Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
3
BRÉF TIL BLADSINS
Er samkynhneigð
kristileg?
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Af hrottum og
duglausum emb-
ættismönnum
Yfirlögregluþjónn í
Lögreglunni í Reykjavík,
Hörður Jóhannesson,
missir alveg af kjarna
málsins í viðtali vid DV
undir fyrirsögninni „Varð-
hald ástæðulaust, segir
yfirlögregluþjónn, yfir
hrottunum sem limlestu
bróður fíkniefnaskuld-
ara“, og sýnir í ofanálag
mikla óvirðingu gangn-
vart bróður fíkniefna-
skuldarans sem var bein-
brotinn, með því að segja
að hann sé með „brotna
pípu einhvers staðar".
Það gerir málið ekkert
betra að það séu „menn
lamdir um hverja einustu
helgi, miklu verr heldur
en þetta“ eins og Hörður
segir í greininni. Ástæða
þess að það er svo mikið
um ofbeldi, m.a. um helg-
ar í miðbænum, er einmitt
hversu vægt réttarkerfíð
er gagnvart þessum
mönnum, og væri réttast
að lögreglustjóri og dóms-
kerfið einbeittu sér að því
að laga þá hluti í stað þess
að gera lítið úr þessu máli.
Hrottarnir limlestu
bróður fíkniefnaskuldar-
ans vegna þess að þeir
töldu að hann skuldaði
pening. Það er því undar-
legt að Hörður segir að-
spurður að ekki hafí verið
talin ástæða til að óttast
að árásarmennirnir
myndu láta til skarar
skríða með svipuðum
hætti gegn öðrum hugs-
anlegum fórnarlömbum
og því hafí þeim verið
sleppt lausum eftir
skýrslutöku. Er Hörður
semsagt búinn að ganga
úr skugga um að það séu
engir aðrir sem skuldi
pening innan fíkniefna-
heimsins?
Önnur ástæða þess að
ofbeldismönnunum var
sleppt úr haldi segir
Hörður vera að fómar-
lambið og bróðir fómar-
lambsins séu þar sem ut-
anaðkomandi geti ekki
náð til þeirra. Hörður er
semsagt búinn að leysa
málið með því að sleppa
ofbeldismönnunum laus-
um, og setja fórnarlömbin
í varðhald!
Það er einmitt þetta
hugarfar innan dómkerf-
isins sem stuðlar að auknu
ofbeldi í þjóðfélaginu.
Styrkár J.
Hendriksson,
Hvassaleiti 30.
Melabúðin -
„Þín verslun"
í VELVAKANDA sl.
þriðjudag var sagt að
Melabúðin tilheyrði versl-
unarkeðjunni 10-11. Það
rétta er að Melabúðin til-
heyrir verslunarkeðjunni
„Þín verslun".
Frú dómsmála-
ráðherra
ÞETTA vandræðalega
ávarp má lesa í Morgun-
blaðinu 3. október sl. á
bls. 48 (opið bréfj. Þurfum
við ekki að fínna annað og
réttara starfsheiti fyrir
konurnar í ríkisstjórninni
en herra?
Eg skora á okkar
ágætu orðasmiði að koma
með góðar tillögur. Gæt-
um þess að konur em
komnar til að vera í ríkis-
stjórnum framtíðarinnar
og þeim á vonandi eftir að
fjölga.
HVÞ.
Góð veisla og
góður matur
ÉG VAR stödd í matar-
boði sem var haldið í til-
efni af sameiningu Slysa-
varnafélagsins Lands-
bjargar. Þetta er víst
stærsta veisla sem haldin
hefur verið hér á landi.
Þarna var bæði maturinn
og þjónustan mjög góð.
Vil ég senda kokkunum á
Múlakaffí, sem sáu um
veisluna, mínar bestu
þakkir, þeir eiga heiður
skilið.
Elisabet.
Tapað/fundið
Karlmannsúr
í óskilum
KARLMANNSÚR fannst
á Barónsstíg sl. mánu-
dagsmorgun. Upplýsingar
í síma 568 7595 á kvöldin.
Silfurhringur týndist
á Laugavegi
SILFURHRINGUR með
grænum steini týndist á
Laugavegi nálægt
skemmtistaðnum 22 að-
faranótt sunnudags. Skil-
vís fínnandi hafí samband
í síma 861 3176.
Silfurarmband
týndist
SILFURARMBAND með
grísku munstri týndist 30.
september sl. á eða við
Hótel Holt. Þess er sárt
saknað. Skilvís fínnandi
hafí samband við Kristínu
í síma 553 3966.
