Morgunblaðið - 22.10.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 25
Clinton mun
ræða við Arafat
og Barak í Oslo
Washington. AFP, AP.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
mun eiga fund með Ehud Barak,
forsætisráðherra Israels, og Yas-
ser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna, í Osló í byrjun nóvember,
til að freista þess að leggja grunn-
inn að varanlegum friðarsamning-
um milli Israela og Palestínu-
manna. Verður þetta fyrsta
opinbei'a heimsókn Bandaríkjafor-
seta til Noregs.
Leiðtogarnir þrír munu taka
þátt í athöfn 2. nóvember í tilefni
jiess að sex ár eru liðin frá undirrit-
un Oslóar-friðarsamkomulagsins.
Þá munu þeir minnast morðsins á
Yitzak Rabin, forsætisráðherra
Israels, 4. nóvember 1995, en hann
var myrtur af andstæðingi friðar-
samkomulagsins.
Upphaflega ætlaði Clinton ekki
að fara til Oslóar, en honum snerist
hugur eftir að Kjell Magne Bond-
evik, forsætisráðherra Noregs, ít-
rekaði boðið. Þykir ákvörðun Clin-
tons undirstrika að hann vilji gera
allt sem í valdi Bandaríkjastjórnar
stendur til að varanlegur friðar-
samningur verði undirritaður á
þeim 15 mánuðum sem eftir eru af
kjörtímabili hans. Sandy Berger,
þjóðaröryggisráðgjafi Banriaríkj-
anna, sagði að ekkert væri framar í
forgangsröð forsetans.
Hlutverk Bandarikja-
sijórnar viðkvæmt
Berger viðurkenndi á miðviku-
dag að það væri viðkvæmt mál hve
stóru hlutverki Bandaríkjastjórn
ætti að gegna í friðarumleitunum
ísraela og Palestínumanna. Barak
hefur gefið til kynna að hann vonist
til að Bandaríkin láti minna fara
fyrir sér, og Berger sagði að í sam-
ræmi við það hefðu stjórnvöld í
Washington haldið sig fjarri sviðs-
Ijósinu við undirritun samkomu-
lags um framkvæmd Wye-friðar-
samninganna í Egyptalandi í
byrjun september.
Reuters
Etna
í ham
Eldfjallið Etna á Sikiley, sem er
stærsta og virkasta eldfjall
Evrópu, hefur tekið nokkrar rok-
ur á undanförnum mánuðum.
Vísindamenn hafa þó ekki viljað
skilgreina þær sem eiginlegt gos
og segja að fólki sem býr við ræt-
ur ijallsins sé engin hætta búin.
Nú stendur yfir kröftugasta
hrinan til þessa og fjallið hefur
spúið hrauni úr fjórum gígum.
Afrýiunarréttarhöld yfír Ocalan
Fer fram á mild-
un dauðadóms
Ankara. Reuters.
ABDULLAH Öcalan, fangelsaður
leiðtogi skæruliðahreyfingar
Kúrda í Tyrklandi, fór fram á það
fyrir áfrýjunarrétti í Ankara í gær,
að dauðadómurinn sem felldur var
yfir honum fyrr á árinu yrði mildað-
ur, á grundvelli þess að hann hefði
nú talið fylgismenn sína til að
leggja niður vopn og vinna að friði.
Er dómarar áfrýjunarréttarins
höfðu hlýtt á beiðni Öcalans, sem
lögmenn hans báru fram, var rétti
frestað á ný fram til 25. nóvember,
en þá á endanlegur úrskurður að
vera kveðinn upp. Meðal annars
vegna þess að niðurstaðan getur
haft áhrif á viðleitni Tyrklands til
að fá umsókn sína um aðild að
Evrópusambandinu (ESB) tekna
til greina, eru dómarar réttarins
undir margháttuðum pólitískum
þrýstingi.
I júní sl. var Öcalan dæmdur fyr-
ir landráð og að hafa í 15 ár farið
fyrir vopnaðri baráttu aðskilnaðar-
sinna, sem talið er að hafi kostað í
kring um 30.000 manns lífið.
Hefur áskorun ESB áhrif?
Meira hefur verið lýst eftir Öcal-
an í Tyrklandi en nokkrum öðrum
manni. Réttarhöldin hafa leitt til
þess að augu umheimisins hafa í
auknum mæli beinzt að tyrknesku
réttarkerfi og hlutskipti á að gizka
12 milljóna Kúrda í Tyrklandi.
Stjómarerindrekar Evrópu-
sambandslanda voru meðal áheyr-
enda er lögmenn Öcalans bára í
Reuters
Abdullah Öcalan
gær fram röksemdir sínar fyrir
nýjum réttarhöldum. Talsmenn
ESB hafa skorað á tyrknesk stjórn-
völd að taka Kúrdaleiðtogann ekki
af lífi vilji þau að leiðtogar sam-
bandsins samþykki að viðurkenna
Tyrkland sem tilvonandi aðildar-
ríki er þeir koma saman í Helsinki í
desember.
Varafastafulltrúi íslands hjá
Evrópuráðinu, dr. Magnús K.
Hannesson^ var viðstaddur réttar-
höldin yfir Öcalan í gær. Islending-
ar gegna nú formennsku í ráðherr-
anefnd Evrópuráðsins.
LANGAR ÞIG AÐ
NÁLGAST
VERKEFNIN FRÁ
NÝRRI HLIÐ?
Rauði krossinn í Kína
Taívönum veitt
meiri aðstoð
Peking. Reuters.
RAUÐI krossinn í Kína kvaðst í
gær ætla að veita fórnarlömbum
jarðskjálftans í Taívan 21. septem-
ber meiri aðstoð og kínverska
stjórnin skoraði á Taívana að hætta
að gera hjálparstarfið að pólitísku
deilumáli.
Taívanar hafa sakað Kínverja
um að hafa notfært sér jarðskjálft-
ann, sem varð 2.300 manns að bana,
í pólitísku skyni með því að skylda
aðrar þjóðir til að óska eftir heimild
kínversku stjórnarinnar til að veita
fórnarlömbum skjálftans aðstoð.
Framkvæmdastjóri Rauða
krossins í Kína, Su Juxiang, sagði í
gær að Taívanar hefðu þegið við-
bótaraðstoð að andvirði 35 milljóna
króna í peningum en ekki fallist á
tilboð hans um að senda björgunar-
sveitir og hjálpargögn á skjálfta-
svæðið. Hann kvaðst þó vona að til-
boðið yrði samþykkt þar sem
björgunarsveitimar hefðu mikla
reynslu af hjálparstarfi eftir slíkar
náttúruhamfarir.
Kínverskir embættismenn skor-
uðu á Taívana að þiggja aðstoðina
og sögðu að ásakanir þeiraa sköð-
uðu samskipti Kína og Taívans.
Þeir neituðu því að kínverska
stjórnin hefði hindrað hjálparstarf-
ið á Taívan en sögðu að samkvæmt
stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna
gætu aðeins sjálfstæð ríki óskað
formlega eftir alþjóðlegri aðstoð.
Pantið núna
565 3900
Rekstrarleigusamningur
Engin útborgun
29.086 kr. á mánuði
Fjármögnunarleiga
Utborgun 270.000 kr.
16.582 kr. á mánuSi
Rekstrarlelga er mi8u5 við 24 mánuSi og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarleiga er mi5u6 vi8 60 mánuði
og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi f*r hann endurgreiddan
ef hann er með skattskyldan rekstur. Allt ver5 er án vsk.
ATVINNUBÍLAR
FyRIRTSKJAÞJÓNUSTA
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1225/575 1226
$
RENAULT