Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 43
I
I
i
m
H
gi
■ i
UMRÆÐAN
og stóriðjuframkvæmdir getum við
aðeins treyst á að þjóðin vakni og
sýni samstöðu svo vilji hennar nái
fram að ganga. A meðan við bíðum
eftir sönnunargögnum og samstöðu
getum við reynt að kalla stjórn-
málamenn og embættismenn öllum
illum nöfnum. Við getum kallað þá
landeyður eða þjófa, en orðin hljóta
samt að missa marks því múr sam-
tryggingarinnar er svo rammger að
yfir hann fer ekkert nema með leyfi
valdhafa.
Við getum sjálfum okkur um
kennt, það vorum við sjálf sem kus-
um yfir okkur þann ófögnuð sem nú
hyggst hundsa þær kröfur sem 80%
landsmanna styðja. Við eigum sök-
ina - við köstuðum perlum fyrir
svín.
Og hver á nú að
verja landið?
Hér um árið þutu menn út og
suður og söfnuðu um fimmtíu þús-
und undirskriftum til að óska eftir
því að ameríski herinn yrði um
kyrrt og sæi um að verja landið.
Þáverandi ríkisstjórn íslands tók
tillit til þeirra krafna, þrátt fyi’h- að
í stjórnarsáttmála meirihlutans
væri að finna klausur þess efnis að
vinna ætti að því að herinn færi.
Nú eru aðrir tímai', nú þarf virki-
lega að verja landið fyrir ágangi
peningaveldisins og nú er ríkis-
stjórn Islands með amerískan her í
viðbragðsstöðu til að verjast ágangi
þeirra sem vernda vilja ósnortið
landi. Og ekki ætlar þessi stjórn að
taka tillit til óska þeirra manna sem
vilja landið verja, en ítrekar þess í
stað að leyfi fyrh’ eyðingu lands
hafi verið gefið út áður en menn
fóru alvarlega að hugleiða þann
möguleika að láta náttúruna njóta
vafans þegar meta þarf áhrif stór-
framkvæmda á umhverfi.
Þetta er eins og að framfylgja
dauðarefsingu um leið og fanginn
sannar sakleysi sitt.
Stjórnin ætlar einfaldlega að
virkja og reisa álver, sama hvað
það kostar. Menn velta ekki fyrir
sér afleiðingunum, þeir hugsa ekki
um náttúruspjöllin og hugleiða
ekki einu sinni hvar á að finna
vinnuaflið þegar álver er risið fyrir
austan.
Allt er þetta framkvæmanlegt
vegna þess að almenningur í land-
inu er söfnuður þvílíkra rænulausra
hengilmæna, að ef litið er yfir hóp-
inn verður manni illt. Svefngengl-
arnh þumbast áfram vitandi það að
aðgerðarieysi þeirra kostar það eitt
að stjórnvöld drita niður hverri
virkjuninni á fætur annarri og reisi
álver í löngum runum svo skapa
megi atvinnutækifæri fyrir ódýrt,
innflutt vinnuafl.
Ef sá þankagangur sem segir að
stóriðja sé hið eina rétta og fær að
verða að þráhyggju manna á meðal,
þá mun forkastanleg fásinna kaf-
færa alla vitræna hugsun í þessu
landi. Ef sofandaháttur íslenski-ar
alþýðu ræður för verður hálendið
innan fárra ára eitthvað sem fólk
mun vilja forðast fyrir alla muni. Þá
verður kannski spurt að því, hverjir
áttu að verja þetta land.
Höfundur er skáld.
Lækning fyrir
samkynhneigða
ALLSNÖRP greina-
skrif um samkyn-
hneigð hafa átt sér
stað undanfarið og er
það tilefni ski’ifa minna
hér. Það sem hefur
vakið sérstaka athygli
mína er að mjög ófag-
lega er fai’ið með stað-
reyndir í umræðunni.
Fullyrðing í þá veru að
samkynhneigð sé lík-
amlega meðfædd hefur
oft komið fram. Þessi
fullyrðing á engan veg-
inn rétt á sér þar sem
„hommagenið" svo
kallaða hefur aldrei
fundist þrátt fyrir tals-
verðar rannsóknir. Kenningunni
hefur lengi verið haldið á lofti en
engin vísindaleg rök eru fyrir því
að samkynhneigð sé meðfædd. Þær
örfáu rannsóknir sem virtust benda
til þess hafa aldrei fengið viður-
kenningu vegna þess að almennar
rannsóknarreglur voru ekki virtai’.
