Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.10.1999, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ ^46 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN Byggðaröskun er líka vandi höfuðborgarsvæðis FLUTNINGUR fólks af lands- byggðinni á Stór-Reykjavíkur- svæðið hefur skiljanlega verið mik- ið í umræðunni síðustu misserin, en tölur sýna að í lok þessa áratugar hafa fólksflutningarnir „suður“ tekið enn einn kippinn og fátt bend- ir til breytinga á næstu árum. Ekki * ætla ég hér að taka þátt í þeirri um- ræðu hver sé ástæða búsetu- röskunarinnar, en ætla samt að fylla þann ílokk manna sem telja hana óæskilega fyrir samfélagið í heild. Eg velti því hins vegar mjög fyrir mér hvort höfuðborgarsvæðið sé þannig í stakk búið að stækka mun örar en meðalfólksfjölgun seg- ir til um á hverjum tíma? I störfum mínum að sveitar- stjómarmálum hefur það ekki farið fram hjá mér að afar dýrt er að byggja upp ný íbúðahverfi frá granni með allri þeirri þjónustu sem þar þarf að vera. Þar má telja: grannskóla, leikskóla, íþróttahús, íþróttavelli, sundlaug, tónlistar- "r skóla, félagsmiðstöð, menningar- hús, bókasafn og sitthvað fleira. Og að auki þarf að ganga frá opnum svæðum, gera leikvelli, leggja gangstíga og aðra útivistarstíga sem tengir nýja hverfíð við eldri byggð. Sumt af þessari þjónustu getur vissulega samnýst með ná- grannahverfunum, þannig getur tónlistarskóli nýst 10.000-20.000 manna byggð sé rétt á málum hald- ið. Þessu til viðbótar verður ríkis- valdið að kosta stofnbrautir í ört stækkandi borgarsamfélagi, einnig GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK að byggja heilsu- gæslu, öldrunarstofn- anir og greiða stærst- an hlut byggingar- kostnaðar nýrra fram- haldsskóla. 1.400 nýjar íbúðir árlega En hvað skyldu sveitarfélögin ráða við öra fjölgun íbúa? Stef- án Ingólfsson segir í grein sinni „Hversu margar íbúðir þarf að byggja“ í Fasteigna- blaðinu fyrr á þessu ári að þörfin fyrir nýtt húsnæði eigi sér þrjár rætur. í fyrsta lagi vegna fólks- fjölgunar innan svæðisins (fæddir umfram látna). í öðra lagi vegna þeirrar þróunar að íbúum í hverri íbúð fer fækkandi, og í þriðja lagi þarf að byggja vegna nýrra íbúa annars staðar frá, jafnt úr öðrum byggðarlögum sem og erlendis frá. Hann telur að reisa þurfi eða end- urbyggja 1.400 nýjar íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu. Þar fjölgaði um 3.599 íbúa á síðasta ári. Af þeim var samkvæmt tölum Hagstofunn- ar 2.181 nýr aðfluttur íbúi af lands- byggðinni. Tölur á þessu ári benda til þess að þessi miklu búferlaflutn- ingar haldi áfram. Því er þannig háttað hjá sveitarfélögum að bróð- urparti skatttekna þeirra er varið í rekstur, en afgangnum í fram- kvæmdir og/eða niðurgreiðslu lána. Samanlögð niðurstaða ársreikn- inga sveitarfélaganna sjö á höfuð- borgarsvæðinu fyrir árið 1997 sýna að 80% skattteknanna fóru í rekst- ur og vexti og það sem eftir var tO framkvæmda, hugsan- lega einnig til niður- greiðslu skulda. Sam- anlagðar heildarskuldir sveitar- félaganna á höfuð- borgarsvæðinu námu í árslok 1997 yfir 26 milljörðum króna á þá- virði. Hafa þær vaxið nær jafnt og þétt allan þennan áratug og vaxa enn. Þessi skuldaklafi er vitanlega