Morgunblaðið - 22.10.1999, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Staðfesting frá bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu vegna greinar um kjarnavopn á fslandi
Staðurinn í eyðunni
er allt annars staðar
Berlín. Morgunblaðið.
UTANRIKISRÁÐHERRA barst í
gær staðfesting frá bandaríska
varnarmálaráðuneytinu um að ekki
væri rétt að átt væri við ísland í
bandarísku skjali, sem þrír banda-
rískir fræðimenn, Robert S. Norris,
William M. Arkin og William Burr,
halda fram í grein í tímaritinu The
Bulletin of the Atomic Scientists að
sýni að geymd hafi verið kjarnorku-
vopn hjá vamarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli á árunum 1956 til 1959.
I lista í skjalinu hafði verið strik-
að yfír nafnið, sem fræðimennirnir
töldu að ætti við ísland, en þeir
kváðust hafa komist að þeirri niður-
stöðu að Island hefði staðið í eyð-
unni með því að styðjast við aðrar
heimildir.
Halldór Asgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði í gær að í svarinu frá
vamarmálaráðuneytinu segði að um
stað allt annars staðar á hnettinum
væri að ræða, en ekki kæmi fram
hvaða staður það væri. Hann gagn-
rýndi höfunda tímaritsgreinarinnar.
„Þessir aðilar, sem þama hafa
verið að stunda rannsóknir, hafa
verið mjög ónákvæmir í gegnum
tíðina," sagði hann. „Hvað eftir ann-
að hafa komið fram fullyrðingar á
þessum vettvangi, sem síðan hafa
verið bornar til baka. Maður hlýtur
að gera þær kröfur til slíkra rann-
sóknaraðila að þeir vandi sig meira,
en maður hefur stundum á tilfinn-
ingunni að þeir vilji slá fram alvar-
legum hlutum fyrst og fremst til að
fá viðbrögð, í þeirri von að það geti
upplýst meira og þeir fái meiri at-
hygli.“
Yfirlýsing sendiráðsins
Sendiráð Bandaríkjanna á íslandi
sendi í gær frá sér yfirlýsingu
vegna málsins þar sem fullyrðinga
höfunda skýrslunnar í Bulletin of
the Atomic Scientists er vísað á
bug. Stefna bandarískra stjómvalda
varðandi fullyrðingar um að kjam-
orkuvopnum hafí verið komið fyrir í
einhverju tilteknu ríki hafí jafnan
verið sú að játa hvorki né neita slík-
um fullyrðingum. „Hins vegar vilj-
um við benda á að ásakanir, sem
sérstaklega vísa til þess að kjam-
orkuvopnum hafi verið komið fyrir
á íslandi, hafa komið fram á liðnum
ámm. Eftir samráð bandarískra og
íslenskra embættismanna og á
grundvelli upplýsinga sem ríkis-
stjóm Bandaríkjanna hefur látið
ríkisstjóm íslands í té, hafa íslensk
stjórnvöld ítrekað lýst því yfir að
slíkar fullyrðingar eigi ekki við rök
að styðjast,“ segir í yfírlýsingunni.
„Þótt við hyggjumst ekki fylla í
eyður þær, sem skildar vom eftir í
uppmnalega skjalinu, viljum við að
skýrt komi fram að sú niðurstaða,
sem birt er í Bulletin of the Atomic
Scientists og gefur til kynna að
bandarískum kjarnorkuvopnum
hafi verið komið fyrir á Islandi er
röng,“ segir einnig í yfirlýsingunni.
49 starfsmenn vant-
ar í leikskólana
FRAM kom á fundi borgarstjórn-
ar í gærkvöldi að enn vantar 49
starfsmenn til að leikskólar borg-
arinnar verði fullmannaðir. Krist-
ín Blöndal, borgarfulltrúi R-list-
ans og formaður leikskólaráðs,
segir allra leiða leitað til að leysa
vanda í leikskólum og nokkuð
miði í rétta átt. Hún sagðist eiga
von á að boðað yrði til aukafund-
ar í leikskólaráði í næstu viku til
að ræða nýjar hugmyndir sem
hún vonast til að bætt geti ástand
mála á leikskólunum þótt ekki sé
um neinar töfralausnir að ræða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn vöktu máls á
vandanum og kröfðust svara um
leiðir til lausnar honum.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, benti á að ekki væri unnt að
nýta um 230 pláss á leikskólum
borgarinnar vegna manneklu og
þurft hefði að senda börn heim af
12 leikskólum í Reykjavík síðasta
mánuðinn. Manneklan hefði
einnig í för með sér að biðlistar
eftir leikskólaplássi lengdust.
Sjálfstæðismenn gagnrýndu
meirihlutann í borgarstjórn fyrir
að hafa lagt ofuráherslu á bygg-
ingu leikskóla en litla á innra starf
og rekstur þeirra. Sjálfstæðis-
menn hvöttu til þess að allar við-
bótargi'eiðslur borgarinnar til
leikskólanna rynnu beint í launa-
greiðslur til starfsmanna þeirra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri svaraði gagnrýni
sjálfstæðismanna með því að
vekja athygli á því að bygging
nýrra leikskóla í höfuðborginni
þýddi það að 2000 fleiri börn fái
nú þá úrlausn inni á leikskólunum
sem foreldrar þeirra kjósi en árið
1994 er R-listinn tók við völdum í
borgarstjórn. Borgarstjóri dró þó
ekki dul á það að meiri festu
þyrfti að ná í starfsemi leikskól-
anna og mannahaldi þar. Það
þyrfti bæði að gera með því að
líta til lengri tíma og eins með því
að bregðast við þeim brýna vanda
sem er á einstökum deildum leik-
skóla borgarinnar.
