Morgunblaðið - 07.10.1999, Side 72

Morgunblaðið - 07.10.1999, Side 72
Tölvueftirlitskerfi sem skilar arangri <Ö> nýherji 5:569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF5691181, FÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Hús rýmd í Kötluæfingu Alþjóðlega auglýsingakeðjan McCann-Erickson Leitar að samstarfs- aðila hér á landi MCCANN-Erickson, auglýsinga- keðjan, sem rekur um 120 auglýs- ingastofur víða um heim, hefur verið að leita hófanna með sam- starfsaðila hérlendis. Sendinefnd frá fyrirtækinu hefur tvívegis komið hingað til lands á undan- förnum mánuðum að kynna sér fyrirtæki á íslenskum auglýsinga- markaði. Helgi Helgason, framkvæmda- stjóri hjá Góðu fólki, staðfesti í - v^amtali við Morgunblaðið að menn frá McCann-Erickson hefðu komið til landsins og heimsótt allar helstu auglýsingastofur til að kynna sér auglýsingamarkaðinn hérlendis. I haust komu þeir aftur og höfðu þá þrengt hringinn um nokkur íyrir- tæki sem þeir heimsóttu og óskuðu upplýsinga um. Helgi sagði að svo virtist sem McCann-Erickson væri að kanna hvort fysilegt væri fyrir fyrirtækið að hasla sér völl á auglýsingamark- aði hér á landi og leita hugsanlegra samstarfsaðila. Er enn á könnunarstigi „Þetta er enn á könnunarstigi hjá þeim og ég held að enginn viti í dag hvað þeir eru að hugsa. Guð einn veit hvernig framhaldið verð- ur,“ sagði hann. „Þetta er stærsta auglýsingakeðja í heimi, með rúm- lega 120 stofur um allan heim. Ef- laust tekur það einhvern tíma fyrir svona fyrirtæki að taka svona ákvarðanir." Spurður um áhuga Góðs fólks á samstarfi við McCann-Erickson, sagði Helgi: „Við buðum þeim upp á kaffi og kruðerí og veittum þær upplýsingar sem þeir óskuðu eftir. I því fólust ákveðin skilaboð um að við værum tilbúnir að skoða þetta áfram enda var engin ástæða til að gefa afsvar svona snemma í ferlinu. En maður veit ekki hvað gerist. Boltinn er hjá þeim.“ HÚS verða rýmd neðan bakka í Vfk og ef til vill víðar á Kötluæf- ingu sem haldin verður næst- komandi laugardag. Almanna- varnanefndir Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og Rangárvalla- sýslu halda æfinguna í samvinnu við Almannavarnir rikisins. Unnið hefur verið að endurbót- um á viðbúnaðaráætlun vegna Kötlugoss og verður unnið eftir drögum að henni við æfinguna á laugardag. Hafsteinn Jóhannes- son, sveitarstjóri í Vík og for- maður almannavarnanefndar Mýrdalshrepps, segir að aftur verði farið yfir áætlunina eftir æfinguna og frá henni gengið. Að sögn Hafsteins er gert ráð fyrir að boð berist frá vísinda- mönnum á laugardagsmorguninn um breytingar í jöklinum. Þá verða almannavarnanefndirnar kallaðar saman og farið yfir við- búnaðarstigið. Þegar viðbótar- upplýsingar koma verður æfing- in færð á neyðarstig, að minnsta kosti í Vík, og menn kallaðir til starfa. Þegar gos og jökulhlaup er staðfest verða hús neðan bakka í Vík rýmd og farið með íbúana upp í Arsali til skráning- ar. Björgunarsveit og félagsfólk í Rauðakrossdeildinni í Vík vinna með almannavarnanefnd og opin- berum embættismönnun að æf- ingunni. Almannavarnanefnd Mýrdals- hrepps hefur gefið út fréttabréf til íbúa sveitarfélagsins til að gera þeim grein fyrir æfingunni um helgina. Hafréttardómstóllinn í Hamborg Morgunblaðið/RAX Svanur teygir álkuna Hálslangur svanurinn teygir álkuna upp úr Tjörninni og horfir ákveðinn í augað á linsu Ijósmyndarans. Guðmundur Eiríksson yfir dómstóli í fisk- veiðideilum 7 0% vilja gera fy rirtækj asamning GUÐMUNDUR Eiríksson, dómari <U;%ið Hafréttardómstólinn í Ham- borg, hefur verið gerður að forseta alþjóðadómstóls, sem fer með fisk- veiðideiiur og heyrir undir Hafrétt- ardómstólinn. Dómstóllinn fyrir fiskveiðideilur var fyrst valinn í febrúar 1997 og er hlutverk hans að fjalla um allar þær deilur, sem hlut- aðeigandi aðilar samþykkja að leggja fyrir hann varðandi verndun og stjórnun veiða úr lífríki hafsins. I fréttatilkynningu frá dómstóln- um segir að Hafréttardómstóllinn hafi samþykkt þá samsetningu .. dómstólsins fyrir fiskveiðideilur, ; æm nýskipaður forseti hans til þriggja ára, P. Chandrasekhara Rao, lagði til. Aðrir dómarar, sem sitja með Guðmundi, eru forveri hans, Hugo Caminos frá Argentínu, Soji Yamamoto frá Japan, Anatolí L. Kolodkin frá Rússlandi, Choon-Ho 1 tMark frá Suður-Kóreu, Tafsir Malick Ndiaye frá Senegal og José Luis Jesus frá Grænhöfðaeyjum. UM 70% félagsmanna í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur vilja leggja áherslu á fyrirtækjasamn- inga í næstu kjaraviðræðum. 