Adidas-peysa tekin
1 misgripum
NY Adidas-peysa, grá-
græn með bláum röndum,
var tekin í misgripum í
íþróttahúsinu í Hvera-
gerði sl. laugardag. Skil-
vís fmnandi hafí samband
í síma 564 1457.
Dýrahald
Loppu vantar
heimili
3JA MÁNAÐA gamalli
læðu vantar nýtt heimili
vegna ofnæmis á heimili.
Hún er gæf og góð.
Klórutré, matur og sand-
kassi fylgja. Upplýsingar
í síma 5518325 og
895 5074.
Kettlingur fæst
gefins
8 VIKNA kettlingur,
fress, mjög fallegur,
skemmtilegur og kassa-
vanur, fæst gefms. Upp-
lýsingar í síma 562 4766.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétnrsson
STAÐAN kom upp á
heimsmeistaramóti ung-
linga 20 ára og yngri sem
fram fór í Jerevan í Armen-
íu í haust. R. Janssen
(2.445), Hollandi, hafði
hvítt og átti leik gegn V.
Bucinskas (2.245), Litháen.
31. Hxe7! og svartur gafst
upp.
Rússinn Alexander
Galkin varð heimsmeistari
unglinga 20 ára og yngri
með 10Ví vinning af 13
mögulegum, en Kasimdsja-
nov frá Úsbekistan varð
annar með 10 vinninga. Is-
land sendi ekki fulltrúa
frekar en undanfarin ár.
Síðast þegar Island átti
fulltrúa á mótinu gerði
Helgi Áss Grétarsson sér
lítið fyrir og sigraði!
Hvítur leikur
og vinnur.
Víkverji skrifar...
Frá Magnúsi Sigmundssyni:
HINN 14. september ritaði séra
Ragnar Fjalar Lárusson grein í
Morgunblaðið um hvernig litið er á
samkynhneigða
iðkun í Biblíunni
og hver skiln-
ingur á því sé út
frá kristilegu
sjónamiði. Eg
var hálffeginn
að lesa það því
mér hefur fund-
ist nokkuð
skorta á að
kristilegu sið-
ferði sé haldið
fram opinberlega. Frekar hefur
andstæðu þess verið mjög haldið
fram. Ég hef orðið fyrir vonbrigð-
um með presta í þjóðkirkjunni sem
veita „hjónaböndum" samkyn-
hneigðra blessun sína. Það er eng-
inn vafí á að það samræmist ekki
kristilegu siðferði. Eða eins og seg-
ir í Rómverjabréfi Páls postula,:
„... og eins hafa karlmenn hætt
eðlilegum mökum við konur og
_ brunnið í losta hver til annars,
karlmenn frömdu skömm með
karlmönnum og tóku út á sjálfum
sér makleg málagjöld villu sinnar."
(Róm 1:27)
Ekki stóð á viðbrögðunum.
Nokkrum dögum síðar ritaði
Hrafnkell Stefánsson grein þar
sem hann gagnrýnir meðal annars
að notaðar séu tilvitnanir í Bibh'-
una til að styðja þau rök að þetta
athæfí samræmist ekki kristilegu
siðferði. Hann segir að þannig hafí
þrælahald verið réttlætt og talað
gegn kosningarétti kvenna. Ef
ekki má vitna í Biblíuna til að rök-
styðja hvort eitthvað sé kristilegt
eða ekki, þá er lítið eftir sem má
nota sem rökstuðning. Hann segir
hins vegar að „slíkur málflutning-
ur komi kjarna kristinnar trúar
ekki neitt við“ Þegar menn ætla að
fara að taka eitthvað út úr krist-
inni trú og kalla það „kjarnann í
trúnni" og skilja allt hitt eftir er
það ekki lengur kristin trú. Það
sem Hrafnkell kallar kjarnann er
náungakærleikur. Það er rétt,
þetta er kjarninn í trúnni, en það
er ekki hægt að skilja allt hitt eftir
og láta sem það sé ekki til. Ná-
ffc ungakærleikur getur t.d. verið að
áminna þann sem syndgar og
reyna að fá hann til að snúa af
þeirri braut. Reyndar er það
kristileg skylda okkar að gera það
og má finna fjölmörg dæmi um það
í Biblíunni. T.d.: „Hafíð gát á sjálf-
um yður. Ef bróðir þinn syndgar,
Frá stjórn FÁÍA:
STJÓRN félagsins hefur þegar
skipulagt og farið ferðir til Vest-
mannaeyja og Egilsstaða, og kynnt
heimamönnum íþróttir aldraðra í
formi 2-3 daga námskeiða, þar sem
fram fór kynning á stofnun og
starfí félagsins sem er fjölbreytt.
