirtækis og starfsmanna, sem hafa kosið samninganefnd, en í henni á trúnaðarmaður m.a. sæti. VR hefur komið að þessum samningum sem ráðgjafi. Það sem heí'ur vakið at- hygli okkar er að fyrirtækin vilja gjarnan að við komum að málinu. Þetta fyrirkomulag er nýtt fyrir fyrir- tækin, en þau hafa hins vegar ekki í öllum tilvikum kallað eftir aðstoð frá Vinnuveitendasambandinu til að mæta okkur. Ég man ekki eftir að VR hafi gert vinnustaðasamning án þess að við væru ráðgefandi aðilar og í sumum til- vikum hafa fyrirtæki beinlínis leitað til okkar með fyrirspurnir um hvernig þetta hafi verið gert,“ sagði Guðmund- ur. Guðmundur sagði að kosturinn við þessa samninga væri sá að starfsmenn yrðu meira þátttakendur í kjaraum- ræðunni. Þeir fengju upplýsingar um stöðu fyiártækjanna og gerðu sér því betur grein fyrir möguleikum til að sækja á um launabætur. Hann tók þó fram að upplýsingagjöfin mætti vera meiri. Einnig hefði tekist að fá upp á borðið svokallaða skúffusamninga, þ.e. samninga, sem oft væru munnlegir, um aukagreiðslur. Með því að fá slíka samninga upp á borðið yrði erfiðara fyrir vinnuveitanda að breyta einhliða slíkum samningum. Guðmundur sagði hins vegar fyrirsjáanlegt að mikil vinna fylgdi því að endurskoða þessa samninga og passa að þeim væri haldið við. Til að bregðast við þessu hefði fé- lagið breytt starfsemi kjaramáladeild- ar og aukið heimsóknir starfsmanna hennar út í fyi’irtækin. „Gallinn við þessa samninga er að starfsmönnum finnst að nálægðin við sinn vinnuveitanda sé mikil, sem valdi erfiðleikum í samskiptum. Þetta leiðir til þess að starfsmenn treysta á styrk félagsins því þeir treysta því að félagið taki slaginn fyrir þá,“ sagði Guðmund- ur. VMSÍ hefur engan fyrirtækjasamning gert Við nokkurn annan tón kvað hjá Sig- ríði Ólafsdóttur frá Eflingu, en hún ræddi um reynslu Verkamannasam- bandsins af fyrirtækjasamningum. Hún sagði VMSI-félögin gerðu fjöld- ann allan af sérkjarasamningum, sem m.a. tækju á atriðum eins og vinnutíma og kaffitímum. Efling gerði t.d. 50-60 sérkjarasamninga. Sumir þeirra væru gerð við einstök fyrirtæki eins og t.d. Eimskip, en aðrir næðu til fleiri fyrh- tækja, en dæmi um slíkan samning væri sérkjarasamningur við olíufélögin þrjú. „Það umhverfi sem við erum að vinna í einkennist af fonnlegum sér- kjarasamningum, sem gerðir eru sam- hliða aðalkjarasamningi. Auk þess hafa stéttarfélögin gert samkomulag út á vinnustöðunum vegna tiltekinna þátta kjarasamninga, en það er gert með beinni aðild félaganna. Stéttarfé- lögin og fulltrúar starfsmanna koma að viðræðum við fyrirtækin. Við höfum yfir 30 ára reynslu af slíkum viðræðum og hefur hún verið góð. Slíkh- samn- ingar skipta hundniðum innan Verka- mannasambandsins. Fyrirtækjaþáttur samninga, sem samið var um 1997, hefur ekkert breytt því umhverfi sem við erum í. Ég veit ekki til þess að neinn slíkur samn- ingur hafi verið gerður innan VMSI. Fyrh'tækin hafa ekki leitað efth' að gera slíka samninga," sagði Sigríður. Sigríður sagði að forsenda fyinr því að hægt væri að nýta sér ákvæði kjarasamninga um fyrirtækjasamn- inga væri sú að menntun trúnaðar- manna yrði stórbætt. Árið 1997 hefði nefnd verið skipuð til að fara yfir menntun trúnaðarmanna, en hún hefði ekki skilað áliti. Það væri einnig for- senda fyrir gerð fyrirtækjasamninga að aðkoma stéttarfélaganna að samn- ingaborðinu væri tryggð. „Það hefur komið okkur á óvart hvað