Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 51*
siðdekri öllu æðri,
af öðrum sem lærist.
Braga og börnunum er vottuð
innileg samúð.
Ásgeir Sigurðsson.
Kveðja frá gildisfélögum
í Hafnarfirði:
Eftir sumar kemui- haust. Nætur
verða myrkar og kuldinn byrjai’ að
bíta. Laufin falla og blómin fólna. En
fegui’ðin í litrófi haustsins seytlar inn
í sálir okkar og skrifai' með eftir-
minnilegum hætti minningarorð sum-
arsins sem er að líða. Litadýrðin
gleður augað og fangar hjartað. Þess
vegna höfum við gildisskátarnir í
Hafnarfirði hlakkað til haustferðanna
okkar. Þær eru fastmótaður hluti af
lífi okkai’, því að fegurð haustsins
slær í takt við yndisleika sumarsins.
Nú hefur ein systir okkar í St. Ge-
orgsgildinu, Rakel Sólborg Arna-
dóttir, lagt upp í sína haustferð,
langferðina yfir landamæri lífs og
dauða. Hún kemur ekki oftar á fund-
ina okkar eða í ferðimar, svo glöð og
gefandi, traust og trú, einlæg og
verkagóð. Hljóðlát og hógvær, sönn
og smekkvís, myndarleg til allra
verka, stuðlaði hún að því að láta
hinn sanna skátaanda ríkja í öllum
samskiptum okkar. Hún sparaði
aldrei að ganga til liðs við góð mál-
efni eða rétta út hendi, þegar verk
var að vinna. Það vai’ gott að eiga
hana að, þegar St. Georgsgildið í
Hafnarfirði kallaði til starfa.
Missir okkar er mikill, en minn-
ingarnar eru góð eign sem endist.
Svo er um alla samferðamenn Ra-
kelar. Þar eru auðvitað fremst í
flokki eiginmaður, börn, tengdabörn
og barnabörn. Þeirra missir er mest-
ur. En jafnframt eiga þau stærsta og
dýrasta minningasjóðinn. Það er
huggun harmi gegn.
St. Georgsgildið í Hafnarfirði
sendir þeim hjartahlýjar samúðar-
kveðjur. Við biðjum góðan Guð að
styrkja þau í sorginni.
Við gildisfélagarnir í Hafnarfirði
söknum vinar í stað. Við kveðjum
hana Rakel okkar með eftirsjá og
trega. En um leið fögnum við því að
sár og hatrömm barátta við erfiðan
sjúkdóm er nú á enda runnin.
ISumarævintýri jarðlífsins er að
baki kærri skátasystur og litaflóra
haustsins skrifar eftirmælin. Þau
eru fögur og hlý, enda þótt haust sé.
Við skátasystkin hennar í St. Ge-
orgsgildinu í Hafnarfirði þökkum
henni samfylgdina í mörg og góð ár.
Þau kynni færðu okkur sumarblíðu
og sólskin og minningarnar eru
merlaðar ævintýralitum haustsins.
Rakel Arnadóttir. Tíminn líður,
sorgin dvínar, skuggar hverfa. En
minningin um þig og ævintýrin, sem
við áttum saman í leik og starfi, lifa
og lýsa framtíðina. Hafðu þökk fyrir
allt. Guð blessi þig.
Hörður Zóphaníasson.
Um langt árabil hefur samhentur
hópur góðra vina notið samvista í
gönguferðum í fallegu umhverfi
Hafnarfjarðar og víðai’. Við köllum
hópinn okkar „Séð og heyrt“. Það er
skrafað og skeggrætt um allt milli
j himins og jarðar í þessum ferðum og
1 árlegum samverustundum, sem eru
fastur liður, á heimilum okkar á að-
ventunni og þorranum. Þá er mikið
sungið að þjóðlegum sið þó ekki séu
allir með burðuga söngrödd. Nokkr-
ir félaganna eru gæddir þeim hæfi;
leika að fara vel með lag og texta. I
þeim hópi var Rakel sem við horfum
nú á eftir með trega. Hún er nú horf-
in til austurheimsins eilífa þar sem
1 söngur hennar og hláturinn hvelli
mun hljóma í hásölum hins hæsta.
j Við vinirnir sem hér stöndum minn-
umst ótal glaðra stunda með Rakel
og Braga.