16% leggja áherslu á samflot við önnur launþegasamtök, 7% vilja beita sömu aðferð og í síðustu samning- um og 7% nefna eitthvað annað. Þetta kom fram á kjaramálaráð- stefnu ASÍ í gær. Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, sagði m.a. á kjaramálaráð- stefnu ASI að í næstu kjarasamn- ingum yrði að varðveita þann al- menna árangur sem náðst hefði á síðasta samningstímabili og áfram- haldandi efnahagslegan stöðug- leika. „Framundan eru erfiðir kjara- samningar. Verkalýðshreyfingar- innar bíður það verkefni að tryggja þann aukna kaupmátt sem henni tókst að ná fram með síð- ustu kjarasamningum og áfram- haldandi þróun í þá átt,“ sagði Grétar. Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur ASÍ, greindi frá því að kaupmáttur opinberra starfs- manna og bankamanna hefði hækkað um 22,7% frá febrúar 1997 til febrúar 1999. Kaupmáttur fé- lagsmanna ASI sem störfuðu hjá ríki og borg hefði hins vegar hækk- að á sama tímabili um 11-14%. Rannveig sagði að stærsta úrlausn- arefni næstu samninga væri að skipta því sem væri til skiptanna með réttlátari hætti. Lítill áhugi vinnuveitenda Á ráðstefnunni var m.a. rætt um reynslu stéttarfélaga af gerð íyrir- tækjasamninga sem gerðir voru í kjölfar síðustu kjarasamninga. VR hefur lagt talsverða áherslu á slíka samninga og segir Guðmundur B. Ólafsson, lögfræðingur VR, reynsl- una almennt góða. Sama segir Haukur Harðarson, frá Félagi blikksmiða - Bíliðnafélaginu. Hann segir þó að það hafi vakið athygli sína hvað vinnuveitendur hafi sýnt fyrirtækjasamningum lítinn áhuga. Állt frumkvæði hafi komið frá stéttarfélögunum. Enginn fyrirtækjasamningur hef- ur verið gerður í aðildarfélögum Verkamannasambandsins frá því að kjarasamningamir voru gerðir árið 1997, en á vegum félaganna eru hundrað sérkjarasamninga, sem margir era á fyiirtækjagrunni. Tals- verðrai’ vantrúar gætir innan VMSI á að færa sig inn á þessa braut m.a. vegna ótta við að hún dragi úr sam- takamætti verkamanna. ■ Vinnuveitendur/36 Kjúklinga- sala dróst saman um 20% í ágúst SALA á kjúklingakjöti minnkaði um rúm 20% í ágúst miðað við sölu í júlímánuði. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins um sölu á búvörum. I ágúst var umræða um kampyló- baktersýkingar i kjúklingakjöti mjög hávær og má rekja sölusam- dráttinn til hennar. Söluaukning í þrú ár Sala á kjúklingum hefur aukist nær stöðugt á undanfömum þremur áram. Sala á síðustu 12 mánuðum er t.d. 30,3% meiri en hún var á 12 mánuðunum þar á undan. I júlí seldust rúmlega 287 tonn af ali- fuglakjöti, en í ágúst hrapaði salan niður í tæplega 229 tonn. Samdrátt- urinn er 58 tonn. Framleiðslan í ágúst var rúmlega 277 tonn og því hafa hlaðist upp talsverðar birgðir af alifuglakjöti í mánuðinum. Sala á öðru kjöti hefur aukist talsvert, en mest þó á svínakjöti, þar sem sala jókst um 17,4% frá sama mánuði í fyrra. Þrátt fyrir veralegan samdrátt í sölu á kjúklingakjöti í ágúst var salan engu að síður 4,5% meiri en í ágúst- mánuði fyrir einu ári. Sala á kjöti hefur aukist um samtals 6,9% á síð- ustu 12 mánuðum. Paprika dýrust á íslandi í VIKUNNI var gerð verð- könnun á ávöxtum og græn- meti í stórmörkuðum sjö borga í þremur heimsálfum. í ljós kom að græn paprika er 403% dýrari í Reykjavík en í Barcelona á Spáni en 14,5% dýrari en í Ósló. Þá kom í ljós að fimm ávaxta- og grænmetis- tegundir af þeim tíu sem feng- ust í Hagkaupi eru dýrastar á Islandi. ■ Fimm tegundir/20-21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.