áhugi fyrirtækja á að gera fyrir- tækjasamninga hefur verið lítill. Frumkvæðið hefur yfirleitt komið írá okkur og hugmyndafræðin líka. Við höfum stundum verið í hlutverki sölu- manna, þ.e.a.s. við höfúm farið inn í fyrirtækin og selt þeim samning. Stundum kaupa þeir hann og stundum ekki. Það hefur líka komið okkur á óvart að þó að við höfum komið beint að viðræðum þá hefur VSÍ ekki gert það,“ sagði Haukur Harðarson, en hann talaði á ráðstefnunni fyrir hönd Félags blikksmiða - Bíliðnafélagsins og Samiðnar. Hörður sagði að iðnaðarmenn væru ekki óvanir því að semja um bónus- kerfi og sú reynsla hefði nýst þeim. Hann tók eins og aðrir undir mikilvægi trúnaðarmanna og sagði að reynslan hefði verið sú að aðeins reyndir trún- aðarmenn hefðu skilað hlutverki sínu í samningunum. Eins væri reynslan sú að einungis væri hægt að koma þess- um samningum á í stærri fyrirtækjum. Ailar launabreytingar spyrðust hins vegar fljótt út í bíliðnaðinum og þær hefðu því einnig áhrif í smærri fyrir- tækjum. Hörður nefndi eins og Guðmundur að í sumum þessum samningum hefði verið samið um rétt starfsmanna til að launagreiðandi skoðaði persónubundin laun á 6 eða 12 mánaða fresti. Þar með yrði tekið tillit til breytinga á hæfni í starfi sem skipti miklu máli fyrir iðn- aðarmenn. Hörður benti á að sam- kvæmt kjarasamningunum ættu starfsmenn ekki rétt á að við þá væri gerður kjarasamningur. Ennfremur væri staða þeirra veik ef fyrirtæki segði upp fyrirtækjasamningi og neit- aði að gera annan samning. Ávinning- urinn af samningnum færi þá væntan- lega allui- til fyrii'tækisins, en yrði ekki skipt jafnt á milli starfsmanna og fyr- irtækisins eins aðalkjarasamningurinn gerir ráð fyrir. Draga fyrirtækjasamningar úr samtakamættinum? I umræðum á ráðstefnunni kom fram ^ ákveðinn ótti meðal fulltrúa VMSI við að fyrirtækjasamningar væru fallnir til að draga úr samtaka- mætti launþega. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASI, sagði að þetta þyrfti ekki endilega að gerast og sagði mikilvægt í þessu sambandi að laun- þegahreyfingin hefði fulla stjórn á um hvaða þættir kjaramála mætti semja um á fyrirtækjagrunni. Það væri nokk- uð skýrt í dag. Hann vakti hins vegar athygli á ákvæði laga sem sett voru í síðasta verkfalli sjómanna, en í 10 gr. laganna segir: „Heimilt er með sam- komulagi milli vélstjóra og útgerðar- innai' að aðlaga ákvæði samningsins þörfum vinnustaðarins með frávikum frá ákvæðum kjarasamningsins, enda náist samkomulag um endurgjald til vélstjóra." Magnús sagði að í þessari grein væri í reynd búið að leyfa að semja mætti um alla þætti kjarasamnings vélstjóra á hverjum og einum vinnustað. Utilok- að væri fyrir almenna vinnumarkaðinn að byggja kjarasamninga á svona opnu ákvæði. Grétar Þorsteinsson forseti ASI Verðum að varð- veita þann árangur sem náðst hefur GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði á kjaramálaráðstefnu ASI að í næstu kjarasamningum yrði að varðveita þann almenna árangur sem náðst hefði á síð- asta sanmingstímabili og áfram- haldandi efnahagslegan stöðug- leika. „Framundan eru erfiðir kjara- samningar. Verkalýðshreyfing- arinnar bíður það verkefni að tryggja þann aukna kaupmátt sem henni tókst að ná fram með síðustu kjarasamningum og áframhaldandi þróun í þá átt. Þetta verður erfitt verkefni. Það verður erfitt vegna þess að blikur eru á lofti í verðlagsmál- um og þeim stöðugleika sem