Hún sem nú hefur kvatt okkur um
stund verður á ströndinni handan
við hafið mikla og mun taka á móti
félögum sínum og vinum í fyllingu
tímans.
Vertu sæl að sinni, kæra Rakel.
Minningin um einlægan og góðan
vin lifir.
Við vottum Braga og fjölskyldunni
allri innilega samúð.
Félagarnir í gönguhópnum
„Séð og heyrt“.
+ Magnús Ólafur
Valdimarsson
fæddist í Reykjavík
6. janúar 1925.
Hann Iést á Land-
spítalanum 30. sept-
ember sfðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Herdís
Maja Brynjólfsdótt-
ir, húsmóðir, og
Valdimar Svein-
björnsson, íþrótta-
kennari við Mennta-
skólann í Reylga-
vík. Magnús átti
fjögur systkini. Þau
eru: Sveinn Haukur, f. 1928;
Hrafn, f. 1932, d. 1998; Guð-
björg Kolbrún, f. 1938; og Grím-
ur, f. 1943.
Magnús ólst upp víða í höfúð-
staðnum því foreldrar hans
fluttust oft búferlum.
Árið 1948 kvæntist Magnús
Eddu Þórz, f. 1920, d. 1999, og
áttu þau tvö börn, Sigurð Gunn-
ar, f. 1948, d. 1969; og Katrínu
Eddu, f. 1956. Fyrir átti Magnús
soninn, Má, f. 1943. Katrín Edda
er gift Birni Péturssyni, f. 1953,
og eiga þau þijár dætur. Þær
eru: Agústa Edda, f. 1977, Eva,
Elsku tengdapabbi. Ekki held
ég að þér hafi litist vel á blikuna
þegar Kata, augasteinninn þinn,
fór að hafa með sér ungan síð-
hærðan pilt inn á heimilið ykkar
Eddu fyrir tæplega þrjátíu árum.
Síða hárið mátti kannski sætta
sig við, enda tíska þess tíma. Verra
var að þessi ungi maður var KR-
ingur og vinstri sinnaður í þokka-
bót. Þú sem varst svo hrifinn af bláa
litnum, hvort sem það var á knatt-
spymuvellinum eða í pólitfidnni.
Þú lést samt ekki á neinu bera
og frá fyrstu stundu tókuð þið
Edda mér opnum örmum. Ég held
líka að mér hafi tekist að sannfæra
þig um það að undir svart/hvíta
búningnum hafi leynst maður sem
væri þess virði að eignast hana
Kötu þína og eiga síðar með henni
þrjár dætur sem þú unnir svo heitt.
Mikið varstu nú góður við okk-
ur. Alltaf reiðubúinn að rétta okk-
ur hjálparhönd og styðja okkur.
Þau voru ófá skiptin sem ég bað
þig um aðstoð sem þú fúslega
veittir. Fyrir það verð ég þér æv-
inlega þakklátur. Glaðlyndi þitt og
sögumar þínar mörgu yljuðu okk-
ur sem og öðrum er nutu samvista
við þig. Nú fáum við ekki fleiri
slíkar yfir sunnudagsmatnum. En
þær lifa í hugum okkar.
Minning mín um bros þitt er lék
um varir þínar á heimili okkar,
kvöldið áður en þú þurftir að
leggjast á spítalann, mun ávallt lifa
í huga mínum.
A sama tíma og bláklæddu
drengirnir þínir úr Safamýrinni
börðust fyrir lífi sínu í úrvalsdeild
knattspyrnunnar og höfðu sigur
barðist þú við erfiðan sjúkdóm. Og
þú barðist hetjulega. Vannst
hverja orrustuna á fætur annarri.
Þegar öll von virtist úti barðist þú
áfram. Afram. Eins lengi og hægt
var. Þar til yfir lauk.
Nú ertu farinn og Guð gætir þín
- einnig Kötu og stelpnanna okk-
ar. Það lofa ég þér líka að gera.
Björn.
Elsku afi. Ekki bjuggumst við
systurnar við að þurfa að skrifa
minningargrein um þig fyrr en eft-
ir mörg, mörg ár. Þú sem varst í
fullu fjöri. Gekkst langar leiðir og
syntir á hverjum morgni.
Við vorum sannfærðar um að þú
ættir mörg ár eftir. Það er á svona
stundu sem maður verður minntur
á hvað lífið getur verið óréttlátt.