Ingibjörg Sólrún benti á að til
að takast á við vandann þegar til
lengri tíma er litið sé ein af for-
sendunum sú að menntaðir verði
fleiri leikskólakennarar en verið
hefur. Þá sagði hún engum bland-
ast hugur um að taka verði á
launamálum leikskólakennara.
Hún sagði viðbótarfjárframlög
borgarinnar til leikskólanna á
þessu árí og því næsta fara beint í
laun starfsmanna.
Morgunblaðið/RAX
Urskurðaður
í mánaðar
gæsluvarðhald
KARLMAÐURINN, sem lögreglan
í Reykjavík handtók í fyrradag,
vegna rannsóknar á stóra fíkniefna-
málinu var í gær úrskurðaður í eins
mánaðar gæsluvarðhald í Héraðs-
dómi Reykjavíkur.
Maðurinn, sem er á fertugsaldri,
var handtekinn í Reykjavík og með
úrskurði dómara frá í gær sitja alls
tíu karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna
málsins.
*
LI skylt að afhenda upp-
lýsingar um fjármag*nstekjur
Myndir frá
Eyjabakka-
svæðinu
LJÓSMYNDASÝNING sjö Ijós-
myndara, þar sem sýndar eru
myndir af Eyjabökkum eða
stfflustæði fyrirhugaðs Eyja-
bakkalóns, var formlega opnuð
í verslunarmiðstöðinni Kringl-
unni í Reykjavík í gær. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri opnaði sýninguna við
hátíðlega athöfn en með henni
hér á myndinni eru þeir Guð-
mundur Páll Ólafsson, Haukur
Snorrason og Snorri Snorrason
sem allir eiga myndir á sýning-
unni. Auk þeirra eru á sýning-
unni myndir eftir Pál Stefáns-
son, Sigurgeir Sigurjónsson,
Ómar Ragnarsson og Ragnar
Axelsson.
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
að Landsbanka íslands sé skylt að
afhenda embætti ríkisskattstjóra
upplýsingar um fjármagnstekjur
hóps skattgreiðenda. Bankinn hafði
borið fyrir sig bankaleynd, en
Hæstiréttur segir hvorki lög um við-
skiptabanka og sparisjóði né stjórn-
arskrána koma í veg fyrir að um-
beðnar upplýsingar yrðu veittar.
Málið var rekið sem prófmál og
beindist að öllum viðskiptabönkun-
um og sparisjóðum.
Með lögum nr. 94/1996 um stað-
greiðslu skatts á fjármagnstekjur,
sem gildi tóku 1. janúar 1997, var
ákveðið að innheimta í staðgreiðslu
10% tekjuskatt til ríkissjóðs af vöxt-
um og arði. Skylda til greiðslu
skattsins hvílir á öllum þeim, sem fá
vaxtatekjur og arðstekjur með örfá-
um undantekningum. Skylda til að
draga staðgreiðslu af vaxtatekjum
og afföllum og skila í ríkissjóð hvílir
á innlánsstofnunum og öllum þeim,
sem hafa atvinnu af fjárvörslu.
Ríkisskattstjóri ákvað að kanna
framkvæmd laganna og gera saman-
burð á framtöldum fjármagnstekjum
hóps skattgreiðenda og þeirri fjár-
hæð, sem bankar og sparisjóðir
höfðu reiknað sama hópi í fjár-
magnstekjur og einnig _ afdregna
staðgreiðslu af tekjunum. í því skyni
var óskað upplýsinga um þessi atriði
vegna 1.347 skattgreiðenda, sem
valdir voru af handahófi.
Landsbankinn neitaði ríkisskatt-
stjóra um upplýsingarnar og taldi að
embættið ætti ekki lögvarinn rétt til
upplýsinga um þessi atriði án
tengsla við eiginlega rannsókn á
skattskilum tiltekinna aðila. Bankinn
taldi beiðni ríkisskattstjóra fara í
bága við meginreglu um bankaleynd
og grunnreglu 71. gr. stjórnarskrár
lýðveldisins íslands nr. 33/1944 um
persónuvernd.
Liður í hefðbundnu skatteftirliti
I dómi Hæstaréttar kemur fram
það álit dómsins, að upplýsingar
þær, sem ríkisskattstjóri fór fram á,
væni liður í hefðbundnu skatteftirliti
og í samræmi við hlutverk skattyfír-
valda. Ekki yrði annað séð en að
málefnalegar ástæður hefðu legið að
baki beiðni ríkisskattstjóra og ör-
yggissjónarmiða gætt í viðeigandi
mæli. Hæstiréttur féllst ekki á að
Landsbankinn gæti borið fyrir sig
43. gr. laga nr. 113/1996 um við-
skiptabanka og sparisjóði, sem kveð-
ur á um bankaleynd, enda væri þar
skýrt tekið fram, að fyrirmæli
ákvæðisins vikju þegar skylt væri að
veita upplýsingai' lögum samkvæmt.
Þá þótti Hæstarétti að 71. gr. stjórn-
arskrárinnar um persónuvernd
kæmi ekki heldur í veg fyrir að um-
beðnar upplýsingai- yrðu veittar.
Rétturinn staðfesti þar með þá nið-
urstöðu héraðsdóms, að Landsbank-
anum væri skylt að afhenda ríkis-
skattstjóra upplýsingarnai'.
Sérblöð f dag
Á FÖSTUDÖGUM
Með Morgun-
blaðinu í dag
er dreift blaði
frá Nóatúni,
„Danskir dag-
ar“. Blaðinu er
dreift á suð-
vesturhorninu.
Norsku liðin standa sig vel í
Evrópukeppninni/C3
Hillir undir kaup íslending
anna á Stoke/C1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is