kaupmáttur byggist á er ógnað. Það verður einnig erfitt vegna þess að kaupmáttaraukningunni hefur ekki verið réttlálega skipt. Við verðum að tryggja í komandi kjarasamningum hag þeirra hópa sem í reynd hafa ekki notið sömu kjarabóta og aðrir á und- anförnum misserum. Um leið verðum við að varðveita þann al- menna árangur sem náðst hefur og áframhaldandi efnahagslegan stöðugleika," sagði forseti ASI við upphaf ráðstefnunnar. Grétar sagði að hagfræðin kenndi okkur að til lengri tíma litið væri farsælast fyrir alla að- ila að sýna ábyrgð og semja á grundvelli áframhaldandi stöð- ugleika. „En í síðustu samningum samdi verkalýðshreyfin án trygginga fyrir því að geta haft áhrif á það sem gerðist í efna- hagslífinu í kjölfar kjarasamn- inga á almennum vinnumarkaði. Við þekkjum eftirleikinn og þurf- um nú að draga lærdóm af hon- um. Á borðinu liggur að ekki hafa allir notið árangursins í jafnríkum mæli.“ Láglaunahópar hjá ríkinu hafa setið eftir Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur ASI, lagði fram á ráð- stefnunni tölur sem studdu þessa fullyrðingu forseta ASI. Kaup- máttur opinberra starfsmanna og bankamanna hefur hækkað um 22,7% frá febrúar 1997 til febrúar 1999. Kaupmáttur fé- lagsmanna ASÍ sem vinna hjá ríki og borg hefur hins vegar hækkað á sama tímabili um 11- 14%. Rannveig sagði að stærsta úrlausnarcfni næstu samninga væri að skipta því sem væri til skiptanna með réttlátari hætti. Rannveig sagði að til lang- frama væri ekki raunhæft að gera ráð fyrir meira en 3% hag- vexti á ári, en hann hefur verið um 6% á síðustu fjórum árum. Svo mikill hagvöxtur hlyti á end- anum að hafa í fór með sér of- þenslu. Hún sagði að virkjanir, stóriðja og Hvalfjarðargöng hefðu átt mikinn þátt í að koma hagvextinum af stað og enginn vafi léki á að virkjun og álver á Austurlandi myndi hafa mikil áhrif á efnahagslífið. Rannveig sagði að hættumerk- in í efnahagslífinu væru ótvíræð. Viðskiptahallinn væri mikill og langvarandi, verðbólga væri að aukast, sparnaður væri lítill og skuldir heimilanna hefðu aukist mikið. Mikil bjartsýni hjá al- menningi ætti sinn þátt í þensl- unni. Spyrja mætti hvort mat al- mennings og markaðarins á áhættu og framtíðarhorfum væri rétt. ASÍ fái 80% af launaskriði opinberra starfsmanna? Edda Rós Karlsdóttir, hag- fræðingur ASÍ, sagði á ráðstefn- unni að raunhæft væri að gera ráð fyrir 4% launahækkun á ári á næsta samningstímabili. Þetta væru þær hækkanir sem væru að verða að meðaltali í nágranna- löndum okkar. Hún sagði að það kostaði atvinnulífið ekki mikla fjárnnini að hækka lægstu laun- in. Lágmarkslaun ásamt launa- tengdum gjöldum hér á landi væru 97% lægri en í Danmörku. Hún sagði að mörg Evrópulönd litu til danska vinnumarkaðar- ins. Það gerðu m.a. vinnuveit- endur hér á landi. Þeir yrðu því að taka tillit til þessarar stað- reyndar. Hún sagði að það fyrir- komulag sem Danir byggðu á gerði ráð fyrir að allir semdu á sama grunni. I síðustu sanming- um hefði verið samið um 7,55% launahækkun á tveimur árum, þar af hefði 1% farið í að greiða fleiri orlofsdaga. Edda Rós sagði að lifeyrismál myndu skipta miklu máli í næstu kjarasamningum í Danmörku. Ef Islendingar hefðu samið eftir danska kerfinu hefði verið tekið tillit til þeirra miklu hækkana á lífeyri sem opinberir starfsmenn fengu við gerð siðustu samn- inga. Edda Rós sagði að í Dan- mörku væri reglan sú að kjara- samningar á almenna