Okkur fannst alls ekki tímabært
fyrir þig að fara frá okkur, en við
verðum að reyna að sættá okkur
f. 1978, og Hugrún,
f. 1988. Már er
kvæntur Sigríði
Soffíu Gunnarsdótt-
ur og eiga þau tvo
syni. Þeir eru:
Gunnar Karel, f.
1984, og Mímir, f.
1988.
Á yngri árum
fékkst Magnús við
ýmis verslunarstörf
en fór til náms til
Bandaríkjanna
seint á fjórða ára-
tugnum. Fljótlega
eftir dvölina í
Bandaríkjunum, eða 1953, varð
Magnús einn af eigendum í Pól-
um hf. Þar vann hann síðan
fram á þetta ár.
Magnús sinnti mjög félags-
störfum og var m.a. félagi í
Lions-hreyfingunni og Rotary.
Hann var einn af stofnendum
Sjóstangaveiðifélags Reykjavík-
ur og Golfklúbbsins Ness. Þá
sinnti hann störfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, ekki síst í
heimabæ sínum, Seltjarnarnesi.
Utför Magnúsar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
við það. Þegar við hugsum til baka
kemur í ljós að við eigum eingöngu
góðar minningar um þig.
Þú varst alltaf svo góður við
okkur og vildir allt fyrir okkur
gera. Þú kenndir okkur, barnung-
um, á skíði. Keyptir handa okkur
allan útbúnað og fórst með okkur
til Austurríkis. Fórst tvisvar með
okkur elstu systurnar til sólar-
landa og eru allar þessar ferðir
ógleymanlegar.
Við gleymum ekki heldur þeim
árum sem þú bauðst allri fjölskyld-
unni út að borða á hverjum sunnu-
degi. Var það alltaf mikið tilhlökk-
unarefni.
Afi, þú varst svo góðhjartaður
maður, jákvæður og brosmildur,
það var alltaf stutt í grínið. Enda
varstu alls staðar vel liðinn og áttir
óteljandi vini og kunningja.
Ég held að fáir hafi fylgst jafn
vel með bamabörnum sínum og þú
fylgdist með okkur systrunum. Þú
fylgdist náið með skólagöngunni og
mættir ósjaldan á íþróttaviðburði
sem við tókum þátt í. Og þú varst
manna stoltastur þegar vel gekk.
Við voram líka stoltar að eiga
afa eins og þig. „Bisness-maður-
inn“ með meiru.
Og ekki vorum við síður montn-
ar af því að eiga afa sem var
þekktur málari og að okkar mati
alveg framúrskarandi listamaður.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
kynnst þér svona vel, þú áttir jú
heima í sama húsi og við allt okkar
líf, og allar skemmtilegu sögurnar
sem þú sagðir okkur eiga eftir að
fylgja okkur um ókomna tíð.
Aii, við eigum eftir að sakna þín
ofboðslega mikið, en við vitum að
þú ert kominn á góðan stað. Nú
ertu kominn til ömmu og nú getið
þið aftur verið saman. Minning-
arnar um þig eiga eftir að ylja okk-
ur jiað sem eftir er. Guð geymi þig.
Agústa Edda, Eva og Hugrún.
Mikill öðlingur er kvaddur þegai’
fóðurbróðir minn Mói verður jarð-
aður. Sem krakki kynntist ég Móa
ekki mikið, hann var þessi virðulegi
gi’áhærði stóri bróðir pabba. Þetta
breyttist ekki fyn- en ég fluttist í
Vesturbæinn, en þá hittumst við oft
og alltaf tókum við spjall saman. Ég
held að jafnoft og við ræddum málin
saman höfum við aldrei verið á önd-
verðri skoðun. Til slíks var heldur
ekki tilefni, því Mói var íhaldsmaður
af gamla skólanum og gegnheiO
Framari. Sjálfstæðisflokkurinn á
Seltjarnamesi missir traustan
flokksmann og Knattspymufélagið
Fram saknar öflugs stuðnings-
manns í stúkunni. Sama má reynd-
ar segja um fjölda félagasamtaka og
klúbba, enda kom Mói ótrúlega víða
við í félags- og tómstundastarfi.
Hann hafði fyrir nokkru komið sér
upp vinnustofu til að geta sinnt sínu
helsta áhugamáU, listmálun. Mói
hætti nýlega að vinna og var fjarri
því að hann sæti auðum höndum,
enda hafði hann uppi mikil plön að
njóta ellinnar, sem gerir fráfaU hans
þeim mun erfiðara fyiár eftirUfend-
ur að sætta sig við.
