Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til Lilju Guðbj örnsdóttur Frá Sigrúnu Magnúsdóttir: ÉG ÞAKKA fyrir bréfíð sem þú sendir mér á síðum Morgunblaðsins 22. september sl. Það er ætíð ánægjulegt þegar foreldrar tjá sig um skólamálin í borginni. Ahugi foreldra fyrir skólagöngu og námi barna þeirra skiptir afar miklu máli í velgengni þeiira í skólunum. Þú vitnar í bréfi þínu í viðtal sem birtist við undirritaða og fræðslu- stjóra 2. september sl., þai- sem við kynntum stöðuna í upphafi skóla- árs. I þessu viðtali kom fram að gríðarleg fjölgun varð á grunn- skólanemendum í Reykjavík milli skólaára, eða um 350 böm. Einnig kom fram að í Korpuskóla eru um helmingi fleiri nemendur en foreldr- ar höfðu skráð inn í skólann í lok maí sl. Skólayfirvöld í Reykjavík eru stöðugt að leita leiða til að gera skráningu nemenda markvissari og er ábyrgð foreldra þai’ mikil. Við skrifum foreldrum allra sex ára barna bréf þar sem þau era beðin að segja hvar þau muni búa 1. sept- ember, í hvaða skóla bam þeirra fari. Þetta yfirlit er lagt fyrir fræðsluráð og á grundvelli þess er kennslustundum úthlutað til allra skóla borgarinnar. Korpuskóli Þrátt fyrir mikinn fjölda nemenda í Korpuskóla hefur skólastarf þar farið af stað með miklum sóma. Nemendur og kennarar eru ánægð- ir. Ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun að gera Korpúlfsstaði upp og bjóða þar upp á skólastarf fremur en að hafa nemendur í fær- anlegum kennslustofum á bygging- arlóð, þar sem bæði er verið að byggja leik- og grunnskóla. Svo sannarlega vona ég að góð vináttu- tengsl myndist meðal nemenda í Korpuskóla sem og annars staðar. Bekkimii' skiptast nokkuð jafnt milli bama í Víkurhverfi og Staðarhverfi, þannig að þegar hverfisskólar þeirra rísa fara saman um 10-12 böm, sem hafa verið í sama bekk frá upphafi. Grafarholt A fundi fræðsluráðs 20. septem- ber og borgarráðs 28. september sl. var ákveðið að byggja tvo heild- stæða grunnskóla í Grafarholti. Ég veit ekki hvers vegna þú áleist að þar væri ekki gert ráð fyrir skólum. Frá upphafi skipulagsins, sem hefur verið kynnt víða, var auðvitað alltaf gert ráð fyrir skólum þar. Umræð- umar í fræðsluráði snérust um það hvort þarna ætti að byggja tvo heildstæða skóla eða tvo barnaskóla og einn safnskóla. Niðurstaða ligg- ur fyrir í fræðsluráði og borgarráð er sammála. Að Iokum Skoðanir fólks geta verið skiptar um leiðir að markmiðum, en ég skil það svo að báðar viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að gmnnskóli barna í Reykjavík verði í fremstu röð innanlands sem utan. Ég er tilbúin að ræða við þig og aðra um skólamál, en mikið er nú samt persónulegra og skemmtilegra að ræðast við augliti til auglitis en að skrifast á á síðum dagblaðanna. Með bestu kveðju, SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR, borgarfulltrúi. Bann viö uppiestri Frá Pétri Péturssyni: LÖG(banns)MAÐURINN í Fær- eyjum, Ulfur Hjörvar, hóar í menn- ingarlætin í heimalandi sínu og and- ar köldu. Eitthvað hljómar samt undarlega í eyrum að lesa kvörtun- arkveinstafi úr penna þess rithöf- undar er sjálfur hefir lagt blátt bann við upplestri á þýðingu föður síns, og það tvívegis. Ékki bara ein- falt bann, heldur lögbann. Ég hélt á sínum tíma að bannið varðaði allan lestur á þýðingu Helga Hjörvars á Bör, sögu Johans Falkberget. Úlfur hafði eftir föður sínum að „þetta yrði ekki gert nema einu sinni“ og mun Helgi þá hafa átt við sjálfan sig. Nú hefir komið í ljós að Blindrabókasafnið hefir átt í fórum sínum og til útláns, lestur allrar sögunnar. Kristinn Gíslason kenn- ari las alla söguna fyrir áratugum, 19 snældur, samtals 28 klst. Til era 8 eintök af þessari hljóðbók á safn- inu sem öll eru til útláns. Þetta er skv. vottorði Einars Hrafnssonar bókavarðar Blindrabókasafns Is- lands. Helga Hjörvar forseta borg- arstjórnar er fullkunnugt um þetta. Af þessu má sjá, að hótun um lög- bann á lestri mínum á þýðingu Helga Hjörvars er einskorðuð við lestur minn. Um lestur Kristins Gíslasonar hefir Úlfur Hjörvar þag- að. Framkoma Úlfs í minn garð vekur furðu. Helgi faðir hans hafði sæmt okkur Jón Múla heiðursverð- launum fyrir lestur í útvarpi. Ég hafði flutt útvarpsdagskrá í tilefni aldarafmælis Helga Hjörvars og ritað langt mál um störf hans í Morgunblaðið. Það vekur furðu að samtök rithöfunda og listamanna skuli una því að styrkþegar og full- trúar íslenskra menningarsamtaka leggi lögbann við flutningi talaðs máls og komist upp með slíkt athæfi án athugasemda nokkurra samtaka, er kenna sig við bókmenntir. Það er stutt leið frá lögbanni Úlfs í Lögbók Göbbels. „Undarlegt er það og með ólík- indum“ hefði Helgi Hjörvar sagt ef hann hefði átt þess kost að fylgjast með þeirri „menningarþróun", að borgaryfirvöld Reykjavíkur, undir forystu nafna hans, skuli gangast fyrir því að lengja afgreiðslutíma vínveitingahúsa, og lokka með því ungmenni til slæpingsháttar, en leggi jafnframt lögbann við lestri á sauðmeinlausri skemmtisögu, sem Helgi Hjörvar hinn eldri las af íþrótt og innlifun fyrir hálfum sjötta áratug og kallaði með því fjölda hlustenda til áheyrnar og sameigin- legrar kvöldvökustundar fjölskyld- unnar. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.