vinnu- markaðinum gæfu tóninn fyrir sanminga opinberra starfs- manna. I samningum opinberra starfsmanna væru tryggingará- kvæði sem tryggði þeim 80% af því launaskriði sem yrði á al- menna markaðinum. Hún sagði koma vel til greina að ASÍ-félög- in settu slíkt ákvæði inn í kjara- samninga sína sem gerðir yrðu á næsta ári. Slíkt ákvæði myndi stuðla að því að allir tækju sam- eiginlega þátt í að tryggja stöð- ugleika og lága verðbólgu, sem í reynd væri eina tryggingin sem launþegar gætu fengið fyrir kaupmáttaraukningu. Umdeild heimild til að skoða 30 sjúkraskrár Efast um að leyfisveiting standist lög HEIMILD sem Tölvunefnd veitti starfsmönnum ís- lenskrar erfðagreiningar til að skoða 30 sjúkraskrár á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hefur vak- ið hörð viðbrögð. Sigurður Guð- mundsson, landlæknir, fór bréflega fram á við heilbrigðisyfirvöld í fyrra- dag, að hætt yrði við könnunina og Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri-grænna, hefur dregið í efa að heimildin standist lög. I fyrradag ályktaði svo stjórn Læknafélags ís- lands í þá veru að umrædd skoðun „samrýmdist hvorki landslögum né siðareglum lækna“. Sigurður Guðmundsson, land- læknir, gerir athugasemdir við leyf- isveitinguna og fyrirhugað vinnulag. Að farið sé inn á vafasama braut með því að heimila öðrum en starfs- fólki heilbrigðistofnana að fara í gegnum sjúkraskýrslur. „Það er óvenjulegt að opinber aðili gefi form- legt leyfi til þess að sjúkraskrár séu meðhöndlaðar á þennan hátt. Það má minna á að í gagnagrunnslögun- um er tekið fram að öll úrvinnsla í gagnagrunninn, þegar að því kemur, skuli gerð af starfsfólki heilbrigðis- stofnana sjálfra en ekki starfsfólki rekstrarleyfishafans," segir land- læknir. Leggur til að leitað verði beint til fólks Þá telur landlæknir óviðunandi þann möguleika að einhverjir þeirra 12.700 einstaklinga sem hafi sagt sig úr gagnagrunninum lendi í 30 manna úrtakinu. „Við höfum litið svo á að úrsögn þeirra taki til hvers konar skoðunar rekstrarleyfishafa á sjúkragögnum þeirra. Þó svo það standi nú ekki beinlínis í lögunum," segir landlæknir. Vegna þessarar hættu hefur land- læknir lagt til, fari skoðunin fram, að hún verði gerð á eins gagnsæjan hátt og unnt er að koma við. Hann leggur til að annaðhvort verði notast við sýndar-sjúkraskrár, eins og not- aðar eru í kennslu, eða þá að leitað verði beint til nafngreindra einstak- linga um að þeir láti sjúkraskrár sín- ar í té. „Það mætti hugsa sér að aug- lýsa eftir fólki. Stór hluti fólks er hlynntur þessu framtaki og ég er sannfærður um að það kæmu jákvæð svör.“ Komið hefur fram hugmynd frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur um að land- lækni verði sendur listi með kenni- tölum 1.000 manns, hann verði lesinn saman við úrsagnarlistann, sem er í vörslu landlæknis, og síðan sendi landlæknir spítalanum til baka lista með nöfnum 300-400 manns sem síð- an mætti velja úr. Nöfn þeirra sem hefðu sagt sig úr grunninum væru falin meðal þeirra 700 nafna sem eft- ir stæðu. Þessi hugmynd er nú til skoðunar hjá landlæknisembættinu. „Þetta er í sjálfu sér ágæt hugmynd og alveg þess virði að líta á hana,“ segir landlæknir. Stjórn Læknafélags íslands fund- aði um málið í fyrradag og styður málaleitan landlæknis um að horfið verði frá fyrirhugaðri skoðun. Stjórnin „átelur harðlega leyfisveit- ingu Tölvunefndar", umrædd skoðun á sjúkraskýrslum