Mói var húmoristi sem ekki lá á
skoðunum sínum, jafnvel þótt vera
kynni að þær féllu ekki í kramið
hjá fjöldanum eða ekki þætti við
hæfi, af einhverjum ástæðum, að
viðra þær. Góð dæmi um „spont-
ant“ svör Móa og hreinskilni voru
þegar ónefnd dagblöð lögðu fyrir
hann spurningar á fömum vegi. I
fyrra skiptið var spurt hvort hann
teldi að lögleiðing bjórsins myndi
auka áfengisneyslu Islendinga.
Mói svaraði um hæl að hjá sér yrði
hann hrein viðbót. Einhvern tíma
þegar stjórnarmyndunarviðræður
stóðu sem hæst og einhverjum
stjórnmálaleiðtoganum datt í hug
að biðla til Kvennalistans voru
vegfarendur spurðir hvort þeir
gætu séð fyrir sér konu í stól for-
sætisráðherra. Allir sem svöruðu
töldu það geta vel komið til greina,
hversu mikið sem þeir meintu það,
nema Mói sem svaraði: „Nei, alls
ekki, það sem þessi þjóð þarfnast
er sterkur karlmaður."
En jafnvel sterkustu karlmenn
brotna þegar lífsförunauturinn
hverfur. Þegar Edda dó eftir
langvarandi veikindi hefðu sumir
haldið að Mói væri hvfldinni feg-
inn, jafnötullega og hann sinnti
Eddu í hennar erfiðu veikindum.
Annað var upp á teningnum, hann
fann sig engan veginn án hennar
og tímaklukkan hans fór skyndi-
lega að snúast hraðar. Sjálfsagt er
hægt að halda því fram að veikindi
Móa svo skömmu eftir lát Eddu
hafi verið tilviljun, en mig grunar
að viljinn til að lifa hafi ekki verið
mjög sterkur. Þær vikur sem
læknar börðust við þann sjúkdóm
sem dró Móa til dauða var hann
meðvitundarlaus. A þessum mörk-
um lífs og dauða hefur hann sjálf-
sagt hitt Eddu sína aftur hressa og
káta og Sigurð Gunnar son sinn
sem lést af slysförum í blóma lífs-
ins. Af hverju þá að snúa við?
Með þetta í huga held ég að
Kata og aðrir eftirlifendur sætti
sig við andlát Móa.
Sveinn Andri Sveinsson.
Stundum dregur snögglega ský
fyrir sólu, en þetta er nú einu sinni
gangur lífsins. Það haustar og sól-
argeislunum fækkar. Við hefðum
kosið að hafa sumarið lengra með
vini okkar Magnúsi, en tíminn er
svo óútreiknanlegur og enginn fær
honum breytt. Þú hefur kvatt okk-
ur of snemma, Mói minn, og komið
okkur vinum þínum í opna skjöldu.
Hver hefði trúað því að komið
væri að kveðjustund, eftir að þú
hafðir, eins og svo oft áður í tím-
ans rás, fengið þér kaffisopa með
nokkrum gömlum félögum þínum,
aðeins þrem dögum áður en þú
veiktist skyndilega.
Kunningsskapur og vinátta okk-
ar Magnúsar spannar nú næstum
hálfa öld, og höfum við átt margar
ógleymanlegar stundir saman í
gegnum árin. Mikill vinskapur var
með okkur hjónunum og Magnúsi
og Eddu konu hans, en hún lést í
febrúar sl. eftir langa vanheilsu.
Attum við saman margar gleði-
stundir, bæði heima og heiman, og
verður þeirra ætíð minnst með
þakklæti í huga.
Magnús var mikill félagshyggju-
maður. Það fór ekki framhjá nein-
um, að hann var sannur Framari.
Hann var mikill áhugamaður um
knattspyrnu og missti sjaldan af
leik, þegar Fram átti að spila.
Magnús átti ekki langt að sækja
áhuga sinn fyrir íþróttum, því
Valdimar, faðir hans, var kunnur
íþróttakennari á árum áður og
frumkvöðull handboltaleiks á Is-
landi. Við Mói fórum ósjaldan sam-
an á völlinn, þegar áhugaverðir
leikir voru framundan, og misstum i-
sjaldan af leik landsliðsins. Einu
sinni varð Móa að orði, þegar við
gengum út af Laugardalsvellinum
eftir landsleik, að enginn vafi væri
á því að okkar menn stæðu sig oft-
ast betur, þegar við færum saman
á völlinn.
