Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 55
VALGERÐUR
PÁLSDÓTTIR
Ef maður er staddur
um morgunstund,
einmitt þegar loftið er
tærast, á neðstu fjalla-
brúnunum austur af
Kálfafellsbæjunum í
Fljótshverfi, austur á
Brúnum eins og það
heitir þar eystra, þá
gefur að líta mjög sér-
stætt svæði. Það nær
allt austan frá
Öræfajökh og vestur í
Skaftáreldahraun og
er svæði sem er í mót-
un. Það er ekki mótað
á neinum sérstökum
tíma, það er að mótast í dag og hef-
ur verið að mótast síðustu áratugi
og aldir. Ekkert er gamalt og fast-
mótað í jarðfræðilegum skilningi.
Eins og annars staðar þar sem land
er í mótun eru þarna gjarnan mikl-
ar hamfarir. Rauðir hraunstraumar
renna og ár belja stjórnlaust yfir
land eins og þær viti ekki almenni-
lega hvert halda skuli. Jörð fýkur
og gróður kemur og fer. Meira að
segja gróskumiklar sveitir hafa
horfið undir hraun á þessu undir-
lendi eða orðið að sandi sem fýkur
og berst um með stórfljótunum.
Það eru aðeins rúmar tvær aldir
síðan allir íbúar sveitarinnar yfir-
gáfu hana í náttúruhamförum. Það
var í Skaftáreldum og þá rann
hraunið meðal annars framan við
Seljaland. En fljótlega fór fólk að
tínast til baka yfii- vegleysur og
óbrúaðar ár, yfir uppbólgin hraun
og fjúkandi sanda, til einnar af af-
skekktari sveitum landsins til
skamms tíma, Fljótshverfísins. Svo
fóru börn að fæðast á ný í þessari
sveit. Fram á þessa öld voru árnar
enn óbrúaðar og erfiðar og náttúr-
an óviss í háttarlagi sínu. Tæknin
sem við þekkjum í dag var ekki far-
in að styðja við bök fólksins sem
ennþá bjó í torfhúsunum í frost-
hörðum vetrarveðrum. Bólusetn-
ingar voru ekki byrjaðar og orðið
sjúkrabíll fannst ekki í íslenskri
tungu. En fólkið var sterkt, enda
lífsskilyrðin þau að manneskjan
varð að vera huguð og sterk til að
lifa af. Hinum tókst það ekld.
Mamma!
Þú ert eitt af þeim börnum sem
fæddust inn í þessi skilyrði fyrir 90
árum, eða svo sem tveimur manns-
öldrum eftir að hraunið rann yfir
Eystri-Dal og niður með Dalsfjall-
inu. Það var aflt að
tuttugu árum áður en
fyrsti bíllinn kom í
sýsluna og fáeinum ár-
um áður en Hverfis-
fljót og Brunná voru
brúaðar.
Ef maður hugsar til
baka og er sanngjarn,
þá verður ekki annað
sagt en að það var reg-
inmunur að koma í
heiminn árið 1942 þeg-
ar ég leit dagsins ljós í
fyrsta sinn, en það var
fyrir aldamótakynslóð-
ina. Svo þegar komið
er til dagsins í dag og við ætlum að
velja okkur búsetu, þá veltum við
því fyrir okkur hvað það taki lang-
an tíma fyi-ir sjúkrabílinn að koma
og hvað það er langt í næstu stór-
verslun. En Seljalandssystkinin 16
komust öll til fullorðinsára þrátt
fyrir að þetta öryggi og önnur nú-
tímaþægindi vantaði. Þrátt fyrir
Kötlugos 1918 og mesta frostavetur
aldarinnar, og þrátt fyrir að pabbi
þeirra dæi þegar enn voru átta
þeirra ófermd.
Fyrir allnokkrum árum var ég
staddur á Seljalandi þegar þið vor-
uð þar saman komnar fjórar af
systrunum ef ég man rétt. Þið töl-
uðuð um gamla daga á Seljalandi
og fram kom að þegar nýtt systkin
kom í heiminn, þá hefði það alltaf
verið þú, mamma, sem var látin
taka við því barninu sem þá var
næstyngst. Ung hefur þú því byrj-
að að annast börn því að þú varst
aðeins tíu ára þegar síðasta systk-
ini þitt fæddist, hún Pálína. Hún
hefur sagt mér að hún muni í
fyrsta skipti eftir sér á handleggn-
um á þér. Pálína sagði einnig að
einhvern tíma þegar hún var lítil
og í leiðu skapi, þá hafir þú spurt
hana hvort þið ættuð ekki að fara
og skoða hreiðrið í eystra gilinu.
Svo fóruð þið og skoðuðuð hreiðrið
með litlu dröfnóttu eggjunum. Pá-
lína komst í gott skap og gerði vísu
um ferðina seinna meir. „Mikið var
faðmurinn hennar mömmu þinnar
mjúkur", sagði hún Pálína í fram-
haldi af frásögninni um þessa ferð.
Svo eignaðist þú sjö börn sjálf og
öll komust þau á legg. Við systkin-
in, en alveg sérstaklega þau eldri,
vorum snemma látin taka til hend-
inni. En samt er það undur hvern-
ig þú komst fram úr því sem hús-
tiskuverslun,
v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
Smii 561 1680.
\ n g C II t’ II III ,
Anarwca.;
Yfírhafnír
Nýjar
endingar
Opið dagiega
kl. 10-18,
laugardaga 10 — 14.
móðir á sjö barna heimili þurfti að
gera. Við vorurn líka lengst af látin
vinna meira úti við. Húsverkin
skyldir þú sjá um. Eg man vel hve
sjálfsagt mér þótti að það fyndust
þurr og hrein föt þegar ég var
blautur og skítugur og að það væri
til matur þegar ég var svangur.