Ratleikir - íþróttadagar - sund-
dagar - boccía og púttmót vor og
haust, íþróttavika (sæluvika) á
Laugarvatni og síðast en ekki síst
fjölbreytt námskeið fyrir kennara
^ .og leiðbeinendur, sem hafa orðið
mjög vinsæl. Þátttakendur hafa
komið frá 46 stöðum á landinu, og
telja á þriðja hundrað. Þá hafa ver-
ið haldnir fræðslufundir fyrir al-
menning um áhrif líkamsræktar til
bættrar heilsu.
Á námskeiðunum á áðumefnd-
um stöðum var auk kynningar,
fræðsla um íþróttir sem forvöm
gegn ellihrörnun og sjúkdómum,
þá ávíta hann, og ef hann iðrast, þá
íyrirgef honum." (Lúkas 17:3) Þótt
Hrafnkell tali fjálglega um ná-
ungakærleik er stutt í hatrið.
Hann endar grein sína á að hóta
séra Ragnari lögsókn fyrir að hafa
sagt meðal annars að samkyn-
hneigð sé sjúkdómur. Hneigðina
sem slíka mætti kalla sjúkdóm, en
það að láta undan hneigðinni er val
manna sjálfra, eins og með allar
syndir. Hrafnkell segir ennfremur
að afstaða þjóðkirkjunar hafí hrak-
ið fjölda samkynhneigðra úr kirkj-
unni. Ég veit nú ekki hvort svo sé,
en fólk getur á marga vegu rétt-
lætt það íyrir sjálfu sér að iðka
ekki trú. Það vill laga Guð að sín-
um skoðunum á hvernig hann ætti
að vera, en ekki breyta sjálfu sér,
sem er erfiðara.
Einnig hefur skrifað grein um
þetta ungur maður að nafni Roald
Eyvindsson. Hann telur upp sömu
hlutina og Hrafnkell að því við-
bættu að það séu „menn sem vilji
ekki una þessu fólki lífshamingju,
leggist á það eitt að ofsækja það og
leggja það í einelti". Ég er ekki
viss um hvað hann á við en eru það
ofsóknir að vilja berjast á móti því
að það verði stöðugt otað að manni
þeim skoðunum að samkynhneigð
sé eðlileg og ætti að vera talin
kristileg? Roald talar um að það sé
erfitt að koma út úr skápnum. Ég
kalla það að láta undan freistingun-
um á opinberan hátt og reyna að
verja syndir sínar og réttlæta þær.
Allir eru syndarar, en eitt er að
falla í freistni og iðrast, annað er að
réttlæta það fyrir sjálfum sér og
öðrum, og reyna að fá aðra sem
hafa slíkar tilhneigingar til að gera
slíkt hið sama.
Roald vitnar í Biblíuna „Dæmið
ekki, svo að þér verðið ekki dæmd-
ir.“ (Matteus 7:1) Það er enginn að
fella dóm yfír neinum sérstökum
heldur að benda á syndina. Það á
að elska náungann en það er hvergi
sagt að það eigi líka að elska synd-
ina sem þeir fremja.
Roald talar um að almenningsá-
litið sé að breytast, samkynhneigð-
um í hag. Ég er sammála því og
það veldur mér áhyggjum. En ég
ætla að vona að þetta bréf veki ein-
hvern til umhugsunar um hvort
rétt sé að gleypa við því sem sam-
kynhneigðir bera stöðugt á borð
íyrir okkur, samkynhneigð sam-
bönd séu eðlileg og eigi skilið sam-
þykki samfélagsins og kirkjunar.
MAGNÚS SIGMUNDSSON,
einangrun og depurð. Kynntar og
kenndar hinar ýmsu íþróttir er
henta öldruðum, meðal annars leik-
fími - dans - leikir - boccía - pútt -
sundleikfimi o.fl. Umsjón og fram-
kvæmd önnuðust Guðrún Nielsen,
Ernst Bachman, Ólöf Þórarins-
dóttir, Soffía Stefánsdóttir og
Tómas Einarsson íþróttakennarar
í stjórn FÁÍA.
I Vestmannaeyjum annaðist
undirbúning og móttöku Kristjana
Þorbergsdóttir formaður Félags
eldri borgara, en á Egilsstöðum
Bjöm Pálsson formaður eldri borg-
ara þar. Stjórn félagsins er mjög
ánægð og þakklát fyrir frábærar
móttökur og góða þátttöku.
I tilefni af ári aldraðra hefur
stjóm íþróttasambands íslands
veitt félaginu fjárhagsstyrk til þessa
átaks sem áframhald verður á.
F.h. stjórnar FÁÍA,
GUÐRÚN NIELSEN.
VÍKVERJA hefur borist bréf frá
Birni Sigurbjömssyni, ráðu-
neytisstjóra í landbúnaðarráðuneyt-
inu. I því tekur hann undir það sjón-
annið Víkverja að heimasíða ráðu-
neytisins standi ekki undir vænting-
um. Um ástæður fyrir því að heima-
síðan er svona „þunn“ eins og Bjöm
kemst að orði, segir í bréfinu:
„Ástæðan fyrir því er sú að frá-
gangur heimasíðunnar hefur verið
til gagngerrar endurskoðunar og
endurvinnslu að undanfömu og á
næstunni mun birtast nýgerð
heimasíða með fróðleik og upplýs-
ingum handa öllum þeim sem áhuga
hafa á landbúnaðarráðuneytinu og
málum þess.“
Víkverji fagnar því að landbúnað-
arráðuneytið ætlar að bæta úr
þessu. Gagnrýni Víkverja sl.
fímmtudag snerist hins vegar ekki
um gerð heimasíðunnar, þ.e. upp-
setningu eða útlit, heldur um að
upplýsingar væm ekki settar inn á
hana. Núverandi útlit er ágætt og
skipulag einnig. Starfsmenn ráðu-
neytisins, þar á meðal ráðherra,
þurfa einfaldlega að venja sig á að
nota hana. Vonandi tekur ráðuneyt-
ið mið af þessari gagnrýni í framtíð-
inni og notar nýju fínu heimasíðuna,
sem verið er að útbúa. Það er efnið
sem er aðalatriðið, ekki útlitið eða
tæknin.
A'* MÁNUDAGINN sýndi Stöð 2
fyrsta þátt Stefáns Jóns Haf-
steins um byggðamál á Islandi.
Stefán Jón ætlar greinilega í þess-
ari þáttaröð að leitast við að slá nýj-
an tón í umræðu um hinn svokallaða
byggðavanda. Hann tók skýra af-
stöðu í fyrsta þætti, en hún er í
stuttu máli sú að byggðavandinn sé
enginn vandi. Fólk á landsbyggð-
inni sé einfaldlega að flytja suður á
höfuborgarsvæðið vegna þess að
þar sé best að búa. Raunar gekk
Stefán Jón svo langt í þættinum að
segja að menn ættu ekki að spyrja
hvers vegna svo margir hefðu flutt
suður heldur ætti að spyrja, hvers
vegna hafa ekki fleiri farið?
Víkverji gerir enga athugasemd
við að Stefán Jón taki afstöðu í þátt-
unum svo fremi sem hann rökstyðji
hana með skýmm og afdráttarlaus-
um hætti. Það sjá allir að þessi um-
ræða um fólksflutninga af lands-
byggðinni er komin í öngstræti og
bersýnilegt að ríkisvaldið, sveitarfé-
lögin og raunar landsmenn allir
fínna ekki leið til að stöðva þessa
þróun. Það sem Víkverji skilur hins
vegar ekki er hvers vegna Stefán
Jón kýs að nota myndir og tónlist til
að koma því á framfæri að fólk eigi
að flytja til Reykjavíkur. Allar
myndir sem teknar vom í Reykja-
vík voru teknar um sumar. Sólin
skein og fólk naut veðurblíðunar á
kaffíhúsum. Undir var leikin létt og
skemmtileg tónlist. Allar myndir af
landsbyggðinni vom vetrarmyndir.
Fólk barðist áfram í hríðinni. Kona
með bamavagn komst varla úr stað
sökum ófærðar. Undir var leikin
þung eintóna tónlist.
Nú veit Stefán Jón jafn vel og all-
ir aðrir að það snjóar stundum í
Reykjavík og sól skín ekki síður úti
á landi en í Reykjavík. Fólk í
Reykjavík á stundum við erfiðleika
að stíða og margt fólk úti á landi
hefur það ágætt og vill búa þar. Það
læddist sá grunur að Víkverja að
Stefán Jón hafi ekki treyst því að
áhorfendur hefðu fallist á þau rök
sem hann setti fram og því hefði
hann talið sig þurfa að undirstrika
afstöðu sína með myndum og tón-
list. Víkverji telur hins vegar að
Stefán Jón hafí þama gengið of
langt. Byggðamálin era flókin og
hafa margar hliðar. í fyrsta þættin-
um dró Stefán Jón ágætlega fram
„sorg“ þeirra sem sjá á eftir ná-
grönnum sínum suður. Vonandi
tekst honum að sýna fleiri hliðar á
málinu í næstu þáttum og Víkverji
trúir ekki öðm en Stefán Jón hafí
einhvers staðar rekist á fólk á
landsbyggðinni sem er ánægt með
að búa þar sem það býr og hefur trú
á framtíðinni.
Magnús
Sigmundsson
rafvirki,
Laufengi 44, Reykjavík.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, FAIA,
á ferð um landið