Magnús fékk snemma áhuga á
sjóstangaveiði og var einn af stofn-
endum Sjóstangaveiðifélags
Reykjavíkur, sem stofnað var
1961. Fórum við saman á ófá
sjóstangaveiðimót víðsvegar um
landið, sem gleymast seint.
Spánn, og þá sérstaklega Mall-
orca, heillaði Magnús mikið. Þau
hjónin, Edda og Magnús, gerðu
tíðreist á Spánarstrendur í fjölda
ára. Síðasta ferð þeirra saman var
sumarið 1998 til Mallorca, og síð-
astliðið vor fór hann svo einn eftir
að Edda lést. Magnús var mikill
Spánarvinur, mat mikils spænska
list og sótti tungumálanámskeið á
Spáni til að komast betur inn í
málið. Hann fylgdist vel með því
helsta, sem var að gerast þar
syðra, m.a. með því að verða sér
úti um spánska dagblaðið E1 País
til að seðja fróðleiksfýsn sína.
Segja má að tónlistin hafi Móa.
verið í blóð borin, og þá sér í lagi
jazztónlist. Hann heillaðist mjög af
gömlu meisturunum Louis Arm-
strong, Duke Ellington og Lionel
Hampton, en sérstakt uppáhald
hans var söngkonan Sarah Vaug-
hn. Þegar hann kom í heimsókn til
okkar hjónanna varð ekki hjá því
komist að sett yrði plata á fóninn
með uppáhaldssöngkonunni. Þá
ljómaði vinur okkar allur.
Eitt sinn fórum við saman í Há-
skólabíó og hlýddum á Lionel r
Hampton og hljómsveit hans leika
af fingrum fram. Uppselt var á
tónleikana, og þar sem við mætt-
um seint til leiks urðum við að
standa á tveimur jafnfljótum allan
tímann en létum það ekki aftra
okkur frá því að hlusta á góða tón-
list. Þetta var eitt af mörgum
ógleymanlegum kvöldstundum,
sem við Mói áttum saman.
Uppáhaldstómstundaiðja Magn-
úsar var án nokkurs efa myndlist,
sem átti hug hans allan, sérstak-
lega hin síðari ár. Hann varð sér
úti um ágætis aðstöðu til að stunda
vinnu sína við að mála myndir á
sínum heimahögum á Seltjarnar-
nesi. Magnúsi fórst sérlega vel úr
hendi að mála mannamyndir, enda
skipta þær sennilega tugum, sem
hann festi á léreft af ýmsum góð-
borgurum. Hann málaði líka mynd-
ir af gömlum húsum og landslagi,
og gerði oft skissur á ferðalögum
sínum erlendis og lauk við að full-
gera þær, þegar heim kom. Það er
leitt til þess að hugsa, að Móa
skyldi ekki gefast lengri tími til að
stunda þessa uppáhaldsiðju sína.
Hann átti þar mikið verk óunnið.
Magnús var vinmargur, enda
átti hann sérlega gott með að
kynnast fólM. Hann var hrókur
alls fagnaðar á góðra vina fundum,
glettinn og spaugsamur og hafði -
gaman af að segja frá skondnum
uppákomum, þegar svo bar undir.
Hann var prúðmenni í allri fram-
komu og traustur vinur vina sinna.
Þegar að leiðarlokum kemur og
kveðjustund hrannast upp minn-
ingar frá liðnum árum. Þær falla
ekM í gleymsku, þótt skilji með
okkur um stundarsakir. Leið
Magnúsar liggur nú á nýjar slóðir
og inn í nýja öld, þar sem hann
mun halda áfram að stunda sína
eftirlætis iðju, myndlistina, að
ógleymdum ferðum á sólarstrend- ^
ur, sem bíða hans fyrir handan.
Það er skarð fyrir skildi í vina-
hópnum. Hasta la vista, mi amigo
- hittumst síðar, góði vinur.
Við hjónin og félagar hans fær-
um börnum hans, Katrínu Eddu og
Má, tengdabömum og barnabörn-
um hugheilar samúðarkveðjm’. }
Njáll Símonarson.
MAGNÚS Ó.
VALDIMARSSON