Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 48
M.
48 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ALÞJÓÐLEG HUNDASÝNING í REIÐHÖLLINNI í KÓPAVOGI:
M
*
*
-1
%
Víðtækari
kröfur fyrir-
hugaðar
Litli silkiterrier-hundurinn Erró var valinn
besti hundurinn á alþjóðlegri ræktunar-
sýningu sem haldin var í reiðhöll Gusts í
Kópavogi um síðustu helgi. Brynja Tomer
fylgdist með og ræddi við dómara og
sýningarstjóra, sem voru sammála um að
hér væru margir mjög fallegir hundar.
TVEIR dómarar, Marit Sunde frá
Noregi og Paul Stanton frá Sví-
þjóð, skoðuðu nærri 300 hunda af
46 tegundum á alþjóðlegri hunda-
sýningu um síðustu helgi. Á hunda-
sýningum af þessu tagi eru hundar
skoðaðir og dæmdir út frá ræktun-
arstaðli, sem hundaræktarfélög í
upprunalöndum tegundanna gefa
út. Að sögn Emilíu Sigursteins-
dóttur, sýningarstjóra, er meðal
annars tekið mið af almennri lík-
amsbyggingu eins og hæð og
þyngd, höfuðlagi og feldi. „Einnig
skipta hreyfíngar hundanna máli,
skapferli og almennt yfirbragð.“
Emilía segir að helsta markmið
hundasýninga sé að fá upplýsingar
um hvemig hundarækt miðar og
hvaða hundar eru æskilegir í rækt-
un. „Við leggjum metnað í að fá
hingað til lands góða og virta dóm-
ara með langa reynslu,“ segir
Emilía og kveðst ekki í nokkrum
vafa um að sýningar af þessu tagi
skili sér í metnaðarfyllri hunda-
rækt.
Þrjár tegundir
á fyrstu sýningunni
Að lokinni síðustu hundasýningu
þessa árþúsunds er ekki úr vegi að
biðja Emilíu um að líta yfir farinn
veg og spyrja jafnframt hvað sé
framundan í hundarækt og starf-
semi Hundaræktarfélags Islands.
„I fyrsta lagi hefur hreinræktuð-
um hundategundum fjölgað veru-
lega. Á fyrstu sýningum félagsins
fyrir 30 árum voru aðeins hundar
af þremur tegundum, en nú af
nærri 50. Hundastofnar okkar fara
batnandi og sýnendum fer veru-
lega fram. Þeir eru nær undan-
tekningalaust snyrtilegir til fara,
kurteisir og tilbúnir að taka um-
sögn dómara af æðruleysi. Áður
kom fyrir að menn rifu umsagnir
dómara í snepla ef hundur hafði
fengið lélega dóma, skelltu hurðum
eða jafnvel spörkuðu í hundinn
sinn. Þetta sést ekki núna og allt
yfirbragð sýninganna er mjög fal-
legt.“
Emilía segir að framundan sé
enn metnaðarfyllra ræktunarstarf.
„Við þurfum að vanda val á undan-
eldishundum og vera okkur með-
vitandi um algenga sjúkdóma í hin-
um ýmsu tegundum. Ætlunin er að
gera kröfur um tilskyldar rann-
sóknir á undaneldisdýrum með til-
liti til algengra sjúkdóma. Auk
þess verða hertar kröfur um gott
geðslag undaneldisdýra og eðlis-
læga eiginleika þeirra. Veiðihundar
munu til dæmis gangast undir
veiðipróf og vinnuhundar undir
vinnupróf sem reynir á eiginleika
tegundarinnar. Við teljum að til að
bæta hundarækt enn frekar sé
nauðsynlegt að taka tillit til allra
þessara þátta; árangurs á ræktun-
arsýningum, heilsufars, skapgerð-
ar og eðlislægra eiginleika.“
Þessi myndarlegi hópur golden retriever-hunda var valinn besti rækt- Þýski fjárhundurinn ís.m.Gildewangen’s Aramis, sem er fjögurra ára ,var
unarhópurinn, en hundarnir bera allir ættarnafnið Íslands-Nollar. stigahæsti hundur ársins, enda hefur hann náð mjög góðum árangri á ár-
Ræktandinn, Súsanna Poulsen, er önnur frá vinstri á myndinni. inu. Eigandi Aramis, Hjördís H. Ágústsdóttir, er með honum á myndinni.
legan aðbúnað þeirra. „Þeir sem
kaupa hreinræktaðan hund ættu
undantekningalaust að leita upp-
lýsinga hjá Hundaræktarfélaginu,
sem vísar á fulltrúa viðkomandi
sérdeildar. Með því móti aukast
líkur á að inn á heimilið komi hund-
ur sem hentar lífsstíl fjölskyldunn-
ar og verður henni til gleði og ynd-
isauka næstu 10-20 árin.“
Hundar í háum gæðaflokki
Marit Sunde, hundaræktandi og
dómari frá Noregi, sagði að lokinni
sýningu að almennt væru hundarn-
ir sem hún hefði dæmt mjög góðir.
