Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 27 ERLENT Forsetakosningum flýtt á Sri Lanka Colombo. Reuters. CHANDRIKA Kumaratunga, for- seti Sri Lanka, hefur tilkynnt að efnt verði til forsetakosninga í land- inu innan tveggja til þriggja mán- aða, tæpu ári áður en sex ára kjör- tímabili hennar lýkur. Sérfræðingar í stjómmálum landsins segja að hún hafi ákveðið að flýta kosningunum til að auka líkumar á því að hún næði endurkjöri. Hvorki hefði geng- ið né rekið í tilraunum hennar til að leysa deilur þjóðarbrotanna og binda enda á stríðið við aðskilnaðar- hreyfingu Tamíla. „Kumaratunga hefur flýtt kosn- ingunum til að tryggja að staða hennar versni ekki frekar. Ekkert bendir nú til þess að eitthvað já- kvætt gerist á næstu níu mánuð- um,“ sagði Jehan Perera, leiðtogi Friðarráðs Sri Lanka. Hann bætti við að Kumaratunga hefði verið treg til að taka þessa ákvörðun en að lok- um séð sig knúna til þess. Tókst ekki að binda enda á stríðið Kumaratunga var kjörin forseti með 62% atkvæða í nóvember 1994. Hún naut þá mikills stuðnings með- al minni þjóðarbrotanna en ólfldegt þykir að hún haldi honum í næstu kosningum. „Niðurstaða kosning- anna er ekki líkleg til að ráðast af persónutöfrum eins frambjóðend- anna eins og síðast,“ sagði stjóm- málafræðingurinn Jayadeva Uyangoda. „Árið 1994 var hún for- setaefni með framtíðarsýn, nýtt andlit í stjórnmálunum. Ég tel ekki að hún njóti jafn mikillar hylli sem sitjandi forseti." Stjóm Kumaratunga hefur lagt til að stofnuð verði héraðsráð, m.a. í norður- og austurhluta landsins, til að reyna að koma til móts við að- skilnaðarhreyfingu Tamíla, LTTE, sem berst fyrir sjálfstæðu ríki á svæðinu. Þessi tillaga hefur ekki náð fram að ganga þar sem stjóm- arflokknum hefur ekki tekist að afla henni nægilegs stuðnings á þinginu, sem þarf að samþykkja hana með tveimur þriðju atkvæðanna. Stjómarherinn hefur náð stórum svæðum í norðurhluta landsins á sitt vald en varð að hætta við stór- sókn gegn tamflsku aðskilnaðar- hreyfingunni vegna mikils mann- falls. Nvjutigar í anda haustsins Arden kynnin^ Hygea í Kringlu föstudag og laugardag Netanyahu yfírheyrður af ísraelsku lögreglunni Kynntur verður nýr andlitsfarði, SMART WEAR. Þessi nýi andlitsfarði er mjög léttur, gefur húðinni náttúrulegt útlit, er auðveldur f notkun og smitar ekki út frá sér. Verið velkomin. Ráðgjöf á staðnum. * Ath. Tilboð á kremum! Bat Yam, Jerúsalem. AFP, AP. BENJAMIN Netanyahu, fyrrver- andi forsætisráðherra ísraels, og eiginkona hans, Sara, voru í gær yf- irheyrð af fulltrúum fjársvikadeild- ar ísraelsku lögreglunnar, í kjölfar þess að hald var lagt á tugi dýr- gripa á heimili þeirra á miðvikudag. Hjónin vora yfirheyrð vegna gruns um að þau hefðu haldið ýms- um gjöfum, sem Netanyahu vora færðar í forsætisráðherratíð sinni, í heimildarleysi, en samkvæmt ísra- elskum lögum era slíkar gjafið eign ríkisins. I húsleitinni á miðvikudag var meðal annars lagt hald á mál- verk, silfur- og gullmuni. Lögmaður Netanyahus, David Shimron, fullyrti í gær að skjól- stæðingur sinn hefði ekki brotið í bága við lög, og sakaði lögregluna um að láta stjómast af pólitískum illvilja. Sagði hann að munirnir, sem hald var lagt á, hefðu verið í geymslu ásamt persónulegum eig- um hjónanna, og hefðu beðið þess að vera flokkaðir. Kvartaði Shim- ron einnig yfir því að fregnum um að til stæði að gera húsleit hefði verið lekið til fjölmiðla, en aðgerðin hefði komið Netanyahu-hjónunum algerlega í opna skjöldu. Sagði Húsleitin á miðvikudag var hluti af víðfeðmri rannsókn á ásökunum um að Netanyahu hefði á þriggja ára valdatíma sínum gerst sekur um spillingu og hindran réttvísinn- ar. Hjónin hafa áður verið yfir- heyrð vegna gruns um að verktak- inn Avner Amedi hafi innt af hendi ýmsa þjónustu á heimili Netanya- hus, en sent forsætisráðuneytinu reikninginn eftir að hann lét af embætti í sumar. izabeth Arden Fegurðarinnar fremsta nafn Fasteignir á Netinu v^)mbl.is A.t-LTAF= GITTH\SAÐ /VÝT7 Reuters Lögreglumaður fylgir Netan- yahu-hjónunum frá heimili sínu til yfirheyrslu í höfuð- stöðvum fjársvikadeildar lög- reglunnar í gær. hann það vera til marks um að lög- reglan gætti ekki sanngimi gagn- vart þeim. Microsofí NovelL^m® Adobe Eru hugbúnaðarmál í lagi ...hjá þínu fyrirtæki? Hugbúnaður er verndaður af lögum um höfundarétt. Margir tölvunotendur skáka í því skjólinu að þeir viti ekki hvort forrit eru afrituð eða ósvikin. Þetta er ekki gild afsökun. Nú er verið er að skera upp herör gegn hugbúnaðarstuldi — ert þú með hreina samvisku? Fengi tölvan þín hreint sakavottorð? (£) 550-4000 ...hringdu núna Þjónusturáðgjafar Tæknivals veita öll svör við spurningum um hugbúnað og þau leyfi sem nauðsynleg eru fyrir löghlýðna tölvunotendur. Tæknival Hefur þú upplýsingar um fyrirtæki sem nota ólöglegan hugbúnað? Við viljum gjarnan heyra frá þér. Notkun hugbúnaðar án tilskilinna leyfa er lögbrot sem getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. Hafir þú vitneskju um slíka notkun getur þú hringt í númerið fyrir neðan. 533 3333 E-mail: bsa@am-law.is Business SoftwareAlIiance Samtök nokkurra stærstu hugbúnaðarframle iðenda www.taeknival.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.