mikið áhyggjuefni og bindur hendur sveitarfélag- anna í fyrirsjáanlegri framtíð, því sífellt minna verður afgangs til nýrra framkvæmda að því gefnu að skatttekjur aukist ekki. Lítið svigrúm til stækkunar Fólksflutningarnir á suðvestur- hornið kalla vitanlega á mun meiri uppbyggingu íbúðahverfa en ann- ars þyrfti að vera. Það er vitað að skatttekjur nýrra íbúa eiga í heild- ina að duga fyrir rekstri þeiraar viðbótarþjónustu sem af fjölgun- inni hlýst. En fjárfrekur stofn- kostnaður og uppbygging mann- virkja leggst með sama þunga á nýju íbúana og hina þá sem fyrir era í viðkomandi sveitarfélagi. Eða m.ö.o. ör uppbygging dregur stór- lega úr möguleikum á að auka þjón- ustu eða fjölga verkefnum viðkom- andi sveitarfélags. Á mannamáli getur þetta þýtt að bíða verður enn um sinn með einsetningu skólans, lagningu útivistarstíga, viðhald gatna o.s.frv. Eg vil leyfa mér að halda fram Byggðamál Við á Stór-Reykjavík- ursvæðinu verðum að gera okkur grein fyrir því að kostnaður við byggðaröskunina, segir Einar Svein- björnsson, leggst ekki síður á íbúa höfuðborg- arsvæðisins en aðra landsmenn. þeirri skoðun að sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki bolmagn, öðruvísi en með skatta- hækkunum eða með enn frekari skuldsetningu, til að standa fyrir þeirri miklu uppbyggingu sem nauðsynleg er samfara viðlíka fólksfjölgun og verið hefur. Sam- kvæmt áliti ráðgjafa sem nú vinna að tillögum um svæðisskipulag fyr- ir höfuðborgarsvæðið er því spáð að til ársins 2020 þurfi að finna landrými fyrir 22.000 íbuðir fyrir um 47.000 nýja íbúa. í þessum sömu spám er gert ráð fyrir að ár- leg fjölgun nemi um 2.800 íbúum sem að veralegu leyti verði til kom- in vegna ílutnings frá landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir að sveitarfélögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu sýnast hvergi bangin við að taka að sér þetta verkefni uppbyggingar og út- víkkunar heyrir maður sífellt fleiri Athyglisbrestur með ofvirkni Einar Sveinbjörnsson Sturtuklefar Vandaðir sturtuklefar frá Ifö og Megins úr plasti og öryggisgleri, rúnaðir og hornlaga. Horn og framhurðir, einnig heilir klefar. 74 - 80 - Hornlaga 77 - 80 - Rúnaðir 87 - 90 - Rúnaðir 86 - 92 - Hornlaga TEHGIehf. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sfmi: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást í byggingavöruverslunum um land allt GEÐRÆNIR erfiðleikar barna og unglinga og þjónusta við fjöl- skyldur þessara einstaklinga hafa verið til umræðu, m.a. hjá heilbrigðisyfir- völdum. Það vefst stundum jafnt fyrir fagfólki sem veitir þjónustuna sem aðst- andendum hvað er „geðrænt", „líkam- legt“ eða „félagslegt" við uppkomu eða með- ferð þessara vanda- mála. Margir skilja sem svo að ef ekki fínnst mælanlegt lík- amlegt frávik hjá veiku fólki þá hljóti vandamálið að vera . „sál-“ eða „geðrænt". Rannsóknir sérstak- lega á síðustu árum Ólafur Ó. Guðmtundsson hafa hinsvegar fundið ýmis mælan- leg líffræðileg frávik hjá þeim sem veikjast t.d. af þunglyndi eða kvíða. Sem dæmi um áhrif um- hverfis á líffræðilega starfsemi má nefna að viðvarandi truflun á tengslum ungbarns við aðalumönn- unaraðila (móður) getur valdið mælanlegum breytingum á