Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 44
'44 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
, Leiðrétta þarf stefnu í málefn-
um vímuefnasjúkra ungmenna
Fjöldi stórneytenda ólöglegra vímuefna
19 ára og yngri á Sjúkrahúsinu Vogi 1991 -‘98
Fjöldi ungra einstaklinga 19 ára og yngri
á Sjúkrahúsinu Vogi 1991 -‘98 ----------250
1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998
króna framlag er í tillögum til fjár-
VÍMUEFNAFARALDUR hefur
geisað á Islandi frá því á árinu 1995.
Hann hefur komið harðast niður á
unglingum og ung-
mennum sem eru 25
ára og yngri. Fyrir ut-
an að skaða ungling-
ana og foreldra þeirra
og aðstandendur mest
* hefur þessi vandi kom-
ið harðast niður á þeim
meðferðarstofnunum
íyrir slíka einstaklinga
sem reknar eru af heil-
brigðisráðuneytinu.
Umræður um þenn-
an vanda hafa verið
miklar í þjóðfélaginu
undanfarin ár og kröf-
ur um viðbrögð stjórn-
valda orðið æ hávær-
ari.
Stefna ríkisstjómar-
innar í málefnum þessara unglinga
og ungmenna hefur smám saman
verið að taka á sig ákveðna mynd og
með núverandi tillögum til fjárlaga
-* íyrii- árið 2000 er hún að verða nokk-
uð skýi-. Vandinn virðist að mestu
vera skilgreindur af ríkisstjóminni
sem afbrot og félagslegur vandi.
Þessa skilgreiningu, hvort sem
hún er meðvituð eða ekki, má sjá af
því að viðbrögðin við vandanum
birtast fyrst og fremst sem aukin
fjárframlög í gegnum félagsmálar-
áðuneytið og dómsmálaráðuneytið.
Þannig hafa framlög í gegnum fé-
lagsmálaráðuneytið vegna þessa
vanda aukist um 200 milljónir á ári
jx ef allt er talið. Aukningin er talsverð
í dómsmálaráðuneytinu þótt hún sé
líklega minni.
Það ber auðvitað að fagna því að
aukin áhersla er lögð á félagsleg úr-
ræði og forvamastarf löggæslunnar
en þrátt fyrir það má ekki gleyma
þætti heilbrigðisráðuneytisins og
skyldum í þessu efni.
Það á ekki að þurfa að verja löngu
máli í að útskýra að forgangsmál er
að líta á vímuefnasjúk ungmenni
sem sjúklinga en ekki sem glæpa-
menn eða félagsfræði-
legt vandamál.
Skyldur heilbrigðis-
ráðuneytisins era fyrst
og fremst í því fólgnar
að tryggja vímuefna-
sjúkum ungmennum
og foreldram þeirra þá
heilbrigðisþjónustu
sem þeim ber. Það
verður ekki gert nema
að styrkja þær heil-
brigðisstofnanir sem
reknar era samkvæmt
heilbrigðislögum og
endurskoðaðar af ríkis-
endurskoðun og era að
veita þessum ungling-
um sjúkra- og með-
ferðarþjónustu. Þær
stofnanir era SAA og Landspítal-
inn.
Ekki hefur orðið vart við aukn-
Vímuefnavandinn
Það er verkefni
heilbrigðisráðuneytisins
að bregðast jafnrösk-
lega við vímuefnavand-
anum, segir Þórarinn
Tyrfíngsson, og félags-
og dómsmálaráðuneytið
eru að reyna að gera.
ingu á fjárframlögum heilbrigðis-
ráðuneytisins til áfengis- og vímu-
efnameðferðarinnar sem rekin er
samkvæmt heilbrigðislögum allt frá
árinu 1995 þar til nú að 20 milljóna
laga 2000 til fyrirhugaðrar ungl-
ingadeildar við Sjúkrahúsið Vog.
