Morgunblaðið - 22.10.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 23
STUTTFRÉTTIR
Hugsanleg lánsfjárþurrð á erlendum mörkuðum um áramót vegna 2000-vandans
Nýr fram-
kvæmda-
stjóri RJC
• ÁSGEIR Johansen hefur tekið við
stöðu framkvæmdastjóra Rolf Johan-
sen & Company ehf.
Ásgeir lauk stúd-
entsprófi frá Verslun-
arskóla íslands árið
1991 og BS-prófi í
stjórnunarfræði frá
Guilford College skól-
anum í Norður-Kar-
ólínufylki í Bandaríkj-
unum árið 1995. Að
loknu námi starfaði hann um tfma hjá
R.J. Reynolds tóbaksfyrirtækinu í N-
Karólínu sem sölufulltrúi og síðar í
dreifingardeild fyrirtækisins. Hann
starfaði sem sölustjóri hjá RJC frá
1996-1997 og sem deildarstjóri und-
anfarin tvö ár.
Ásgeir er kvæntur og á þrjú börn.
---------------
Tölvuæði
bætir hag
Microsoft
Seattle. Reuters.
• Microsoft hefur skýrt frá því aö
hagnaöur ftyrirtækisins hafi aukizt um
30% á síðasta ársfjórðungi vegna
„ægilegrar" eftirspurnar eftir einmenn-
ingstölvum.
Búzt er við að salan haldi áfram að
aukast og fyrirtækið skilaði meiri
haganði en búizt hafði verið við að
sögn Microsoft.
Hagnaður Microsoft nam 2,29 mill-
Ijörðum dollara á þremur fyrstu mán-
uðum reikningsárs félagsins til sept-
emberloka. Hagnaðurinn jókst úr 1,68
miilljörðum dollara á sama tíma í
fyrra.
Bréf í Micrsoft hækkuðu um tæp
þrjú stig eftir að tilkynningin var birt.
Ótti við tölvuhrun við árþúsundamót
virtist hafa lítil áhrif. „Árþúsundamótin
virðast ekki hafa haft veruleg áhrif á
afkomuna," sagði Greg Maffet aðal-
fjálmálastjóri.
Tekjur í Asíu jukust um 82% á fjórð-
ungnum í 593 milljónir dollara.
Staðfest var að framleiðsla
Windows 2000 stýrikerfisins, arftaka
Windows NT, mundi hefjast í árslok.
-------♦-♦-♦-----
Hluti Ax hf.
seldur
• Logic ehf. hefur keypt iðnstýri-
og skjámyndakerfislausnir Ax hf.
sem áður voru hluti af Iðnstýrideild
Tæknivals hf. Logic ehf. verður
framvegis með umboðið fyrir In-
tellution Inc., sem er framleiðandi
FIX stjórn- og eftirlitskerfa. Þjónust-
an við FIX stjórn- og eftirlitskerfin,
sem sett hafa veriö upp hjá viö-
skiptavinum iðnstýrideildar Tækni-
vals hf. í gegnum árin, mun því
flytjast yfir til Logic ehf.
Logic ehf. verður sjálfstætt starf-
andi fyrirtæki t eigu þriggja fyrrver-
andi starfsmanna iönstýrideildar
Tæknivals hf./Ax, Jóns Arnarsonar,
rafmagnstæknifræöings, Jóhanns
Sigurðssonar, rafmagnstæknifræð-
ings, og Guðjóns Þorkelssonar, raf-
magnsiðnfræðings.
-------♦-♦-♦-----
Kælimottur
til flutninga
• Fyrirtækið Móði og Magni ehf. hef-
ur hafið innflutning á nýrri tegund af
kælimottum hingað til lands.
Samkvæmt fréttatilkynningu er um
að ræða kælimottur sem viðhalda
kælingu á matvælum í flutningum og
geymslu. Motturnar sem kallast „En-
virofreeze", fást í ýmsum stæröum.
Þær eru bleyttar upp í vatni og draga
þá í sig 40-falda þyngd sína. Þær eru
síöan frystar og notaðar sem kælimið-
ill fyrir hvers kyns vörur sem þurfa á
kælingu að halda á leið á markað.
Þegar mottan þiðnar, lekur ekki úr
henni vatniö og má frysta hana aftur.
Bankarnir gera ráðstafan-
ir vegna skammtímaskulda
SEÐLABANKINN hefur komið
þeim skilaboðum á framfæri við við-
skiptabankana að þeir gæti að því
að vera ekki með of mikið af
skammtímaskuldum hjá erlendum
lánastofnunum í kringum næstu
áramót þar sem þá gæti hugsanlega
orðið lánsfjárþurrð á mörkuðum í
tengslum við ótta við svokallað
2000-vandamál sem upp kunni að
koma. Birgir Isleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann sæi ekki
fram á nein stórvægi-
leg vandamál í
þessu sambandi,
og samkvæmt
upplýsingum
bankanna hafa
þeir þegar gert
viðeigandi ráðstafanir.
„Það bergmál sem kemur frá
mörkuðunum erlendis er að sumir
séu hræddir við þetta 2000-vanda-
mál sem komi upp um áramót og
þess vegna geti orðið einhvers kon-
ar lánsfjárþurrð á markaðnum síð-
ustu vikurnar fyrir áramót. Vegna
þessa eru menn varaðir við og
beðnir um að vera ekki með of mik-
ið af skammtímaskuldum gangandi
því þeir gætu átt í vandræðum með
að endurnýja þær þegar líður nær
áramótum. Þetta er meðal annars
það sem við höfum heyrt frá
bankakerfinu, og við höfum komið
því áleiðis til íslensku bankanna að
þeir gæti sín á því sérstaklega að
vera ekki með þannig stöðu að þeir
þurfi að endurnýja skammtímalán
síðustu vikur ársins og kannski
fyrstu 2-3 vikur næsta árs á meðan
þetta er að líða yfir,“ sagði Birgir'
Isleifur.