„Hér eru hundar í háum gæða-
flokki og sumir einstaklega falleg-
ir. Ég væri alveg til í að taka
nokkra með mér heim, til dæmis
Tíbet spaniel-hundinn Tinda Tam-
ino.“ Marit Sunde fékk dómara-
réttindi árið 1971 og hefur dæmt á
hundasýningum víða um heim í
nær 30 ár. Hún ræktar boxer- og
Boston terrier-hunda og dæmdi
nokkra boxer-hunda á sýningunni
um helgina. „Ég er mun strangari
þegar ég dæmi hunda af þeim teg-
undum sem ég rækta sjálf og bendi
miskunnalaust á alla galla sem ég
verð vör við. Ég held að allir
hundadómarar séu strangari þegar
þeir dæma hunda af sömu tegund
og þeir rækta sjálfir." Hinn dómari
sýningarinnar, Paul Stanton, tekur
undir þetta. Hann hefur ræktað
Lhasa apso-hunda síðan 1966 og
segist einmitt vera sérlega kröfu-
harður þegar hann skoðar slíka
hunda.
Þetta er í þriðja sinn sem Paul
Stanton dæmir á íslenskri hunda-
sýningu. „Ég kom hingað fyrst fyr-
ir fimm árum og sé miklar framfar-
ir. Ræktunin er almennt betri og
einnig hefur eigendum farið mikið
fram í að sýna hunda sína og undir-
búa feld þeirra fyrir sýningar."
Skemmtilegir áhorfendur
Paul Stanton segist hvergi hafa
dæmt á jafn vel skipulögðum og
góðum sýningum og á Islandi og
þess vegna þyki honum mikill heið-
ur að fá að dæma hér. „Auk þess
eru íslenskir áhorfendur einstakir.
Þeir klappa fyrir hundum sem fá
góða dóma og samgleðjast eigend-
um þeirra. Erlendis er þessi al-
menni áhugi að hverfa og menn
hugsa eingöngu um eigin hunda og
árangur þeirra á sýningum. Mér
finnst þessi framkoma íslenskra
áhorfenda einstök og vil endilega
að þið viðhaldið henni.“
Paul Stanton er í hópi vinsæl-
ustu hundadómara í heimi og
dæmdi til dæmis á yfir 40 sýning-
um um allan heim á síðasta ári.
Hann hefur réttindi til að dæma
hunda af öllum tegundum, sem eru
nærri 400, og segist hafa gaman af
öllum hundum. „Enginn hundur
var á æskuheimili mínu, en ég hafði
mikinn áhuga og fór að vinna hjá
hundaræktanda 16 ára gamall.
Foreldrar mínir voru ósáttir við
þessa ákvörðun, en vonuðust til að
starfið yrði til þess áhuginn hyrfi.
Þeim varð ekki að ósk sinni, því
áhuginn jókst og varð að ástríðu."
Hann brosir í kampinn, sennilega
af tilhugsuninni um brostnar vonir
foreldra sinna, um leið og hann
segir. „Ég fór í hundanna sem ung-
lingur og er sáttur við það.“
Hann dæmdi íslenska fjárhund-
inn nú í fyrsta sinn á íslandi og
segir það bæði hafa verið spenn-
andi og erfitt. „Ég er afar hrifinn
af gömlum hundakynjum, sem hafa
Ennfremur segir Emilía áhuga á
því innan félagsins að setja skýrar
reglur um umönnun á tíkum og
hvolpum, en örfá dæmi séu um lé-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Erró, sem er tæplega tveggja ára silkiterrier-hundur, var valinn bestur úr hópi 290 hunda. Hann er hér með
eiganda sínum, Önnu H. Gunnlaugsdóttur, og Paul Stanton dómara.
,Enski springer spaniel-hundurinn Is.m. Larbreck As Promised var besti
öldungur sýningar og keppti í flokki 7 ára og eldri. Eigandi hans, Ásta
Arnardóttir er með honum á myndinni ásamt Paul Stanton dómara.
Besti hvolpur sýningar var þýski fjárhundurinn Gunnarsholts-Count,
sem er 7 mánaða. Hann er hér ásamt eiganda sínum, Guðmundi Brynj-
ólfssyni, og Marit Sunde dómara.