heila- og hormónastarfsemi barnsins og komið fram sem tilfinninga- og hegðunarerfiðleikar. Um leið er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að tilfinningalegir þættir hafa áhrif á gang allra sjúkdóma og geta stundum skýrt mismun á meðferð- arsvöran milli einstaklinga með sama sjúkdóm. Möguleikar barna á að hafa stjórn á hegðun sinni, halda athygli og sýna þolinmæði, sérstaklega við krefjandi aðstæður s.s. í skóla, era mismiklir og ráðast að sjálfsögðu fyrst og fremst af þroskastigi barnsins. Sum börn hafa af öðram ástæðum skerta hæfni á þessu sviði og sýna frávik í heilastarfsemi sem ekki skýrast af almenna þroskanum. Ýmsir þættir geta haft áhrif á þessa hæfni, þættir í um- hverfinu eins og reyk- ingar á meðgöngu og margir fleiri en erfðir virðast skipta megin- máli. Þegar þessi frá- vik era það mikil að þau valdi barninu verulegri vanlíðan eða hindri það í að ná nauðsynlegum náms- og félagsþroska getur gi-einingin orðið at- hyglisbrestur með ofvirkni oft kall- að eingöngu „ofvirkni“. Ómeð- höndluð ofvirkni eykur líkur á öðram hegðunarerfiðleikum, sér- staklega andfélagslegri hegðun og í kjölfarið vímuefnamisnotkun. Of- virkni flokkast meðal geð- og hegð- unarraskana í því alþjóðlega sjúk- dómsflokkunarkerfi sem íslenska heilbrigðiskerfið byggir á, en það gera einnig þroskaraskanir svo sem einhverfa. Einkennamyndin kemur fyrst og fremst fram á hegðunar- og tilfinningasviðinu og fagfólk menntað í að fást við rask- anir á því sviði veitir þá sérhæfðu þjónustu sem oft er nauðsynleg þó ýmsir aðrir aðilar, sérhæfðir á öðr- um sviðum heilbrigðiskerfisins svo sem heilsugæslan, félagslega þjón- ustan og menntakerfið, komi einn- ig að meðferð og stuðningi. Ofvirkni Málið snýst um pólitíska forgangsröðun, segir Ólafur Ó. Guðmundsson, þar sem framtíð barna okkar er, því miður, ekki hátt skrifuð. Á morgun mun heilbrigðisráð- herra setja 5. norrænu ráðstefn- una um athyglisbrest með ofvirkni. Ráðstefnuna sækir fagfólk frá öll- um Norðurlöndunum sem og for- ystufólk aðstandenda þessara barna og unglinga. Þar verða m.a. kynntar niðurstöður rannsókna á hópi ofvirkra barna sem fram hafa farið á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Á BUGL hefur um árabil verið starfrækt eftirsótt þjónusta fyrir ofvirk börn og fjölskyldur þeirra. Þessi þjón- usta hefur vakið athygli og sér- hæfðir starfsmenn ofvirkniteymis- ins verið fengnir til að kynna starfið t.d. í Danmörku og á Álandseyjum þar sem verið er að byggja upp samskonar þjónustu. Langur biðlisti hefur háð starf- seminni og gert það að verkum að vandamálin geta orðið illviðráðan- legri en annars hefði orðið. Það er öllum ljóst sem kynna sér stöðu geðheilbrigðisþjónustunnar við börn og unglinga hér á landi að uppbygging hennar hefur orðið út- undan og spila þar eflaust margar raddir sveitarstjórnarmanna sem segja að skynsamlegast sé að stefna að hóflegri stækkun, þar sem hægt verði að byggja upp þjónustu án þess að rekstur við- komandi sveitarfélags fari úr skorðum. Borgarstjóri Reykjavík- ur viðraði m.a. þessa skoðun í blaðaviðtali nýlega. En hver vill þá taka við straumi fólks utan af landi og kosta uppbyggingu nýrrar þjón- ustu við það? I endanlegri gerð