Þeir sjúkdómar sem era fylgi-
fískar eiturlyfjavandans verða ekki
læknaðir á vegum dómsmálaráðu-
neytis eða félagsmálaráðuneytis.
Unglingar sem ánetjast eituriyfjum
eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem
er í því fólgin að þeir séu undir eftir-
Þórarinn
Tyrfingsson
liti lækna og . hjúkranarfræðinga
meðan á afeitrun stendur, að líka-
mleg veikindi séu greind og forvöm-
um við smitsjúkdómum komið við.
Einnig þaif að greina geðrænan
vanda þessara ungmenna og bregð-
ast við með lyfjum og sálfræðiaðstoð
ef með þarf. Þetta þarf að gera áður
en nokkram manni kemur til hugar
að senda ungmenni til langdvalar á
stofnanir út um land.
Hlutur heilbrigðisþjónustunnar
er augljós þegar haft er í huga að
80% þeirra 257 unglinga sem komu
á Sjúkrahúsið Vog árið 1998 vora
líkamlega háð vímuefnum og gengu
í gegnum fráhvörf þar sem oft var
þörf á að gefa lyf og alltaf þörf á
stuðningi sérhæfðs starfsfólks.
Hlutverk heilbrigðisþjónustunn-
ar verður líka að skoða í ljósi þess að
lausleg könnun á geðheilsu þeirra
unghnga sem leitað hafa á þessu ári
á Sjúkrahúsið Vog hefur leitt í ljós
að 44% stúlknana og 20% piltanna
þjást af kvíðaröskunum eða þung-
lyndi sem greina þarf og meðhöndla
með lyfjum auk annarra geðrænna
vandamála sem greindust í þessum
hóp. Um 20% unglinganna hafa
sprautað sig í æð einu sinni eða oftar
og vegna þess þarf að gera skimun-
arrannsóknir hjá þeim vegna HIV
og lifrarbólgna. Um 5-9% ungling-
anna hafa kynsjúkdóminn „klam-
ydia“ sem þarf að greina og með-
höndla með lyfjum. Alla unglingana
þarf að bólusetja við lifrarbólgu B.
Það er auðvitað vilji allra að unga
fólkið okkar, „aldamótakynslóðin",
fái þá heilbrigðisþjónustu sem því
ber og að sú þjónusta sé metnaðar-
full og rekin af einhverri reisn. Það
er aftur á móti skylda
heilbrigðisráðuneytisins og umboðs-
manns bama að sjá um að svo sé
gert og knýja á um nauðsynlegar
fjárveitingar.
Það er verkefni heilbrigðisráðu-
neytisins að bregðast jafnrösklega
við vímuefnavandanum og félags- og
dómsmálaráðuneytið era að reyna
að gera. Og það er verkefni ríkis-
stjómarinnar að móta heOdstæða
stefnu í þessum málum þar sem
bragðist er af fullum þunga við öll-
um þáttum vandans.
Höfundur er stjórnarformaður SÁÁ.
Brúðhjón
Allur boröbiindður - Glæsileg gjdíavara - Brúðhjónalistar
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
||l
HUGSKOT
6 -\y * 1*** F1.1 í «r»
Bami unyni lt döl<ar
1 0% afsláttur í október
Nethyl 2 ♦ S. 587 8044
Kristján Sigurðsson Ijósm.
Einstakt tækifæri borgar-
stjórnar Reykjavíkur!
