Morgunblaðið - 22.10.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 22.10.1999, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hrannar hefur tekið sæti í borg- arstjórn HRANNAR B. Arnarsson tók sæti í borgarstjórn á fundi hennar í gærkvöldi. Hrannar átti fund með borgarstjóra í gær þar sem farið var yfir nið- urstöður umfjöllunar yflr- skattanefndar um mál Hrann- ars og ákveðið að hann tæki sæti fyrir R-listann í borgar- stjórn. I bréfí til borgarstjóra segir Hrannar aðstæður sínar hafa breyst með þeim hætti að ekki sé lengur ástæða til að lengja það leyfi sem hann óskaði eftir frá störfum sem borgarfulltrúi í Reykjavík í maí 1998. í ljósi þessa hefði hann tekið þá ákvörðun að hefja þegar störf í borgarstjórn. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því að upplýst yrði í sölum borgarstjórnar hvaða mál er Hrannar vörðuðu voru rannsökuð hjá skattayfirvöld- um og hvaða endi þau hlutu. Komið hefði í ljós að hluti af þeim ásökunum um skattalaga- brot sem Hrannar sætti í síð- ustu borgarstjórnarkosningum ætti við rök að styðjast og Hrannar hefði lýst því yfír að kosningunum loknum að hann tæki ekki sæti í borgarstjórn fyrr en mál hans hefði fengið farsælan endi. Játuðu á sig rán í verslun- inni Strax FIMM menn á aldrinum 16-28 ára hafa við rannsókn lögregl- unnar í Kópavogi játað að hafa framið eða átt aðild að ráni í versluninni Strax við Hófgerði hinn 17. september síðastliðinn. Þrír mannanna komu inn í verslunina um miðjan dag og tilkynntu að um rán væri að ræða. Tveir þeirra beittu starfsfólk og einn viðskiptavin ofbeldi á meðan sá þriðji lét greipar sópa um peningaskáp og sjóðvél verslunarinnar. Rændu þeir 100 þúsund krón- um í reiðufé auk greiðslunóta fyrir 40 þúsund krónur. Lögreglan handtók mennina þrjá einn af öðrum nokkrum dögum eftir ránið og tveir til viðbótar viðurkenndu aðild sína að því, annar með því að hafa komið að undirbúningi þess en hinn vegna aðstoðar við undan- komu frá vettvangi. Allir mennimir fímm hafa komið við sögu hjá lögreglu nema sá yngsti. Peningunum sem mennirnir rændu hefur öllum verið eytt en greiðslunótunum fargað. Akæra verður fljótlega gefín út á hendur mönnunum og mál þeirra sent dómstólum til með- ferðar. * Ovenju marg- ir árekstrar ÓVENJU margir árekstrar urðu í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi í gær. í gærkvöld var fjöldi árekstra kominn í sjö, en að sögn lögreglunnar fer daglegur fjöldi þeirra sjaldnast yfir tvo. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrunum þótt flytja yrði fólk á slysadeild í tveimur þeirra og draga skemmdar bif- reiðar af vettvangi með krana- bifreið úr fjórum þeirra. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, við umræður um samkeppnismál Gagnrýnir Sam- keppnisstofn- un harðlega VIÐ umræður sem fram fóru á Al- þingi í gær um frumvarp Samfylk- ingar til laga um breytingu á sam- keppnislögum lýsti Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, þein-i skoðun sinni að embættismenn Sam- keppnisstofnunar hefðu í mörgum tilfellum verið vanhæfir til að fjalla um fyrirtæki eða einstaklinga vegna fyrri afskipta af málefnum þeirra. Kvaðst hann jafnframt telja að stofnunin hefði staðið í vegi framþró- unar í fjarskiptum með úrskurðum sínum í málefnum Landssímans. Fram kom einnig við umræðurnar í gær að von er á frumvarpi til laga frá Finni Ingólfssyni viðskiptaráð- herra þar sem lagðar eru til breyt- ingar á gildandi samkeppnislögum. Halldór Blöndal sagði ekki mikið nýtt í frumvarpinu, sem Samfylkingin hefur lagt fram, en það gerir ráð fyrir að samkeppnisreglur feli í sér þá megin- reglu að nær allar samkeppnishömlur séu bannaðar; þ.e. að í stað þess að byggja á þeirri reglu að samkeppnis- yfírvöld hafí heimild til að hindra sam- keppnishömlur í einstökum tilvikum séu þær taldar skaðlegar. Halldór, sem er fyrrverandi ráð- herra samgöngu- og fjarskiptamála, lét jafnframt í Ijósi efa um að Sam- keppnisstofnun væri þess trausts verð, sem Samfylkingarfólk gerði ráð fyrir. Velti hann upp þeirri spurningu hvort embættismenn Samkeppnis- stofnunar hefðu með aðgerðum sínum og ummælum sett sig í þá stöðu að erfitt væri, eða jafnvel ómögulegt, að bera til þeirra það traust sem menn þurfa að geta borið til slíkrar stofnun- ar. Halldór tók til samanburðar Gauk Jörundsson, umboðsmann Alþingis, sem ávallt léti úrskurði sína tala sínu máli eina og sér, jafnvel þótt þeir kæmu til umræðu á opinberum vett> vangi síðar meir. „Embættismenn Samkeppnis- stofnunar hafa annan hátt á. Þeir eru sítalandi um það sem þeim fínnst um eitt og annað. Þó liggur það fyrir að hlutverk þeirra er ekki að fella úrskurði heldur eiga þeir að vera óhlutdrægir, óhlutdrægir emb- ættismenn sem eiga að undirbúa mál fyrir samkeppnisráð," sagði Halldór. „Ég er til dæmis þeirrar skoðunar að ýmis þessi ummæli, sem hafa fall- ið í hita leiksins af þessum sökum, valdi því að innan Samkeppnisstofn- unar séu embættismenn sem vegna fyrri afskipta af fyrirtækjum eða málefnum hafa verið vanhæfír til að halda áfram að fjalla um slík mál innan stofnunarinnar og vinna að undirbúningi þeirra fyrir samkeppn- isráð,“ bætti Halldór við. Komið í veg fyrir þróun í fjarskiptum Halldór lýsti þeirri skoðun sinni að Samkeppnisstofnun hefði með af- skiptum sínum af Landssímanum, og „undarlegum" úrskurðum varðandi ljósleiðarann og breiðbandið, komið í veg fyrir þróun í fjarskiptum. „Það ömurlega í þeim úrskurði, sem ég hef helst í huga nú, er að þar var öllu ruglað saman og greinilegt að sá sem skrifaði þann úr- skurð gerði sér ekki grein fyrir hinum tæknilegu heitum á ýmsum atriðum í fjarskiptaþjónustu og búnaði í fjar- skiptum." „Afleiðingin af þessu er sú að of fáir Islendingar eiga kost á því að nýta sér breiðbandið. Ljósleiðarinn liggur í of fáar íbúðir hér á landi, notendur eru of fáir. Það viðheldur á hinn bóg- inn þeirri fákeppniseinokun sem hér er í fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og Stöð 2,“ sagði Halldór. Breytinga á samkeppnis- lögum að vænta Fram kom við umræðurnar að Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra vonast til að geta lagt fram laga- frumvarp fyrir áramót, sem fela mun í sér breytingar á gildandi sam- keppnislögum. Sagði ráðherrann að væntanleg væri á allra næstu dögum skýrsla frá nefnd, sem hann skipaði fyrir einu og hálfu ári, sem falið var að að gera úttekt á því hvernig og með hvaða hætti samkeppnislögin frá 1993 hefðu virkað á þeim árum frá því þau tóku gildi. Sagði Finnur að í skýrslunni yrðu lagðar fram tillögur að því hvaða breytingar þarf að gera á samkeppn- islögunum og kvaðst ráðherrann vonast til þess að í kjölfarið gæti hann lagt fyrir Alþingi, helst fyrir áramót, heildstæðar breytingartil- lögur við gildandi lög um samkeppn- ismál. Lýsti Finnur þeirri skoðun sinni að frumvarp Samfylkingarinn- ar væri þarft innlegg í umræðu um þessi mál og að svo gæti vel farið að ýmis atriði þess rötuðu inn í umrætt stjómarfrumvarp. _ íá|ͧ|í^|Éj :: JÚíMáffi p • -r- 't:. ALÞINGI Samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra stinga saman nefjum. IBI Umræður Frumvarpsdrög hafa verið kynnt forráðamönnum RÚV SAMIN hafa verið drög að frum- varpi um hlutafélagavæðingu Rík- isútvarpsins og hafa frumvarps- drögin yerið kynnt forráðamönn- um RUV. Málið er þó enn á vinnslustigi og það mun ráðast af pólitísku mati hvort frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi eða ekki. Þetta er meðal þess sem kom fram í svari Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á Alþingi á miðvikudag við fyrirspurn Krist- jáns Pálssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokks, um breytt rekstrar- form Ríkisútvarpsins. I máli menntamálaráðheiTa kom fram að starfshópur, sem skipaður var til að móta framtíðar- stefnu RUV, hefði fyrir nokkrum misserum skilað af sér skýrslu þar sem lagt var til að stofnuninni yrði breytt í hlutafélag í eigu ríkisins. Upplýsti Björn að undanfarin misseri hefði verið unnið að því á vettvangi menntamálaráðuneytis að útfæra hugmyndina um RUV sem hlutafélag í eigu ríkis. „Hafa verið samin drög að frum- varpi og þau kynnt forráðamönn- um Ríkisútvarpsins. Er málið enn á vinnslustigi innan ráðuneytisins og ræðst það af pólitísku mati hvort það verður lagt fyrir Alþingi eða ekki,“ sagði ráðherrann. Björn lagði áherslu á að sátt yrði að ríkja um breytingar á Rík- isútvarpinu. Eðli stofnunarinnar ylli því. Hann hefði hins vegar oft lýst þeirri skoðun sinni að kröfur einkarekstrar yrðu að fá að njóta sín meira í starfsemi RUV. í máli fyrirspyrjandans, Krist- jáns Pálssonar, kom fram að ríkis- reknir ljósvakamiðlar væru síður en svo einsdæmi og að margir slík- ir lifðu góðu lífi í hinum vestræna heimi. Ríkisrekstur ljósvakamiðla með pólitískt kjömum eftirlits- mönnum væri þó fyrirkomulag sem hefði gengið sér til húðar. Kristján sagði að til að efla og styrkja þetta óskabarn þjóðarinn- ar yrði að bjarga því úr fjötrum, og veita þvi frelsi sem allur nú- tímarekstur nauðsynlega þyrfti á að halda ef hann ætti að þrífast í samkeppni sem engin landamæri þekkti lengur. Sagði Kristján það skoðun sína að leggja bæri niður útvarpsráð og breyta rekstri RÚV í hlutafé- lagaform. „Því fyrr sem það ger- ist, því betra. Skipa þarf stjórn yf- ir reksturinn þar sem útvarps- stjóri væri forstjórinn. Það er nægjanleg breyting að mínu áliti til að byrja með. Sú regla að skylda heimilin til áskriftar að RUV hlyti að verða næsta vers,“ sagði Kristján Pálsson. Skiptar skoðanir um hlutafélagavæðingu Nokkrar umræður urðu um þetta mál og sagði Svanfríður Jón- asdóttir, þingmaður Samfylking- ar, að ekki væri fyrir hendi sú víð- tæka sátt, sem þyrfti að vera um Ríkisútvarpið. Lúðvík Bergvins- son, Samfylkingu, benti aukin- heldur á að hlutverk RÚV yrði ekki endurskilgreint með því einu að setja hf. fyrir aftan nafnið. Nær væri að ráðherra lýsti því hvert hann teldi að markmið stofnunar- innar ætti að vera. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfíngarinnar - græns framboðs, fullyrti hins vegar að hér væri einungis á ferðinni sviðsett leikrit Sjálf- stæðismanna. Að gera Ríkisút- varpið að hlutafélagi væri ein- ungis undirbúningur að því að einkavæða fyrirtækið. „Sjálf- stæðisflokkurinn á að láta Ríkis- útvarpið í friði og hætta að leggja það í einelti og hætta að reyna að eyðileggja það innan frá,“ sagði hann. Fyrrverandi ráðherra um mat ríkislögmanns á lögmæti uppsagnar heilsugæslulæknis Engar athugasemdir við málsmeðferð ríkislögmanns GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem bar ábyrgð á uppsögn Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, heilsugæslu- læknis í Ólafsvík í ráðherratíð sinni árið 1993, segist engar athugasemdir gera við málsmeðferð ríkislögmanns í einkamáli sem læknirinn höfðaði gegn ríkinu fyrir ákvarðanatöku Guðmundar Árna. Málalyktir urðu þær að ríkið viður- kenndi að uppsögnin hefði verið ólög- mæt sem og áminning sem Sighvatur Björgvinsson, fyrirrennari Guð- mundar Árna, veitti Guðmundi Karli, eins og skýrt var frá í frétt Morgun- blaðsins í gær, án þess að stefndi, ríkið, gripi til varna fyrir vinsson vegna málsins í gær. Varð að höggva á hnútinn „Staða málsins á þeim tíma var með þeim hætti að höggva varð á þann hnút sem myndast hafði vegna samstarfsörðugleika, annars vegar milli stjómar heilsugæslustöðvarinn- ar og Guðmundar Karls og hins veg- ar milli hans og yfirlæknis heilsu- gæslustöðvarinnar," sagði Guðmund- ur Árni við Morgunblaðið í gær, að- spurður um viðbrögð við lyktum málsins. „Forsvarsmenn Heilsugæslustöðv- arinnar í Ólafsvík og Guðmundur Karl gátu ómögulega unnið saman, en á það hafði reynt mörgum sinnum. Ymsar samningaleiðir voru reyndar til að fá farsæla lausn á málinu en þær reyndust ófærar." Guðmundur Árni sagði að forsend- ur uppsagnarinnar hefðu ekki snúist um hæfi Guðmundar Karls sem læknis heldur hefði verið gripið til þess neyðarúrræðis að segja honum upp störfum þar sem Heilsugæslu- stöðin í Ólafsvík og sigólstæðingar hennar hefðu goldið þess ástands sem ríkti á meðan umræddir sam- starfsörðugleikar voru fyrir hendi. Guðmundur Karl Snæbjörnsson sagði að mál sitt vitnaði um „alvar- lega brotalöm í ákvarðanatökuferli æðstu embættismanna þjóðarinnar“, eins og haft var eftir honum í Mprg- unblaðinu í gær, en Guðmundur Árni bendir á að erfítt geti verið fyrir ráð- herra að finna hinn rétta meðalveg við ákvarðanatökur. Þannig hafí hann verið gagnrýndur harkalega í ráðherratíð sinni er hann neitaði að fara eftir ábendingum þáverandi rík- islögmanns og annarra um að segja upp þáverandi tryggingayfirlækni árið 1994, en fara þess í stað samn- ingaleiðina. Alfarið í höndum ráðuneytisins Alexander Stefánsson, sem var formaður stjórnar Heilsugæslustöðv- arinnar í Olafsvík árið 1993, sem Guðmundur Karl sagði hafa komið fram með staðlausar ásakanir á hendur sér, sem leitt hefðu að lokum til uppsagnar sinnar, sagði að mál Guðmundar Karls hefði alfarið verið í höndum heilbrigðisráðuneytisins eft- ir að öll gögn málsins hefðu verið komin frá stjórn heilsugæslustöðvar- innar til ráðuneytisins. Hefði stjórnin ekki haft meira með málið að gera eftir það og sagði hann að ráðuneytið hefði metið gögnin, sem Guðmundur Karl lýsir sem staðlausum ásökun- um, en Alexander sem staðreyndum, þannig að ástæða hefði þótt til að áminna Guðmund Karl í starfí og segja honum upp síðar. Stjórn heilsu- gæslunnar hefði þannig ekki borið ábyrgð á uppsögn Guðmundar Karls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.