Svo þegar við vorum flest flutt að
heiman, þá kom sjálfvirka þvotta-
vélin. Nú varst þú búin að annast
yngstu systkini þín og því næst
börnin þín. Þá var kannski mál að
þú færir að taka því rólega. Nei.
Þá tókst þú þér fyrir hendur að
taka til þín barnabörn og fleiri
börn. Það er mér í dag ráðgáta
hvernig þú hafðir atorku til að
gera það. Þá varst þú nefnilega á
þeim aldri sem ég er nú og líklega
hafðir þú annarra börn á heimilinu
fram að sjötugu. Ég get engan
veginn séð hvernig ég yfir höfuð
kæmist af við skara af börnum í
dag. En sumum virðist vera til
lista lagt dagsverk sem öðrum er
mecl öllu ómögulegt.
Áður fyrr var mikill gestagangur
á Kálfafelli og það var eitt af hlut-
verkum mömmu að taka á móti
mörgum gestum. Séra Gísli Brynj-
ólfsson sem messaði á Kálfafelli í
áratugi sagði í blaðagrein árið 1973,
að það hefði eiginlega verið alveg
sama hvernig á stóð. Hvort sem
komið var í önnum og blíðu sumars-
ins eða fásinni dimmra vetrardaga,
að alltaf hefði mætt sama alúð gest-
risninnar. Það var nefnilega siður
að bjóða kirkjugestunum á Kálfa-
felli í kaffi. Endastöð rútunnar frá
Reykjavík var á Kálfafelli. Þar áður
var pabbi póstur austur í Öræfi.
Þetta hvort tveggja jók líka á
gestaganginn. Sem krakka þótti
mér þetta vissulega spennandi. í
dag er ég farinn að átta mig á því
hversu mikil vinna hefur legið að
baki þessu fyrir mömmu, gi’íðarleg
vinna sem ég man ekki eftir að hafa
heyrt hana kvarta yfir.
Oft hefur þú talað um það,
mamma, að þú sért svo gleymin.
Þegar þú varst hjá okkur Valdísi í
Svíþjóð árið 1994 sagði ég þér sögu
tengdri gamalli námu í sænsku Döl-
unum. Svo þegar Fríða systir var
hjá okkur í sumar ætlaði ég að
segja henni sömu sögu á sama stað.
Ég þurfti þess ekki því að þú hafðir
þá þegar sagt henni söguna. Þú ert
sem sagt ekki eins gleymin og sljó
og þú varst búin að fá mig til að
trúa. Það hef ég einnig rekið mig á í
símtölum að undanförnu. Til dæmis
þegar þú hefir verið að segja mér
fréttir að heiman. Einnig þegar þú
hefur verið að ræða aðstæður okk-
ar hér úti og staði sem við skoðuð-
um í sameiningu í Svíþjóð fyrir
rámum fimm árum. Ég er kominn
hátt á sextugsaldurinn. Svo gamall
þurfti ég að verða til að fara að átta
mig á hverju þú hefur áorkað. Ef
ég svo hugsa til aðstæðnanna sem
þú bjóst við, þá veit ég í sanngirni
sagt að ég hefði aldrei staðið undir
okinu. Þú ert einn þeirra hljóðu ís-
lensku einstaklinga sem með lífs-
vilja og þrautseigju brúuðu bilið
milli Islands fyn’i alda og Islands
nútímans. Þess íslands torfhús-
anna sem svo sáralítið breyttist um
aldaraðir og þess Islands sem til-
heyrir lokum tuttugustu aldarinnar
með öllum sínum undrum og mögu-
leikum.
Þú ólst mig upp, mamma. Ég
sem persóna er að hluta til eitthvað
meðfætt, að hluta til lífsreynsla mín
og að hluta tfl uppeldið sem ég
fékk. Ég vil ekki vera neinn annar
en ég er í dag. Uppeldið þitt hefur
nægt mér til að ná því takmarki
mínu. Þakka þér fyrir, mamma.
Guðjón Björnsson.
með
Resilience Lift
fyrir andlit og háls
SPF 15 frá
ESTEE LAUDER
Hér er komin lyftingin sem húð þín
þarfnast til þess að líða sem best
þegar þú ert komin yfir fertugt. Yndisleg áferð, afar virk
rakagjöf og öflug orkuvæðing fyrir þreytta húð. Athyglisverð
formúla með einstöku „lift complex" veitir húð þinni nýjan
þrótt til að takast á við tilveruna. Innan fárra vikna geturðu
glaðst yfir sléttara og fastmótaðra andliti geislandi af nýju lífi.
^ltí. LAUP^,.
Clara Kringlunni Lyfja Setbergi, Gullbrá Nóatúni,
Sara Bankastræti, Lyfja Hamraborg, Amaró, Akureyri,
Lyfja Lágmúla, Snyrtistofan Hrund, Grænatúni, Apótek Keflavíkur.
( Éger
156
Ég er að léttast og læt það fréttast!
-1-
)
Mörkinni 6, s. 588 5518.
hattar, húfur, alpahúfur,
2 STÆRÐiR.
\(#Ffl/l5IÐ
Undir tungnna
Milli fhigranna
■ I HMjj
" - 1 Sms
iiiii |
PœpRETTeamB
n»nc ***** >«***»,
czssBnniH
m
ev
Ma\íð
^egarþúViættir
1
Súrefnisvömr
Karin Herzog
Vita-A-Kombi
•>