Gengið frá langtímalántökum
Tryggvi Pálsson, framkvæmda-
stjóri Islandsbanka F&M, sagði að
hjá bankanum væru menn meðvit-
aðir um að vera byrgir af lausu fé
um áramótin og hvað varðar er-
lenda stöðu hefði síðastliðið sumar
verið byrjað að framlengja skamm-
tímalán fram yfir áramót.
„Það er ljóst að sumir erlendir
bankar hafa dregið úr lánum yfir
áramótin en við aðra höfum við náð
Liður í aðgerðum okk-
ar er að við erum nýlega búin að
tryggja okkur 75 milljóna evra
langtímalántöku, sem er rúmlega
5,5 milljarðar íslenskra króna. Við
höfum gert hér viðbragðsáætlun
sem vonandi mun ekki reyna á, en
ég hef traust á því að við séum búin
að gera það sem þarf að gera hvað
þetta varðar," sagði Tryggvi.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, sagði að það
hefði verið hluti af vinnuáætlun
bankans að tryggja að skammtíma-
lánastaða bankans yrði óvenjugóð
um næstu áramót og sú yrði raunin.
.Ábending Seðlabankans er í
sjálfu sér ágæt en það er búið að
vera inni í vinnuáætlunum Lands-
bankans frá því síðastliðið vor að
tryggja að staðan verði góð. Við
erum afar sáttir við okkar stöðu
núna og sérstaklega með okkar
velheppnuðu nýjustu er-
lendu lántöku er staða
Landsbankans óvenju
sterk,“ sagði Halldór.
Stefán Pálsson,
bankastjóri Búnaðar-
bankans, sagði að
bréf sem borist hefði frá Seðlabank-
anum hefði verið ágæt ábending, en
Búnaðarbankinn hefði þá þegar
verið búinn að gera þær ráðstafanir
sem talin hafi verið þörf á. Hann
sagði þetta því ekki skapa nein
vandamál hjá bankanum þar sem
hann hefði strax í lok september
gengið frá langtímalántöku erlend-
is.
Búnaðarbankinn hækkar vexti
BÚNAÐARBANKI íslands hf. hækkaði óverð-
tryggða vexti í gær um 0,2-0,5 prósentustig.
Overðtryggð vaxtakjör sparireikninga hækka um
0,4 prósentustig, að Markaðsreikningi undantekn-
um, sem hækkai- um 0,27 prósentustig, í samræmi
við hærri ávöxtun ríkisvíxla. Óverðtryggð vaxta-
kjör útlána hækka til samræmis um 0,4 prósentu-
stig með þeirri undantekningu að vextir óverð-
tryggðra skuldabréfalána hækka um 0,5 prósentu-
stig og hámarksvextir yfirdráttarlána einstaklinga
hækka um 0,2 prósentustig.
í frétt frá Búnaðarbankanum kemur fram að
með vaxtabreytingunum vill bankinn koma til
móts við stefnu Seðlabanka og ríkisstjórnar, um
að reyna að hægja á hraða efnahagslífsins meðal
annars með því að draga úr eftirspurn eftir útlán-
um. „Efnahagslífið ber einkenni þenslu og er við-
skiptahalli töluverður. Vísitala neysluverðs til
verðtryggingar hefur hækkað um 5,2% það sem af
er árinu, en það svarar til ríflega 6% verðbólgu á
ársgnjndvelli. Mikilvægt er að taka merki um
hækkandi verðlag alvarlega. Sérstaklega þegar
haft er í huga að undanfarin ár hefur hagstæð
gengisþróun haldið aftur af verðbólgu. Gengi
krónunnar er nú sterkara en nokkru sinni áður og
því takmarkað rými til að halda aftur af verðlags-
hækkunum með styrkingu krónunnar."
Vaxtahækkun Búnaðarbankans er ekki aðeins
hugsuð til að draga úr eftirspurn eftir útlánum, að
því er fram kemur í frétt bankans. „Þessi breyting
vaxtakjara er ekki síður nauðsynleg til að verja
hag sparifjáreigenda vegna aukinnar verðbólgu.
Eftir hækkun óverðtryggra vaxtakjara um 0,4
prósentustig hafa óverðtryggð vaxtakjör ein-
stakra innlánsreikninga Búnaðarbankans hækkað
um 1,85-2,5 prósentustig frá áramótum. Ofan-
nefnd hækkun hefur verið nauðsynleg vegna auk-
innar verðbólgu.
Bankinn fylgist ávallt grannt með þróun verð-
lags, vaxtamála og lánsfjáreftirspurnar og byggir
sínar vaxtaákvarðanir á aðstæðum hvers tíma án
þess þó að eltast við skammtímasveiflur. Bankinn
kemur áfram til með að fylgjast með þróuninni á
fjármagnsmarkaði og ef fram koma einhverjar
þær breytingar sem túlka má þannig að eðlilegt sé
að endurskoða vaxtakjör bankans þá verður það
skoðað hverju sinni,“ að því er segir í frétt Búnað-
arbankans.
80/75/70 cm
1 Flugfreyjutöskur 1 á hjblum i r-Ó , frSHr UB
'i i1 ^ 1 'úd'b 01 'j
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup