Morgunblaðið - 22.10.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
Næsta
landsmót
UMFÍ
undirbúið
Tálknafirði - Dagana 16. og 17.
október sl. var 41. sambandsþing
UMFÍ haldið í íþróttahúsinu á
Tálknafirði. Þetta er í fyrsta sinn
sem sambandsþing ungmennafé-
laganna er haldið á Vestfjörðum.
Við setningu þingsins söng Bjarni
Snæbjörnsson þrjú lög við undir-
leik Marion Wurthman, en þau eru
bæþi búsett á Tálknafirði.
A þingið mættu um 70 atkvæðis:
bærir fulltrúar, starfsfólk UMFÍ
og aðrir gestir. 4. Unglingalands-
mót UMFI, sem á að halda í Vest-
urbyggð og Tálknafirði 4.-6. ágúst
á næsta ári var kynnt. Einnig fór
fram kynning á 23. Landsmóti UM-
FI, sem haldið verður á Egilsstöð-
um árið 2001.
Margar ályktanir og tillögur
voru afgreiddar á þessu þingi.
Flestar snerust um starf ung-
mennafélaganna, forvamir í vímu-
efnamálum, umhverfismál og
menningarstarf af ýmsum toga.
Skiptingu tekna af lottói breytt
Samþykktar vom breytingar á
lögum UMFI, sem gera það að
verkum að þingfulltrúum á sam-
bandsþingi fækkar frá því sem nú
er. Þá voru samþykktar breytingar
á skiptingu lottótekna. Breytingin
er fyrst og fremst til þess að ein-
falda úthlutun teknanna.
Ein aðjldammsókn lá fyrir þing-
inu, frá ÍBR. Þingið telur að fram
þurfi að fara frekari viðræður milli
umsækjanda og UMFI áður en um-
sóknin er tekin fyrir. I þeim við-
ræðum þurfi m.a. að fara yfir það,
hvort lög umsækjanda samrýmist
lögum UMFÍ.
Kosning til stjómar fór fram í lok
þingsins. Þórir Jónsson var endur-
kjörinn formaður UMFI án mót-
framboðs. Aðrir stjómarmenn voru
kjörnir; Björn B. Jónsson HSK,
Kristján E. Ingvason HSÞ, Kristín
Gísladóttir HHF, Helga Guðjóns-
dóttir HSK, Anna R. Möller UMSK
og Sigurbjörn Gunnarsson Kefla-
vík. I varstjórn vom kjörin; Sigurð-
ur Aðalsteinsson UIA, Jóhann 01-
afsson UMSE, Kjartan P.
Einarsson HSH og Helga Jóns-
dóttir HSB.
I lok þingsins þakkaði formaður
UMFÍ Herði S. Óskarssyni fyrir
vel unnin störf í þágu ungmennafé-
laganna og ánægjulegt samstarf
um margra ára skeið. Hörður lætur
af störfum hjá UMFÍ innan
skamms, eftir margra ára starf og
var honum færður blómvöndur í
þakklætisskyni.
Þegar Þórir Jónsson, formaður
UMFI, var spurður eftir þingið,
hvað stæði upp úr, svaraði hann því
til, að þingið hafi verið mjög starf-
samt og málefnalegt. Mikil ánægja
meðal þingfulltrúa, með framgang
þingsins og afgreiðslur, hafi einnig
gert þetta þing sérstakt og ánægju-
legt.
-----♦ ♦ ♦----
Námsstefna
um forvarnir
TVÖ byggðarlög við utanverðan
Eyjafjörð, Ólafsfjörður og Dalvík-
urbyggð hafa verið í samstarfi um
forvarnir undir formerkjum sveit-
arfélagaverkefnis _ heilbrigðisráð-
uneytisins og SAÁ og hefur það
þegar leitt til aukinnar áherslu á
heildarskipulag forvarna.
Lykilfólk í stofnunum og félaga-
samtökum sem sinna börnum og
unglingum í sveitarfélögunum
tveimur sátu námsstefnu um for-
varnir sem haldin var í Ólafsfirði.
Staða barna og unglinga í sveitar-
félögunum tveimur var kynnt hvað
varðar neyslu löglegra og ólöglegra
vímuefna ásamt því hversu tíð of-
beldishegðun og afbrot eru.
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 21
LANDIÐ
Morgunblaðið/Finnbogi Pétursson
Frá setningu 41. Sambandsþings UMFÍ í iþróttahúsinu á Tálknafírði.
pm
til utlaada
-auövelt dö muad
SÍMINN
www.simi.is
Ró^ovoisla
20-50%
afslsetti
lé Rósir
Rósavöndur
Rósavöndur
Begónía
kn 399