svæðisskipulagsins reynir á það hvort sveitarfélögin sjö á höfuð- borgarsvæðinu séu reiðubúin að axla sameiginlega ábyrgð á þeirri miklu fjölgun íbúa sem spáð er næstu tvo áratugina eða hvort ein- hver þeirra ætli sér að skorast úr leik og sleppa þannig við kostnað mikillar uppbyggingar. Hver borgar brúsann? Það er dýrt að skilja húsnæði eft- ir ónotað í sveitarfélögum þar sem grunngerð allrar þjónustu er til staðar og fyrir vikið verður hún óhagkvæmari fyrir þá sem eftir verða. Það er ekki síður dýrt að byggja upp sams konar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þann kostnað greiða Reykvíkingar, Garðbæingar og Kópavogsbúar með hærri gjöld- um í fyllingu tímans, ásamt ríkinu sem leggja þarf á hærri skatta en ella m.a. vegna nýrra umferðaræða hér á suðvesturhorninu. Á ársfundi Sambands sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), sem haldinn er nú um helgina, á að ræða ýtarlega hugmyndir að svæð- isskipulagi fyrir höfuðborgarsvæð- ið í heild sinni. Við á Stór-Reykja- víkursvæðinu verðum að gera okkur grein fyrir því að kostnaður við byggðaröskunina leggst ekki síður á íbúa höfuðborgarsvæðisins en aðra landsmenn. Því era hér komin enn frekari rök fyrir því að heppilegast sé að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins sé þess nokk- ur kostur. Höfundur er bæjnrfulltníi Framsóknarflokks í Garðabæ. ástæður inn í. Á einu ári hafa fjór- ar skýrslur heilbrigðisyfirvalda lit- ið dagsins ljós sem komast að sam- dóma niðurstöðu hvað þessa þjónustu varðar. I skýrslu um stefnumótun í málefnum geðsjúkra segir: „[Sjamstaða er um það inn- an hópsins að sérstaka áherslu beri að leggja á málefni bama og unglinga sem eiga við geðsjúk- dóma að stríða." í niðurstöðu nefndar um forgangsröðun segir: „[Gjeðheilbrigðisþjónustu við börn þarf að efla, innan sem utan stofn- ana, svo hún nái til fleiri barna en nú er unnt að sinna.“ I drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2005 er sett sem markmið að „geðheil- brigðisþjónustan nái árlega til 2% barna og unglinga á aldrinum 0-18 ára.“ Loks í nýútkominni skýrslu nefndar um stefnumótun í málefn- um langveikra barna segir: „[Njefndin telur að úrbætur í mál- efnum geðsjúkra barna eigi að hafa forgang í heilbrigðiskerfinu á næstunni." I fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2000 er lagt til að 15 milljónum króna verði varið til að fjölga sér- hæfðu starfsfólki á BUGL. Hér er um góðan ásetning að ræða en enga viðbót því hallinn á núverandi rekstri er a.m.k. 15 milljónir. Ég tel að framkvæmdagleði okkar ís- lendinga að undanfömu, hvar sem litið er, sýni að fjármagnsskortur eigi ekki að þurfa að hindra nauð- synlega uppbyggingu geðheil- brigðisþjónustu við börn og ungl- inga, heldur snýst málið um pólitíska forgangsröðun þar sem framtíð barna okkar er, því miður, ekki hátt skrifuð. Við vonum að hin metnaðarfulla ráðstefna sem BUGL og foreldrafélag misþroska barna standa nú að verði heilbrigð- isyfirvöldum enn ein hvatningin til framkvæmda á þessu sviði og þau sýni þar með sinn góða vilja í verki. Höfutidur er yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar Landspftalans (BUGL).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.