samrýmist hvorki landslögum né siðareglum lækna. Veiting heimildarinnar óeðlileg Ögmundur Jónasson telur um- rædda heimild óeðlilega, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé búið að semja við IE um rekstur gagnagrunns. Ut- andagskrárumræður um málið fór fram á alþingi í gær að beiðni Ög- _ mundar sem telur að rannsaka þurfí lagalega hlið málsins. „Um hitt efast ég ekki, að siðferðileg rök skortir fyrir því að veita Islenskri erfða- gi-einingu aðgang að sjúkraskrám á Sjúkrahúsi Reykjavíkur." Hann segir það áhyggjuefni að Tölvunefnd hafi, eins og fram hafi komið í fréttum, heimilað aðgang að gögnunum, án dulkóðunar. „Mér finnst þetta ámælisvert og undar- legt. Hins vegar hef ég fregnir af því að það hafi verið heilbrigðisráðherra sem setti fram þessa ósk og þess vegna hef ég farið fram á utandag- skrárumræðu um málið á Alþingi." Málið sé ekki síður undarlegt þar sem ekki sé búið að ganga frá sam- komulagi við fyrirtækið. Ögmundur lýsti yfir áhyggjum sínum af þeim aðilum sem hafi það hlutverk að standa vörð um al- mannahagsmuni í þjóðfélaginu, eins og Tölvunefnd og Vísindasiðanefnd. „Sér í lagi í þessu tilviki þar sem ver- ið er að versla með upplýsingar um heilsufar þjóðarinnar. Hvað er eigin- lega að gerast? Vísindasiðanefnd var lögð af vegna þess að hún var stjórn- völdum ekki nógu auðsveip. Þar nýtti ráðherra sér gloppu í lögum til' að beita reglugerðarvaldi. Og hvað með læknastéttina? Ætlar hún að láta þetta yfir sig ganga? Hver er ábyrgð lækna gagnvart sjúkhng- um?“ Gengu lengra en Tölvunefnd kvað á um Kristján Erlendsson, yfirmaður samstarfsverkefna fyrir hönd ÍE, sem komið hefur að samningum við skrifstofu Sjúkrahúsana og Tölvu- nefnd, segir það alrangt, eins og fram hafi komið, að með heimild tO að skoða sjúkraskrár hafi verið að stíga fyrsta skrefið í því að smíða gagnagrunn. Með fyrirhugaðri skoð- un sjúkragagna sé verið að undirbúa' leyfisveitingu og ekki verið að fjalla um gögn eða safna þeim. „Það er verið að undirbúa veitingu rekstrarleyfis og þar á heilbrigðis- ráðuneytið í viðræðum við Islenska erfðagreiningu. Sem þáttur í þeim undirbúningi fór heilbrigðisráðu- neytið þess á leit við Tölvunefnd að hún vejtti leyfi fyrir tiltekna starfs- menn íslenskrar erfðagreiningar til þess að kanna 30 sjúkraskrár á Sjúkrahúsi Reykjavíkur með tilliti til þess hvernig þær eru skráðar, og hvað þyrfti að gera til þess að mark- miðum með gerð gagnagrunnsins yrði best náð.“ Leyfið sé skilyrt og engin afrit ætti að taka og könnunin færi fram innan veggja sjúkrahúss- ins. Með skoðuninni væri því ekki verið að vinna gagnagrunn. Kristján segir að það hafi orðið að samkomulagi milli IE og forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur að persónu- einkenni verði máð af öllum sjúkra- skrám sem til stendur að skoða. „Við gengum lengi'a en Tölvunefnd fór fram á,“ segir Kristján. Þetta sam- komulag hafi átt sér stað í síðustu viku, áður en umræða um heirmldina fór í gang. Leyfi til að skoða skrárnar var^- veitt fyrir tæpum hálfum mánuði, að"t*' sögn Ki-istjáns. Síðan hafi verið unn- ið að gerð vinnureglna til að standa sem best að skoðuninni þannig að ekki yrði brotið í bága við persónu- verndarsjónarmið. Kristján sagðist ekki geta sagt ná- kvæmlega til um hvenær af skoðun- inni yrði en kvaðst reikna með að' þess yrði ekki langt að bíða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.