Þrátt fyrh’ ýmsar getgátur hafa
læknar og vísindasamtök aftur og
aftur sent frá sér yfirlýsingar um
að engar sannanh- séu fyrir með-
fæddri samkynhneigð. 22. apríl á
þessu ári kom yfirlýsing frá
kanadískum vísindamönnum þar
sem fram kom að samkynhneigð
væri ekki tengd genum á neinn hátt
og því ekki meðfædd. Yfirlýsingin
birtist á CNN, NBC, The Was-
hington Post, USA Today og víðar.
Engin virt lækna- og vísindasamtök
í heiminum í dag halda því fram að
sannað sé að samkynhneigð sé
meðfædd. Það er því algjörlega
óviðunandi að menn sem vilja láta
taka sig alvarlega slái fram svona
órökstuddum fullyi’ðingum.
Þó að menn hafi ýmsar kenning-
ar varðandi ástæður samkyn-
hneigðar verður að virða þær stað-
reyndir sem liggja fyrir. Það sem
hefur komið í ljós er að margir
samkynhneigðir vilja hefta og helst
banna alla umræðu um að samkyn-
hneigðir einstaklingar geti breytt
um lífsstíl og snúist algjörlega til
gagnkynhneigðar. Samt eru til ótal
dæmi um slíkt.
Aiþjóðlegu meðferðarsamtökin
Exodus Intemational hafa aðstoðað
tugi þúsunda einstaklinga við
breyta um lífsstfl og sýnt varanleg-
an árangur. Langanir og lífsstíll
fólks hafa breyst og margir hafa nú
verið í löngu hamingjuríku hjóna-
bandi með maka af gagnstæðu
kyni. Síðastliðið ár var viðtal við ein
slík hjón í „Séð og heyrt“. Margir
sálfræðingar og geðlæknar hafa
náð miklum árangri með skjólstæð-
inga sína. Einn slíkur, dr. Joseph
Nicolosi, hefur náð miklum sannan-
legum árangri með 200
karlmenn sem hafa
gjörbreytt um lífsstíl
eftir meðferð sem að
hann kallar „Reparati-
ve therapy".
Staðreyndin er sú að
þótt að stór hópur
samkynhneigðra vilji
ekki breyta um lífsstfl,
og þeir eru vitaskuld
frjálsir tfl að gera það
sem þeir vilja, er líka
stór hópur sem vill
breyta lífi sínu. Sá hóp-
ur á í baráttu við eigin
kenndir, hugsanir og
samvisku en skilur
ekki eigið ástand og
vill aðstoð.
Það er vegið að mannréttindum
þessa fólks með því að vilja hylma
yfir og jafnvel banna með lögum
alla umræðu um breyttan lífsstfl og
lækningu sálarlífs þess. Það hafa
talsmenn samkynhneigðra viljað
gera á þeim forsendum að þeir sem
eru ósammála þeiri’a sjónarmiðum
séu að ærumeiða fólk og beri
ábyi’gð á hái-ri sjálfsmorðstíðni og
slæmu sálarástandi samkyn-
hneigðra. Svona stoðlausar, alvar-
legar ásakanir eru mjög ómálefna-
legai’ og engum tfl góðs, allra síst
samkynhneigðum. Þær firra menn
Eigum fyrirliggjandi og útvegum með
stuttum fyrirvara ýmiskonar stoð- og
hjálpartxki sem létta störfin, auka
öryggi og afköst.
Leitið upplýsinga
^ UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Straigœnrehf
SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300
Steingrímur Ómar
Lúðvíksson
Samkynhneigð
Engin virt lækna- og
vísindasamtök í heimin-
um í dag halda því
fram, segir Steingrím-
ur Omar Lúðvíksson,
að sannað sé að sam-
kynhneigð sé meðfædd.
ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörð-
um og geta þar af leiðandi verið
mjög hættulegar. Ég vona að tján-
ingarfrelsi Islendinga verði ekki
stefnt í hættu og að umræðan verði
héðan í frá málefnalegri heldur en
hingað til og jafnframt að borin
verði sönn virðing fyrir öllum ein-
staklingum.
Höfundur starfar við ferðaþjónustu.
ABS3000
Hrað-þunnflotefni
Alvöru flotefni
fyrir „dúkara/y
8miéjuv«0Uf Ti, 800 KépvhöUf
lifflii 1W§-Kam issími
Lod'fód'rucí
barnastí gvél
Hlý
Vatnshela
Má þvo á 30 í vél
Fástí U litum
Rauð
st. 21-35
Grá
st. 27-35