MIKIÐ hefur verið
rætt og ritað um má-
lefni Eyjabakka og
hvort eigi að sökkva
þeim undir uppistöðu-
lón. Margir fróðari
menn en ég hafa dýft
penna í blek til að
ræða með eða á móti
þeirri aðgerð. Eyja-
bakkar era, eins og
bent hefur verið á, ein-
stök náttúruperla og
gegna mikilvægu hlut-
verki í jurta- og dýra-
ríki landsins. Sem
dæmi um það má
nefna að á milli 50 og
70% allra geldra heiða-
gæsa landsins fella þar fjaðrir og
dvelja þar í sáram í rúmar fjórar
vikur. Það væri því verulegt áfall
fyrir heiðagæsastofninn ef þessu
mikilvæga svæði væri sökkt. Þessi
staðreynd ein ætti að nægja til þess
að umhverfisráðhema, Siv Frið-
leifsdóttir, legðist gegn virkjuninni,
þ.e.a.s. ef hún ætlar að vera sam-
kvæm sjálfri sér og „láta náttúrana
njóta vafans". I þessu máli talar
umhverfísráðherra hins vegar ekki
máli náttúrannar heldur iðnaðarins.
Virkja eða virkja ekki?
Mikil mótmæli hafa orðið á meðal
íslensku þjóðarinnar gegn virkj-
anaáformum ríkisstjómarinnar
norðan Vatnajökuls. Þó er það ekki
svo að deilan snúist um þá spum-
ingu hvort það eigi að virkja eða
ekki. Umræðan hefur snúist um það
að mótmæla því að jafnadrifarík að-
gerð og fómun Eyjabakka er, fari
ekki í lögformlegt um-
hverfismat. Ríkis-
stjóm Davíðs Odds-
sonar hlustar ekki á
vilja þjóðarinnar í
þessu máli. Það hefur
komið í ljós í skoðana-
könnunum að u.þ.b.
70% þjóðarinnar era á
því að Fljótsdalsvir-
kjun eigi að fara í lög-
formlegt umhverfis-
mat. Þessi 70% era
ekki þar með búin að
taka afstöðu til virkj-
unarinnar, þau vilja
hins vegar að „náttúr-
an njóti vafans," svo
uppáhalds frasi um-
hverfisráðherra sé enn notaður,
frasi sem hefur sýnt sig vera inni-
haldslausa klisju í munni hennar.
Með lögformlegu umhverfismati er
einungis verið að leyfa „náttúranni
að njóta vafans“. Það verður ekki
gert á annan hátt og umræða um
annað er marklaus.
Gullið tækifæri borgarstjórnar
Nk. fimmtudag verður tekin til
umræðu í borgarstjórn Reykjavík-
ur tillaga Ólafs F. Magnússonar um
að borgarstjórn hvetji til þess að
Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt
umhverfismat. Með þessari tillögu
gefst borgarstjóm einstakt tæki-
færi til að láta rödd stærsta sveitar-
félags landsins heyrast í máli sem
snertir landsmenn alla. Reykjavík-
urborg á 45% í Landsvirkjun, því
fyrirtæki sem stendur að virkjunar-
framkvæmdunum. Það er því ekk-
ert eðlilegra en að pólitískt kjörnir
Hálendismál
Eg hvet kjörna fulltrúa
Reykvíkinga í borgar-
stjórn til að leggja sitt
af mörkum, segir
Kolbeinn Óttarsson
Proppé, til þess að
umræða um Fljótsdals-
virkjun fari í þann
eðlilega farveg sem
_____lögformlegt_____
umhverfismat er.
fulltrúar borgarbúa greiði atkvæði
um þetta mál. Ég hvet kjörna full-
trúa Reykvíkinga í borgarstjórn til
að leggja sitt af mörkum til þess að
umræða um Fljótsdalsvirkjun fari í
þann eðlilega farveg sem lögform-
legt umhverfismat er. Sýnum þá
ábyrgu afstöðu að framkvæma ekk-
ert jafnóafturkræft og kaffæring
Eyjabakka er án þess að hafa
rannsakað það til hlítar. Ég hvet því
alla fulltrúa í borgarstjórn Reykja-
víkur, hvar í flokki sem þeir standa,
til þess að styðja tillögu Ólafs og
láta náttúruna njóta vafans í þessu
máli sem og öðrum.
Höfundur er fulltrúi R-listans í
umhverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur.